Morgunblaðið - 15.10.1985, Síða 28

Morgunblaðið - 15.10.1985, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER1985 Nóbelsverðlaimin í læknisfræði til tveggja Bandaríkjamanna: Fá verðlaunin fyrir rannsóknir á kólester- óli og æðasjúkdómum Stokkhóimi, 14. oktober. AP. NÓBELSVERÐLAUNIN í læknisfrædi á árinu 1985 féllu í hlut tveggja bandarískra vísindamanna, Michaels S. Browns og Josephs L. Goldsteins, og fengu þeir þau fyrir rannsóknir sínar á kólesterólefnaskiptum og sjúk- dómum, sem þeim tengjast. í yfirlýsingu Nóbelstofnunar- innar í Stokkhólmi sagði, að upp- götvanir og rannsóknir Bandríkja- mannanna hefðu „stóraukið þekk- ingu manna á kólesterólefnaskipt- um og á meðferð við sjúkdómum, sem stafa af óeðlilega miklu kól- esteróli í blóðinu." Brown og Gold- stein uppgötvuðu, að á yfirborði frumnanna í mannslíkamanum eru skynjarar eða viðtæki, sem innihalda lipoprotein („low-dens- ity lipoprotein") og ráða miklu um upptöku kólesteróls. Þegar þessum viðtækjum fækkar eða þau starfa ekki sem skyldi eykst kólesteról. í Símamynd AP. Bandari.sku vísindamennirnir, Joseph L Goldstein og Michael S. Brown, urðu að sjálfsögðu kampakátir þegar þeim bárust tíðindin um að þeir hefðu fengið Nóbelsverðlaunin. Hér skála þeir á hóteli í Cambridge í Massac- husetts þar sem þeir voru á ráðstefnu. blóðinu og það sest síðan innan á æðarnar og veldur hjartaáföllum eða heilablóðfalli. „Uppgötvanir Browns og Gold- steins hafa aukið mjög þekkingu manna á kólesterólefnaskiptum og er nú líklegra en áður, að unnt verði að koma í veg fyrir eða draga úr æðakölkun og hjartaáföllum," sagði f yfirlýsingu Nóbelstofnun- arinnar. Sagði þar einnig, að rann- sóknirnar kynnu að leiða til þess, að hægt væri með lyfjagjöf að fjölga viðtækjunum og draga þannig stórlega úr þeim sjúk- dómum, sem of mikið kólesteról veldur. „Sá dagur kann að koma, að menn geta keypt sér steik og étið hana líka,“ sagði í yfirlýsingu stofnunarinnar. Bandarísku verðlaunahafarnir, Michael S. Brown og Joseph L. Goldstein, eru 44 og 45 ára að aldri og starfa báðir við sameindaerfða- fræðideild háskólans í Dallas í Texas. Þeir skipta á milli sín nærri tíu milljónum ísl. kr. og hafa verð- launin ekki verið jafn há fyrr í 84 ára sögu Nóbelsverðlaunanna. Nóbelsverðlaunin í hagfræði, eðlis- og efnafræði verða tilkynnt síðar í vikunni og bókmenntaverðlaunin í þessari eða næstu viku. Sjálf verðlaunaafhendingin fer fram 10. desember en þann dag árið 1896 lést Alfred Nobel, höfundur verð- launanna. Grikkland: Erfiðir tímar fram- undan í efnahagsmálum Aþenu, 14. október. AP. GRIKKIR sjá fram á að þurfa ad herða beltisólarnar í vetur, sakir umfangsmikilla efnahagsaðgerða stjórnar Andreasar Papandreus, sem kynntar voru á fóstudag. Búast má við að innflutningur munaðarvöru dragist saman og nýr skattur hefur verið lagður á hagnað í einkageiran- um, jafnframt gengisfellingu drökm- unnar um 15 prósent á föstudag. Þetta er öðru sinni, sem stjórn sósíalistaflokks Grikklands (PA- SOK) fellir gengi drökmunnar á fjórum árum. „Við eyðum meiru, en við framleiðum, og tökum við frekari lán, stofnum við efnahags- legu sjálfstæði landsins i hættu," sagði Papandreu, þegar hann boð- aði gengisfellinguna. Skuldir Grikkja erlendis hafa tvöfaldast síðan 1981 og er nú talið að þeir skuldi um 758 milljarða króna. Gífurlegur innflutningur og að sama skapi lítill útflutningur hef- ur leitt til þess að viðskiptahallinn í ár mun a.m.k. nema 74 milljörð- um króna. Umfangsmiklar efnahagsað- gerðir voru kynntar jafnhliða gengisfellingunni, og er þeim ætl- að að minnka eftirspurn á dýrum innfluttum matvörum, fötum og neysluvörum, sem Grikkir taka fram yfir innlenda framleiðslu. Costas Simitis, viðskiptaráð- herra, kvað það lenda á launþeg- um, bændum og verslunarmönnum að koma jafnvægi á efnahags- ástandið. Laun verða áfram bundin vísi- tölu, en vísitalan verður nú reiknuð eftir nýju kerfi, sem hefur í för með sér að laun hækka minna en áður. Kaupsýslumönnum verður gert að greiða sérstakan skatt fyrir 1984, sem nær allt frá þremur til tíu prósenta, eftir hagnaði. Bændur verða heimtir um hærri skatta og verðhækkanir á búvöru verða lægri en verðbólgu nemur. Verðbólga er nú 18,5 prósent á Grikklandi, sem er þrisvar sinnum hærra en meðaltal í ríkjum Evr- ópubandalagsins. Innflytjendur bifreiða og raf- magnstækja verða skyldaðir til að Andreas Papandreu, forsætisráð- herra Grikklands. greiða 80 prósent andvirðis ráð- gerðra innflutningsvara inn á reikninga, sem verða lokaðir í sex mánuði, sagði Simitis. Einnig var ákveðið að herða verðlagseftirlit, minnka fjárútlát til félagsmála og taka harðar á skattsvikurum. Stjórnarandstaðan hefur gagn- rýnt þessar aðgerðir harðlega og segja bæði íhaldsflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn að þær muni leiða til hærri verðbólgu, aukins atvinnuleysis og minnka kaupmátt launa. Símamynd/ AP Kostnaðarsöm herœfing Heræfingar fara oft fram með ærnum tilkostnaöi. Þessar myndir sýna hvar freigátunni HMS Sailsbury var sökkt undan ströndum Bretlands nýverið. Tvær tegundir herþota vörpuðu sprengjum á freigátuna, önnur leysistýrðum sprengjum, hin skutulflaugum sérstaklega gerðum til að skjóta úr lofti skotmörk á legi. Jafnt eftir fyrstu umferð — áskorendamótsins í skák Montpellier, 13. október. AP. ÚRSLIT réðust á laugardag í fyrstu umferð áskorendamótsins í Mont- pellier í Frakklandi fyrir næsta heimsmeistaraeinvígi í skák. Öllum skákunum lyktaði með jafntefli, þótt margslungin og spennandi staða hafi komið upp í mörgum þeirra. í þessari fyrstu umferð leiddu þessir saman hesta sína: Seirawan (Bandaríkjunum) og Portisj (Ung- verjalandi), Spraggett (Kanada) og Youssoupov (Sovétríkjunum), Nogueires (Kúbu) og Tal (Sovét- ríkjunum), Sokolov og Vaganian (Sovétríkjunum), Smyslov (Sovét- ríkjunum) og Timman (Hollandi), Tsjernine (Sovétríkjunum) og Libli (Ungverjalandi), Beliassky (Sovétríkjunum) og Korchnoi (Sviss) og Short (Englandi) og Spassky (Frakklandi). Sigri Kasparov í heimsmeistara- einvíginu, sem nú fer fram í Moskvu, tefla fjórir efstu á þessu móti áskorendaeinvígi, en Karpov á rétt á að skora aftur á Kasparov eftir sex mánuði. Beri Karpov sigur úr býtum tekur Kasparov þátt í áskorendaeinvígjunum og komast þá aðeins þrír áfram úr áskorendamótinu. Lögga talar um lögguna Síðari hluti viðtalsins við lögregluþjón sem segir fpá göllum í innviðum Reykj avíkurlögreglunnar. /omúel NÝR OC HRESS Á BLAÐSÖLUSTÖÐUM ALLT LAND

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.