Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1983 46 • Bryndís Hólm náói mjög góðum árangri í langstökki í sumar, settí tvívegis Islandsmet, og náði þeim áfanga að verða fyrsta íslenska stúlkan til að stökkva yfir sex metra. íslandsmet hennar er sex metrar og ellefu sentimetrar. Bryndís veitir hér verölaunum sínum viötöku úr hendi Haraldar Sveinssonar, fram- kvæmdastjóra Árvakurs. Morgunbiaðið/ Friðþjófur Fyrsta karlakeppni heimsbikarsins: Óvænt úrslit Lítið gekk hjá þeim „bestu“ ANDREAS Wenzel frá Liechten- stein vann sannfærandi sigur ( fyrsta svigmóti heimsbikar- keppninnar á skíöum í Kranjska Gora í Júgóslavíu í gær. Ingimar Stenmark hlaut annan besta tím- ann, en síöar kom í Ijós aö hann haföi sleppt hliöi skðmmu áöur en hann kom (mark i seinni ferö- inni og var hann því dæmdur úr leik. Phil Mahre, sigurvegari í stiga- keppni heimsbikarsins á síöasta keppnistímabili, náöi aöeins ní- unda sæti í gær, en hann virtist ekki áhyggjufullur vegna þess. „Maöur býst alltaf viö sigri, en ef hann næst ekki, veröur maöur aö taka því,“ sagöi hann eftir keppn- ina. Andreas Wenzel vildi ekki segja neitt varöandi ólympíuleik- ana í Júgóslavíu í febrúar. „Þrátt fyrir sigur í dag, get ég ekki farið aö hugsa um ólympíuleikana strax. Hver veit, ég gæti veriö veikur þá!“ sagöi hann. „Sigurinn kom mér ekki á óvart. Mér gekk vel síöastliöinn vetur og í sumar, og ég vissi aö ég væri í góöri æfingu. Maöur þarf alltaf aö hafa heppnina meö sér til aö sigra og ég haföi hana meö mér í dag,“ sagöi Wenzel. Síöasta vetur varö Wenzel þriöji í svigkeppninni og einnig þriöji í stigakeppni heims- bikarsins. Keppt var á gervisnjó í gær, þar sem jðrö er auö á þessum slóöum. Aöeins 24 af 72 keþpendum náöu aö Ijúka keppni, meöal þeirra sem tókst þaö ekki voru Ingimar Stenmark, Marc Giraredlli frá Lux- emborg, Steve Mahre, Paoli de Chisea frá Italíu og Júgóslavinn Bojan Krizaj. Tímar efstu manna uröu sem hér segir. Fyrst tími í fyrri ferö, þá í seinni, síöast samanlagöur tími: A. Wenzel, L. 48,04 — 51,51 — 1:39,55 Popangelov, Búlg. 48,78 — 51,52 — 1:40,30 Frommelt, Liecht.49,54 — 50,95 — 1:40,49 Fjellbjerg, Svíþj. 48,92 — 51,80 — 1:40,72 F. Gruber, A.ríki 49,15 — 51,65 — 1:40,30 Jonas Nils., Svíþ. 49,15 — 51,23 — 1:40,82 A. Steinar, A.ríki 49,23 — 51,77 — 1:41,00 Orlainsky, A.ríki 49,19 — 51,84 — 1:41,03 Phil Mahre, USA 49,14 — 51,92 — 1:41,06 64 hliö voru í fyrri brautinni, 62 í þeirri síöari. Fyrirfram var búist við því aö Mahre-bræöurnir og Sten- mark yröu fremstir í flokki í sviginu í vetur, en í gær kom í Ijós aö keppendur frá Liechtenstain og Austurríki auk annarra Svía og Búlgarans Popangelov veröa erfiö- ir viö aö eiga í vetur. Stig Strand, Svíþjóö, var einn þeirra sem heltist úr lestinni. Taliö var aö hann myndi veröa einn þeirra efstu, en hann sleppti hliöi í seinni feröinni. Á morgun veröur keppt í bruni karla í Schladming i Austurríki, síöan í bruni og risastórsvigi í Val d’lsere í Frakklandi, en þar hefur heimsbikarkeppnin venjulega haf- ist. Haukar HAUKAR nýliöarnir í úrvalsdeild- inni geröu sér lítið fyrir og sigr- uöu líö ÍBK í gærkvöldi meö 74 stigum gegn 64 í þokkalega vel leiknum leik. Haukar voru mjög ákveönir og gáfu aldrei eftir og var sigur þeirra sanngjarn og ör- uggur. Haukar byrjuöu mjög vel í leikn- um og þegar 12 mínútur voru liön- ar af fyrri hálfleik var staöan 24—11 fyrir Hauka og þeir höföu Fram sigraði FRAM sigraöi liö Gróttu í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik í gærkvöldi meö 18 mörkum gegn 14. Sigur Fram var mjög öruggur og sanngjarn. Flest mörk Fram skoruðu Dagur 5, Erlendur 3, Her- mann 3 og Magnús 3. Gunnar Lúövíksson skoraöi flest mörk Gróttu 4. t>R. sigruðu góö tök á leiknum. í hálfleik var svo staðan 37—27 fyrir Hauka. Haukar juku svo forskotiö svo í síöari hálfleik og um miðjan síöari hálfleik var 61—35 fyrir Hauka, 26 stiga munur, og var þaö mesti munur í leiknum. Þá fór Pálmar, besti maöur vallarins, útaf, og þá tókst ÍBK aö minnka muninn aftur, og þegar tvær mínútur voru eftir þá var tíu stiga munur 60—70. Pálmar Sigurösson, Haukum, var langbesti maöur vallarins, skoraöi 32 stig þaraf 22 í fyrrihálf- leiknum. Þá átti Reynir Kristjáns- son góöan leik hjá Haukum en hjá (BK var enginn sem skaraöi fram- úr. STIG ÍBK: Þorsteinn Bjarnason 18, Jón Kr. Gtslason 16, Ótkar Nikuléaaon 9, Sigurður Ingimundaraon 9, Björn Víkingur 7, Guöjón Skúlaaon 5. STIG HAUKA: Pélmar Siguróaaon 32, Raynir Kriatiénaaon 17, Ólafur Rafnaaon 11, Kriatinn Kriatinaaon 6, Svainn Sigurborgaaon 4, Ey- þór Arnaraon 2, Henning Hanningaaon 2. ÓT/ ÞR. • Nanna Leifsdóttir, skíöamaöur Morgunblaösins 1982—1983, tók viö sinni viðurkenningu í fyrrakvöld, þar sem hún hélt af landi brott snemma ( gærmorgun. Hér tekur Nanna við viöurkenningu sinni úr hendi Skapta Hallgrímssonar, íþróttafréttamanns Morgunblaðsins. Morgunblaóið/ KÖE • Frá hófinu í veitingastaönum í Kvoainni í gær. Þórarinn Ragnarsson, íþróttafréttamaöur Morgunblaðsins, lengst tíl vinstri, flytur ávarþ. Morgunbiaðiö/ Friöþjótur Öruggur Þróttarsigur ÞRÓTTUR sigraöi Stjörnuna í 1. deild íslandsmótsins í hand- knattleik í gærkvöldi meó 22 mörkum gegn 18 í íþróttahúsinu í Kópavogi. I hálfleik var staðan 10—8 fyrir Þrótt. Leikmenn Stjörnunnar voru mjög sprækir framan af fyrri hálf- leiknum og komust þá í 7—3 og léku þá oft mjög vel. En síöan fóru Þróttarar aö síga á jöfnuöu metin og tóku leikinn í sínar hendur og komust yfir 10—8, og þannig var staðan í hálfleik. Allur síöari hálfleikur var jafn og spennandi en Þróttarar spiluöu þó betur og nýttu marktækifæri sín vel og unnu sanngjarnan sigur. Þeir höföu tveggja til þriggja marka forskot lengst af og sigur þeirra var öruggur. Leikmenn Stjörnunnar böröust þó vel og geröu hvaö þeir gátu til aö ná í stigin en uröu aö sjá á eftir báöum. Mörk Þróttar: Páll Ólafsson 7, Birgir Sigurösson 5, Páll Björg- vinsson 4, Konráö Jónsson 4, Sig- urjón Gylfason 1, Gísli Óskarsson 1. Mörk Stjörnunnar: Eyjólfur Bragason 7, Gunnlaugur Jónsson 3, Magnús Teitsson 3, Bjarni Bessason 2, Hannes Leifsson 1, Björgvin Elíasson 1, Guömundur Þóröarson 1. — þR. Tvömet TVÖ pilta og stúlkna-met voru sett á innanfélagsmóti hjá Sund- félaginu Ægi. Guörún Fema Ág- ústsdóttir setti stúlknamet í 400 m skriðsundi, synti á 4:45,20 mín og piltasveit Ægis setti nýtt met í 4 X 50 m flugsundi, synti á 2:01,08 m|ri. _ ho

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.