Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLl 1985 Systkinaminning: Grímheiður Jónsdóttir og Markús Jónsson Fædd 19. október 1901 Dáin 29. júní 1985 Kvödd er í dag hinstu kveðju heiðurskonan Grímheiður Jóns- dóttir. Það eru aðeins 7 ár frá því að við kynntumst Heiðu eins og hún var alltaf kölluð. Það var í fyrstu utanlandsferð okkar hjóna, er dálítill hópur úr Laugarnes- hverfinu fór til Mallorka. Þetta var samstilltur hópur og ferðin var vel heppnuð í alla staði. Við S vorum svo heppin að fá 2 indælar og skemmtilegar konur að borðfé- lögum og var Heiða önnur þeirra. Báðar höfðu þær farið víða og höfðu frá mörgu skemmtilegu að segja. Glatt var á hjalla við borðið og kölluðu sumir það hláturs- borðið. Við höfum verið svo hepp- in að eiga báðar þessar heiðurs- konur að vinum síðan. í fyrravetur sátum við saman í föndri á Norðurbrún, þar sem Heiða gerði marga fallega hluti, því hún var bæði vandvirk og handlagin. Heiða var mörgum góðum kostum búin, hún gat verið spaugsöm en alltaf var það græskulaust. Öllum hlaut að líða vel í návist hennar, svo hógvær og hjartahlý sem hún var. í dag er kvödd hinstu kveðju systir Markúsar, Grímheiður Jónsdóttir, Heiða eins og hún var ætíð kölluð. Hún elst upp í foreldrahúsum á Skeiðflöt til ársins 1923, en þá fer hún tii Reykjavíkur til þess að læra karlmannafatasaum og var hún í námi hjá Guðmundi Benjamínssyni klæðskera. Stund- aði hún saumaskap síðan, ýmist á saumastofum, eða heima á Silf- urteigi 4, þar sem fjölskyldan hafði komið sér upp húsnæði. Þar bjuggu þá systkinin Heiða og Markús, Guðrún móðir þeirra og Auðbjörg með tvo syni sína unga. Maður Auðbjargar, Jón Péturs- son, var þá látinn. Miklu ástfóstri tók Heiða við syni Auðbjargar, Guðjón og Ólaf Þorstein, og reyndist þeim sem önnur móðir. Fjölskyidan var á allan hátt ákaflega samhent og heilsteypt og þar ríkti svo vissu- lega ást og umhyggja fyrir vinum og vandamönnum. Mikið áfall var það fyrir Guð- rúnu og alla fjölskylduna þegar Guðjón sonur hennar drukknaði við Vestmannaeyjar 1928. Bræð- urnir Markús og Guðjón höfðu verið mjög samrýndir og tók Mail.ús sér mjög nærri hið svip- lega fráfall bróður síns. Einnig lést Helgi bróðir þeirra mjög fyrir aldur fram, aðeins 43 ára gamall. Ég efast ekki um að sú sem hér er kvödd í dag hefði viljað koma á framfæri þakklæti til Auðbjargar, systur sinnar, fyrir alla þá hjálp og allan þann kærleika, sem hún lét þeim systkinunum í té þegar halla tók undan fæti hjá þeim i lífsbaráttunni. Sigurbjörg, systir mín, og Heiða voru miklar vinkonur og vill hún hér með flytja hinni látnu þakkir fyrir órofa vináttu frá fyrstu kynnum. Ég, fjölskylda mín og Sigur- björg, systir mín, sendum Auð- björgu og fjölskyldu hennar inni- legar samúðarkveðjur. S. Björnsson Fæddur 9. ágúst 1903 Dáinn 24. aprfl 1984 Þótt seint sé langar mig að minnast með nokkrum orðum æskuvinar míns, Markúsar Jóns- sonar frá Skeiðfiöt. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Markúsdóttir og Jón Jónsson er þar bjuggu um 25 ára skeið. Þau hjónin eignuðust 5 börn: Grímheiði f. 1901, Markús f. 1903, Guðjón f. 1905, Auðbjörgu f. 1907 og Helga f. 1910. Mann sinn missti Guðrún 1926. Á þeim árum, sem börn þessara hjóna voru að alast upp, átti und- irritaður heima á Hryggjum, sem er næsti bær við Skeiðflöt, og var mikill samgangur milii bæjanna. Mörgum deginum eyddi ég í leiki með þessum eiskuiegu systkinum og margan bitann og sopann fékk ég á þessu fyrirmyndarheimili. Minningarnar frá þessum tímum gleymast aldrei. En svo skiljast leiðir, ég flyt í aðra sveit og Guðrún hættir bú- skap og börn hennar flytjast til Reykjavíkur hvert af öðru. 1931 flyst svo Guðrún til Reykjavíkur til Auðbjargar dóttur sinnar, sem er þá gift og búsett þar. Markús kemur til Reykjavíkur 1936 og fer þá strax að vinna við höfnina, en síðan verður hann fastur starfs- maður hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga og starfaði þar meðan heilsa og kraftar entust. Markús var í eðli sínu hlédræg- ur maður, en ákaflega ábyggilegur og traustur starfsmaður, að hverju sem hann gekk. Spaugsam- ur og glaður gat Markús einnig verið í hópi vina og kunningja. Blessuð sé minning þessa mæta manns. S. Björnsson Minning: Reynir Víkingur Magnússon Við keðjum hana með hjartans þökk fyrir góð og einiæg kynni. Friður Guðs sé með henni. Innilegar samúðarkveðjur send- um við systur hennar og systur- sonum. Lára S. Sigurðardóttir og Guðmundur A. Ingvarsson Þeir sem mikið elska, verða aldrei gamlir. Þeir deyja kannske af elli, en þeir deyja samt ungir. (A.W. Pinero) Það er bjart yfir minningunni um hana Heiðu. Hennar var ætíð beðið með óþreyju og alltaf fór hún of fljótt. Hljóðlát nærvera hennar var svo gefandi, hvort heidur var á stundum gleði, sorg- ar, eða í dagsins önn. Þar voru » jafnvel orð óþörf, aðeins nálægðin skipti máli. Kynslóðabil var henni víðs fjarri. Ungir sem aidnir löð- ■> uðust að henni og gerðu hana að félaga sínum. Umhverfi sitt um- vafði hún kærleika og allt var þetta svo eðlilegt og gersamlega ómeðvitað, en kannske einmitt þess vegna verður hún okkur ætíð ljós á vegi. Margrét Gunnarsdóttir Reynir Víkingur Magnússon, Barónsstíg 25, Reykjavík, varð bráðkvaddur að heimili sínu sunnudaginn 30. júní sl. Hann hafði fyrr á árinu dvalist um skeið í sjúkrahúsi vegna blóðtappa. Reynir fæddist að Kolmúla við Reyðarfjörð 1. maí 1930, sonur Magnúsar Jónssonar og Þorbjarg- ar Bjarnadóttur, sem síðar reistu sér bú á Vattarnesi. Magnús fórst í róðri á trillu sinni af völdum tundurdufls í heimsstyrjöldinni síðari, meðan börnin fimm voru enn í foreldrahúsum. Flutti Þor- björg upp úr því með börnin til Eskifjarðar. Það leið ekki á löngu uns eidri börnin fóru að ieita að heiman og upp úr fermingunni fór Reynir á sjóinn. Og á sjónum hef- ur hann haldið sig ailar götur síð- an, fyrst á fiskibátum og togurum, en hátt í tvo áratugi á farskipum, fyrst hjá Ríkisskip, þar sem hann starfaði um skeið sem matsveinn, en til þess hafði hann öðlast rétt- indi, en hin síðari ár var hann há- seti á Hofsjökli, einu stærsta flutningaskipi flotans og undi hag sínum vel. Hann naut trausts yfir- manna sinna og virðingar allra þeirra er með honum störfuðu. Reynir var einhleypur maður, einrænn og dulur og ekki allra, eins og sagt er. Hann minnti mig oft á enskan málshátt: „Still waters run deep“, sem mætti ef til vill þýða þannig, að hin lygnu fljót séu löngum djúp. Þar eru ekki fossaföllin og fyrirgangurinn, en í djúpum far- vegi hinnar lygnu elfar leynist kraftur hennar og þungi, alvara og undirtónn. Árum saman hafði ég umgeng- ist þennan mág minn sem sjó- mann í landi, án þess að kynnast nema þeim hluta yfirborðsins sem flestir þekktu. Það var ekki fyrr en svo æxlaðist að við réðumst báðir á hundrað tonna bátpung til fiskiflutninga hluta úr sumri að ég eignaðist vissan trúnað Reynis. Og þeim sem hann tók var hann tryggur vinur. Hann hafði yndi af því að gleðja aðra, ekki síst börn- in, enda man ég ekki eftir jólum án þess að stór bangsi eða brúða bættist í leikfangasafnið frá Reyni. En sjálfur þurfti hann einskis með og jafnan erfitt að fá tækifæri til að gera honum gott. Hann kom og fór eins og fljótið lygna og djúpa, án þess að raska í nokkru hinum hefðbundna farvegi vina og vandamanna. Hann bauðst til að mála fyrir okkur hús- ið, sem hann og gerði vikuna áður en hann dó, og það var dæmigert að ekki hafði unnist tími til að verja með honum kvöldstund, áð- ur en hann lét úr höfn í síðasta sinn. í mörg ár hefur Reynir stefnt að því að eignast sitt eigið fley og það tókst honum fyrir þremur árum. Sumarið 1983 var farið á handfæri á Vigdísinni og tókst þeim bræðr- um að sigla kring um hálft landið það sumar. Sá nú Reynir sitthvað er betur mátti fara í öllum útbún- aði bátsins og voru margvíslegar umbætur að komast á lokastig, þegar kallið kom. Það var gaman að fá að taka þátt í þessum draumi farmannsins og sjá hann rætast að nokkru. Þennan draum þekkja svo margir íslenskir sjómenn. Einn dag skulu þeir leysa landfestar á eigin knerri og sigla hraðbyri til hafs. Og allir sigla þeir sinn veg, hver með sínum hætti. Reynir Magn- ússon er farinn í sína hinstu för, en draumurinn heldur áfram með starfsbræðrum hans og vinum. Einn dag skal ýtt úr vör. Guóbjartur Gunnarsson I raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar þjónusta Húseigendur athugið Viö höfum áhuga á aö taka aö okkur endurnýj- un á eldra húsnæöi gegn lágri eöa engri greiðslu. (Fer eftir ástandi húsnæöis). Stærö mætti vera ca 80-120 fm. Upplýsingar í síma 99-2490. Húseigendur Tökum aö okkur húsamálun úti sem inni. Há- þrýstiþvott, sprunguviögeröir og úöun á mono-sílanvatnsvörn. 20 ára reynsla. Uppl. símar eftir kl. 18.00, 641138 og 76316. húsnæöi óskast Læknishjón úti á landi óska eftir 3ja herb. íbúö eöa stærri frá 1. sept. nk. Upplýsingar í síma 99-7180 eöa 99-7178. Vestmannaeyjar Fulltrúaráösfundur veröur haldlnn flmmtudaglnn 11. |úli kl. 20.30 í Hallarlundl. Fundarefnl: 1. Þorsteinn Pálsson ræöir um landsmálin. 2. önnurmál. Stjómin. Þórsmerkurferð 20.-21. )úlí nk. veröur farlö í Þórsmerkurferö á vegum félaga ungra sjálfstæöismanna. Lagt veröur af staö frá Valhöll klukkan 11.00 laugardaglnn 20. og komiö heim seinni part sunnudags. Verö 1100 krónur og er þá Innlfaliö rútu- feröir, morgunveröur sem inniheldur Cocoa puffs og mjólk og kvöld- veröur sem samanstendur af grilluöu íslensku lambaketi meö söxuöum gulrótum og bernaise. Lysthafendur eru vinsamlegast beönlr um aö tilkynna þátttöku í síma 82900. Allt ungt sjálfstæöisfólk velkomiö. Heimdallur - samtök ungra sjálfstæöismanna i Reykjavik, Stetnir - félag ungra sjáifstæóismanna i Hafnarflröi, Týr - téiag ungra sjáifstæöismanna i Kópavogi, Baldur - félag ungra sjáifstæöismanna á Seltjarnar- nesl. Heimir - félag ungra sjálfstæöismanna i Keflavik. ^Auglýsinga- síminn er 2 24 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.