Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 36
MORGHNBLAÐIÐ.SUNNUDAOflR g.:APRÍLil986 VS6 Hinn viðfelldni kjaftaskur Klaus Rifbjerg í Norræna húsinu eftirLisu Schmalensee Vegna hinnar árlegu kynningar á dönskum bókmenntum í Nor- ræna húsinu í dag, sunnudag, kemur Klaus Rifbjerg og les úr ljóðum sínum, ræðir um stöðu bókaútgáfu og nýjar bók- menntir í Danmörku. Klaus Rifbjerg þarf varla að kynna nánar sem rithöfund, því það finnst ekki sú bókmennta- grein sem hann hefur ekki unnið við. Hann hefur skrifað ljóð (þekktust eru líklega „Amager"- ljóð), smásögur, skáldsögur og leikrit, hann hefur líka verið at- hafnasamur innan blaðamennsku, gagnrýnendastarfa, ritstjómar- tímarita, kvikmynda, óperutexta, útvarps- og sjónvarpsleikrita og revía. Ein af þekktustu skáldsög- um hans, „Den kroniske uskyld" (frá 1958) er ennþá lesin i menntaskólum bæði hér og f Danmörku, vegna hinnar lúmsku upprifjunar bókarinnar á manni sem getur ekki fullorðnast og samtímis haldið sakleysinu. Bókin inniheldur ævintýrakennd lögmál sem við þekkjum frá goðsögninni um syndafallið og enn hefur svo mikið aðdráttarafl, að nú 27 árum eftir að bókin kom út, hefur hún verið kvikmynduð. Annars er þekktasta verk hans hér á íslandi líklega skáidsagan „Anna ég Anna“ (frá 1969), þýdd áíslensku 1970. Klaus Rifbjerg er orðinn nokk- urs konar goðsögn „Stóri Klaus" kalla sumir hann, og ekki bara vegna hæðar hans. Það er enginn rithöfundur í Danmörku, sem hefur gefíð út jafnmargar bækur og hann hefur á eftirstríðsárun- um. Og sérstaklega á áttunda áratugnum (t.d. kom út á einu ári ljóðasafn, ferðabók frá Spáni og skáldsaga. Voru þá ákveðnar danskar „fínkulturelle“ persónur sem gáfu til kynna að sumt hefði hano betur látið kyrrt liggja („magn er ekki endilega það sama og.gáeði"). Alveg var sama hvemig sögur Eifbjerg sagði, hvort sem maður var sammála honum „móralskt" eða ekki, þá var því ekki að neita að hann sagði vel frá. Klaus Rifbjerg í „Lena Jörgensen, Klintevej 2650 Rödovre" (frá 1971) segir hann frá uppgötvun miðaldra hús- móður á gimdum sínum, þrám hennar og töfrum, svo fólk fékk fleiri atriði með en þau sem komu fram í skrifum hóps kvenna innan rauðsokkahreyfíngarinnar eða „Konur eldri en 40“. Jafnvel „leið- inlegustu" (já, maður má víst ekki segja það núna — en það var allavega sagt þá, á blómaskeiði kvennahreyfíngarinnar 1971) leiðinlegustu persónuna sem maður gat skrifað um, heimavinn- andi miðaldra konu af lægri stétt- um, blés Rifbjerg lífi í (auðvitað með að láta hana hitta sjálfa sig á Spáni). Aðalatriðið í goðsögunni sem hann hefur skapað um sjálfan sig er líklega það að hann er ósvífínn. Hann hefur sérstaklega ögrað hinum þröngsýnu innan borgara- stéttarinnar og öllu því í samfélagi okkar sem telur sig vera orðið fullvaxið og þurfí þess vegna ekki lengur að spyrja spuminga. En stundum kemur hann einnig við kaunin á „okkur" sem lítum á okkur sem skynsamt fólk, frjálst og þolinmótt eins og þegar hann allt í einu, t.d. í bókinni „Marts ’70“ (frá 1970) sýnir fram á veik- leika hjá fólki sem við bemm virðingu fyrir og sem við eiginlega lítum á sem heilagar persónur. Einn þekktasti bókmennta- gagnrýnandi Danmerkur varð þannig aðhlátursefni sem fata- sjúkur öfuguggi, og drottningin hennar hátign Margrét II var sýnd í nýju ljósi þar sem hún stóð í heitu ástarsambandi við Olof Palme forsætisráðherra Svíþjóð- ar. Margir hneyksluðust, einnig þeir sem ekki litu á sig sem beina konungssinna, en samt sem áður komst enginn hjá því að geta hlegið við lestur bókarinnar og lásu hana vel að merkja alla svo að þeir gætu með sannfæringu hneykslast á smáatriðum í bók- inni. Margrét drottning sagði blaða- mönnum, að gefnu tilefni, að hún hefði skemmt sér konunglega við lesturinn. „Maður verður að vera al- mennilegur svo að stemmningin verði hrá, en þó einlæg," sagði Rifbjerg í viðtali í júní 1984, þegar hann tók við stöðu forstjóra í út- gáfufyrirtækinu Gyldendal. Þessi setning er um leið táknræn fyrir lffsstíl hans sem slíkan. Skáldið settist í forstjórastólinn 1. nóv. 1984 og það verður að viðurkennast að hann hefur senni- lega rétt fyrir sér þegar hann segist ekki hafa neinar veikar hliðar í sambandi við að sitja sem forstjóri bókaforlagsins. Yfírleitt fínnst mönnum að forstjórastaða og stjómkænska eigi að fara saman og maður getur ímyndað sér að einhveijir hafí efast um hæfileika Rifbjergs í stjóm- kænsku. Sjálfur sagðist hann hafa eiginleika sem væm eins mikil- vægir og stjómkænska, nefnilega hæfíleikann til að halla sér upp að sjálfum sér, framkvæma ósjálfrátt og vera eins einlægur og honum væri unnt: „Þvert á móti held ég,“ sagði hann, „að sú tækni, sem hefur leitt mig þangað sem ég stend núna sé einfaldlega sú að ég hef ávallt komið fram eins og ég er klæddur. Ég hef í rauninni alltaf verið heiðarlegur. Jafnvel þó ég hafí átt á hættu að vera barinn fyrir vikið." Það er enginn vafi á því að Gyldendal hefur komist í feitt. Rifbjerg getur selt eigin bækur, hann hefur unnið sem ráðunautur hjá Gyldendal í mörg ár og ef einhver þekkir hlutverk rithöfund- arins jafn vel og ráðunautshlut- verkið þá er það örugglega hann. Hann sagði ennfremur í sambandi við nýju stöðuna, að nú ætlaði hann að koma á framfæri og selja aðra höfunda en sjálfan sig, og að hann liti svo á að væri nauðsyn- legt að gera róttækar breytingar á lífsháttum sínum annað veifíð. Hann ætlar að selja bókmenntir, sem hann skilgreinir þannig: Eitt- hvað sem ekki er fyrir einn ákveð- inn hóp, heldur eitthvað sem höfðar til breiðs hóps lesenda, þegar þær em bestar. I dag kl. 15.00 í Norræna hús- inu, fáum við að heyra hvers konar bókmenntir em sendar til Gyldendal-bókaútgáfunnar, hvað er valið til útgáfu og hvers vegna, hvort hið nýja lifandi tímarit, sem helst enginn ætti að geta verið án, sé orðið að vemleika og líka að heyra hann lesa nokkur ljóða sinna. f síðasta mánuði vom birt í dagblaðinu Information fímm ný ljóð eftir Klaus Rifbjerg og kvæðið „Menigheden" eða „Söfnuðurinn" er hér þýtt sem dæmi um nýjustu ljóðin hans. Höfundur er sendikennari við Háskóla íslands Söfnuðurinn eftir Klaus Rifbjerg Hin rómantíska trú á að allt gæti og ætti að vera öðruvísi og betra t.d. ísveitinni staðfestist af laugardeginum mikla skógarferðinni og heimsókninni í skemmtigarðinn meðnesti og brjóstahaldaralaus Hin rómantíska trúáað alltgæti ogætti að vera öðru vísi og betra undirstrikast af blómvendinum ívasanum á sjúkraborðinu ogflýtinum þegar málmlokið er sett á bekkenið Hin rómantíska trú öðlast sína ötulustu stuðningsmenn meðal þeirra sem alls engar skýjaborgir eiga ogþurfa alltaf að litast um eftir undankomuleið Hin rómantíska kirkja tekur aðeins raunsæismenn En jarðarförin ferfram íkapellu Eldridansaklúbbsins. Þýö. Auður Leifsdóttir. Ferming í Dómkirkjunni í dag Ferming í Dómkirkjunni í dag, sunnudag 6. apríl 11 f.h. Prestur: sr. Þórir Stephensen. Fermd verða: Drengir: Bjami Sigurður Davíðsson, Einarsnesi 20. Brynjar Agúst Sigurðsson, Marargötu 1. Finnur Jörundsson, Bauganesi 6. Georg Pétur Kristjánsson, Lindarbraut 20, Seltjn. Hafsteinn Alexandersson, Vallarbraut 7, Seltjn. Hilmar Þór Guðmundsson, Ljósvallagötu 20. Höskuldur Kári Schram, Stýrimannastíg 15. Ingvar Svavarsson, Bámgötu 38. Jóhannes Guðmundsson, Framnesvegi 16. Jóhannes Geir Númason, Rjúpufelli 25. Jón Þorsteinn Guðmundsson, Óðinsgötu 11. Kjartan Guðlaugsson Long, Nesbala 94, Seltjn. RúnarMarinó Ragnarsson, Fífuseli 18. Rúnar Júlíus Smárason, Nökkvavogi 32. Sigmundur Páll Lámsson, Fífuseli 18. Torfí Magnússon, Skeljagranda 7. Viðar Magnússon, Háteigsvegi 54. Öm Snorrason, Framnesvegi 27. Stúlkur: Anna Kristín Newton, Klapparstíg 44. Auður Harpa Þórsdóttir, Bauganesi 26. Bjamheiður Margrét Ingimundard., Bræðraborgarst. 1. Elísabet Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Skildinganesi 48. Ema Ófeigsdóttir Hjaltested, Tjamarstíg 20, Seltjn. Fríða Ingibjörg Pálsdóttir, Lindarbraut 18, Seltjn. Helga Brynja Tómasdóttir, Markarflöt 30, Garðabæ. Kristín Heiða Jóhannesdóttir, Einarsnesi 52. Kristín Vilborg Sigurðardóttir, Vesturströnd 5, Seltjn. Lilja Sóirún Guðmundsdóttir, Framnesvegi 16. Margrét Gunnarsdóttir, Bauganesi 27. Nína Björk Sigurðardóttir, Frostaskjóli 63. Sigurþóra Steinunn Bergsd., Túnsbergi v/Starhaga. Eigandi Cortex er Svana L. Ingvaldsdóttir lengst til vinstri á mynd- inni auk Hebu Helgadóttur, Láru G. Agnarsdóttur og Bryndísar Óskar Jónsdóttur. Cortex - ný hársnyrtistofa NÝ hársnyrtistofa hefur verið opnuð á Bergstaðarstræti 28a og hefur hún hlotið nafnið Cortex. Starfsmenn Cortex störfuðu áður á hársnyrtistofu Hótels Loftleiða. Eigandi Cortex er Svana L. Ing- valdsdóttir, en auk hennar starfa á stofunni þær Heba Helgadóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Lára G. Agnarsdóttir, Ragnheiður Hjartar- dóttir og Bryndís Ósk Jónsdóttir. Boðið er upp á þjónustu bæði fyrir karlmenn og kvenmenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.