Morgunblaðið - 15.10.1985, Síða 21

Morgunblaðið - 15.10.1985, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER1985 21 Útgerð Skuldir sjávarútvegs í hlutfalli af eign- um samkvæmt opinberum lánaskýrslum (FasUfjármunir vinnslu á þjóðarauðmati. Floti á tryggingamati). 31/121980 21/121981 31/121982 31/121983 31/121984 áætl Útgerð og fiskvinnsla Heimild: Seðlabanki fslands, VSf. verðmætasköpun landsmanna. Á fjórðu myndinni sjáum við hvað það hefur þurft mörg árslaun verkamanna til að greiða vexti af erlendu lánunum. Hér er miðað við árslaun verkamanna sam- kvæmt úrtaki Kjararannsóknar- nefndar, en inni í þeim eru yfir- borganir, yfirvinna, bónusgreiðsl- ur og svo framvegis. Á myndinni sjáum við að á árinu 1973 þurfti 2100 árslaun verkamanna í vexti af erlendum lánum en í fyrra þurfti 15.000 árslaun. Á árinu 1981 þurfti 7500 árslaun. Á þessum myndum höfum við séð hvernig lánin hafa þróast og hvaða reikninga við eigum eftir að fá vegna þeirra. En nú skulum við fjalla um lánin frá öðrum sjónar- hóli, þ.e. hvaða áhrif þau hafa þeg- ar þau koma inn í landið. Inn- streymi erlends lánsfjár inn í landið býr til tekjur hjá ýmsum atvinnugreinum. Það er ekki hægt að taka peninga inn í landið og eyða þeim án þess að það sé ein- hver viðtakandi. Þessar atvinnu- greinar sem fá tekjur við inn- streymi erlends lánsfjár hafa til þessa aðallega verið í verslun, þjónustu og framkvæmdum. Fyrirtæki í þessum greinum hafa bætt samkeppnisstöðu sína á vinnumarkaðnum og á fjármagns- markaðnum við það að fá þessar tekjur og hafa því getað boðið bet- ur fyrir vinnuafl og fjármagn heldur en þær greinar sem fá ekki tekjur við innstreymi erlends lánsfjár inn í landið. Greinarnar sem fá ekki tekjur við innstreymi lánsfjár eru aðallega útflutnings- greinarnar með sjávarútveginn í fararbroddi. Sjávarútvegurinn stendur þvi höllum fæti í þessari samkeppni. Kostnaður hans hækkar þar sem hann verður fyrr eða síðar að mæta samkeppninni eða missa fólkið ella. Það bætir heldur ekki úr skák þegar ríkið borgar sínu fólki kauphækkanir umfram það sem aðrir semja um með erlendum lánum. í sumar gáfu samningarnir á hinum al- menna vinnumarkaði 14—15% kauphækkanir frá júní til ára- móta. En launahækkanirnar hjá ríkinu hafa verið mun meiri og þessar hækkanir hjá ríkinu eru fjármagnaðar með erlendum lán- um beint og óbeint. Með þessu hef- ur ríkið náttúrulega verið að koma í bakið á sjávarútveginum. Áð lokum skulum við líta á mynd sem sýnir okkur skulda- stöðu sjávarútvegsins samkvæmt opinberum lánaskýrslum frá árs- lokum 1980 til siðustu áramóta. í árslok 1980 námu skuldirnar rúmu 41% af eignum en um síðustu ára- mót var þetta hlutfall komið í tæp 55%. Eigið fé hefur samkvæmt þessu rýrnað um hátt í 14% af fjármunastofninum á þessum ár- um. Þessi tala er kannski ekki nákvæm upp á síðasta aukastaf en hún gefur sterka vísbendingu um hvað er áð ræða. Þessi 14% eru upphæð sem samsvaraði um ára- mótin meira en 5.000 milljónum króna. Þetta er kannski dapurlegasta afleiðing skuldasöfnunarinnar er^ lendis, að sjávarútvegurinn, einn höfuðatvinnuvega þjóðarinnar, hefur verið hrakinn út i skuldafen og taprekstur. Það hlýtur að vera höfuðhagsmunamál sjávarútvegs- ins að hætt sé að safna erlendum skuldum og að jafnvægi náist í utanríkisviðskiptum. Með samningunum frá því í sumar fékk ríkisstjórnin öll tæki- færi til þess að ná tökum á efna- hagsvandanum á þessu ári og til þess að setja upp áætlanir fyrir næsta ár. Árangurinn á þessu ári hefur ekki verið sem skyldi, þensla og launaskrið í kjölfar innstreym- is af erlendu lánsfé og þar virðist ríkið ganga á undan á öllum svið- um. En nú er verið að koma saman fjárlögum, lánsfjáráætlun og þjóðhagsáætlun. Það verður horft á þessar áætlanir og það verður skoðað hversu trúverðugar þær verða. Það mun án efa kosta átök og erfiðleika að koma þessum áætlunum saman þannig að jafn- vægi náist í utanrikisviðskiptun- um og í ríkisbúskapnum og það mun reyna á pólitískan styrk og staðfestu stjórnarinnar. En sé erf- itt að ná þessum markmiðum, þá verður það ennþá dýrara fyrir stjórnina að ná þeim ekki. Þá er hætt við því að þolinmæði margra stuðningsmanna hennar muni endanlega þrjóta. Höfundur er hagfræóingur Yinnu- yeitendasambandsins og formaður Sambands ungra sjálfstseðis- manna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.