Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11- JÚLÍ 1985 51 Ekki hlegið að íslend- ingum í Danmörku Ragnar Halldórsson skrifar: Árni Helgason skrifar um bjór- málið og afgreiðslu þess á Alþingi. Hvort þar hefur verið rétt eða rangt að farið verður ekki rætt hér. Línur þessar skrifa ég vegna athugasemda Árna við grein sem rituð var þegar bjórmálið reis hæst á Alþingi og utan þess. Ef ég man rétt var sendiráð íslands bor- ið fyrir þeirri fullyrðingu að af- staða Alþingis til bjórneyslu væri aðhlátursefni Dana og þætti með öllu óskiljanleg. Svo vill til, að ég dvaldi í Dan- mörku allan júnímánuð, um það leyti, sem bjórmálið var afgreitt á Alþingi. Þykist ég vel kunnugur þar um slóðir, sökum nokkurra ára dvalar og margra ferða fyrr og síðar. Tvær vikur dvaldi ég á Jót- landi í námunda Sonderborg og stórverksmiðjunnar Danfoss, sem íslendingar þekkja vel sökum vandaðrar framleiðslu. Síðari tvær vikurnar var ég í Kaup- mannahöfn. Allan tímann las ég gaumgæfilega öll helstu dagblöð, sem út eru gefin í Danmörku. Þetta gerði ég til að fræðast um gang mála þar í landi og einnig til að athuga hvort íslands og Íslend- inga væri þar að nokkru getið. í engu þessara dagblaða var einu orði minnst á bjórmál okkar. Aðeins tvær smágreinar sá ég þar sem íslands var getið. Önnur var sú að sagt var frá því að ís- lensk kona hefði hlotið verðlaun úr dönskum sjóði, vegna aðstoðar við blindraþjónustu. Hin var um að danskir víkingar myndu fara til íslands og verða þar boðnir til feg- urstu meyjar Norðurlanda („Nordens skönneste mö“ eins og það var orðað í blaðinu), Vigdísar Finnbogadóttur forseta Íslands. Þar með er upptalið það sem ég fann um ísland í átta helstu dagblöðum Danaveldis. Lestur minn var ekkert flaustursverk. Vera má að sendiráð íslands í Kaupmannahöfn hafi lesið betur og fundið aðhlátursefni Dana, sem ekki varð á mínum vegi. Danir eru frægir fyrir húmor og láta engin aðhlátursefni fram hjá sér fara. En ég kom á mörg einkaheimili og reyndi að hafa opin augu og eyru bæði á landsbyggðinni og í höfuð- staðnum. Ég heyrði aldrei minnst einu orði á bjórmál. Stóð þó sem hæst verkfallið mikla hjá Carls- berg og var mikið rætt í blöðum og á meðal fólks. Mér kom því spánskt fyrir augu og eyru að bjórmál á íslandi væri aðhláturs- efni Dana. Kannski ber slík mál öðruvísi að í sendiráði en á meðal alþýðu manna. Um bjórdrykkju hafnarverka- manna í Danmörku, sem Árni minnist á veit ég ekkert, en öll áfengisneysla á þeim heimilum, sem ég kom á var mjög í hófi og á götum Kaupmannahafnar sá ég ekki slagandi drukkna menn. Ég bjó á mjög rólegu hóteli í nám- unda við járnbrautarstöðina. Þar skammt frá er hin alræmda Ist- edgade. Þar sá ég afvegaleitt fólk, sýnilega ekki drukkið, en undir áhrifum eiturlyfja. Þessir hringdu . . Hví er aðeins sýnt frá Banda- ríkjunum? llnglingamóðir hringdi: Ég vil spyrja forráðamenn sjónvarpsins hvernig á því stendur að aðeins á að sýna frá Bandaríkjunum en ekki frá Bretlandi á hinum svonefndu Band Aid-tónleikum núna á laugardaginn. Fyrirfram var bú- ið að lýsa því yfir að sýnt yrði frá báðum löndunum og ég hef orðið vör við að þetta veldur sár- um vonbrigðum hjá mörgum unglingum sem eiga uppáhalds- hljómsveitir sínar f Bretlandi. Getum við ekki verið svolítið skemmtileg við unglingana og lofað þeim að sjá uppá- haldshljómsveitirnar nú á ári æskunnar? Það eru svo fáir ís- lenskir unglingar sem eiga þess kost að komast á tónleika með þessum frægu listamönnum, eins og jafnaldrar þeirra erlend- is eiga kost á. Tilmæli til blaðamanna Hjördís Ingvarsdóttir í Hafnar- firói hringdi: Mig langar til að láta í ljós óánægju mína með orðatiltækið „bíll keyrði á barn", því undan- tekningarlítið eru það börnin sem hlaupa fyrir bílana. Ég hef sjálf orðið fyrir því að barn sem ég á hljóp fyrir bíl og slasaðist mikið. Bílstjórinn gat ekkert að þessu gert og hann var ekki yfir löglegum hraða. En ég veit að honum sárnaði ákaflega að lesa síðan f blöðunum að hann hefði keyrt á barnið. Þetta á ábyggi- lega einnig við um fleiri bílstjóra sem lenda í þessu og lesa svo svona öfugmæli i blöðunum. Má ekki breyta þessum fyrirsögnum í blöðunum og segja heldur til dæmis að barn verði fyrir bíl? Blaðamenn breytið þessu og tak- ið þannig tillit til þeirra sem hlut eiga að máli. Hvað er mikið C-vítamín íHi-C? Steinunn Karlsdóttir hringdi og vildi koma á framfæri eftirfar- andi fyrirspurn til Vífilfells hf. vegna hins nýja drykkjar Hi-C. Þið auglýsið að drykkurinn innihaldi dagsþörf af C-víta- míni. Nú eru ekki allir á einu máli um það hversu mikil hún er og því vil ég gjarnan, sem neyt- andi, fá að vita hversu mikið C-vítamfn er í Hi-C og jafnframt hversu margar hitaeiningar eru í hverri fernu af þessum nýja drykk. Mjólkin fljót að súrna K.S. hringdi: Ég vil koma á framfæri fyrir- spurn til Mjólkursamsölunnar varðandi dagsetningu síðasta söludags á mjólk. Nýlega bilaði hjá mér ísskápurinn í einn sól- arhring. Mjólk sem ég geymdi f honum varð gallsúr eftir þennan eina sólarhring og þó var ekki liðinn síðasti söludagur. Þetta finnst mér lélegt geymsluþol og vil því spyrja Mjólkursamsöluna hverju þetta sæti. Á mjólk sem er gerilsneydd ekki að geta enst betur en þetta þó hún sé ekki alveg stöðugt í kæli. Getur verið að hún sé orðin gömul þegar henni er pakkað og er hún ekki stimpluð of langt fram í tímann? Svar óskast. Þakkir til Kiwanisklúbbs- ins Heklu Sveinn Sveinsson i Hrafnistu hringdi: Ég vil koma á framfæri kæru þakklæti til félaga í Kiwanis- klúbbnum Heklu og eiginkvenna þeirra fyrir það hversu þeir hugsa dásamlega um að skemmta okkur hér á Hrafnistu og leika með okkur á hverju ein- asta ári og stundum tvisvar á ári. Nú síðast hinn 22. fyrra mánaðar buðu þeir okkur í ferð til Eyrarbakka og Stokkseyrar, á Selfoss og Þingvelli og víðar um Suðurland. Hjartans þakkir fyrir þessa ferð og aðrar sem þið hafið boðið okkur í á undanförn- um árum af ykkar miklu rausn. Við biðjum Guð almáttugan um að styrkja ykkur og styðja í öll- um ykkar framkvæmdum, því allar ykkar framkvæmdir eru til góðs. Endurskoðunarskrifstofa Sigurðar Stefánssonar s/f. Það tilkynnist hér með að Björgúlfur Jóhannsson lög- giltur endurskoðandi hefur gerst aðili að Endurskoðun- arskrifstofu Sigurðar Stefánssonar sf. Löggiltir endurskoóendur: ÚTIBÚ í Vestmannaeyjum Siguröur Stefánsson Bárustíg 15 — sími (98) 2622 Magnús Elíasson 900 Vestmannaeyjum Þorvaröur Gunnarsson Björgólfur Jóhannsson SÍMI 29222 BORGARTÚNI 1 105 REYKJAVÍK 125 P.O. BOX 5104 MANUDAGA PRIÐJUDAGA Frá Stykkisholmi kl. 9 00 ardegis Fra Brjanslæk kl 14 00siðd Til Stykkisholms kl 18 00 (ruta til Reykjav ) Frá Stykkisholmi kl 14 00 (eftir komu rutu) Fra Brjanslæk kl 18 00 Til Stykkishólms um kl 21 30 FIMMTUDAGA MIÐVIKUDAGA Sama timatafla og mánudaga FÖSTUDAGA Sama limalatla og manudaga LAUGARDAGA (eftir komu rutu) Fra Brjánslæk kl. 18.00 Viökoma i inneyium Til Stykkishólms kl 23 00 Sigling um suðureyiar Frá Bganslæk kl 15 00siðdegis Til Stykkishólms kl 19 00 BILAFLUTNINGA ER NAUÐSYNLEGT AÐ PANTA MEÐ FYRIRVARA FRA STYKKISHÓLMI: FRÁ BRJANSLÆK: Hjá atgreiðslu Baldurs. Hjá Ragnari Guðmundssyni. Stykkishoimi. simi: 93-8120 Brjanslæk, simi: 94-2020. SUMARAÆTLUN 1985 Á timabilinu 1. mai til 30 september: A timabilinu 15-juni til 31 agust TUDOR RAFGEYMAR ísetning innanhúss umboósmenn um land allt TUDOR umboóiö Laugaveg 180 - sími 84160 ..Já —þessir meb 9 lif!'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.