Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 153. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rainbow W arrior sprakk í loft upp Aucklmnd, Nýja-SjiUndi, 10. jdlf. AP. SKIP umhverfisverndarsamUika Grænfriðunga, Rainbow Warrier, sem kom- ið hefur til íslands til að mótmæla hvalveiðum hér, sprakk í loft upp í dag og sökk í höfninni í Auckland á Nýja-Sjálandi. Að minnsta kosti einn maður af áhöfn Rainbow Warrior lét lífið, en eins er saknað. Tvær sprengingar urðu í skipinu og gnýrinn heyrðist í eins kílómetra fjarlægð. Nálægar byggingar titruðu við sprenging- arnar. Talsmaður Grænfriðunga, Bryn Jones, sagðist telja að hér væri um skemmdarverk að ræða. „En ég hef ekki minnstu hugmynd um hverjir mundu gera slikt, enda höfum við ávallt staðið að friðsamlegum að- gerðum." Kafarar leita nú að manninum, sem saknað er, en aðstæður til björgunarstarfa eru slæmar vegna olíuleka frá skipinu. Rainbow Warrior kom til Auck- land sl. sunnudag, en þaðan átti skipið að sigla í samfloti með nokkrum öðrum skipum Grænfrið- unga um Kyrrahaf til að mótmæla kjarnorkutilraunum Frakka þar. Aður hafði Bob Smalley, blaðafulltrúi bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagt að skrif Gelbs væru til marks um einbera óskhyggju. Frétt New York Times borin til bakæ Rússar á móti geim- varnarrannsóknum Geof, 10. júlf. AP. SOVÉTMENN hafa borið til baka þá frétt bandaríska dag- blaðsins New York Times á þriðjudag, að þeir séu tilbúnir að fallast á samninga er heimili rannsóknir á geimvarnarbúnaði. Valeri Artemiev, talsmaður sovésku samninganefndarinnar í afvopnunarviðræðum stórveld- anna í Genf, las yfirlýsingu fyrir blaðamenn í morgun, þar sem sagði að skrif Leslei Gelb (höfundar fréttarinnar í New York Times) og önnur svipuð skrif í blöðum að undanförnum endurspegluðu ekki raunveru- lega stöðu viðræðnanna. Hann kvaðst ekki vilja láta hafa neitt annað eftir sér um málið, þar sem aðilar hefðu orðið sammála um að halda efnisatriðum við- ræðnanna leyndum. Terry Shröder, talsmaður bandarísku samninganefndar- innar í Genf, staðfesti síðan yf- irlýsingu Artemiev, en kvaðst ekkert ánnað geta um málið sagt. AP/Sfnuunynd Sprenging varð í skipi Grænfriðunga, Rainbow Warrior, í gær þegar það lá í höfn í Auckland á Nýja-Sjálandi. Hér sést skipið sökkva. Innfelda myndin var tekin þegar skipið kom til íslands til að mótmæla hvalveiðum hér. ísraelar gera loftárás á flóttamannabúðir PLO Tripólí, Líbanon, 10. júlí. AP. ÍSRAEL.SKAR herþotur gerðu í dag harða árás á flóttamannabúðir Pal- estínumanna nálægt hafnarborginni Trípólí í Líbanon. Palestínumenn segja að a.m.k. 15 manns hafi látið lífið í loftárás- inni og 29 særst. Urðu miklar skemmdir á búðunum og auk þess kviknaði í olíuleiðslu skammt þar frá. Er talið að árásin hafi verið gerð til að hefna fyrir tvær sjálfs- morðsárásir á öryggissvæði ísra- ela syðst í Líbanon í gær. Að sögn ísraela fórust 23 óbreyttir borgar- ar og tveir hermenn í þeim árás- um, en tíu særðust. Talsmaður herstjórnar ísraela, sagði að herþoturnar hefðu snúið Flugslysið við írland: Hljóðritanum náð upp úr flakinu Cork, írlandi, 10. júlí. AP. IILJÖÐRITI indversku farþegaþotunnar, sem fórst undan írlandsströnd- um, fannst í morgun á um tveggja kílómetra dýpi. Leitartækiö búið örmum og sjónvarpsmyndavél lyftir hljóöntanum fró flakinu. Franska skipið Leon Thevenin nam hljóðmerki frá hljóðritan- um, en honum var lyft upp á. yfirborðið með aðstoð fjar- stýrðra leitartækja. Er vonast til að hljóðritinn, sem hefur að geyma samtöl flugmanna í stjórnklefa þotunnar, geti varp- að ljósi á orsakir sprengingar- innar, sem varð í vélinni, en 329 farþegar fórust í slysinu. Leitarmenn gera sér einnig vonir um að finna flugrita ind- versku flugvélarinnar, en þar er að finna tæknilegar upplýsingar um rafeindakerfi og vélabúnað þotunnar. Talið er að flugritinn sé skammt frá þeim stað sem hljóðritinn fannst. Eftir að tekist hafði að ná hljóðritanum upp úr sjónum var flogið með hann áleiðis til Ind- lands, þar sem unnið verður úr þeim upplýsingum sem þar koma fram. H.S. Khola, framkvæmda- stjóri loftferðaeftirlits Indlands, sagði í dag að þetta væri í fyrsta sinn sem unnt hefði verið að ná upp hljóðrita af svo miklu dýpi. Hann bætti því við að hljóðrit- inn væri í tiltölulega góðu ásig- komulagi. IS SL Flakiö dreift a 6.5 km svæöi AP/Símamynd Teikningin sýnir hvernig hljóðriu indversku farþegaþotunnar, sem fórst undan strönd írlands, var bjargað. LeiUrtæki frá franska skip- inu Leon Thevenin náði kallmerkj- um frá hljóðriUnum á tveggja kíló- metra dýpi. HljóðriUnum var bjarg- að með örmum leiUrtækis og lyft upp á yfirborðið. aftur án þess að hafa orðið fyrir tjóni. Að sögn fréttamanna, sem fylgdust með árásinni, reyndu Palestínumenn að skjóta loftvarn- areldflaugum að herþotum ís- raela, en með litlum árangri. ísraelski talsmaðurinn sagði að tvær bækistöðvar Palestínu- skæruliða hefðu gereyðilagst í árásinni, en þær voru undir stjórn Abus Mussa ofursta. Mussa, sem nýtur stuðnings Sýrlendinga, er harður andstæð- ingur Yassers Arafat leiðtoga Frelsissamtaka Palestínuaraba, PLO. Árás ísraela er hin sjöunda í röðinni á þessu ári í Líbanon, en hin síðasta var gerð 17. apríl sl. Skömmu eftir loftárásina bloss- uðu upp á ný átök milli öfgahópa múhameðstrúarmanna í Trípólí, en þeir hafa barist um yfirráð yfir borginni síðustu þrjá daga. Olíuverð niður fyrir 20 dali? New York, 10. júli. AP. SAUDI-ARABAR hafa hótað því aö fjórfalda olíuframleiöslu sína á þessu ári ef aðildarríki OPEC haldi áfram að selja olíu undir því verði sem samtökin hafa ákveðið. Þetta kemur fram í bandaríska dagblaðinu The Wall Street Journal í dag. Ef Saudi-Arabar gera alvöru úr hótun sinni má jafnvel búast við því að olíuverð lækki úr 27 dollurum tunnan niður fyrir 20 dollara. Samkvæmt frétt blaðsins gæti þetta haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir skuldug riki eins og Nígeríu, en einnig fyrir olíusöluríki, sem ekki eiga aðild að OPEC s.s. Noreg og Bretland. Mætti enn fremur gera ráö fyrir að þeir bankar, sem veitt hafa lán til skuldugra ríkja, yrðu fyrir miklu áfalli. The Wall Street Journal segir að mörg OPEC-ríki hafi ekki tekið hótanir Saudi-Araba alvarlega fram að þessu. Hins vegar haldi sérfræðingar því nú fram að Saudi-Arabar séu ákveðnir í að auka olíuframleiðslu sína verði ekki farið að kröfum þeirra á næsta fundi OPEC-ríkjanna, en hann verður 22. júlí nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.