Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1983 ARNARBAKARÍ Brauð á besta neyslustigi. Þegar þú tekur við ilmandi og mjúku brauðinu yfir borðið hjá okkur eru liðnar 20 • 24 klst. frá því það kom úr ofni. Sannir sælkerar leggja mikla áherslu á þetta atriði. Þú getur einnig fengið nýbökuð brauð og kökur í úrvali. Við stefnum ótrauð að því að teljast landsins besta bakarí svo þér er óhætt að gera kröfur. Notum eingöngu náttúruleg nraefni. Við viljum benda fólki á innihaldslýsingarnar. Við erum stolt af framleiðslunni og uppskriftirnar eru okkar. jiajS 4£/72 afíí ±níji£ um íijá oízízii >ARNARRAKARÍi Fræðsluþættir frá Geðhjálp: Hvað er halóperídól? Þættinum hefur borist um það ósk hvort ekki sé hægt að vera með fræðslu um þau lyf, sem al- gengt er að notuð séu fyrir geð- sjúklinga og fólk með geðræn vandamál. Okkur er það vel ljóst, að það er mikil nauðsyn að fræða fólk um þessi mál, en jafnframt mikill vandi svo vel sé. Þegar spurt er um, hvaða lyf þetta eru, kemur í ljós, að þar er um mörg lyf að ræða. Eflaust eru þau mis mikið notuð, sum meira en önnur. Við munum reyna að fá sérfræð- ing til að skrifa grein um geðlyf, flokkun þeirra, notkun, verkan þeirra og annað er varðar þetta. Eitt er það lyf sem virðist vera mikið notað eða svo segja þeir sem legið hafa á geðsjúkrahúsum. Við fengum því dr. Vilhjálm Skúlason, lyfjafræðing, til að skrifa sérstak- lega um það lyf, og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Munið svo að láta frá ykkur heyra, allar uppástungur um efni eru vel þegn- ar. Bless. — Halóperídól, haldol.RR Fyrir miðjan sjötta áratug þess- arar aldar voru fá góð ráð til gegn geðsjúkdómum eins og geðklofa. Helstu ráðin voru skurðaðgerðir, insúlínlost, raflost og róandi lyf, sem ekki höfðu sérhæfða verkun. Um 1955 kom fyrsta lyfið á mark- að, sem hafði miklu sérhæfðari verkun á geðsjúkdóma en þau lyf, sem áður voru þekkt. Þetta lyf er klórprómazín, sem olli byltingu í meðferð geðklofa. Sem dæmi um þau áhrif sem notkun geðlyfa hafði á fjölda geðsjúklinga, sem var vistaður á sjúkrahús í Banda- ríkjunum á árabilinu 1946—1976, má nefna, að fjöldi þeirra á árabil- inu 1946—1955 fór stöðugt vax- andi úr 462 þúsund í tæp 559 þús- und, en árið 1955 hófst almenn notkun geðlyfja þar í landi. Á ára- bilinu 1955 ti! 1976 hefur þessi fjöldi farið minnkandi frá ári til árs og var tæp 171 þúsund 1976. Síðan klórprómazín var uppgötvað hafa mörg afbrigði þess verið framleidd, en árið 1958 kom í ljós þegar rannsökuð voru lyf, er höfðu sterkari verkastillandi verkun en petidín, að eitt þessara lyfja, haló- perídól, hafði hliðstæða verkun og klórprómazín. Það kom fyrst á markað í Belgíu undir sérheitinu haldol.RR Adventusamkoma Kársnessafnaðar Sunnudaginn 4. desember, annan sunnuag í aðventu, efnir Kárnessöfn- uður til árlegrar aðventuhátíðar í Kópavogskirkju kl. 20.30. Allt frá fyrstu aðventusamkomu safnaðarins hefur aðsókn verð ágæt, sem ber vott um nauðsyn samveru á aðventutíð til andlegs undirbúnings undir komu jólanna. Vel hefur verið vandað til efn- isskrár eins og undanfarin ár. Sam- koman hefst með einleik organista kirkjunnar Guðmundar Gilssonar. Auk söngs kirkjukórsins mun Karlakór Reykjavíkur syngja undir stjórn Páls P. Pálssonar og einnig verður almennur söngur. Stefanía M. Pétursdóttir, varafor- maður sóknarnefndar, flytur ávarp. Ingimar Erlendur Sigurðsson skáld flytur ljóð úr nýútkominni ljóðabók „Ljóð á Lúthersári", sem gefin er út í tilefni þess að 500 ár eru liðin frá fæðingu Marteins Lúthers. Ræðu- maður kvöldsins verður Árni Björnsson þjóðháttafræðingur sem flytur erindi, er hann nefnir „Léttfræðilegt erindi um aðvent- una“. Samkomunni lýkur síðan með ritningarlestri og bæn sóknar- prestsins sr. Árna Pálssonar. Kópavogsbúar, sem og allir aðrir, eru boðnir velkomnir til þessa að- ventukvölds til undirbúnings helgr- ar hátíðar. Sóknarnefndin. HAGKAUP Skeifunni 15 Reykjavík Flóamark- aður Katta- vinafélagsins Jólavörur, kökubasar og flóa- markaóur verða á Hallveigar- stöðum laugardaginn 3. des- ember kl. 2. Það er Kattavinafélagið sem stendur fyrir þessum flóamarkaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.