Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1983 24 ittftfgU] Útgefandi ttMnfcife hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Flaraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baidvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö. Sjávarútvegs- dæmið Sjávarútvegsdæmið er erfið- asti þáttur þess marg- slungna efnahagsvanda, sem blasir við íslendingum á liðandi stund. Sjávarútvegurinn, sem lagði til þrjár af hverjum fjór- um krónum útflutningstekna 1982, sætti alvarlegum afla- samdrætti 1983. Fiskifræði- legar tillögur standa til enn frekari samdráttar — eða 100 þúsund tonna minni þorskafla 1984 en 1983. Vinnsluverðmæti 100 þúsund tonna af þorski eru 2—2,5 milljarðar króna gróft reiknað. Það þarf minna til að skekkja kjarastöðu á þjóðar- heimilinu. Samansafnaður vandi sjáv- arútvegsfyrirtækja var ærinn fyrir. Margra ára taprekstur, sem stafaði m.a. af aflasam- drætti og of miklum veiðikostn- aði á hvert aflatonn miðað við markaðsverð sjávarvöru, var ærinn fyrir. Harðnandi sölu- samkeppni í helztu viðskipta- löndum okkar gefur ekki vonir um hækkandi markaðsverð nema síður sé. Hagsmunaaðilar í sjávarút- vegi og forsjármenn í þjóðmál- um hljóta að bregðast við með margvíslegum hætti. Engin ein leið leysir vandann. En sam- virkar aðgerðir, sem hljóta að koma víða niður en taka mið af heildar- og framtíðarhagsmun- um, koma vonandi í veg fyrir hrun í lífskjörum. Það skiptir mestu að ná þeim sjávarfeng, sem fiskifræðileg rök standa til, með sem minnstum til- kostnaði, og vinna þann veg, að sem hæst verð fáist fyrir. Sam- hliða þarf að skjóta nýjum stoðum undir atvinnu- og efna- hag þjóðarinnar. Þar er helzt að horfa til stóraukins fiskeldis og margs konar iðnaðar; orku- iðnaður ekki undanskilinn, enda eina leiðin til að breyta ónýttri orku fallvatna í umtals- verð gjaldeyrisverðmæti. Nettógjaldeyrishagnaður af ál- verinu í Straumsvík 1982 var rúmur milljarður króna. Vandi sjávarútvegs hefur sett svip á umræður á Alþingi, í fjölmiðlum og manna á meðal. Tvennt hefur komið fram í þessum umræðum, fiskileit og nýting nýrra fiskimiða og fisk- stofna, sem vert er vandlegrar skoðunar. Eyjólfur Konráð Jónsson vakti máls á því á AI- þingi, hvort ekki mætti nýta fiskimið á Reykjaneshrygg, þar sem Sovétmenn hafa veitt karfa, Rockall-svæðið, en þang- að sæktu Norðmenn þorsk og ýsu, og Jan Mayen-svæðið, en þar sé að fleiru að hyggja en loðnu. Lagði hann til að send yrðu tvö til þrjú fiskiskip á hvert þessara svæða til til- raunaveiða. Jóhann E. Kúld, sem skrifar um fiskimál í Þjóðviljann, fjall- ar um hliðstætt efni. Greinir hann frá veiðiferð norsks línu- veiðara á Rockall-mið, þar sem afli var unninn um borð, og skilað eftir 10 vikna úthald 50 tonnum af flöttum og söltuðum stórþorski, 70 tonnum af sölt- uðum flökum og 23 tonnum af frosnum fiski. Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, segir í viðtali við Morgunblaðið í gær, að hann hafi óskað eftir því við Hafrannsóknastofnun, að kannaðir verði möguleikar á því að halda úti rannsóknar- skipi á djúpslóðum, sem ekki hafi verið nægilega sinnt 1 rannsóknum, með það í huga að íslenzk fiskiskip geti stundað veiðar þar. Ýsuveiði hafi t.d. á stundum verið mikil á Rockall- svæði, en klak hafi þar stund- um misheppnazt, enda land- grunnið lítið. Sovétmenn hafi einnig sótt karfa, langhala og gulllax á Reykjaneshrygg. Ráðuneytið er að kanna, hvern- ig megi auka rannsóknir á þess- um stofnum og veiðimöguleik- um, sagði ráðherrann. Það þarf einnig að kanna möguleika á heimildum til veiða í fiskveiðilögsögu annarra ríkja, t.d. Bandaríkjanna og Kanada. Fiskstofnar á þessum svæðum sýnast vannýttir. Kanadamenn er að vísu skæð- astir keppinauta okkar á fisk- markaði í Bandaríkjunum, en rangt er að kasta þeim mögu- leika frá, óskoðuðum, að þessar tvær þjóðir, íslendingar og Kanadamenn, geti fundið samningsflöt á þessum vett- vangi. Sjávarútvegsnefnd Fiski- þings hefur lagt fram tillögur um kvótaskiptingu á allar fisk- tegundir og öll fiskveiðiskip yf- ir 12 brúttólestum að stærð. Þessi tillaga felur í sér róttæk- ar breytingar á stjórnun fisk- veiða. Það eitt, að slík tillaga kemur fram, sýnir, hve hags- munaaðilar í sjávarútvegi líta alvarlegum augum þann vanda, sem undirstöðuatvinnuvegur þjóðarbúsins stendur frammi fyrir. Margskonar hagsmunir rek- ast á þegar hið erfiða sjávar- útvegsdæmi er gert upp. Það er því eðlilegt að skoðanir falli ekki í einn farveg. Því ber hinsvegar að fagna hve víðtæk- ur vilji til samstöðu kemur fram. Neikvæð viðbrögð hafa að vísu einnig látið á sér kræla. Hér er hinsvegar of mikið í húfi, og til of mikils að vinna, til að láta skeika að sköpuðu. Þjóðin er þann veg stödd í þessu sjávarútvegsdæmi — og raunar fleirum — að hagsmun- ir hennar krefjast samstoðu. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON transkir stríðsfangar: Iranir þjálfa suma þeirra til að myrða íranska Saddam Hussein: Setti þrjá leiðtoga. hálfbrsður sína í stofufangelsi. Kurr getur ógnað Saddam Hussein SADDAM HUSSEIN íraksforseti hefur bælt niður fjölskylduuppreisn, sem leiddi næstum því til stjórnarbyltingar, og vitneskja um málið getur rýrt álit hans og orðið vatn á myllu andstæðinga hans. Valdastaða Husseins virðist ekki eins sterk og áður og hættan á því að völdum hans verði ógnað hefur greinilega aukizt vegna vaxandi álags af völdum stríðsins við írana. rír valdamiklir hálfbræður Saddam Husseins — Barzan, yfirmaður leynilögreglunnar, Seb- awi, annar æðsti yfirmaður leyni- lögreglunnar, og Watban, lands- tjóri í Takrit — voru óánægðir með mannsefni einnar af dætrum for- setans og vildu að hún giftist manni af ætt hans í Takrit. Síðan kom upp ágreiningur um hvort Hussein ætti að segja af sér eftir þriggja ára stríð við frana og leyfa öðrum að reyna að binda enda á stríðið. Gripið var til skotvopna og skothríð heyrðist í forsetahöllinni. Hálfbræður forsetans og nokkrir stuðningsmenn þeirra munu vera í stofuvarðhaldi í Takrit og verið getur að einn þeirra hafi verið tek- inn af lífi. Hussein er sagður við góða heilsu, þótt hann hafi ekki sézt opinberlega í þrjá mánuði. Hisham Fakri, hershöfðingi, sem hrundi sókn Irana við Basra fyrr í ár, hefur verið skipaður yfirmaður leynilögreglunnar í stað Barzans. Barzan er nokkurs konar sér- fræðingur í samsærum. f sumar sendi hann frá sér bók, sem hann kallaði „Sjö tilraunir til að ráða Saddam Hussein forseta af dög- um“. Hussein forseti hefur alltaf stuðzt við ætt sína, landherinn og Baath-flokkinn. Margir helztu leiðtogar Baath eru frá Takrit og frændi hans frá Takrit, Adnan Khairrallah Talfah, yfirflug- marskálkur og landvarnaráðherra, styður hann enn. En vegna fjöl- skyldudeilunnar verður Hussein að treysta meira en áður á stuðning landhersins og herforingja frá Mosul nyrzt í frak, sem eru valda- miklir í hernum. Aukin áhrif Mosul-manna geta ógnað völdum Saddam Husseins og honum stafar mest hætta frá Taha Yasin Ramadan, yfirmanni 200.000 manna alþýðuhers íraka, sem jafn- framt er yfirmaður hermálanefnd- ar Baath-flokksins, nýtur mikilla áhrifa innan fastahersins og er einnig frá Mosul. Ramadan hefur verið tengiliður nýrrar deildar stjórnmálaforingja, sem Hussein forseti kom á fót, og forsetans og samvinna þeirra hefur verið náin. Stjórnmálaforingjarnir sjá um pólitíska innrætingu hermanna, leysa úr persónulegum vandamál- um þeirra og senda forsetanum leyniskýrslur um hvers konar óánægju. íraksher er skipaður 600.000 mönnum og þar til nú fyrir skömmu virtist hann hafa staðizt allvel álag þriggja ára styrjaldar (50.000 hafa fallið, 100.000 særzt, 70.000 verið teknir til fanga). Yfir- menn hersins virtust einnig ánægðir með stjórn Husseins á stríðinu, m.a. tíðar heimsóknir hans á vígstöðvarnar. Með þeim hefur hann reynt að efla baráttu- þrek hermannanna og hann hefur oft tekið að sér stjórn herdeilda um tíma. En að undanförnu hafa blaða- skrif bent til umræðna æðstu ráða- manna um hvernig stjórna skuli næsta stigi stríðsins og binda enda á það. Einnig er hermt að Hussein hafi nýlega vikið yfirmönnum allra fjögurra stórfylkja írakshers, eða a.m.k. nokkrum þeirra, vegna slæ- legrar frammistöðu. Þegar síðasta sókn frana hófst sendi hann hall- arlífvörð sinn, sem er skipaður úr- valshermönnum, til vígstöðvanna og það þótti bera vott um ugg um að deildir fastahersins stæðu sig ekki nógu vel. í viðtali fyrir skömmu reyndi Talfah, landvarnaráðherra, að skipta heiðrinum af frammistöðu fraka milli forsetans ogyfirmanna á vígstöðvunum, þótt hann bæri nokkurt lof á forsetann. Hann endurtók líka gagnrýni, sem Sadd- am Hussein hefur sætt, þótt hann virtist vísa henni á bug. Að baki liggur grundvallar- ágreiningur. Landvarnaráðherr- ann vill að fraksher geri innrás í fran eins og 1980 og nái nógu miklu landsvæði til að geta samið úr sterkri aðstöðu um endalok stríðs- ins. Hussein vill hins vegar að her- inn haldi að mestu kyrru fyrir á vígstöðvunum, en neyði frani til að láta í minni pokann með nokkrum stórbrotnum afrekum. Hussein forseti vill t.d. koma á fót hópi manna til að myrða helztu leiðtoga frana. Hann vill lauma þeim í raðir íraskra stríðsfanga, sem íranir hafa fengið í lið með sér til að berjast með íranska hernum eða snúa aftur til íraks til að myrða íraska leiðtoga. Einnig vill Hussein kröftuga loftárás eða eldflaugaárás á norð- urhverfi Teherans, þar sem leið- togar írana búa. Þá vill Hussein nota hinar fimm Super Entend- ard-flugvélar og Exocet-eldflaugar þeirra, sem hann hefur fengið frá Frakklandi, til að þurrka út olíu- mannvirki frana, en hann hefur ekki fengið vilja sínum framgengt. Nýlega sagði ráðamaður í Bagdad að eina leiðin til að koma af stað samningaviðræðum væri loftárás á Kharg-eyju, aðalolíu- útflutningshöfn lrana. Ef frakar vilja ekki beita Super Entendard- flugvélunum til slíkrar árásar geta þeir beitt sovézksmíðuðum Scud-B eldflaugum, sem draga 280 kíló- metra (Kharg er í innan við 200 km fjarlægð frá Irak). franir svöruðu hótun fraka með hótun um að loka Hormuz-sundi, sem einn sjötti olíu vestrænna ríkja fer um. Bretar og Banda- ríkjamenn reyndu þá að fá Frakka ofan af því að senda Super Ent- endard-flugvélarnar til Iraks, en án árangurs. Síðan virðast franar hafa reynt að efla varnir Kharg- eyju og stórrar flota- og flugstöðv- ar í Bushebr, suður af eynni. Það ber vott um aukið eirðar- leysi í fraksher að 10.000 hafa hlaupizt undan merkjum, en fyrstu tvö ár stríðsins var liðhlaup nánast óþekkt. Nokkur hundruð liðhlaupa kunna að hafa gengið í skæruliða- samtök ofsafullra andstæðinga Saddam Husseins. Þau stóðu fyrir árás á aðalstöðvar leyniþjónust- unnar í Bagdad í vor og hafa síðan ráðizt á olíumannvirki, brýr og flugvelli. f sumar myrtu þau sex franska og fimm brazilíska iðnað- arráðunauta. Leynisellur komm- únista undir forystu Aziz Mu- hamad, hafa verið endurvaktar, m.a. vegna nýrrar samvinnu ír- anskra og egypzkra kommúnista. Bagdad ber þess fá merki að bar- izt sé í a.m.k. 240 km fjarlægð, en þó er skortur á matvælum. Óánægja með stjórn Husseins er ekki áberandi og „tekjudreifing" virðist hafa aflað honum nokkurs fylgis. Þótt Amnesty International hafi kvartað yfir pyntingum, er kúgun minni í Irak en í öðrum Mið- austurlöndum. Fáir eru teknir af lífi án dóms og laga nema liðhlaup- ar eða stuðningsmenn þeirra. Amnesty segir að 520 pólitískir fangar hafi verið líflátnir síðan 1978 og 23 hafi látizt vegna pynt- inga. Á ytra borðinu virðist þannig allt með felldu þrátt fyrir óánægj- una undir niðri og ýtt er undir dýrkun á persónu Saddam Hus- seins. Myndir af honum eru alls staðar og miklum hluta fréttatíma sjónvarpsins er varið til að segja frá honum og sýna myndir af hon- um. En vegna sjálfheldunnarí stríðinu hefur hann ekki verið traustur í sessi um nokkurt skeið. Framtíðin leiðir í ljós hvað við tek- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.