Morgunblaðið - 21.11.1984, Page 41

Morgunblaðið - 21.11.1984, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 41 Símamynd/AP. Byltingarafmælis minnst Byltingarafmælið var haldið hátíðlegt í Moskvu fyrir nokkrum dögum og bar að venju mest á alls kyns vopnabúnaði og hermennsku. Á myndinni sést hvar verið er að sýna eldflaugar á Rauða torginu en fyrir ofan er mikil mynd úr helgimyndasafni kommúnismans, verkamaður með hamar eða sleggju og hermaður. Guðni Magnús- son — Áttræður Guðni Magnússon er áttræður í dag. Hann er fæddur í Narfakoti í Innri-Njarðvíkum. Foreldrar hans voru Magnús Pálsson bóndi þar og kona hans Steinunn Ólafsdóttir. Guðni hóf málarastörf hjá Kristni bróður sínum í Hafnarfirði og tók sveinspróf 1935. Guðni er hógvær maður og læt- ur lítið yfir sér en afköst hans eru með eindæmum. Hann var fyrsti formaður Kaupfélags Suðurnesja, í 9 ár var hann formaður Iðnað- armannafélags Suðurnesja og fyrir einu ári kom út Iðnaðar- mannatal á Suðurnesjum sem Guðni ritstýrði. Hefur þá aðeins verið stiklað á því stærsta. Guðni er tvíkvæntur: fyrri kona hans var Jóna Jónsdóttir frá Stapakoti, seinni konan er Hansína Krist- jánsdóttir. A þessum tímamótum vil ég þakka Guðna og Hansínu mikið og fórnfúst starf fyrir málstað bindindismanna á Suður- nesjum. Hilmar Jónsson. Guðni og kona hans, Hansína Kristjánsdóttir, taka á móti gest- um í Karlakórshúsinu eftir kl. 20 í kvöld. HELGAR Helgarreisur veita einstaklingum, fjölskyldum og hóp- um tækifæri til að njóta lífsins á nýstárlegan og skemmti- legan hátt, fjarri sinni heimabyggð. Fararstjórnin er í þín- g um höndum: Þú getur heimsótt vini og kunningja, farið í leikhús, á óperusýningu, hljómleika og listsýningar. Síðan ferðu út að borða á einhverjum góðum veitinga- stað og dansar fram á nótt. Stígðu ný spor í Helgarreisu Flugleiða! Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flug- leiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur. FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.