Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLl 1985 13 1 1 L Hvað ættum við að lesa í sumarleyfinu? texti: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR Leslie Thomas: The Dearest and the Best Útg. Penguin 1985. Leslie Thomas hefur sent frá sér allnokkrar bækur, sem hafa orðið vinsælar afþreyingarbækur. Þær eru aukin heldur ágætlega skrifaðar og söguþráður skemmti- lega ofinn. Mér skilst að síðasta bók hans, The Magic Army, hafi orðið mikil sölubók og trúlegt að svo verði einnig um þessa, sem er að renna út úr prentsmiðju Penguin í 2. útg. þessa dagana. Sögusviðið er þorp í Hampshire á Englandi mánuðina apríl til ágúst 1940. Allmargir koma við sögu, en það eru hinir ýmsu með- limir Lovett-fjölskyldunnar sem eru aðalpersónurnar. Hlutur hvers og eins er forvitnilegur, allt frá því að einn er ráðgjafi Church- ills, annar flugmaður í hinum kon- unglega brezka flugher og eru aðr- ir málsvarar hinna sterku og hljóðlátu borgara Englands í ógninni miðri. Persónurnar eru haglega dregnar og verða sumar eftirminnilegar og lesanda stend- ur öldungis ekki á sama um afdrif þeirra. Og einnig hefur maður á tilfinningunni að sagan sé ekki bara skáldsaga um stríð. Hún er lifandi og oft skáldleg frásaga um þrengingar og mikinn kjark og fórnarlund. Leslie Thomas er fæddur í Wal- es 1931, missti foreldra sína ungur og ólst upp á munaðarleysingja- heimili ásamt bróður sínum. Hann tók að fást við blaðamennsku sext- án ára og seinna gegndi hann her- þjónustu í Austurlöndum fjær. Söguefni í fyrstu bókum hans er sótt í þá reynslu. Kenneth P. O’Donnell og David F. Poweres ásamt Joe McCarthy: Johnny, We Hardly Knew Ye — Memories of John Fitzgerald Kennedy. Útg. Little, Brown & Co. 1984. Bókin þessi kom fyrst út árið 1970 og hefur verið gefin marg- sinnis út síðan. Hún dregur dám af því að ekki voru þá liðin nema sjö ár frá láti Kennedys, og um- ræður og skrif um forsetatíð hans, persónuna John Kennedy og fleira, ekki orðnar jafn gagnrýnar og síðar varð. Kennedy-kynslóðin var þá enn í sárum og gleypti við flestu sem um forsetann og fjöl- skyldu hans var skrifað af áfergju og hrifningunni sem einkenndi af- stöðu „Kennedy-kynslóðarinnar" til forsetans. Þegar talað er um þessa kynslóð er þó ekki átt við jafnaldra forsetans, fólk sem var á aldrinum 20—30 ára þegar Kennedy var forseti og því honum töluvert yngra varð víða um heim hans mestu aðdáendur. Höfundar bókarinnar eru nánir vinir hans og samstarfsmenn og bókin er sem slík einlægur óður til Kennedys. Frá mörgu er sagt — en sennilega er fleiru sleppt. Jafn- vel þótt ég teljist vera af Kennedy-kynslóðinni sjálf og hafi verið í aðdáendahópnum á sínum tíma, hefði ég viljað lesa þessa bók fyrir fimmtán árum. Hún verkar á mig sem dálítil tímaskekkja nú — þótt læsileg sé. Leon Uris: The Angry Hills. Útg. Corgi 1985. Ég vona að rétt sé farið með að segja að The Angry Hills sé fyrsta bók Leon Uris. Frægð og sölu hlaut hún þó ekki að bragði og varla fyrr en Exodus sló í gegn nokkrum árum síðar. En upp frá því hefur hún verið gefin út árlega víða um lönd. The Angry Hills gerist í Grikklandi á stríðsárunum og aðalhetjan er Bandaríkjamað- urinn Morrison, sem er miðlungs góður rithöfundur í heimalandi sínu. Hann verður meiriháttar hetja í baráttunni við Þjóðverja þegar innrás þeirra hefst. Hann hefur verið beðinn fyrir plögg sem er nauðsynlegt að koma úr landi og þegar óvinirnir frétta að þessi merku skjöl séu í höndum Morri- sons er lagt allt kapp á að hafa upp á honum. Hann hefur dregizt fyrir tilviljun inn í stríðið, en sýn- ir hugrekki og útsjónarsemi þegar á reynir. Leon Uris er snjall spennubóka- höfundur. Að vísu ætlar hann sér stærri hlut, að minnsta kosti í sið- ari bókum sínum, og eftir frásögn hans að dæma rannsakar hann ít- arlega söguna og sögusviðið áður en hann hefst handa að skrifa bækur sínar. í mörgum bókanna hefur þetta tekizt bærilega, en í öðrum hefur dómgreindin og/eða þekkingin á viðfangsefninu ekki skilað sér. The Angry Hills og efni hennar hefur ekki útheimt neinar meiri háttar rannsóknir að því er séð verður. Nema þekkja til stað- hátta í Grikklandi og vera vel að sér um síðari heimsstyrjöldina og framvindu hennar. Það skortir ekki á það hér og bókin er því ágæt aflestrar. Lana Wood: Natalie. Útg. Dell 1984. Natalie Wood var fræg og falleg og hún þótti nokkuð glúrin leik- kona. Hún hóf feril sinn sem barnastjarna og varð ein af fáum slíkum, sem tókst að afla sér orð- stírs eftir að hún varð fullorðin. Einkamál hennar voru vinsælt umræðuefni í slúðurdálkum og sviplegt andlát hennar fyrir fjór- um árum, er hún féll fyrir borð á skútu sinni og manns síns, Roberts Wagner, varð blaðaefni og ýmsar sögur komust á kreik um að ekki hefði verið allt með felldu. Lana systir hennar hefur fyrir nokkru sent frá sér þessa bók og segir hér frá ævi og uppvexti Nat- alie og reyndar er Lana sjálf tölu- vert fyrirferðarmikil i bókinni. Foreldrarnir voru rússneskir gyð- ingar sem flýðu frá Sovétríkjun- um, kynntust í Bandaríkjunum og eignuðust dæturnar tvær. Natalie komst í kynni við kvikmyndir fyrir þrotlausa elju og sjúklega metorðagirnd móður þeirra sem virðist hafa verið mikill örlaga- valdur í lífi systranna beggja. Lana reyndi síðan að feta í fótspor systur sinnar og segir i bókinni frá einkamálum hennar og starfi. Einkamál hennar hafa augljóslega verið ívið skrautlegri en systur- innar. I útskýringum Lönu Wood á því hvað rak hana til að skrifa bókina er margt fallegt sagt og kannski af heilindum mælt. Það er líka sýnilegt að henni hefur þótt undur vænt um systur sína og oft kært með þeim, þótt í brýnu hafi slegið öðru hverju og stundum nokkuð óþyrmilega. Natalie Wood bókar- John Kennedy Systurnar Lana og Natalie Wood Leslie Thomas innar er ekki tiltakanlega spenn- andi persóna, en heldur væn manneskja, brothætt sál og ekki sérlega mikill listamaður. Robert Moss: Moskow Rules. Útg. Hodder & Stoughton 1985. Við andlát Yuris Andropov, flokksleiðtoga Sovétríkjanna, var ekki sjálfgefið að Chernenko tæki við; það var án efa málamiðlun sem stríðandi fylkingar komust að enda nokkuð fyrirsjáanlegt að Chernenko sæti varla lengi í valdastóli né hann yrði aðsóps- mikill vegna heilsufars hans. Leið- togaskipti í Sovétríkjunum ganga sjaldnast átakalaust fyrir sig, þótt fréttir til Vesturlanda séu af skornum skammti og raunar er sovézkum borgurum ekki miðlað upplýsingum nema stjórnvöldum bjóði svo við að horfa. Nú á dögun- um var svo helzta keppinaut Gorbasjevs vikið úr öllum trúnað- arstöðum og flokksleiðtoginn nýi hefur sjálfsagt tryggt sig þar með í sessi. En því er skrifað um þetta hér í sambandi við bókina Moscow Rules, að í henni skrifar Robert Moss af yfirgripsmikilli þekkingu og trúverðugleika um þá þróun í Sovétríkjunum sem hefur leitt til þess að kerfíð hefur hreppt þjóð- ina í fjötra, lagt á hana hlekki sem er óvíst hvort henni tekst að losa sig við. Hér er þó á ferð skáldsaga: Sasha hefur komizt að því á ungí- ingsárum hver urðu afdrif föður hans í heimsstyrjöldinni og þegar hann gerir sér grein fyrir að morðingi föðurins er nú einn helzti valdamaður Sovétríkjanna ákveður hann að linna ekki fyrr en hann hefur komið fram hefndum. Hann hafði fram til þess verið í hópi ungs fólks sem gagnrýndi stjórnarfarið. En hann veit að Sovétríkin og sovézka kerfið verð- ur ekki sigrað þannig, heldur verð- ur að byrja innan frá. Ákvörðun hans verður ekki haggað og hann prílar upp metorðastigann hægt og bítandi. Við hvert fótmál mætir honum tortryggnin og hver njósn- ar um annan og hverjum er svo sem að treysta. Þetta er mögnuð saga, seinlesin en afar sannfær- andi. Og sögulokin eru alveg frá- bær — þótt ósennileg séu þau í meira lagi. OMRON APGREIÐSLUKASSAR Minni fyrirhöfn-meiri yfirsyn Hverfisgðtu 33 - Sími 20560 Pósttiólf 377 Við höfum að staðaldri yfir 10 mismunandi gerðir af Omron afgreiðslukössum á lager. Allt frá einföldum kössum upp í stórar kassasamstæður. Omron afgreiðsiukassarnir stuðla að aukinni hag- kvæmni og öryggi í viðskiptum. Þeir búa yfir stækkunarmöguleikum og sjálfvirkri tölvuútskrift sem skapar meiri yfirsýn og stuðlar að markvissari og betri rekstri. OMRON SERTILBOÐ Nú bjóðum við OMRON afgreiðslukassa á einstöku tilboðsverði: v.M 1 Cjf t. * sex vöruflokka: kr. 17.900 SKRII FSTOFIIVÉLAR H.F.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.