Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 9
MftjájssM aup4QimMt|g .díciAja’Kqo^oM MORGUNBLAÐIÐ.SUNNUDAGUR 6. APRIL-1986 -------I---|---<----------------------------------- HUGVEKJA Einn í veru — þrír í verki eftir EINAR J. GÍSLASON Einn í veru. Þrír í verki. Þannig orðaði Sigurður heitinn Sigvalda- son um Guðdóminn. Guð og Heil- aga þrenningu. Bæði Gamla og Nýja testa- menti Biblíunnar, skrifa um Guð, sem er einn. 5. bók Móse, 6. kapítuli, versið númer 4. Hljóðar svo: Heyr ísrael, Drottinn er vor Guð. Drottinn er einn. í Markús- arguðspjalli 12. kap., vers 29 er þetta endurtekið: Jesús svaraði: Fyrst er þetta: Heyr ísrael. Drott- inn Guð vor. Hann einn er Drott- inn. Einn í veru þrír í verki kemur fram þegar á fyrstu síðu Biblíunn- ar, þegar sköpun mannsins kemur til greina. 1. Mós. 1. 26. Og Guð sagði: Vér viljum gera menn eftir vorri mynd, líka oss. Versið 27 heldur áfram Og Guð skapaði manninn, eftir sinni mynd. Hann skapaði hann eftir Guðs mynd. Hann skapaði þau karl og konu. Þegar hér lesum við um Guð- dóminn í fleirtölu: Orðin vér, vorri, oss eru svo greinileg að þau verða ekki misskilin. Þau benda öll til fleirtölu í sjálfum Guð- dómnum. Þegar Nýjatestamentið kemur fram mætir lesandanum boðskap- urinn um Heilaga þrenningu mjög víða. Lengsta Guðspjallið, Matt- heusar, opinberar fyrir lesandan- um boðskapinn um Heilaga þrenningu, þegar á fyrstu síðum sínum, og endar 28. kapítula sinn með boðskap um Heilaga þrenn- ingu. Jesús kom að ánni Jórdan og bað Jóhannes Zakaríasson skírara um skím. Þá þrítugur að aldri. Jóhannes skildi í anda sínum hver kominn var og fann óverðugleika sinn. Kvað hann sig fremur hafa þörf fyrir að skírast af Jesú. Jó- hannes var sá fyrsti er boðaði Jesúm sem þann er mundi skíra með Heilögum anda og eldi. Matt. 3.11. Svar Jesú var: Lát það nú eftir, því þannig — ekki öðruvísi, ekki hinsvegar, eða einhvemveg- inn, heldur þannig ber oss að fullnægja öllu réttlæti. Þá lætur Jóhannes það eftir honum. Fmm- málið notar orðið baptismos, baptisma, um það sem í íslensku máli er nefnt skím; hreinsa, fægja. Því er það að Jesús gengur út í vatnið í Anion nálægt Salem, því þar var vatn mikið. Persónu- iega þekki ég fólk, sem hefir látið skírast einmitt þama. Vatris- bakkinn er brattur og hyldýpi þar sem bakkanum sleppir. Árið 1984 létu tvöhundmð þúsundir manna skírast þama, víðsvegar að úr heiminum. Ríkisstjómin í ísrael hefir lagt vegi þama að og gjört hús, þar sem fólk getur skipt um föt og fengið skímarföt. Þegar Jóhannes hafði fram- kvæmt baptismos, með því að dýfa Jesú undir yfirborð vatnsins, sté Jesús jafnskjótt upp úr vatn- inu. Nú kemur Heilög þrenning fram. Jesúm sáu allir. Þeir sáu líka Andann koma í dúfulíki yfir Jesúm. Og sjá rödd af hinum sagði: Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hefi velþóknun á. Hér var allt í einingu Andans. Einn í vem, en þrír í verki. Sonurinn, Andinn og rödd Föðurins, sem heyrðist. Þegar Mattheus endar Guð- spjall sitt skrifar hann 28. kap. versið 18. Og Jesús kom til þeirra, talaði við þá og sagði: Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og kristnið allar þjóðir. Skírið þá — sem taka kristni — Til Nafns Föðurins, Sonarins og hins Heilaga anda. Þetta er í fullu gildi í dag. Það er einn Drottinn, ein trú og ein skím. Skal hún framkvæmast í Nafni Heilagrar þrenningar. Varla veitir okkur syndugum mönnum af að hafa alla Guðdómsins þrenningu með okkur. Við kristnitökuna á íslandi í júnímánuði árið 1000 var þessi skímarháttur í heiðri hafður eftir Ritningunum. Norrænar hetjur af konungakyni veigmðu sér við að fara í kalt vatn Þingvalla, sem mun vera 6 gráður á Celsíus. Bað þingheimur boðendur kristninnar um að mega skírast í volgum laugum Laugarvatns. Notuðu sér það sunnanmenn og austan. Vest- anmenn og norðan vom skírðir í Reykjalaug í Reykjadal. Síðu- Hallur Þorsteinsson var skírður ásamt sínu fólki í Þvottá í Álfta- firði eystra laugardag fyrir páska. Heitir áin síðan Þvottá. Áfram talar Nýjatestamentið um Heilaga þrenningu: 2. Kor. 13.13. Náðin Drottins Jesú krists og kærleiki Guðs og Samfélag Heilags anda sé með yður öllum. Drottinn er Andinn. 2. Þess. 3. 5. En Drottinn leiði hjörtu yðar til kærleika Guðs og þolgæðis Krists. Guðdómurinn verður aldrei skilinn með takmörkuðum mann- legum heila. Menn líta sínum augum á hlutina. Þegar Rolf Karlsson, hin kunni blindi prédik- ari, gisti Reykjavík spurði hann mig hveijir væm þeir sjö Andar Guðs. Op. 5.6. Svar mitt var að Andinn væri einn, en hefði sjö hliðar, starfssvið, eins og að leiða í allan sannleika, sannfæra heim- inn um synd, réttlæti og dóm, uppörva, hvetja leiðbeina, viðvara. Hér leystist þessi spuming fyrir manni, sem fremur öðmm fékk að kynnast árangri þjónustu sinnar í Guðs ríki. í Ef. 4. 5 stend- ur svo: Það er einn Drottinn, ein trú og ein skím. í fortilvem sinni var Jesús kallaður Orðið Guð. Á jarðvistar- dögum sínum var hann kallaður Sonur Guðs. Þeir sem trúðu á Hann sem slíkan tilbáðu Hann og viðurkenndu þá leið um Guðdóm Hans. Sterk orð um tilbeiðslu til Jesú em að finna í Fil. 2.10 og í afturhvarfi Páls postula Post. 22 16 þar sem Páll er hvattur til að ákallaNafnið Jesúm. Með bæn um blessun Drottins. FJARFESTINGARFEIAGIÐ VERÐBREFAMARKAÐURINN Genqiðidaq 6. APRÍL 1986 | Veðskuldabréf - verðtryggð Veðskuldabréf - óverðtr.j Lánst. 2afb. áári Nafn- vextir HLV Sölugengi m.v. mlsm. ávöxtunar- Lánst. 1 afb. áári Sölugengi m/v. mlsm. nalnvextl kröfu 20% HLV 15% 12% 14% 16% 1 ár 89 84 85 1 ár 4% 95 93 92 2ár 81 72 76 2ár 4% 91 90 88 3 ár 74 63 68 3ár 5% 90 87 85 4ár 67 56 61 4ár 5% 88 84 82 5ár 62 50 56 5 ár 5% 85 82 78 KJARABRÉF 6ár 5% 83 79 76 7ár 5% 81 77 73 Gengi pr. 4/4 1986 = 1.530 8ár 5% 79 75 71 Nafnverfi Söluverð 9 ár 5% 78 73 68 — — 10 ár 5% 76 71 66 5.000 7.650 50.000 76.500 Markaðsfréttir ■ íslenskur fjármagnsmarkaður í apríl 1986 / Óverðtryggð veðskuldabréf Kjarabréf Verðbréfasjóðsins jX Verðtryggð veðskuldabréf Skuldabréfaútboð fyrirtœkja Spariskirteini Ríkissjóðs Bankavextir Sparifjáreigendur, athugið! Raunávöxtun kjarabréfa og annarra verðtryggðra verðbréfa helst óbreytt þrátt fyrir vaxtahækkanir. Áhætta |3 fjármál þín - sérgrein okkar Fjárfestinqarfélaq íslands hf., Hafnarstræti 7, 101 Reykjavík. ® (91) 28566, ® (91) 28506 slmsvari allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.