Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLl 1985 Rósa Guðný, Þór og Barði í hlutverkum sínum í Birninum. TJEKOV MEÐ MAT Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Leikhópurinn Lyst-auki sýnir í veitingahúsinu Gauk á Stöng: Björn- inn-Brandari í einum þætti eftir Ant- on Tjekov. Þýðing: Kári Halldór Þórsson. Leikarar: Barði Guðmunds- son, Rósa Guðný l*órsdóttir og Þór Tulinius. Fitjað hefur verið upp á ýmsum nýjungum í samkvæmis- og menn- ingarlífi okkar hin síðustu ár. Um það þarf ekki að hafa mörg orð né endurtaka fyrri staðhæfingar. Margt af þessu hefur tekizt mæta- vel. Leiksýningar hafa verið færð- ar í meiri nánd við áhorfendur, líklega hefur verið riðið á vaðið í sýningum í Félagsstofnun stúd- enta. Nú bíður Gaukur á Stöng upp á „kjöt með leikþætti" — raunar má fá fisk ef vill. Og þrír nýútskrifaðir leikarar úr Leiklist- arskólanum flytja Tjekov. Þáttur skrifaður 1888. Björninn snýst um unga og fagra ekkju, sem hefur syrgt eiginmann sinn af stakri samvizkusemi í sjö mánuði og var hann þó ekki neinn fyrirmyndar- eiginmaður. Hjá henni er þjón- ustufólk hennar og hún ætlar ekki að koma út fyrir hússins dyr í bráð. Svo kemur skuldunautur eiginmannsins á vettvang að rukka af henni tólf hundruð rúbl- ur. Slær þá í brýnu milli þeirra og endar með að ákveðið er að þau heyi einvígi. En meðan ekkjan fer að ná í pístólurnar hefur aðkomu- maðurinn uppgötvað að honum hugnast kvenmaðurinn í meira lagi. Og meira en það. Hann vill eiga hana, þrátt fyrir vonda reynslu sína í þeim málum; hann hefur ekki orðið ástfanginn í fimm ár. Eftir hróp og stunur, yfirlýs- ingar og sálarangist fellur svo allt í Ijúfa löð — í bili. Það hafa verið ýmsar kenningar uppi um kímni í verkum Tjekovs og túlkun verka hans með tíman- um breyst. Það er ekki nema allt ágætt um það að segja. Að mínum dómi liggur kímni Tjekovs ekki í háum köllum eða æðisgengnum svipbrigðum. Kímni Tjekovs er á lágu nótunum — hún er innhverf og þannig kemst hún til skila. Þór Tulinius nær að slá rétta nótu í byrjun að mínu viti sem þjónn frúarinnar og leikur hans bæöi agaður og snjall. Rósa Guðný og Barði höfðu fullhátt, sýndu geð- sveiflurnar af einum of miklum gauragangi, svo að kímnin og kvölin urðu ekki sannfærandi. Hér er kannski brandari á ferð, en það er ekki sama og farsi. Vel á minnst tangóatriðið, það var skrítin uppákoma atarna. Ekki er tekið fram hver er leikstjóri. Framsögn leikaranna þriggja er ákaflega skýr og góð, þessi ár- gangur Leiklistarskólans nú finnst mér raunar um margt í sér- flokki bæði hvað varðar óvenju góða og áheyrilega framsögn og góðar hreyfingar. Maturinn bragðast ágætlega, kjötið hefði mátt vera örlítið meira steikt. í matreiðslu getur verið vandratað- ur meðalvegurinn ekki síður en í leikrænni túlkun. Ágætt framtak leikara og forstandsmanna veit- ingahússins sem áhugamenn um leikhús og mat mættu gefa gaum á næstunni. Fyrirliggjandi í birgðastöð PLOTUR (ALM93) Sæ- og seltuþolnar. Hálfhart efni í þykktum frá 0.8 mm -10 mm. Plötustærðir 1250 mm x 2500 mm. SINDRA STALHF Ðorgartúni 31 sími 27222 Áskriftarsíminn er 83033 Ríkidæmi einfaldleikans Myndiist Bragi Ásgeirsson ÍSLENZK náttúra er fjölskrúð- ug og rík af andstæðum, svo sem allir vita, og þó er hér vægt til orða tekið, því að fjölbreytileik- inn er eiginlega takmarkalaus. Þetta hafa málararnir lengi vitað og svo allir þeir sjáendur, sem lagt hafa leið sína um landið þvert og endilangt með ljós- myndavélina í farteskinu. Flestir láta sér þó nægja að mála hinn víða sjónhring og taka myndir af sögufrægum og fögrum stöðum. Þó hefur þetta verið að breytast smám saman, og menn hafa fyrir löngu farið að festa á filmu tign öræfafeg- urðarinnar og fegurð hins smá- gerða, — ásamt því að beina ljósopinu að óvæntum sjónar- hornum. Á þetta bæði við áhuga- sem atvinnuljósmyndara, inn- lenda og erlenda. Þessa hefur séð stað á fjölda Ijósmyndasýninga á undanförnum árum svo og í bók- um, blöðum og tímaritum. Einn af þeim, er hér hafa vak- ið athygli fyrir næmt auga og vönduð vinnubrögð, er svissneski ljósmyndarinn Max Schmid. Hann hefur tekið ljósmyndir á íslandi síðan árið 1968 og hafa margar þeirra birst í tímaritinu Iceland Review, Atlantica og Storð. I fyrra kom svo á vegum útgefenda þessara tímarita og Bókaforlags Odds Björnssonar á Akureyri út bók með ljósmynd- um Max Schmid frá Akureyri. Nú er komin út ný íslandsbók frá Iceland Review, sem nefnist lceland — The Exotic North á ensku en Island — Exotik des Nordens á þýsku. Hefur hún að geyma næi 100 ljósmyndir í lit- um, sem Max Schmid hefur tekið á ferðum sínum um landiö í rúman áratug ásamt stuttum inngangstexta, sem er hugleið- ingar gerandans um athafnir sínar, landið, náttúru þess og furður. Ekki þarf að fletta bókinni lengi til þess að fá staðfestingu á því, að gerandinn er hvorki að skrásetja né kortleggja landslag, heldur að lifa sig inn í listrænan áhrifamátt þess og festa á filmu. Hann hefur jafn mikla unun af óvæntum sjónarhornum sem formfegurð hins hreina einfald- leika. Af hinum miklu víðáttum sem hinu smágerða. Af hinu hrjúfa sem hinu blíða. Max Schmid reynir þannig að lifa sig inn í fjölbreytni íslenzkrar nátt- úru, ríkidæmi hennar í ótal myndum og andstæðum forn- munum. Hughrifin, sem hann verður fyrir frá náttúrunni, eru honum allt og þannig notar hann ljósopið á líkan hátt og málar- inn, sem leitar að huglægum áhrifum umhverfisins frekar en útlínum þess. Það er eins og hann hafi tekið orð Rilkes bók- staflega, er hann segir: „Hið smáa er jafnlítið smátt og hið stóra er stórt. Það gengur mikil og eilíf fegurð um veröld alla og henni er réttlátlega dreift yfir stóra og smáa hluti." Skáldið var hér að höfða til þess, að flest fólk heldur á hlut- unum í höndum sér til að fremja einhverja vitleysu í stað þess að athuga hvern hlut og í stað þess að spyrja um þá fegurð, sem honum heyrir til. Og því er það, að flest fólk veit alls ekki, hve fagur heimurinn er og hvílík dýrð opinberast í hinum minnstu hlutum, í sérhverju blómi, steinvölu, trjáberki eða birkilaufi. Og víst er það, að flestir beina sjónopinu að einhverju er stað- festir sjónminni þeirra, frekar en til að sjá og skynja dýpri lif- un. Og á þann hátt munda flestir einnig pentskúfinn úti í náttúr- unni, að það staðfestir frekar sýn ytri byrðar og sjónhrings fjarlægðarinnar en fegurðar nálægðarinnar allt um kring. — Bók Max Scmid er mjög falleg, ljósmyndirnar margar frábærar og eiginlega er eini ókostur hennar frá mínum bæj- ardyrum séð sá, að hún er ekki alfarið helguð hinu sérstæða, óvenjulega og óþekkta. Nóg höf- um við t.d. séð af almennum landslags- og Heklugosmyndum áður, og hér kann ég betur við myndina af Strokki, — hún lýsir einnig miklum umbrotum, þótt í hnotskurn sé. Max Schmid hefur víða farið og tekið myndir í Noregi, Suð- ur-Ameríku, Nýja Sjálandi og Ástralíu, en ísland hefur þá sér- stöðu, að hann litur á það sem sitt annað heimili. Ljósmyndirn- ar í bókinni bera þess vitni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.