Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1983 33 í öllum meginatriðum er verkun klórprómazíns og halóperídóls hliðstæð, en þó er róandi verkun halóperídóls minni. Halóperídól er notað gegn geðshræringu, æði, árásarhneigð og skynvillum, sem eru samfara bráðri og langvarandi geðveiki svo sem geðklofa og sál- sjúkum viðbrögðum, sem stafa af heilaskemmdum. Halóperídól hef- ur einnig uppsölustillandi verkun, en bæði áhrif þess á geðsjúkdóma og uppsölu eru talin stafa af því, að lyfið getur komið í veg fyrir áhrif dópamíns, sem er eitt af mörgum boðefnum í heila, en boð- efni stjórna bæði andlegri og lík- amlegri starfsemi. Breyting á magni boðefna getur því haft víð- tæk áhrif. Haióperídol er venjulega tekið í inntöku í töfluformi eða dropum. Það frásogast vel frá meltingar- göngum og hefur langa verkun þannig að nægilegt er í mörgum tilvikum að taka það inn 1—2 sinnum á dag. Ýmsar hjáverkanir geta fylgt í kjölfar notkunar haló- perídóls. Sú helsta er ósjálfráðar hreyf- ingar, sem lýsa sér sem stífleiki og skjálfti, en líkist Parkison-sjúk- dómi og eirðarleysi. Tíðni þessara hjáverkana er mjög mikil og er áberandi jafnvel hjá ungum ein- staklingum, en hægt er að nota lyf til þess að sniðganga þær. Af öðr- um hjáverkunum má nefna melt- ingartruflanir, geðdeyfð, bjúg, svita, munnþurrk, lágan blóð- þrýsting, hraðan hjartslátt, höfga, og truflun á aðlögun augna. Heilræði vikunnar: Förum okkur hægt. Akureyri: Uppboð og sýning í Sjallanum Akureyri, 1. desember. LAUGARDAGINN 3. desember nk. veröur allsérstæð uppákoma í Sjall- anum á Akureyri, en þar munu Fróði og Listhúsið standa fyrir sýningu og uppboði á verkum ýmissa lista- manna. Aðaluppistaðan í uppboðinu verða 30 teikningar eftir Ragnar Lár, gerðar á árunum 1960 til 1983, aðallega teikningar úr blöðum og tímaritum. Á sýningunni kennir margra grasa. Þar er m.a. að finna 7 möpp- ur eftir Ragnar Lár, en þar hefur hann safnað saman samstæðum teiknimyndum t.d. af „Láka og líf- inu“, en Láki var fyrsta íslenska teiknifígúran, sem birtist reglu- lega í íslensku blaði. Höfundar annarra myndverka á sýningunni eru: Alfreð Flóki, Bragi Hannesson, Elías B. Hall- dórsson, Eyjólfur J. Eyfells, Gunnlaugur Blöndal, Hringur Jó- hannesson, Jónas Guðmundsson, Júlíana Sveinsdóttir, Kjarval, Kristján Guðmundsson, Stein- grímur Si urðsson, Tryggvi ðlafsson og V *ýr Pétursson. Sýningin he. í Mánasal Sjall- ans klukkan 1., en uppboðið kl. 16.00. GBerg Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins veröa til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið viö hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö að notfæra sér viðtals- tíma þessa. Laugardaginn 3. des- ember verða til viðtals Ragnar Júlíusson og Júlíus Hafstein. Bladburöarfólk óskast! Austurbær Skipholt 1—50 Úthverfi Baröavogur Ingólfsstræti og Neöstaleiti Vesturbær Faxaskjól Ármúli Einarsnes Kópavogur Bræðratunga .— : NÝJA UNDRATÆKIÐ í ELDHÚSIÐ FRÁ KENWOOD Hrærir deig, sker niöur grænmeti, hakkar kjöt, saxar grænmeti, þeytir rjóma og ótal m.fl. Mjög auðvelt og fljótlegt er aö hreinsa tækiö eftir notkun. „GOURMET" undratækið er knúiö af jafnöruggum mótor eins og notaöur er í stóra bróðurinn „Kenwood Chef" og hefur hann þrjár hraðastillingar. Mótorinn er þeim eiginleikum búinn aö hann slær út ef tækiö er yfirfyllt. Komið og kynnist nýja undratækinu frá Kenwood. RAFTÆKJADEILD 1933/^^ í TILEFNI 1983 AFMÆLIS BILASYNING Laugardag3.des. kl.10-17 Si jnmdag 4. des. kl.13~17 . i. n. ^ Sýnum nú í fyrsta sinn BMW 524 Turbo diesel, og BMW 300 4 dyra. Frá Renault sýnum við nýjasta bílinn, Renault 11. Ennfremur kynnum við aðrar gerðir BMW og Renault bifreiða. Lítið við, skoðið bílana og þiggið kaffi. Kynning á pDon ^ ‘'ro i KRISTINN GUÐNASON HF. k SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.