Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1983 Úr boði borgarstjórnar í Dillonshúsi í Árbæ í gær, Davíð Oddsson borgarstjóri flytur ávarp. Þá settu Eyjamenn upp höfuðstöðvar í Reykjavík „ÞEGAR eldgosió í Eyjum átti sér stað 1973 tók Reykjavíkurborg mestan þátt bæjarfélaga á landinu, þátt í vandamáli Eyjamanna þótt allir styddu við bakið á Vestmann- eyingum og nú er bæjarstjórn Vestmannaeyja í heimsókn í boði Reykjavíkur,“ sagði Davíð Odds- son borgarstjóri í samtali við Mbl. í gær, en þá hófst opinber heim- sókn bæjarstjórnar Vestmanna- eyja til Reykjavíkur, en hún stend- ur fram yfir helgi. „Vestmanneyingar fluttu sín- ar höfuðstöðvar til Reykjavíkur þegar eldgosið skall yfir, settu upp sitt ráðhús í höfuðborginni, en nú, tíu árum síðar, er ástæða til að gleðjast yfir því hve upp- byggingunni í Eyjum hefur mið- að áfram eftir þetta hrikalega áfall, og tíu ára goslokaafmælið þótti ágætt tilefni til þess að bæjarstjórnirnar hittust. Það er einnig sjónarmið Reykjavíkur- borgar að bæjarstjórnir innan- lands eigi að hittast meir en gert hefur verið. Hingað til hafa borgarfulltrúar aðallega hitt er- lenda bæjarstjórnaraðila, heima og heiman, en brotið er blað með heimsókn bæjarstjórnar Vest- mannaeyja til Reykjavíkur og það hlýtur að þjóðlífið allt byggðalandsins hér á sér stað.“ vera gott fyrir að fulltrúar hittist eins og Fjölbreytt dagskrá hefur verið skipulögð í tilefni heimsóknar Vestmanneyinga, en hún hófst í gær með hádegisverði í Árbæ. Fundur með Elkem í gær: MiðaÖi í sam- komulagsátt SAMNINGANEFND iðnaðarráðu- neytisins um stóriðju sat fund í gær, 1. desember, með fulltrúum Elkem til undirbúnings frekari viðræðum um aðild japanska fyrirtækisins Sumitomo að fslenska járblendifé- laginu. Eitthvað mun hafa miðað í samkomulagsátt hjá aðilum, en að sögn eins nefndarmannsins sem blm. Mbl. ræddi við var ekki tekin ákvörðun um dagsetningu næsta fundar. Reiknaði hann með að næstu vikur færu í útreikninga og myndu aðilar hafa símasamband og standa í bréfaskiptum, þar til málin skýrðust betur. í fréttatilkynningu frá iðnað- arráðuneytinu um fundinn í gær segir: „Aðilar áttu gagnlegar við- Hryssingslegt helgarveður HELGARVEÐRIÐ verður heldur k legt. Gert er ráð fyrir útsynningi á SV-landi í dag með allhvössum éljum. SV-áttin heldur áfram á morgun, spáði Veðurstofan í gærkvöldi, en verður hægari og dregur úr éljunum. Hitinn verður í kringum frostmark. Á Austurlandi og fyrir norðan verð- ur bjartara og minni vindur. ræður og miðaði nokkuð í átt til samkomulags um sameiginlega af- stöðu til frekari viðræðna við Sumitomo, og verður viðræðum haldið áfram síðar." Steinullarverksmiðju heimiluö erlend lántaka: Án þátttöku og ábyrgðar fjármálaráðuneytisins — segir fjármálaráöherra LANGLÁNANEFND heitnilaði í vikunni Steinullarverksmiðj- unni á Sauöárkróki erlenda lántöku með milligöngu Búnað- arbanka íslands til greiðslu á innborgun 15% kaupverðs véla til verksmiðjunnar, en kaupverðið nemur 68,1 millj. kr. I>að er finnskt fyrirtæki sem framieiðir vélarnar, en það sama fyrirtæki verður einn af hluthöfum Steinullarverksmiðjunnar með um 10—12% hlutafjár. Fjármálaráðherra Albert Guð- mundsson segir, að þessi fyrirgreiðsla langlánanefndar sé algjörlega án þátttöku fjármálaráðuneytis og án ábyrgðar fjármálaráðherra. Langlánanefnd er undir yfir- stjórn viðskiptaráðuneytis og heimilaði viðskiptaráðherra lán- töku þessa til greiðslu hluta kaup- verðs vélanna. í lánsfjáráætlun fyrir árið 1984 er gert ráð fyrir 80 millj. kr. lánsfjárheimild til véla- kaupa Steinullarverksmiðjunnar og er fyrirgreiðsla Búnaðarbank- ans og langlánanefndar byggð á því, að Alþingi samþykki þá lánsfjárheimild. Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra hefur samkvæmt heim- ildum Mbl. ítrekað reynt að stöðva að framkvæmdir við Steinullar- verksmiðju hæfust. Hann hefur lýst sig andvígan framkvæmdinni þar sem hún sé ekki arðbær og framleiðslan áætluð langtum meiri en markaður sé fyrir. Lög um verksmiðjuna gera ráð fyrir að ríkissjóður fjármagni 40% hlut- afjár, þegar 60% hafa verið tryggð af öðrum aðilum. Gengið hefur verið frá hlutafjárloforðum. Sam- vinnuhreyfingin, þ.e. SÍS og kaup- félagið á Sauðárkróki, hafa ábyrgst um 20—25%, finnski aðil- inn 10—12% og bæjarsjóður Sauð- árkróks afganginn. Þá hefur ríkis- sjóður þegar staðið skil á hluta af sínum greiðslum, var það gert í tíð fyrri ríkisstjórnar. Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra var spurður álits á lána- fyrirgreiðslu langlánanefndar. Hann svaraði: „Viðskiptaráðherra og iðnaðarráðherra hafa hvorugur rætt þetta við mig. Lántakan er því heimiluð án nokkurs samráðs við mig. Ég mun því ekki gera nokkurn skapaðan hlut fyrr en ég er búinn að sjá að þeir hafi lagt fram 60% hlutaféð, sem lögboðið er. Þá hafa þeir heldur ekki staðið við lögboðna viðskiptahlið samn- ingsins. Það hlýtur að vera fár- ánlegt að ætla að fara að byggja sex þúsund tonna steinullarverk- smiðju fyrir markað sem var 610 tonn á síðasta ári. — Þeir hafa enga ábyrgð lagt fram um að markaðshliðin sé tryggð." Varðandi það að í lánsfjáráætl- un fyrir næsta ár væri gert ráð fyrir ríkisábyrgð upp á 80 millj. kr. lántöku til vélakaupanna sagði Albert: „Sú ábyrgð verður ekki notuð nema þeir fullnægi ákvæð- um laganna. Það er fjármálaráð- herra sem á að gæta hagsmuna ríkisins. Það verða engar heimild- ir notaðar fyrir steinull, ef þeir standa ekki hundrað prósent við það sem lögin gera ráð fyrir." Albert kvað þetta ekki einvörð- ungu eiga við um skil á 60% hluta- fjár, því ríkissjóður ætti ekki fremur en aðrir hlutafjáreigendur að ábyrgjast lán til rekstrar um- fram hlutafjáreign sína, þ.e. 40% — hinir yrðu að standa ábyrgir fyrir 60% lántöku. Veiðar á amerísk- um miðum: Samráös- fundur á þriðjudag FULLTRÚAR utanríkis- ráðuneytis, sjávarútvegs- ráðuneytis og Landssam- bands íslenskra útvegs- manna munu halda meö sér fund nk. þriðjudag og ræða áfram möguleika á að íslensk fiskiskip stundi veiðar við strendur Banda- ríkjanna og Kanada. Boð bandarískra stjórnvalda þar um var endurnýjað sl. vor, þegar ákveðið var að íslend- ingar skyldu hætta hvalveiðum í samræmi við ákvörðun Al- þjóða hvalveiðiráðsins. Menn hafa séð á því ýmsa annmarka að hefja veiðar við strendur N-Ameríku, ekki síst vegna þess að óljóst er hvaða fiskteg- undir gæti verið um að ræða og svo ekki síður hitt, eins og Kristián Ragnarsson, formað- ur LIÚ, benti á í samtali við Mbl. á sínum tíma, að banda- rísk löggjöf heimilar ekki land- anir úr skipum, sem smíðuð eru utan Bandaríkjanna. „Það hefur svo sem ekkert nýtt gerst í þessu," sagði Jón L. Arnalds, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, í samtali við Mbl., „en málið verður rætt frekar á fundinum á þriðjudaginn." Bliki EA skemmdist í eldi í Dalvíkurhöfn: Eldur komst í gaskútinn Mesta mildi að hann sprakk ekki Dalvík, 2. desember. í GÆR kom upp eldur í mb. Blika EA 12, 150 lesta stálbát, þar sem hann lá vid bryggju á Dalvík. Miklar skemmdir uröu og var mesta mildi, aö ekki uröu slys á mönnum. Það var um kl. 15, að slökkvilið Dalvíkur var ræst út. Menn voru Varað við snifffaraldri í Hafnarfirði og Garðabæ „AÐ UNDANFORNU hefur boriö mikið á því, aö börn og ungmenni neyti ýmissa vímuefna, svo sem sjóveikitaflna, brennsluspritts og allskonar lífrænna leysiefna. Aö gefnu tilefni vilja félagsmálastofn- anir í Garöabæ og Hafnarfirði beina þeim eindregnu tilmælum til lyfsala og kaupmanna á öllu höfuö- borgarsvæöinu og víöar, aö stööva sölu á fyrrnefndum efnum til ungmenna," segir í orðsendingu, sem Mbl. barst í gær frá þessum stofnunum. Eru foreldrar þar hvattir til aö sjá til aö umrædd efni séu ekki þar sem börn og ungl- ingar nái til þeirra á heimilum. „Ég hef verið kvaddur á lög- reglustöðina í Hafnarfirði, þar sem hafa verið börn er voru að sniffa," sagði Bragi Benedikts- son, félagsmálastjóri í Hafnar- firði, í samtali við blm. Morgun- blaðsins um þetta mál í gær. „Þá var um lím að ræða, sem krakk- arnir höfðu sprautað í plastpoka og andað að sér. Börn og ungl- ingar hafa komið á lögreglu- stöðvar í mjög slæmu ástandi eftir þessa neyslu. Við höfum einnig dæmi um unglinga, sem hafa etið sjóveikitöflur með gos- drykkjum — þau hafa byrjað á sniffi, farið í sjóveikitöflurnar og síðan aftur í sniffið. Það er þó nokkuð um þetta," sagði Bragi. Hann sagði að flestir sniffar- arnir væru á aldrinum 11—15 ára en einnig væri um eldri unglinga að ræða — og dæmi væri um sex ára barn, sem staðið hefði verið að sniffi. „Við höfum enn ekki haft fregnir af börnum, sem orðið hafa fyrir varanlegum skemmdum vegna sniffs hér í okkar bæjarfélögum," sagði Bragi, „og maður vonar að til þess komi ekki. Mestmegnis eru þetta ósköp venjulegir ungiingar en innanum eru mjög erfiðir ein- staklingar, sem geta haft leið- andi áhrif á hina.“ að vinna um borð með logskurð- artæki er eldur hljóp frá skurðar- tækinu eftir slöngu í gaskút og skipti það engum togum, að af varð mikið eldhaf. Fljótt tókst þó að ráða niðurlögum eldsins. Má telja mestu mildi, að gaskúturinn skyldi ekki springa en við það hefði getað orðið bæði tjón á mönnum og meiri skemmdir á skipinu. Miklar skemmdir urðu af reyk og sóti, sem fór víða um skipið. Járn svignaði af hita og tré, sem nærliggjandi var, brann. Allar þessar skemmdir urðu ofan dekks. Mb. Bliki var að búast til rækju- veiða en nú verður töluverð töf á því að veiðar skipsins hefjist. Fréttaritarar. 120 ár frá fæð- ingu Thors Jensen í DAG, laugardaginn 3. desember, eru 120 ár liöin frá fæðingu Thors Jensen, og minnast afkomendur hans og ættmenni tímamótanna með því að koma saman að Hótel Esju til kaffi drykkju síðdegis. í tilefni afmælisins kemur einnig út niðjatal Margrétar Þorbjargar og Thors Jensen, sem Tómas Hallgrímsson, dóttursonur þeirra hjóna, hefur tekið saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.