Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JtJLl 1985 Hinn mannlegi þáttur/ Ásgeir Hvítaskáid SKÁTABÚÐIN SERVERSLUN FYRIR FJALLA- OG FERÐAMENN. SNORRABRAUT 58 SÍMI 12045 Rekin af 0N Hjálparsveit Skáta Reykjavík Getum nú boöiö allar 3 stæröirnar aftur. Hagstætt verö Úrval fylgihluta Góöir greiösluskilmálar Til afgreiðslu strax Benco Bolholti 4, Reykjavík Simi 91-21945/84077. Kötturinn Guðrún tók utan um fótinn minn og sleikti tærn- ar, þar sem við sátum við mat- arborðið, henni var sama um tá- fýluna. „Hún vill að þú gerir eitthvað fyrir sig, sjáðu." „Hún er eitthvað veik,“ sagði ég og reyndi að hrista kisuna af mér. „Það er eins og það sé eitthvað í maganum." Við sátum við matarborðið og spjölluðum um þetta fram og aftur á meðan kisa lá afvelta að deyja úr magaeitrun. „Hún er að deyja." Við hættum að borða kvöld- matinn og ég hringdi f dýra- lækni. Þegar ég hafði útskýrt vel og vandlega og ekkert dregið úr sjúkdómseinkennum, sagði læknirinn sem var kona: „Er þetta læða 4—5 mánaða görnul?" „Já, það gæti passað.“ „Hún er að breima,“ sagði konan með sposkum hreim. „Breima. Hvað er nú það?“ Kærastan hló. Hik kom á lækninn. „Hún er komin á kynþroska- aldurinn, vill hitta fress." „Já, svoleiðis, ég skil. Ef ég leyfi henni að hitta fressið hérna í blokkinni þá losna ég við þetta væl.“ „Og hún verður kettlingafull. Þetta er tíminn hennar. Nei, þú skalt láta sprauta hana ef þú vilt ekki fá fulla íbúð af kettlingum." Guðrún kom upp f sófann þar sem ég lá með símann, lagðist á bakið og strauk sér utan í mig. Kærastan veltist um af hlátri. Þessa daga sem eftir voru elti kötturinn mig á röndum. Stökk upp á skrifborðið er ég var að vinna. Þegar ég gerði armbeygj- ur, með dregið fyrir alla glugga, stillti hún sér fyrir framan mig með bakhlutann upp í loft. Hún nuddaði sér utan í mig, mjúk, mjög mjúk og þægileg. Og hún horfði á mig með sakleysi í aug- um. Þeir sem búa i blokk vita allt um vídeó, tölvur og örbylgju- ofna. En þeir vita minna um dýr- in. Compi Camp tjaldvagnar. 3 stærðir sem hreyfðist. Klærnar hennar gátu rifið gat á heita vatnsdýn- una. Á nóttunum stökk hún á tærnar á manni um miðja nótt. Svo kisa fékk aldrei að fara inn í svefnherbergi. Sennilega var það eins gott. Fyrstu dagana í pöss- uninni var allt f lagi með hana, en svo hætti hún að leika sér og varð undarlega dauf. Það var lognið á undan storminum. Eina nóttina vaknaði ég upp af sætum svefni við hávært mjálm. Ég setti koddann yfir haus og reyndi að sökkva mér ofan í mjúka dýnuna. En það dugði ekki, hvað eftir annað vaknaði ég við þetta angurværa mjálm. Ég fór fram úr. Kisa lá á gólfinu í stofunni og teygði úr skönkun- um, líkt og hún vildi láta klóra sér. Svo mjálmaði hún. En hún vildi ekkert leika. Þetta var und- arlegt. Jæja, ég fleygði henni inn á bað og lokaði. Næstu daga lét hún ferlega undarlega, lá alltaf á gólfinu. Og það jókst með hverjum deginum. Svo einn daginn er ég kom inn úr dyrunum, úr vinnunni, lagðist hún í gólfið, glennti sig og kurr- aði á undarlegan hátt. Þar á eft- ir velti hún sér upp úr gólftepp- inu. Við vissum ekki hvað eigin- lega væri að henni en vorum sammála um að þetta var ekki eðlilegt. En það var svo undar- legt að hún virtist verða svona sjúk um leið og ég kom heim. Kötturinn velti sér fram og aft- ur, strauk sér alls staðar utan í eins og hana klæjaði. „Lús,“ sagði ég. Kærastan fölnaði upp. „Hún er með lús af hundunum f sveitinni," sagði ég og lausnin var fundin. En eftir því sem leið á kvöldið urðum við áhyggjufyllri. Hún mjálmaði stanslaust og dró sig áfram eftir gólfinu, með aftur- endann út f loftið eins og hún væri að lamast. Þetta var eitt- hvað mun alvarlegra. „Hvað borðaði kötturinn?“ „Hann hefur ekkert borðað í dag, ég sauð nýjan fisk en hann leit ekki við honum,“ sagði kær- astan. FEMUND Hollofil fylling + 25°C - +FC Þyngd: 1.800 gr Verð: 3.390 - IGLOO Hollofil fylling + 25°C - + 15°C Þyngd: 1.900 gr Verð: 3.960 - ATLANTIS Quallofil fylling + 25°C - +5°C Þyngd: 1.350 gr Verð: 4.540 - 66 65 lítrar Þyngd: 1.550 gr Verð: 3.960 - CONDOR 75 75 lítrar Þyngd: 2.400 gr Verð: 5.160 - Kærastan og ég lentum í því vandasama verki að passa kisu í nokkra daga á meðan kunningja- fólk okkar skrapp til Akureyrar. Við bjuggum í blokk, en kisa var alin upp f sveit. Þó hafði hún verið hjá okkur í tvær vikur sem kettlingur. Hafði ég þá strítt henni með ýmsum bellibrögðum, lokað hana inni f fataskáp, sett plástur á skottið á henni svo hún hringsnerist um allt. Á kvöldin stóð hún á ritvélinni minni og fylgdist með örmunum er skutu stöfum á pappírinn. Hún komst ekkert út nema út á svalir. Þar gat hún horft á bílana út um lítið gat. Hún hét Guðrún. Hún var svört með hvítar hos- ur og hvíta snoppu, snögghærð- an feld. Hún var með stór hvít augnhár sem stóðu beint út í loftið. Allan daginn meðan ég var í vinnunni og kærastan í skólanum var Guðrún ein heima. Kisa mátti ekki fara inn í svefnherbergi því þar var risa- stórt og rándýrt vatnsrúm. Ef hún steig upp i rúmið fór það allt á hreyfingu og hún stökk á allt UaK* ajun9 ALPINISTE 7 75 lítrar Þyngd: 1.700 gr Verð: 3.390 - Kansas árg. ’77 endurfædd Hljómplötur Sigurður Sverrisson Prophet Prophet Total Experience/Skífan Að hlusta á upphaf plötunnar með Prophet, er rétt eins og að bregða sér átta ár aftur f tímann og hlusta á Leftoverture með Kansas. Ekki bara er tónlistin nauðalík heldur er söngurinn svo svipaður að með ólíkindum hlýt- ur að teljast. Hvergi kemur þetta betur fram en í upphafs- lagi plötunnar, Street secrets. Prophet er sveit sem ég veit sannast sagna harla lftið um annað en hún er bandarísk og þrátt fyrir ofangreindar línur hef ég þrælgaman af þessari plötu. Þótti nefnilega alltaf talsvert í Kansas spunnið, þ.e. áður en sveitin missti algerlega fótanna í „happaregninu" og lög- in þynntust út í affallsvatninu. Tónlist Prophet er svona mitt á milli þess að teljast iðnaðar- og þungarokk. Einkenni lagana eru góð „lýrík" og afbragðs hljóðfæraleikur. Frumleg getur tónlistin þó tæpast talist en þarf ekki að vera neitt verri fyrir það. Meðlimir þessa kvintetts eru ungir að árum en hafa greinilega lært sín fræði vel af sveitum af svipuðum meiði. Tónlistin er sem fyrr segir vel þrædd slóð léttara og þyngra rokks. Gott dæmi um hið fyrrnefnda er Away from you, snotur ballaða, en Heat of the night er ágætt dæmi um hið síðarnefnda. Þegar öllu er á botninn hvolft er þessi frumraun Prophet hin áheyri- legasta. Þrátt fyrir tískubylgjur, sem ríða yfir Bandaríkin á rokk á borð við það sem Prophet flytur alltaf góðu fylgi að fagna. í ljósi þess held ég að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Prophet skýtur upp á stjörnuhimininn. Ég spái fyrr en seinna. Þegar Guðrún kom í heimsókn og varð kynóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.