Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1985 Fulltrúadeild Bandarikjaþings: Heimtar hernaðaraðstoð við and-kommúnista í Kambódíu Washington, 10. júlí. AP. FULLTRÚADEILD Bandaríkjaþings samþykkti á þriöjudag með 288 atkvæö- um gegn 122, að heimila ríkisstjórninni, að veita and-kommúnískum skærulið- um í Kambódíu 5 milljónir dollara (jafnvirði um 206 milljóna ísl. króna) í hernaðarstoð. í samþykkt deildarinnar er sér- staklega tekið fram, að ekki megi nota þessa fjarhæð til að liðsinna skæruliðasamtökum Rauðra khmera, sem einnig berjast gegn innrásarher Víetnama og lepp- stjórn þeirra í Phnom Penh. Ríkisstjórn Reagans forseta fór ekki sérstaklega fram á fjárveit- inguna til skæruliða i Kambódíu, en hefur hins vegar fagnað sam- þykkt tillögunnar. Stephen J. Solarz, þingmaður demókrata, sem forgöngu hafði um samþykkt fulltrúadeildarinnar, sagði í viðtali við AP, að tvö helstu markmið Bandaríkjamanna varð- andi Kambódíu hlytu að vera að fá Víetnama til að fara með 170 þús- und manna herlið sitt úr landinu og tryggja að ógnarstjórn Pol Pots, leiðtoga Rauðu khmeranna, kæm- ist ekki til valda á ný. Wales: Eafarar finna fjár- sjóð í sokknu skipi Moelfre, Wileg, 10. júlí. AP. HÓPUR kafara segist hafa fundið mikinn fjársjóð um borð í skipi sem fórst fyrir 126 árum nálægt smábæn- um Moelfre. f Lundúnablaðinu Times segir að í skipinu hafi verið minjagripir úr gulli, gullmolar og stangir, borð- búnaður og skartgripir sem í allt er metið á meira en fjórar milljónir sterlingspunda, eða rúmar 223 milljónir króna. Skipið var konunglegt leiguskip sem sökk rétt utan við strendur Moelfre árið 1859 þegar það kom úr ferð frá Ástralíu með um 400 far- þega um borð. Flestir þeirra voru breskir gullgrafarar sem höfðu dottið í lukkupottinn í Ástralíu. Aðeins 39 menn komust lífs af þeg- í stuttu máli . Súdanir vilja Nimieri framseldan Khartoum, Súdan, 10. júlí. AP. RÍKISSTJÓRN Súdans hefur formlega farið þess á leit við egypsku stjórnina, að hún framselji Gaafar Nimieri, sem steypt var af forsetastóli í Súdan fyrir skömmu. Hosnar Mubarak, forseti Egyptalands, hefur þegar lýst því yfir, að Nimieri, sem leit- aði þar hælis eftir valdaránið, verði ekki framseldur, enda brjóti framsal í bága við stjórnarskrána. f vikunni sem leið tóku um 40 þúsund Súdanir þátt í mót- mælafundi fyrir framan sendiráð Egypta í Khartoum, höfuðborg Súdans, og kröfð- ust þess að Nimieri yrði fram- seldur. Stjórnvöld í Súdan segja, að hann hafi unnið mörg glæpaverk á stjórnarár- um sínum og verði réttarhöld haldin yfir honum, enda þótt hann verði fjarverandi. Feröafrelsi aukiö í Kína Peking, 10. júlí. AP. ERLENDIR ferðamenn í Kína mega nú koma til 103 borga og héraða í landinu án þess að leita eftir sérstakri heimild til þess. Frá þessu var greint í öryggismálaráðuneytinu í Peking í dag. Fyrir 18. október 1982 var útlendingum ekki leyft að ferðast um Kína án heimildar frá lögreglu. Þann dag var hins vegar ferðamönnum hins vegar Ieyft að fara til 29 borga, þ.á m. Peking, Shanghai og Tianjin, án sér- staks leyfis yfirvalda. Á síðasta ári kom rúmlega ein milljón ferðamanna til Kína. ar skipið fórst. Einn kafaranna, Kiernan Devan- ey, sagði að þeir hefðu fundið fjár- sjóðinn í gær og væri búið að ná töluverðu af minjagripunum, einni gullstöng og gullhringi upp úr skip- inu. Kafararnir sprengdu dínamít til að komast í gegnum 9 metra þykk- an sjávargróður svo þeir gætu nálgast skipið. Þá notuðu þeir öfl- ugar dælur til að ná sandi sem huldi fjársjóðinn í öryggisgeymslu skipsins. Miklu af farminum var bjargað á fyrstu þremur mánuðun- um eftir sjóslysið, en sumt af minjagripunum hefur rekið á land í gegnum árin. Norður-Kórea: Sonur Kim II Sum tekinn við völdimr? Pekiog, 10. júlí. AP. ERFINGI og sonur Kim II Sung, forseta Norður-Kóreu, er nú meira eða minna tekinn við stjórn í landinu, að sogn Norodon Sihanouk, eins leiðtoga andspyrnunnar í Kambódíu. Sihanouk sagði að sonur forset- ans, Kim Jong II, væri vinveittari Kínverjum fremur eix Sovét- mönnum, líkt og faðir hans sem nú er orðinn 73 ára gamall. Kim II Sung, leiðtogi kommúnista, hefur ráðið ríkjum í landinu í um 40 ár. „Kínverjar virðast viðurkenna Kim Jong II sem hinn rétta krón- prins landsins," sagði Sihanouk á fundi með fréttamönnum í gær. Vinátta tókst með Sihanouk og Kim II Sung á sjötta áratuginum, áður en Sihanouk var settur af í Kambódíu árið 1974. Eftir að Sih- anouk var sendur í útlegð, byggði Kim II Sung fyrir hann hús í Norður-Kóreu þar sem Sihanouk eyðir nokkrum mánuðum á ári. „Það er satt að Kim II Sung sér mér einnig fyrir reiðufé, en enginn kaupir Sihanouk," sagði prinsinn. Ef Kim Jong II, tekur við af föður sínum, verður það í fyrsta skipti sem valdaskipti innan sömu fjöl- skyldunnar eiga sér stað í komm- únísku stjórnkerfi. Gyðingar sakfelld- ir fyrir hryðjuverk Jerúsalem, 10. júlí. AP. ÞRÍR gyðingar voru í gær fundnir sekir um morð fyrir rétti í ísrael. Mennirnir eru sagðir í tenglsum við hryðjuverkasamtök gyðinga þar í landi. Tólf aðrir gyðingar voru fundn- ir sekir um önnur hryðjuverk gegn Palestínumönnum. Réttarhöldunum lauk í gær eftir að hafa staðið yfir í rúmt ár. Mennirnir 15 voru allir dæmdir sekir um þátttöku í einni eða fleiri af fjórum hefndaraðgerðum gegn Palestínumönnum á hernámssvæð- um ísraels á vesturbakka Jórdan- ar. Dómur verður ekki kveðinn upp yfir mönnunum fyrr en síðar í vik- unni eða í byrjun næstu viku. Þrír hinna ákærðu geta átt von á að hljóta ævilangt fangelsi fyrir þátt sinn í árás á háskóla í Herbon í júlí 1983 þar sem þrír palestínskir námsmenn létu lífið og 33 slösuð- ust. Réttarhöldin í máli hryðjuverka- mannanna hófust í júní í fyrra og voru þau lengstu og viðkvæmustu i sögu ísrael. Mennirnir eru taldir vera í kjarna hryðjuverkasamtaka ofstækisfullra gyðinga sem stefna að því að svara fyrir árásir araba á ísraela sem búa á Vesturbakkan- um. Þegar upp komst um hryðju- verkahópinn í fyrra, hófust miklar deilur milli þeirra ísraela sem styðja aðgerðir hópsins og réttlæta þær sem sjálfsvörn og þeirra sem segja hina ofstækisfullu gyðinga vera engu betri en hryðjuverka- menn Palestínuaraba. Veggur í fornu borginni Gran Vilaya, sem nær yfir 310 ferkílómetra í frumskógi í háfjöllum Perú. Forn borgarvirki í frumskógum Perú Linu, Perú, AP. BANDARÍSKUR landkönnuður hefur fundið forna indíánaborg er nær yfir 310 ferkílómetra í frumskógum háfjalla í norðaustur hluta Perú. Landkönnuðurinn Gene Savoy hefur leitað aö týndum borgum í fnim- skógunum í Perú síðan 1957 og skrifað nokkrar bækur um rannsóknir sínar. Hann segir að rústir hinnar fornu borgar, Gran Vilaya, séu mestu fornleifar sem fundist hafa hingað til í Ameríku. Þar sé að finna um 23.950 mannvirki. I rústunum er nú ekkert kvikt nema apar. Telur Savoy að borgin hafi verið helsta varnarvirki Chachapoyas-indíána, en veldi þeirra stóð frá 800 e.kr. til 1480. Borgarrústirnar eru um 640 km norðaustur af Lima, höfuðborg Perú. Þær standa í um 2.700 m hæð á fjallshrygg og á aðra hlið er um 1.800 metra djúp gljúfur, þar sem Maranon-áin rennur. Þegar Gene Savoy skýrði frá því að borgarrústirnar hefðu fundist sýndi hann ljósmyndir máli sínu til sönnunar. Á þeim sjást félagar úr 25 manna leið- angri hans við hreinsunarstörf auk þes sem sumir þeirra standa framan við 9 metra háa kringl- ótta steinbyggingu. Hann sneri til byggða úr frumskóginum í síð- ustu viku eftir 60 daga útilegu. Hann sagði að hin forna borg teygði sig um 40 km eftir gljúf- urbarminum. Teldu leiðangurs- menn að í varnarvirkinu sjálfu væru 10.250 mannvirki úr steini og 13.600 í þremur borgarkjörn- um. Sum þessara mannvirkja eru allt að 40 metra löng. Þau mynda eins konar tröppur í fjallshlíð- inni. Landkönnuðurinn sagði að Ink- ar hefðu ráðist á Chachapoyas- indíánanna úr suðri til að komast hjá því að þurfa að fara yfir Mar- anon-ána fyrir neðan virkið. Sagði hann að Inkar hefðu síðar sagt Spánverjum, að Chachapo- yas-indíanarnir hefðu verið há- vaxnir, ljósir yfirlitum og herská- ir. Taldi Savoy þá hafa brotist í gegnum Amazon-svæðið allt að mynni Amazon-fljóts og siglt þaðan yfir til Afríku. Sagðist hann ætla að sigla þessa leið á timburskipi á næsta ári. Fredrico Kauffmann Doig, fyrrverandi þjóðminjavörður í Perú, sagði að hann efaðist ekki um sannleiksgildi frásagnarinnar um hinar fornu rústir. Þær skiptu miklu fyrir rannsóknir á sögulegum minjum í Ameríku. Á hinn bóginn þyrfti að kanna bet- ur hvort hér er um borg eða varn- armannvirki að ræða. Myndböndin af Sakharov-hjónunum í Gorkij: Er verið að búa fólk undir lát Sakharovs? GETUM er að því leitt f nýjasta hefti bandaríska vikurítsins/Vewsweek, að myndbönd þau af Andrei Sakharov og konu hans, Yelenu Bonner, sem sovéska leyniþjónustan hefur komið á framfæri við vestræna fjölmiðla, séu gerð til að undirbúa fólk á Vesturlöndum undir lát hans. Á myndböndunum, sem eru tvö, fjörefnaríkari. Sakharov sést einn- sjást einnig læknar og á öðru þeirra heyrist þegar Bonner segir við lækni, að Sakharov eigi erfitt með svefn og kvarti undan verk 1 vinstri síðu sinni. Á hinu bandinu sést þegar læknir kannar tauga- viðbrögð Sakharovs og hann hvetur Sakharov til að neyta betri fæðu og ig vera að borða og er með því væntanlega verið að kveða niður sögusagnir á Vesturlöndum um að hann sé í mótmælasvelti. Þá heyr- ist kvenlæknir, sem sögð er heita Natalya Yevdokimova, segja að Sakharov þjáist af alvarlegri óreglu á hjartslætti, samdrætti slagæða, æðakölkun og greina megi hjá honum byrjunareinkenni Park- inson-veiki. „Sovétmenn hafa tæplega í- hyggju að sýna fjölskyldum and- ófsmanna mannúð," segir News- week, „og boðskapurinn, sem lesa má út úr myndböndunum er ekki uppörvandi. Með því að að sýna hversu alvarleg veikindi Sakharovs eru og að hann njóti lækni ferðar virðast Sovétmenn vei
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.