Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 22
22 MOBGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUftjS, AP8ÍM986 Menn sammála um að refur valdi litlum skaða núorðið segir Páll Hersteinsson veiðistjóri Nýlega tók við starfi veiðistjóra dr. Páll Hersteinsson, sem hef- ur sérhæft sig í rann- sóknum á íslenska refn- um. Ymislegt sem Páll hefur ritað og sagt, m.a. í mikilli og ítar- legri grein um refinn í riti Landverndar um íslensk spendýr, er mjög í þá átt, að ráðist er á gömul vígi. Páll bendir þar m.a. á, að skaði sauðfjárbænda af völdum refa sé litill nú orðið. Maður nokkur, sem vissi að til stóð að ræða við Pál, sagði að það væri gott blaðaefni, Páll væri vísindamaður og því væri tíðinda að vænta frá hendi veiði- stjóraembættisins sem hingað til hefði haldið sig við bókstafinn, að útrýma bæri minkog tófu með öllum þeim ráðum sem tiltæk væru. Kannski refir geti um fijáls (eða frjálsari) höfuð strokið á næstu árum? Fyrstu orð Páls voru þessi: Páll veiðistjóri Hersteinsson að sem ber fyrst og fremst að hafa í huga er, að maðurinn og ref- urinn eiga að geta lifað saman hlið við hlið. Hvorki kemur til mála að fórna hagsmunum sauðfjárbænda né útrýma refnum, sem ég tel raunar að yrði afar erfítt og mundi út- heimta meiri vinnu en nokkru sinni verður innt af hendi. Málið er, að landslög eru allt of stíf í þessum efnum. Það er ekki gefínn hinn minnsti möguleiki á undantekningum eða frávikum og þar af leiðandi fínnst mér að tími sé kominn til þess að endurskoða viðkomandi lög og færa þau í nútímalegra horf. Svo má geta þess, að ef hallaði mjög á tófuna, drægi ósjálfrátt úr veiðum, því skyttumar sjálfar létu það aldrei viðgangast að refurinn yrði aldauða." Fyrir þá sem ekki hafa kynnst hugar heimi refaskyttu, kunna síðustu orð Páls að hljóma eins og argasta hræsni, en hann kæfír slíkt samstundis i fæðingu og segin „Það er alveg satt, þeir mundu aldrei láta það viðgangast. Það eru að vísu margar manngerðir í hópi refaskyttna, en er refum fækkaði mikið á áttunda áratugnum, voru þess mörg dæmi að grenjaskyttur létu greni óáreitt. Eg nefni engin nöfn í þessu sam- bandi, því strangt til tekið voru mennimir að brjóta hin stífu landslög með þessu. En þetta sýnir og undirstrikar það sem ég var að segja. Meðaltími sem grenjaskyttur stunda þessa iðju er hvorki meira né minna en 20 áir og stór hluti þessar manna liggur á grenjum í 40 ár. Það eru engin auðævi upp úr þessu að hafa og því liggur ljóst fyrir, að þessir menn eru miklir náttúmnnar menn og flestum þykir meira að segja obbulítið vænt um tófuna." En hvers vegna fækkaði refnum og hví fjölgar honum á ný? Og hvaða áhrif hafa þessar sveiflur á stofnstærð refsins haft? Páll svarar „Veiðar höfðu eflaust talsvert að segja um hvers vegna refnum fækkaði jnikið á umræddum tíma, einnig, að tjúpan náði sér aldrei almennilega á strik á áttunda áratugnum, en hún er aðalfæða stórs hluta refastofnsins á vetuma, sums staðar einnig við sjóinn. Þá kunna sjúkdómar að hafa höggvið skörð í stofninn þótt það sé alger- lega órannsakað mál. Veiðar drógust mjög saman í lok áttunda áratugarins og refum hefur fjölgað á ný. Hins vegar ættu að vera hæg heimatök að halda stofninum niðri á stómm svæðum, því vitað er um mikinn fjöldagrenja." Þú hefur haldið því fram, að skaðsemi af völdum refa sé hverfandi og hvers vegna þá að halda áfram refaveiðum? Páll: „Allur þorri refa étur ekki lambakjöt nema af hræjum sem þeir fínna. Á hinn bóginn er alltaf ein og ein tófa sem leggst á sauðfé og kallast dýrbítur og það em refimir sem valda skaðanum. Refír hafa vafalítið fengið skömm í hattinn fyrir miklu meiri usla en þeir nokkm sinni gera, en það er alltaf erfítt að draga einstaklinga tegundar f dilka og tófumar em ekki allar saklausar. Ein- stakir dýrbítir geta verið stórtækir og að sama skapi erfíðir viðureignar. Tjón af völd- um refa hefur minnkað mikið, en menn em ekki á eitt sáttir um mikilvægustu ástæðum- ar, þ.e.a.s. hvort þær stafa af fækkun refa eða af betri aðbúnaði sauðfjár hér á landi, en slíkt gæti hafa gert dýrbítum erfíðara fyrir að stunda iðju sína. Nú hefur refum Qölgað nokkuð á ný á undanfömum ámm, en enn of snemmt að segja, hvort það hefur haft í för með sér aukin umsvif dýrbíta. Þá em menn heldur ekki vissir um hvað myndi gerast ef tófum fjölgaði vemlega, þ.e.a.s. hvort dýrbítum myndi fjölga í réttu hlutfalli við heildarstofninn sem er hugsan- legt og e.t.v. óumflýjanlegt, eða hvort þeim mundi flölga í einhveiju veldi miðað við heildartöluna, sem einnig gæti hugsast og væri verra mál. Þetta er hins vegar óranns- akað og ógerlegt að gefa út um það yfírlýs- ingar fyrr en einhverrar vitneskju hefur verið aflað.“ Er vitað hvað veldur því að einstakir refir leggjast á sauðfé? Páll: „Það er ekki vitað og er raunar einkennileg árátta, því að refurinn er lélegur kindabani, hann getur ekki drepið í einum grænum hvelli eins og t.d. hundur, sem bítur féð á háls eða rífur það á hol. Refurinn kemur yfírleitt framan að fénu og bítur það í snoppuna og oft sleppa kindur frá refnum illa á sig komnar, því rebbi hafði ekki bolmagn til að drepa bráð slna. Öðm máli gildir um ung lömb, refurinn á alls kostar við þau, en búskapar- hættir nútímans gera honum erfiðara fyrir að nálgast þau en í eina tíð. En af þvl að ég bar veiðihætti refa og hunda saman, væri ekki úr vegi að geta þess, að hundar slá sér gjaraan saman tveir eða fleiri en refurinn veiðir alltaf út af fyrir sig.“ En meðan við tölum um fjölgun og fækk- un refa, ræðum við ekkert um stofnstærð refsins hér á landi. Hversu margir refir em á íslandi? Páll: „Þessu er erfitt að svara nákvæmlega, en fjöldinn er breytilegur eftir árstíðum. Þegar stofninn var hvað minnstur, var reiknað með 1500 dýrum fyrri hluta vetrar. Sambærileg tala nú er um 2000—2500 dýr. Þessar tölur geta skeikað til og frá, en þær em byggðar á veiðitölum HUSTRE ÁRMÚLA 38 SÍMI 681818 Lofta- plötur, hvítar og spón- lagðar, 120 x 20 sm. Huróir- Stigar Saumanámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Morgun-, mið- degis-, síðdegis- og kvöldtímar. Upplýsingar og innritun í síma 15511, 21421 og 83069. SPor i réftfta áftft saumaverkstœdi Hafnarstrœti 21 S: 15511 Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.