Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 5
Veitingamaður Broadway og Hollywood MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JtJLÍ 1985 5 Hyggst byggja nýtt hótel og veitinga- stað í Armúlanum „ÉG GERI mér vonir um að hægt verði að byrja á þessu í haust þótt hönnun sé ekki að fullu lokið," sagði Ólafur Laufdal, veitingamaöur í Broadway og Hollywood, sem sótt hefur um leyfi til borgaryfirvalda til að reisa 4000 fermetra hótel og veitingastað á lóð sinni númer 9 við Ármúla í Reykjavík, skammt austan við veitingastaðinn Hollywood. „Hugmyndin er að þarna verði 60—65 herbergja hótel á fjórum hæðum og svo á að giska 1200 manna veitinga- og ráðstefnusalur i bakbyggingu," sagði ólafur Laufdal í samtali við blm. Morg- unblaðsins. „Umsóknin er hjá bygginganefnd borgarinnar sem stendur en ég geri mér vonir um að málið verði afgreitt þaðan á næstu dögum. Á lóðinni er búið að byggja kjallara undir bakbygging- una en vonandi verður hægt að hefjast handa við grunn hótel- byggingarinnar á þessu ári. Þetta er náttúrlega óhemju dýrt fyrir- tæki en hugmyndin er að gera þetta vel og glæsilega úr garði.“ Hann sagði að í veitingasalnum, sem yrði á tveimur hæðum með svölum, væri gert ráð fyrir skemmtanahaldi, ráðstefnum og fundum og að inn í þann sal yrði gengið um annan inngang en í hótelið. Afréttarmál Vatnsdælinga: Sveinstæðingar áfrýja úrskurði sýslunefndar til félagsmálaráðuneytis HREPPSNEFND Sveinsstaðahrepps hefur kært úrskurð sýslunefndar Austur-Húnavatnssýslu í ágreiningsmálum Vatnsdælinga um beitarmál á Grímstunguheiði og öðrum sameiginlegum afréttum þeirra til félags- málaráðuneytisins. Krefst hreppsnefndin þess að úrskurður sýslunefndarinn- ar um takmörkun beitar verði úrskurðaður ógildur vegna þess að nefndinni væri ekki heimilt að kveða upp slíka úrskurði. Oddviti hreppsins efast um að Sveinsstæðingar fari eftir úrskurði sýslunefndarinnar varðandi bann við hrossaupprekstri á heiðina. Þórir Magnússon bóndi á Syðri-Brekku, oddviti Sveins- staðahrepps, sagðist hafa fengið miklar efasemdir um að úrskurður sýslunefndarinnar stæðist stjórnarfarslega séð, eftir að hafa ráðfært sig við lögfræðinga. Ekki vildi hana fara nánar út í efnisat- riði að svo stöddu. Hann taldi mjög vafasamt að úrskurðurinn yrði virtur, en.vildi þó ekki full- yrða um það vegna þess að hann hefði ekki haldið fund um málið enn. Hann sagði að mikil sam- staða væri I hreppnum um málið og gífurleg óánægja með það hvernig að þessum málum hefði verið staðið. Eins og fram hefur komið hefur hreppsnefnd Sveinsstaðahrepps einnig höfðað mál til ógildingar á ítölu heiðarinnar. Þórir sagði að þeir teldu ólöglega að ítölunni staðið, brotin hefðu verið lög í meðferð málsins. Hann lagði á það áherslu að ekki væri verið að ve- fengja niðurstöðu ítölunnar, held- ur hvernig að henni hefði verið staðið. „Athyglin leidd frá slæmu ástandi gróðurs“ „Ég er mjög ósáttur við þessa málshöfðun vegna þess að með henni er verið að leiða athyglina frá aðalvandanum, sem er hið slæma ástand gróðurs á Gríms- tunguheiði og annarra sameigin- legra upprekstrarlanda Ás- og Sveinsstaðahrepps", sagði Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, þegar álits hans var leitað á málshöfðun Sveinsstaðahrepps til ógildingar ítölunnar. Hann sagði að öllum gróðursér- fræðingum bæri saman um að heiðin hefði um árabil verið ofset- in af búfé og gróðurverndarnefnd sýslunnar hefði margsinnis bent á hið alvarlega ástand afréttanna undanfarin 15 ár. En miðað við aðstæður þarna hefði búfé yfir- leitt verið sleppt of snemma vors og verið þar of lengi. Hann sagði að í gróðurskoðunarferð í lok júní hefði Grímstunguheiðin litið verr út en tilraunareitur á svipuðu gróðurlendi á Auðkúluheiði sem viljandi hefði verið ofbeittur sl. 9 ár. Sveinn sagði að á undanförnum 15 árum hefði Landgræðslan átt viðræður við viðkomandi sveitar- stjórnir um úrbætur í upprekstr- armálunum og þær hafi leitt til aðgerða sem heldur hefðu lagað ástandið, en þó ekki verið nægj- anlegar. Hefði þar strandað á Sveinsstæðingum og oddviti hreppsins ekki verið til viðræðu um neinar úrbætur. Landgræðsl- unni hefði því verið tvímælalaust skylt að krefjast ítölu samkvæmt ákvæðum í landgræðslulögunum. Sveinn lagði á það áherslu að ítal- an væri komin í gildi og bæri hreppsnefndunum að framfylgja henni. Annað væri ekki hægt að segja um málið á þessu stigi, fljótlega kæmi í ljós hvort Sveinsstæðingar færu eftir úr- skurði sýslunefndar um takmörk- un beitar á heiðinni, sérstaklega varðandi bann við hrossa- upprekstri á heiðina. Níu umsóknir um sakadóm- araembætti í Reykjavík NÍU umsóknir bárust um tvö emb- ætti sakadómara í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að embættin verði veitt í þessari viku. Um er að ræða ný emb- ætti við Sakadóm Reykjavíkur þar sem málum hefur fjölgað gífurlega á undanförnum árum. Umsækjendur um embættin voru: Arngrímur ísberg, fulltrúi við embætti lögreglustjórans í Reykjavík, Egill Stephensen, deildarlögfræðingur við embætti ríkissaksóknara, Erla Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins, Gísli G. Isleifsson deildarlögfræðingur hjá Verðlags- stofnun, Hjörtur O. Aðalsteinsson, settur aðalfulltrúi Sakadóms Reykjavíkur, Ingibjörg K. Bene- diktsdóttir, settur sakadómari í Reykjavík, Júlíus Kristinn Magn- ússon, fulltrúi við bæjarfógeta- embættið í Hafnarfirði, Pétur Guðgeirsson, yfirlögfræðingur við embætti ríkissaksóknara og Sturla Þórðarson, fulltrúi við embætti lögreglustjórans í Reykjavík. Hótelgrunnurinn aem er að rísa í Ármúlanum Kynnum,1 Mjóddinmi5^i l^nnvíiTSÚ^vn. Avartagrauta, tilbúnaadtólaS15- Ódýrustu grillkolin í bænum!! 3kg. AÐEINS 1695 BlábeF Nýkomin í flugi ÓDÝR 148S? GCÐ ' ^ # AÐEINS Lundi^irk^oo glænýr ^ +J ^pr.stk. Hamborgarar m/brauði mm aa AÐEINS (pr.stk. 25 — GÓÐ KAUP — am Beikon 258 .00 pr.kg. Yfir 80 tegundir af fersku grænmeti og ávöxtum. JXgr Meilste cinnin: —-— m ser. LÆKKAÐ VERÐ. Glænýr LAX- Opið til kl. 20 í Mjóddinni Ath. Lokað á -en kl. 18 í Starmýri laugardögum og Austurstræti í sumar. AUSTURSTRÆT117- STARMÝRI 2 MJÓDDINNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.