Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986 Friðrik Sigurbjörns son — Kveðjuorð Það var 20. mars, jafndægur á vori. Vorbirtan búin að gera jafn- tefii við skammdegismyrkrið, af- mæli á heimilinu og gleði í sinni. En síðdegis var eins og syrti að, þegar fregnin barst um andlát Frið- riks Sigurbjömssonar. Minningam- ar sóttu á hugann, gamlar minning- ar og ljúfar og sefuðu fljótt fyrsta tregann. Einhveijar fyrstu endurminning- ar mínar í þessu lífi em einmitt um Friðrik frænda. Hann var þá stálp- aður unglingur á menntaskólaámm í heimsókn vestur á Bíldudal hjá foreldrum mínum, systur sinni og mági. Ég var reyndar ekki eldri en svo, að í mínum munni hét hann „Fíik §andi“, og enn á ég bók frá honum áritaða með þessu nafni. Hann var ólatur að leika við lítinn frænda, og tvær myndir standa mér einkum fyrir hugskotssjónum. Á annarri rær Friðrik skektu pabba út á Bíldudal í svartalogni, en ég sit í skut. Sjálfsagt hafa verið færi og önglar með í för þótt ég muni það ekki. Hin er af æsilegum ökuferðum sitjandi á hjólateborði mömmu um ganga íbúðarinnar og Friðrik við stjóm. Þetta var í leyfisleysi og óþökk mömmu, sem óttaðist að teborðið liðaðist í sundur. Þetta borð er hins vegar ennþá til, og lík- legast til að lifa okkur báða. Þegar við svo vetrinum seinna fluttumst um stundarsakir inn á gafl hjá Sigurbimi afa og Unni ömmu á Fjölnisveginum, var Friðrik frændi ótæmandi vizkubrunnur fróðleiksfúsum, föðurlausum snáða, og óþreytandi að vekja áhuga á náttúrunni í kringum okkur. Uppi á háalofti var undraheimur, þar var búið að koma upp heilu náttúru- gripasafni, og seinna kom stórt fiskabúr. Friðrik var flölhæfur með af- brigðum og áhugasamur um margt. » Hann var í senn listmálari, rit- höfundur, safnari, leikari og ekki síst náttúrufræðingur. Honum var íslensk náttúra ævinleg yndisupp- spretta og hann vildi miðla öðmm sem mestu af þessari auðlegð með sér. Það var ævintýri að fara í sumar- bústaðinn við Kiðafell og gista hjá afa og ömmu. Þaðan vom svo famir ótal leiðangrar um nágrennið með leiðsögn Friðriks. Þá vom skoðaðir fuglar, leitað að hreiðrum og ungar merktir. Hugað að veiðiaðferðum köngulóa í klettum niður með á, og veiddar marflær, krabbar óg sprettfiskar undan steinum í fjör- unni. Á heimleið vom skoðuð blóm og grös um allar brekkur. Á öllu þessu vissi Friðrik heiti og var þolinmóður að kenna og óspar á að útskýra svo að smám saman lærðist svo að enn býr að. Það var ekki bara einn snáði sem fékk að tölta með í þessar ferðir. Systkinabömin vom fleiri, og ég held að flest okkar eigi svipaðar minningar úr sumardvölinni í Kjós- inni. Fjórhjóladrifinn □ISUZU PKKUP’86 ENGIN ÚTBORGUN Útgerðarmenn, verktakar, bændurogaðrir ^athafnamenn, sem þurfið lipran, léttan og rúmgóðan bíl með mikla flutningsgetu, komið, sjáið og sannfærist um gæði og eiginleika ISUZU PICKUP ’86. Ýmis greiðslukjör í boði, m.a. KAUPLEIGA: ENGIN ÚTBORGUN, aðeins mánaðarlegar eða ársfjórðungslegar greiðslur til allt að fjögurra ára. Sölumenn okkar veita allar nánari upplýsingar. Tækniatriði: Bensínvél 88 hö. Diesel 61 hö. Fimm gíra. Aflstýri. Aflbremsur. Læstdrif. Fjórhjóladrifinn (4x4). Lengd á palli 2,29 cm. Lengd á palli (Space Cap) 1,87 cm. Sportfelgur. Deluxe inn- rétting (allir mælar). Ýmsir litir. BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Friðrik var mikill áhugamaður um skógrækt eins og glöggt má sjá í sumarbústaðalandinu. Hann átti auðvelt með að hrífa aðra með sér. Meðal annars fékk hann okkur systrasyni á aldrinum 5—10 ára til að stofna skógræktarfélag. Það fékk nafnið Rollingafélagið og nurlaði saman fé inn á bankareikn- ing í stað þess að eyða því í sykur- vatn og sælgæti, sem hugurinn þó stóð mjög til. Síðan voru keyptar ttjáplöntur fyrir þetta fé og gróður- settar undir handleiðslu Friðriks. Rollingamir stóðu reyndar einnig að vegagerð um holt og móa og stífluðu læki, og enn kom Friðrik frændi til aðstoðar við bíla- og báta- smíði úr tunnustöfum og spýtu- kubbum. En þar kom, að Friðrik kynntist Dóru sinni. Hún var í okkar augum fallegust og kátust allra kvenna, sem við þekktum á þeim árum, og bakaði þess utan lystilega rúsínu- klatta, sem við nutum oft góðs af. Þess vegna kom aldrei til neinnar afbrýðisemi, þótt Friðrik sinnti okkur ekki eins og áður. Rollingamir uxu líka úr grasi, og bömin þeirra Friðriks og Dóm þijú tóku við í lífsins skóla. Brátt kom að því, að leiðir fóru að skiljast í vaxandi veraldaramstri. Við flutn- inginn til Bolungarvíkur lengdist milli samvemstunda, en ávallt hélst sambandið góða þótt það yrði ekki eins náið og fyrrum. Fjölskylda Friðriks var samheldin og samhent og kom sér upp yndis- reitum á heimili og sumarbústöðum. Enn hef ég ekki séð eyjadjásnið í Tungueyjum í Hvammsfirði, nema á myndum og í frásögn Friðriks, en líklegt þykir mér að sá staður hafi náttúmunnandanum þótt komast næst paradís á jörð. Ekkert hefur verið minnst á ævistarfið, lögfræðina, blaða- mennsku og háskólastörf, né heldur ritstörf, störf við útvarp, leiklist og margvísleg félagsmál. Það væri efni í heila bók. Þessi bemskuár í samvistum við Friðrik frænda minn vom og em mér svo ómetanleg, að ég ætla að staðnæmast við þá minningu, og kveðja hann með þeirri virðingu og þakklæti sem hann á skilið fyrir allt sem við áttum saman. Ég bið almáttugan skapara alls lífs á jörð, sem hann unni svo mjög, að blessa minningu Friðriks Sigur- bjömssonar, og vera Dóm, bömun- um og Unni ömmu til styrktar í söknuði þeirra. Björn Þorvaldsson Hólel Saga Sfml 1 20 13 Blóm og skreytingar viÖ öll tœkifœri Blómastofa Fnðfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 0pi$ öll kvöld tíl kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.