Morgunblaðið - 21.11.1984, Page 40

Morgunblaðið - 21.11.1984, Page 40
40 MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 Stjórnarandstaðan: Komið aftan að launafólki með gengisfellingunni Utandagskrárumræða um gengisfellinguna var í sam- einuðu þingi í gær og var boðaðri dagskrá frestað. Það var Svavar Gestsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, sem hóf umræðuna og lagði hann áherslu á að með gengisfell- ingunni hefðu kauphækkanir nýgerða kjarasamninga verið teknar aftur og meira en það. Hornstein stjórnarstefnunn- ar, fast gengi, sagði Svavar ekki vera lengur fyrir hendi. Svavar Gestsson gagnrýndi harðlega að ríkisstjórnin skuli ekki hafa tilkynnt um neinar hliðarráðstafanir, samfara geng- isfellingunni, sem hann sagði að leysti engan vanda, og vitnaði til ummæla forsætisráðherra um að stjórnarstefnan hafi beðið skipsbrot. Þetta er hefndarráð- stöfun gegn verkalýðshreyfing- unni og verið að sýna launafólki í tvo heimana. Kaupmáttur launa 1985 verður að meðaltali lakari en á fjórða ársfjórðungi 1983 og verðbólga 25—30%. Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, benti á að í endur- mati Þjóðhagsstofnunar á þjóð- hagsáætlun kemur fram að þjóð- arframleiðsla mun aðeins aukast um 0,5% í stað 2%, sem dregur úr svigrúmi til að treysta stöðu at- vinnuveganna og bæta kjör launafólks. Hliðaraðgerðir verða gerðar, en þær verða kynntar samhliða fjárlagafrumvarpinu. Gengismunur verður ekki tekinn af fiskvinnslunni og greiðslur úr almannatryggingum verða aukn- ar. Steingrímur Hermannsson Jón Baldvin Hannibalsson Um takmörkun á verðhækkun- um vöru og þjónustu sagði for- sætisráðherra að verðlag hafi nú verið gefið að verulegu leyti frjálst, en reynt verði að sporna við verðhækkunum á opinberri þjónustu og á öðrum vörum sem eru háðar verðlagsákvæðum. Sá reiknaði kaupmáttarauki, sem samið var um, skerðist, en Kristín Ástgeirsdóttir Svavar Gestsson forsætisráðherra sagðist gera sér vonir um að kaupmáttur versni ekki á næsta ári. Verðbólga mun taka mikið stökk upp á við og verða á þriggja mánaða tímabili 33%, en ef litið er á 12 mánuði 25—30%. Það er von ríkisstjórn- arinnar að hún fari hjaðnandi á næsta ári og að skynsamlegri samningar verði gerðir. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, tók næstur til máls að sagði að frá seinustu áramótum til 31. októ- ber síðastliðinn hafi íslenska krónan sigið um 11,3% að meðal- tali og sé miðað við dollar um 17,6%. Samtals nemur því geng- islækkunin það sem af er árinu 23,3% og 29,62% miðað við doll- ar. Stefna ríkisstjórnarinnar beið því skipbrot löngu áður en kjara- samningarnir voru gerðir. Geng- isfelling er viðurkenning ríkis- stjórnarinnar á því að henni hef- ur mistekist og nú stefnir í 4,6 milljarða króna viðskiptahalla. Fjórðungur fyrirtækja í sjáv- arútvegi eru sokkinn í skuldir og það gerðist í tíð Steingríms Her- mannssonar sem sjávarútvegs- ráðherra. Gengislækkun þýðir að vextir og afborganir munu hækka meira en meðalafli togara. Það er ekki ráðist að grunnvanda at- vinnuveganna og á meðan því er frestað er gengisfelling hagfræði- leg heimska. Kristín Ástgeirsdóttir, Kvenna- lista, sagði það umhugsunarvert að alltaf skuli vera gripið til sömu úrræðanna og ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Stefna ríkisstjórnarinnar er að- eins að halda laununum niðri. Kristófer Már Kristinsson, Bandalagi jafnaðarmanna, lagði áherslu á að gengisfellingin væri ódrengileg gagnvart launafólki og hefði verið drengilegra að af- nema samningsrétt í haust. Orsakanna er ekki að leita í kjarasamningunum heldur hjá hugmyndasnauðum kontóristum. Eftir að Kristófer Már lauk máli sínu var utandagskrárum- ræðunni frestað. „íslenzku þjóðarbúi til verulegra hagsbóta“ Efri deild samþykkir álsamninginn: — segir í áliti meirihluta iðnaðamefndar — Ellefu með en fjórir á móti Frumvarp iónaðarráðherra til staðfestingar á viðaukasamningi við Alu- suisse, þ.e. um hækkað orkuverð og sátt um eldri deilumál, var samþykkt í efri deild Alþingis í gærkveldi með II atkvæðum gegn fjórum; Hmm þingmenn vóru fjarstaddir. Með frumvarpinu greiddu atkvæði allir viðstaddir þingmenn stjórnarflokkanna, Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks, og tveir þingmenn Bandalags jafnaðarmanna, Stefán Bene- diktsson og Kolbrún Jónsdóttir. Gegn frumvarpi greiddu atkvæði við- staddir þingmenn Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Samtaka um kvennalista. Frumvarpið gengur nú til umfjöllunar f neðri deild þingsins. Nefndarálit Iðnaðarnefnd efri deildar, sem fjallað hefur um frumvarp ráð- herra að undanförnu, skilaði fjórskiptu nefndaráliti: • f fyrsta lagi frá meirihluta nefndarinnar, sem skipaður er Þorvaldi Garðari Kristjánssyni (S), Davíð Aðalsteinssyni (F), Birni Dagbjartssyni (S) og Agli Jónssyni (S), sem taldi „samn- inginn íslenzku þjóðarbúi til verulegra hagsbóta”. Það „orki ekki tvímælis að rétt sé að stað- festa” hann. Þessvegna beri að samþykka frumvarpið. • í annan stað frá Magnúsi H. Magnússyni, Alþýðuflokki, sem telur samninginn fela í sér „tals verða hækkun raforkuverðs allra næstu ár“, en gagnrýnir endurskoðunarákvæði og meinta ónóga verðtryggingu, en líkleg verðbólga í Bandaríkjunum geti rýrt orkuverðið, sem miðað sé við Bandaríkjadali, á komandi árum. Hann leggur til að frum- varpið verði fellt, en tekur fram, að það sé skoðun flokks síns að „nýta beri í vaxandi mæli þá auðlind, sem í fallvötnum og jarðhita felst, til að skjóta fleiri styrkum stoðum undir efna- hagslíf þjóðarinnar með marg- breytilegum orkufrekum iðnaði og stóriðju þar sem það á við“. • í þriðja lagi frá Stefáni Bene- diktssyni, Bandalagi jafnaðar- manna, sem gagnrýnir sitthvað í forsögu máls og meðferð. Hann segir samninginn „ekki afrek en áfanga“ og leggur til að frum- varpið verði samþykkt. • Loks er nefndarálit Skúla Al- exanderssonar, Alþýðubanda- lagi, sem gagnrýnir „syndakvitt- un“ i eldri deilumálum, of lágt orkuverð og of slök endurskoð- unarákvæði, að hans dómi • Kvennalistinn á ekki fulltrúa í iðnaðarnefnd en talsmaður hans við umræðu í þingdeildinni, Kristín Ástgeirsdóttir, mælti gegn frumvarpinu á svipuðum forsendum og talsmenn Alþýðu- bandalags. Efnisatriði samningsins Meginatriði hins nýja samn- ings varðar hækkun orkuverðs til ÍSAL, sem verður „á bilinu 12,5 — 18,5 mill á kWst, en þaö felur í sér tvöföldun til þreföld- un á því verði sem nú mundi gilda samkvæmt fyrri samningi. Breytizt verðið innan þessara marka í hlutfalli við álverð sam- kvæmt fjórþættri viðmiðun þar sem tillit er tekið bæði til verð- skráningar á opnum markaði og framleiðendaverðs til óháðs að- ila“, eins og segir í greinargerð meirihlutans. Endurskoða má verð á fimm ára fresti. Iðnaðar- ráðherra kvað hinn nýja samn- ing, miðað við aöstæður eins og þær nú eru, færa Landsvirkjun 400 þúsund króna daglegan tekjuauka frá þeim tíma er Al- þingi staðfesti hann. Þá er gerð sátt í eldri deilu- málum og greiði ÍSAL ríkis- stjórninni þrjár milljónir banda- ríkjadala, eða rúmar 100 m.kr., 1 sáttafé. Loks er samið um nokkrar breytingar á aðalsamningi og aðstoðarsamningi, „til skýringar varðandi sum þeirra atriða, sem orðið hafa aðilum deiluefni". Meðal annars er kveðið á um ár- lega endurskoðun á reikningum ÍSAL. Alusuisse er heimilt að selja þriðja aðila, ef samþykk! ríkisstjórnar íslands kemur til, allt að 50% hlutabréfa, í stað 49% áður. Þetta atriði er talið y;eta greitt fyrir hugsanlegri stækkun bræðslunnar, en hvorki er fullsamið um þá stækkun né orkuverð til væntanlegrar stækkunar, en hvort tveggja er háð samþykkt Alþingis þegar þar að kemur. R Guðmundur Einarsson Guðmundur Einarsson: Stóriðja stefna gær- dagsins Gegndarlausar fjár- festingar í sjávarút- vegi og landbúnaði Á næstu 15 árum kemur fjöldi ungmenna á vinnumarkað hér, lík- lega 20 þúsund manns, sagði Guð- mundur Einarsson (BJ) í þingræðu um vantraust á ríkisstjórnina. Störfum í sjávarútvegi og landbún- aði muni fækka, jafnvel svo þús- undum skiptir. Brýnt sé að mæta fyrirsjáanlegri atvinnuþörf. „Það þ*rf,“ sagði þingmaðurinn, „að hyggja að ýmsum gömlum fyrir- tækjarekstri og uppræta þar ýmis rótgróin vandamál íslenzks þjóðar- búskapar, sem eru m.a. fjáraustur í ríkisrekin hallærisfyrirtæki, glórulausar fjárfestingar í sjávar- útvegi og landbúnaði, millifærslur og ölmusugjafir". Þingmaðurinn sagði kunnáttu- menn telja að Vesturlönd muni hafna stóriðjukostinum i síaukn- um mæli og „snúa sér frekar að nýtæknigreinum, eins og tölvu- tækni, líftækni, fjarskiptatækni, geimtækni o.þ.h. Þessi staðreynd ætti að vera íslendingum til um- hugsunar, sem um árabil hafa fylgt þeirri stefnu, að nýting fall- vatna til stóriðju væri eina von þeirra til aukinnar farsældar. Á Vesturlöndum er stóriðja að verða stefna gærdagsins." En hvað gerum við, spurði þing- maðurinn: „Við erum á kafi í gömlu iðnbyltingunni. Við erum að skuldbreyta í landbúnaði og sjávarútvegi svo að milljóna- hundruðum skiptir:.. “ Stjómarframvarp: Nýtt fisk- verð nú þegar 1 Ijósi nýrra kjarasamninga hjá meginþorra launþega telur ríkis- stjórnin ekki óeðlilegt að nýtt verð- tímabil á sjávarafla hefjist nú i stað nk. áramóta. Sjávarútvegs- ráðherra hefur lagt fram stjórnar- frumvarp, sem kveður á um að ákvæði til bráðabirgða bætist við lög um Verðlagsráð sjávarútvegs- ins, svohljóðandi: „Verðlagsráð sjávarútvegsins skal ákveða nýtt lágmarksverð á öllum sjávarafla, er gildi fyrir ímabilið 21. nóvember 1984 til 31. áxúst 1985, með heimild til upp- sagnar á verðtímabilinu, þó ekki fyrr en frá 1. júní 1985 varðandi fltwnci mmmmmmm—mmmm—mmmmmmm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.