Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 51
1923 með hárri einkunn. Hann bar alltaf hlýjan hug til skóla síns og kennara, einkum þó séra Þorvaldar Jakobssonar, og kaus hann frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta ís- lands vegna þessa. Eftir gagn- fræðapróf ætlaði hann sér að fara í menntaskóla, en þá höfðu orðið umskipti á Lundum. Ólafur bróðir hans hafði látist 1920 og óskaði Guðmundur faðir hans nú eftir því, að hann tæki við jörðinni. Og varð það svo. Gerðist Geir /innumaður hjá föður sínum eftir gagnfræðapróf og var það til ársins 1930, er Guðmundur lést. Þá bjó hann með móður sinni, Guðlaugu um þriggja ára skeið, en tók þá við jörðinni. Hinn 3. júní 1933, laugardaginn fyrir Hvítasunnu, giftist hann konu sinni Þórdísi Ólafsdóttur frá Sám- stöðum, Guðmundssonar og Mar- grétar Sigurðardóttur, Þorsteins- sonar bónda á Höll í Þverárhlíð, en kona Sigurðar var Þórdís Þorbjam- ardóttir frá Helgavatni Sigurðar- sonar prests og bónda þar, Þor- bjamarsonar gullsmiðs frá Lund- um. Ólafur bróðursonur Þórdísar býr nú á Sámstöðum, sjötti ættliður í beinan karllegg, er býr þar. Þeim Geir og Þórdísi varð ekki bama auðið. Kjördóttir þeirra er Ólöf f. 1935 og er maður hennar Þorvaldur f. 17. febrúar 1931 fyrr- um bóndi í Sveinatungu í Norður- árdal, en nú starfsmaður hjá K.B. í Borgamesi, Jósefsson, bónda á Búrfelli í Hálsasveit og víðar, Sveinssonar, bónda á Álftártungu- koti, Torfasonar og Margrétar Klemensdóttur. Böm Ólafar eru: Guðlaug f. 1952, Öriygsdóttir, vélstjóra á Akranesi, Elíassonar. Hún giftist Guðjóni Ingvarssyni prentara Bjarnasonar vélstjóra Nikulásson- ar. Þau slitu samvistum. Börn þeirra: Geir f. 1971, Ingvi Þór f. 1973 og Berglind Ósk f. 1981; Ásgeir f. 1955, Jensson húsgagna- bólstrara Jónssonar. Hann kvæntist Guðrúnu Þórisdóttur, Ottóssonar, klæðskera. Þau slitu samvistum; Jósef Valgarð Þorvaldsson, f. 1956, búfræðingur, bóndi á Víðivöllum fremri í Fljótsdal. Kona hans er Gunnþómnn Ingólfsdóttir, búfræð- ingur, bónda á Valþjófsstað Gunn- arssonar og konu hans Unnar Ein- arsdóttur, börn þeirra: Ólöf Sæunn f. 1976 og Ingvi Valur f. 1983; Þórdís Margrét Þorvaldsdóttir, f. 1962. Starfsstúlka hjá K.B. í Borg- amesi. Þá tóku þau Þórdís og Geir Ólaf Þ. Kristjánsson, nú trésmið í Reylcjavík, f. 9. jan. 1938 í fóstur og ólu hann upp. Ólafur er sonur Kristjáns sjómanns Halldórssonar, bónda á Berserkjaeyri Péturssonar og konu hans Önnu Vilmundardótt- ur. Kristján var háseti á togaranum Max Pemberton og fórst með hon- um árið 1944. Kona Ólafs er Erla Svanhildur Ingólfsdóttir f. 4. apríl 1938, vél- stjóra á Akranesi Sigurðssonar og konu hans Soffíu Guðmundsdóttur frá Þingeyri. Þau Ólafur eiga þijú böm: Kristján Geir f. 1963, Þórdísi f. 1966 og Katrínu f. 1972. Eins og fyrr segir, var Geir heilsuveill, er hann tók við búi og háði það honum alla tíð við búskap. Þó hélt hann vel í horfinu á Lund- um, jók við tún og ræsti og byggði ný fjárhús. En hann átti jörðina ekki einn og hygg ég það rétt, sem Halldór E. Sigurðsson sagði um Geir á áttræðisafmæli hans, að eignarhaldið á Lundum hafi alla tíð verið Geir þröskuldur. Þegar Geir lauk búskap var framfleytt á jörð- inni 20 kúaþunga í nautgripum, 230 kindum og 20 hrossum, sem gerir samtals 36 kýrþungum, en það var þrefaldur búsltofn miðað við það, sem var áður en umbóta hans og föður hans fór að gæta. Geir hafði oft unglinga hjá sér og var fenginn til þess að taka að sér tiltektarsama stráka, og fórst honum það vel úr hendi, en hann var laginn við böm og hændust þau að honum. Hélt hann góðum vin- skap við þessi „uppeldisböm sín“, þegar þau komust á legg. Naut hann í þessu efni ekki síður Þórdísar konu sinnar. ,í stjómmálaskoðunum var Geir alla ævi einlægur samvinnumaður eins og faðir hans, og var vöxtur og viðgangur Kaupfélags Borgfirð- inga honum hjartans mál. Hann fylgdi framsóknarmönnum að mál- um, og áttu þingmenn Mýramanna, sem alla búskapartíð Geirs vom úr Framsóknarflokknum, ætíð ömgg- an fylgismann á Lundum. Hann beitti sér mjög fyrir Framsóknar- flokkinn, ekki síst, þegar Bænda- flokkurinn var stofnaður. En hann var jafnframt óhræddur við að láta í ljósi skoðun sína, ef honum mislík- aði eða var ósammála flokksbræðr- um sínum og em mönnum minnis- stæðar slíkar orðasennur. Geir var beinskeyttur í orðavali og kald- hæðinn eins og ættmenn hans, og hmkku ókunnugir oft undan, en hjartað var hlýtt. Með ámnum varð hann íhaldssamari, og alla ævi hélt hann fram hlut bændastéttarinnar, og trúði því, að gróskumikill land- búnaður væri gmndvöllur framfara í landinu. Og hann sagði um ættar- jörð sína er hann fór þaðan: „í dag em Lundar ein af bestu jörðum Stafholtstungna. Sveitin besta sveit sýslunnar og sýslan með bestu sýsl- um í landinu." Eftir að Geir brá búi 1959, fluttu þau Þórdís til Reykjavíkur og gerð- ist Geir þá starfsmaður Landsbanka íslands og var það uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Bjuggu þau fyrst á Hringbraut 37, en síð- ustu árin á Hrafnistu. Nutu þau þar góðs atlætis. Ég kynntist Geir fyrst lítill drengur, þegar ég var í sveit í Hjarðarholti hjá frændfólki mínu þar, Þorvaldi og Laufeyju. Síðar, eftir að ég kom í Háskóla tókust kynni með okkur nýju og héldust alla tíð. Það var alltaf gott að koma til frænda míns. Hann var veitull, og hafði gaman af heimsóknum, eink- um sér yngri manna, enda hændust oft að honum ungir menn. Þá var glatt á hjalla og hnútur flugu. Geir var enginn bindindismaður, en misfór ekki með vín. Fékk hann flösku af tólf ára gömlu viskíi, bestu tegund, þegar hann varð sextugur. Þessa flösku átti hann síðan í kistu sinni. Aldrei varð hann svo vínlaus, að grípa þyrfti til flöskunnar, og mælti hann svo fyrir, að líkmönnum sínum yrði skenkt úr flöskunni. Hann var góður spilamaður en spilaði aðallega lomber, og marías. Hahn notaði í lomber gömlu spila- reglumar og viðurkenndi ekki, að hægt væri að velta á rauða ása. Hann vildi spila upp á peninga, en bitin var lág: „Það skiptir mestu máli frændi minn, að leggja eitt- hvað undir, en vendu þig aldrei á að spila upp á háar fjárhæðir, slíkt Ieiðir aldrei til góðs.“ Geir var maður frændrækinn. Á ævikvöldi sínu sagði hann mér' margt af forfeðrum okkar, og þá einkanlega Lundaætt, sem fjöl- mennust er Borgarfjarðarætta, þeirra grályndu, kaldlyndu og oft fésælu bænda. Þar voru engir prest- ar en meira um lögfræðinga en í flestum ættum, enda lögvísi kyn- fylgja margra, ekki síst bændanna á Lundum. Þeir voru vinir vinum sínum. Blessuð sé minning hans. Haraldur Blöndal t Faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, BJÖRN GRÍMSSON, sem andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, 26. mars verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. apríl kl. 13.30. Ásta Björnsdóttir, Gerður Björnsdóttir, Matthias Björnsson, Harpa M. Björnsdóttir, Grímur M. Björnsson, Jakobína E. Björnsdóttir, Karl H. Björnsson, Haukur Þorlelfsson, Fjóla Guðjónsdóttir, Ásbjörn Magnússon, Margrét Oddgeirsdóttir, Árni Einarsson, Hulda Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON frá Vestmannaeyjum, Álfhólsvegi 153, verður jarösunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 9. apríl kl. 15.00. Sigrfður Kristjánsdóttir, Guöbjörg Guðmundsdóttir, Egill Ingvi Ragnarsson, Kristján S. Guðmundsson, Ólöf Bárðardóttir, Grétar G. Guðmundsson, Anna Guðrún Hafstefnsdóttir, Rannveig Guðmundsd. Freni, Joseph Freni, Guðný H. Guðmundsdóttir, Björn Björgvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför ömmu okkar, EINURU A. JÓNSDÓTTUR saumakennara, Þórsgötu21, er lést 27. mars, verður gerð frá Fossvogskirkju miövikudaginn 9. apríl kl. 13.30. Inga Vala Jónsdóttir, Guðni Þór Jónsson, Einar Kristinn Jónsson, Hjörtur M. Jónsson. Móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUÐNÝ HJÁLMARSDÓTTIR, sem lést að Vífilsstöðum 27. mars veröur jarðsungin frá Hallgríms- kirkju mánudaginn 7. apríl kl. 13.30. Valgerður Lárusdóttir, Ólafur Lárusson, Sigrún Lárusdóttir, Einar Sigurvinsson, Hinrik Lárusson, Ingibjörg Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför SIGURLEIFS JÓHANNSSONAR, járnsmiðameistara, ísafirði, sem lést 2. apríl sl. verður gerð frá Garöakirkju, Garðaholti, þann 9. apríl kl. 13.30. Inga Straumland, Svala, Bjarney og Kristfn Sigurleifsdætur. t Maðurinn minn og faðir okkar, SNORRI JÓNSSON, verslunarmaður, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 8. apríl kl. 15.00. Margrét Ingibjörg Halldórsdóttir, Jóhanna Snorradóttir, Ernir Snorrason. t VIGDÍS ANDRÉSDÓTTIR fyrrum Ijósmóðir í Arnarfirði, sem andaðist f Hrafnistu, Reykjavík, á páskadagsmorgun verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. apríl kl. 10.30. Einar B. Gfslason, Sigurjón Einarsson, Stefán Thoroddsen. t Frænka okkar, GUÐMUNDA ÞÓRUNN GÍSLADÓTTIR, Lindargötu 13, verður jarðsungin þriðjudaginn 8. april kl. 13.30 frá Dómkirkjunni. Aðstandendur. t Við þökkum af alhug samúð og kærleika og þá miklu hjálp sem okkur var sýnd við fráfall HALLDÓRS JÓSEFSSONAR, Sólbakka á Bergi, Keflavfk. Guð blessi ykkur öll í Jesú nafni. Ólöf Guðrún Albertsdóttir, Þorgerður Halldórsdóttir, Helen Sif Halldórsdóttir, Hafdfs Lára Halldórsdóttir, Dýrfinna Helgadóttir, Gunnlaugur Jósefsson, Helgi Jósefsson, Gunnar Jósefsson, Jósef Halldórsson. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 681960 t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU EYÞÓRU GUÐMUNDSDÓTTUR, Hringbraut 73, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 8. mars kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Guðrfður Þórhallsdóttir, Guðmundur Þórhallsson, Björk Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og táðgjöf um gerð og val legsteina. I6S.HELGAS0NHF I STEINSSflHUA ■ SKevMiÆGl 48 SlMt 76677 ■■■■■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.