Morgunblaðið - 15.10.1985, Side 50

Morgunblaðið - 15.10.1985, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER1985 fclk í fióttum Sterkar hendur og ársæfing hljóta að vera skilyrði til að geta borið siíkt. í einu af bjórtjöldunum. Októberhátíðin í Munchen w Aþessu hausti eru 175 ár síðan tek- ið var upp á þessum frægu hátíð- arhöldum í Miinchen sem nú orðið draga að gífurlegan fjölda fólks og læt- ur nærri að um hálf sjöunda milljón manns safnist til gleðinnar, sem stend- ur í 15 daga. Hátíðin hefst þegar vika lifir af september og út fyrstu viku af október. Þýskir fornir þjóðbúningar setja áberandi svip á gleðskapinn, söngur og bjórdrykkja, enda risatjöld reist í borginni þar sem allt að 10.000 manns geta svalað þorstanum í einu undir sama þaki. Víðar í Þýskalandi eru haldnar svonefndar októberhátíðir en allar taldar blikna við hlið þeirrar einu sönnu í Munchen. Hvað er það sem veitir þeim mesta hamingju? Julio Iglesias „Ég hef aldrei verið neitt ofurmenni og tel mig frekar óöruggan slána, og kann best við mig í íþróttagalla. Ég er semsagt ósköp einfaidur náungi sem elska konur og sólskin." Clint Eastwood „Að vera með vinum sínum, gantast og leika golf, það er toppurinn. Fyrir utan það er gönguferð í tunglskini með kærri vinkonu ofarlega á listan- um. Annars þrífst ég best í rólegu umhverfi og þess vegna líður mér best þegar ég er með einhverjum sem ekki krefst of mikils af mér.“ ERLENDUR SVEINSSON YFIRÞINGVÖRÐUR í Alþingishúsið eftir 32 ár í lögreglunni Erlendur Sveinsson varðstjóri í lögreglunni hefur tekið við starfi yfirþingvarðar í Alþingi. ‘Ég kann hinu nýja starfi vel - vinn hér með góðu fólki, sem hefur tekið mér mjög vel. Ég þekki marga þingmenn persónuiega og hlakka til að takast á við starfið. Það er “ hollt að breyta til,“ sagði Erlendur Sveinsson í stuttu samtali við Morgunblaðið. Hann tekur við af Jakobi Jónssyni, sem lést fyrr á þessu ári. „Starfið er í því fólgið að annast öryggisvörslu og stjórnun þing- varða. Þá heyra sendlar undir mitt starf. Það er mikilvægur þáttur í > starfi þingsins að bera boð hratt og örugglega," sagði Erlendur. Athygli vekur, að Erlendur, sem þekkir vel til öryggismála, er ráð- inn til starfans. I liðinni viku var bensínsprengju kastað á Alþingis- húsið og munaði litlu að stjórtjón hlytist af. Því lá beint við að spyrja, hvort öryggisgæsla í og við Alþingishúsið verði hert? ‘Atvikið um daginn sýnir nauðsyn þess að taka öryggismál til gagngerrar skoðunar. Við höfum verið svo heppin, að ekki hefur verið reynt, að skaða ýmsar stjórnarstofnanir. Atvikið við Alþingishúsið minnir okkur á að vera á varðbergi og ég vænti þess, að öryggi Alþingis verði hert,“ sagði Erlendur Sveins- son. Erlendur Sveinsson, nýr yfirþingvörður Alþingis. Morgunblaöið/Árni Sæberg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.