Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1985 Straumhvörf í aðbúnaðar- málum íslenskra verkamanna — eftir Sigurð Óskarsson Á brattan að sækja Eitt meginmarkmið íslenskrar verkalýðshreyfingar hefur verið að skapa verkafólki bætta aðstöðu við vinnu sína og viðlegu. Lengst framan af tengdust slíkar samn- ingagerðir kjaramálum vertíðar- fólks, fólki í síldarvinnslu, ein- staka stórum vinnustöðum í þéttbýli og vegaframkvæmdum. Mjög var á brattan að sækja í þessum efnum og má enn í dag sjá vinnustaði verkafólks og vistar- verur sem ekki uppfylla lág- markskröfur um aðbúnað og holl- ustuhætti. Gildistaka nýrra laga um þessi mál 1981 er glögg vísbending um að löggjafinn taldi úrbóta þörf og á grundvelli þessara laga hefur Vinnueftirlit ríkisins síðan unnið ágætt starf. Ný viðhorf — stórvirkjun Virkjanavinnustaðir á íslandi voru í fyrstu sama marki brenndir hvað aðbúnað varðaði og aðrir skammtímavinnustaðir. „Tjaldað var til fárra nátta" og bröggum og vinnuskúrum hróflað upp á vinnu- svæðunum án teljandi samráðs við fulltrúa þeirra sem þar áttu að lifa og starfa. Er Landsvirkjun tók til starfa hinn 1. júlí 1965 lá fyrir undirbún- ingur að byggingu Búrfellsvirkj- unar og voru samningar um það verk undirritaðir árið 1966. Við Búrfell var á næstu árum starf- ræktur vinnustaður mörg hundruð virkjanamanna, sem bjuggu á vinnusvæðinu ýmist alfarið eða tímabundið og þá með skipulögð- um ferðum til heimilis í öðrum landshlutum. Bætt adstaða — byggt á reynslu Á þessu vinnusvæði öðluðust stjórnendur framkvæmda, full- trúar Landsvirkjunar og fulltrúar verkalýðsfélaganna margháttaða reynslu um þá fjölmörgu þætti sambúðamála sem einkenna slíka vinnustaði. Þegar byggingu Búrfellsvirkj- unar lauk á árunum 1971 til 1972 hófst undirbúningur að aðstöðu- sköpun við Sigöldu. Þá þegar var Sigölduvirkjun leitast við að nýta reynslu manna frá Búrfelli en endurnýting til- tölulega nýrra búða stóð þó að nokkru í vegi fyrir gagngerri endurnýjun. Ur þessu var leitast „Frumkvæði Lands- virkjunar í aöbúnaðar- málum á virkjanasvæð- unum hefur oröið ís- lenskum verktökum og öðrum framkvæmdaað- ilum fyrirmynd til eftir- breytni.“ við að bæta með mjög ákveðnum ákvæðum í samningum varðandi aðbúnað og framkvæmd þeirra mála eftir því sem unnt var á byggingatímanum. Veðurguðirnir Snæ- fellingum hagstæðir Við Sigölduvirkjun urðu full- trúar Landsvirkjunar og viðkom- andi verkalýðsfélaga fljótt sam- mála um að ákveðinna breytinga væri þörf í tilteknum þáttum að- búnaðar á virkjanavinnustöðum. 1 framhaldi af því unnu menn frá Landsvirkjun upp tillögur sumar- ið 1977 um stórbreytta og bætta aðstöðu einkum hvað varðaði vinnubúðir. Horfið var alfarið frá stórum íbúðabyggingum eða „bröggunum" til smærri eininga þar sem vistaðir skyldu einn til Sigurður Óskarsson tveir í vel búnum smáhýsum sem síðan voru tengd saman með sér- stökum göngum. Sama máli gegn- di um mötuneyti. Horfið var frá stórum mötuneytum þar sem snæddu samtímis þrjú til fjögur hundruð manns til lítilla mötu- neyta þar sem snæða tveir til fjór- ir tugir manna. Þróunin hefur orðið sú, að á virkjanasvæðum Landsvirkjunar eru nú reistar vinnubúðir sem uppfylla öll skilyrði til fyllsta að- búnaðar og hollustu og stórátak hefur verið gert til þess að létta verkafólki einangrun sem fylgir störfum þar fjarri heimilum. Það er ekki ofsagt að halda því fram, að Landsvirkjun hafi varð- andi þessi mál valdið straum- hvörfum í aðbúnaðarmálum fs- lenskra verkamanna. Á 20 ára af- mæli stofnunarinnar er þessi þáttur ekki síður umtalsverður en það sem áunnist hefur á öðrum sviðum. Höíundur er íorseti Alþýðusam- bands Suðurlands og framkræmdastjóri verkalýosfé- lagsins Kangæings. — en köldu andar frá landbúnaöarráöuneytinu Borjj í MiklaboltNhreppi, 8. júlí. EKKI ER hægt að segja annað en að veðurguðirnir hafi verið okkur Snæfelling- um hagstæðir. Er það nú mikið öðruvísi en tvö undanfarin sumur. Þá var bæði regn, kuldi og grasleysi sem hrjáði okkur. Það sem af er þessu sumri hefur veðráttan verið hagstæð, grasvöxtur er orðinn ágætur, en þó virðist sums staðar, þar sem tilbúnum áburði var dreift fyrir miðjan maí, að frostnætur hafí dregið úr grasvexti. Sláttur hófst hér sums staðar um 20. júní. Þeir sem þá byrjuðu eru langt komnir með fyrri slátt. Heldur fannst mér nú anda köldu frá landbúnaðarráðuneytinu þegar okkur, sem þurfum að kaupa kjarn- fóður fyrir búsmala okkar, er nú skylt að greiða 130% toll af þeirri vöru. Þetta er árangur af nýsam- þykktu Framleiðsluráðslaga- frumvarpi sem þingheimur af- greiddi sem lög. Greinilega hefur svefnleysi þingheims haft sitt að segja 1 afgreiðslu þessa máls, enda er þetta frumvarp samningur á milli stjórnmálaflokka sem lítilla hagsmuna gætir fyrir bændur þessa lands. Ég er illa svikinn ef ekki kemur óánægjurödd frá sam- tökum bænda gegn þessari laga- setningu. Stofnaö Sauðfjárbænda- félag Snæfellinga Þann 26. júní sl. var haldinn fjöl- mennur bændafundur á Breiðabliki. Verkefni þessa fundar var að stofna hagsmunafélag sauðfjárbænda í Snæfells- og Hnappadalssýslu. Frummælendur á fundinum voru Jóhannes Kristjánsson bóndi á Höfðabrekku í Mýrdal, en hann er formaður samtaka sauðfjárbænda sem stofnuð voru í sumar á almenn- um fundi í Reykjavík, og Gunnar Páll Ingólfsson forstjóri fsmats. í framsöguræðum þessara manna kom margt fróðlegt fram sem gjörður var góður rómur að á þess- um fundi. Samtök sem þessi eru nú víða að komast á fót út um landið. Rúmlega 40 bændur mættu á fund- inn og gjörðust allir stofnfélagar. Eftirtaldir menn voru kosnir í stjórn félagsins: Tryggvi Gunnars- son, Brimilsvöllum, formaður; Ing- ólfur Gíslason, Flesjustöðum, vara- formaður; Magnús Guðmundsson, Gríshóli, ritari; Helgi Guðjónsson, Hrútsholti, gjaldkeri, og Hildi- brandur Bjarnason, Bjarnarhöfn, og Þorsteinn Ágústsson, Mávahlíð, meðstjórnendur. Fjölmcnnt ættarmót Borgarholtsættar Þann 29. júní síðastliðinn var haldið á Breiðabliki fjölmennt ætt- armót. Afkomendur hjónanna Sess- elju Jónsdóttur og Þórðar Pálsson- ar, sem um langan aldur bjuggu i Borgarholti hér í sveit, mættu þar með fjölskyldur sínar. Gisti fólkið í tjöldum þar um nóttina og fór síðan heim á sunnudag. Börn þessara hjóna urðu 16, en nú eru aðeins 4 þeirra á lífi. Ævistarf þessara hjóna var farsælt. Dugnaður, fórn- fýsi og drenglyndi einkenndu ævi- göngu þeirra, því stórri fjölskyldu þurfti fyrir að sjá, en lífsþægindin af skornum skammti. Páll O/GORI’88 VIÐARVÖRN GORI 88, er þekjandi fúavörn sem slettist hvorki né drýpur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.