Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986 49 líka út í Svíþjóð og upplagið er 4.000 eintök. Félagar EAP eru aðeins 200—300 og daglegt starf flokksins hvflir á örfáum mönnum. EAP hefur boðið fram í tvennum síðustu kosningum, en aðeins feng- ið nokkur hundruð atkvæði. Klofn- ingur hefur ríkt í flokknum á síðari árum og staða hans hefur veikzt til muna. Félagar í flokknum fara oft í pílagrímsferðir til aðalstöðvanna í Wiesbaden. Einn frambjóðenda flokksins í kosningunum 1982 segir að margir Svíar hafi fengið. tilsögn í meðferð skotvopna í Vestur-Þýzkalandi, svo að þeir geti orðið lífverðir LaRouche. Eftir fund nokkurn í Wiesbaden barst flokksdeildinni í Gautaborg kvört- un út af einum flokksmanni, sem hefði ekki klappað nógu kröftug- lega. I Danmörku eru um 200 menn félagar í EAP að sögn formanns flokksins þar, Poul Rasmussen. Fulltrúar flokksins reyna að afla nýrra félagsmanna dag hvern á „Strikinu" í Kaupmannahöfn. Eitt helzta baráttumál EAP í Dan- mörku ér að Kristjaníu-kommún- unni verði lokað. EAP starfar einn- ig lítillega í Noregi, en hefur fengið lítinn hljómgrunn og stuðnings- menn hans eru örfáir. Sigurinn í Illinois í Bandaríkjunum virðist annað hafa orðið uppi á teningnum en á Norðurlöndum. Þar virðast stuðn- ingsmenn LaRouche ekki lengur pólitískir utangarðsmenn, sem þurfa að standa og hrópa á götu- homum og í flugstöðvarbygging- um eða rita greinar í blöð, sem fáir lesa, til að kynna skoðanir sínar. Ástæðan er hinn óvænti sigur þeirra í forkosningum demókrata í Illinois. Áhrif þeirra hafa aukizt meira á aðeins örfáum vikum en nokkum gat órað fyrir og nú er svo komið að þeir seilast til áhrifa í öðrum helzta stjómmálaflokki Bandaríkjanna. Adlai Stevenson III var kjörinn ríkisstjóraefni demókrata, en yfir- lýstur stuðningsmaður LaRouche, Mark Fairfíeld, var kjörinn vara- ríkisstjóraefni, og annar stuðn- ingsmaður hans, Janice Hart, var valin til að vera í kjöri fyrir flokk- inn til þriðja valdamesta embættis- ins í Illinois. Stevenson hefur sagt að hann verði ekki á sama framboðslista og „áhangendur öfgastefnu, sem er gegnsýrð ofbeldishugmyndum og hleypidómum". Hann kannar nú hvort Fairfíeld og Hart hafí brotið kosningalög í forkosningun- um eða komizt á sakaskrá, þannig að hægt verði að dæma þau úr leik. Takist það ekki ætlar hann að reyna að bjóða fram sérstakan lista. Nokkrar helztu skýringar demó- krata á þessum óvæntu úrslitum em þær að kjörsókn hafí verið dræm, virkir demókratar hafí haft sig lítt í frammi, nöfn andstæðinga Fairfíelds og Harts hafí verið út- lenzkuleg og margir kjósendur hafí ekki vitað um tengslin við LaRouche. Að sögn talsmanns LaRouche gefa 146 stuðningsmenn lians Icost á sér í framboð í kosningunum til fulltrúadeildarinnar í haust, flestir fyrir demókrata, 14 gefa kost á sér í framboð til öldungadeildarinn- ar, sjö í ríkisstjórakosningum og rúmlega 600 í kosningum til ríkis- þinga og trúnarstarfa í demókrata- flokknum í 29 ríkjum Bandaríkj- anna. Þótt hreyfíng LaRouche hafí átt erfítt uppdráttar í Evrópu virð- ist hún hafa fengið byr í seglin í Bandaríkjunum, hvert svo sem framhaidið verður. - GH Stuðningsmenn EAP mótmæla öryggisróðstefnunni í Stokkhólmi 17. janúar 1984. Þá kom til átaka milli EAP-manna og andstæðinga þeirra. Hreyfíngin aflar nýrra félags- manna eins og sértrúarflokkur. Ungt fólk er sannfært um að það eitt geti að lokum bjargað Vestur- löndum frá hruni. Bandarískur sér- fræðingur segir að stuðningsmenn LaRouche séu sendir til æfínga- búða í Georgíuríki og þjálfaðir í hryðjuverkum. Strangur agi ríkir í hreyfíngunni hvar sem hún starfar. Menn, sem hafa sagt skilið við hana, hafa talað um heilaþvott og margir þeirra hafa átt við geðræn vanda- mál að stríða. Hreyfíngin gefur út blaðið „Ný samstaða" og La- Rouche er tengdur hægriöfgasam- tökunum „Executive Intelligence Review", sem gefa út samnefnt tímarit um atvinnumál og hafa útibú í Evrópu. LaRouche hefur góðri Ieyniþjónustu á að skipa og heldur uppi víðtækri upplýsinga- miðlun. Aðalstöðvar hreyfíngarinnar eru í Langley skammt frá Washington. LaRouche býr á rammlega vörðum búgarði í Leesburg, Virginíu, rúma sjö km fyrir norðan höfuðborgina. Nýlega reyndu samtökin að kaupa land skammt frá aðalstöðvunum, í orði kveðnu til að gera það að orlofssvæði fyrir böm. í ljós kom að hinn raunverulegi tilgangur var að koma upp æfíngabúðum til að þjálfa unga menn í vopnaburði og vegna mótmæla fólks á þessum slóðum varð ekkert úr kaupunum. Uppljóstranimar mögnuðu sögu- sagnir um að EAP undirbúi leyni- lega hemaðarstarfsemi. Philip Agee, sem hætti störfum hjá CLÁ, heldur því fram í frægri bók að EAP séu dulbúin hægrisam- tök og standi í tengsium við banda- rísku leyniþjónustuna. Fleiri hafa haldið þessu fram, en aldrei hefur tekizt að sanna slíkar fullyrðingar. Agee staðhæfði að CIA greiddi stuðningsmönnum flokksins laun í því augnamiði að valda efasemdum og glundroða í röðum evrópskra vinstrisinna og vekja tortryggni í þeirra garð. Auglýsingaherferð EAP hefur starfað í mörg ár í Vestur-Þýzkalandi, en flokkurinn hefur haft sáralítil pólitísk áhrif og hlaut aðeins 14.966 atkvæði í kosningunum 1983, eða 0,0%. Á síðustu mánuðum hefur flokkurinn reynt að auka fylgi sitt og tryggja sér fjárhagslegan stuðning með auglýsingaherferð Lhelztu blöðum Vestur-Þýzkalands. Auglýsingam- ar hafa borið heitið „Til vamar gegn hinni alvarlegu hættu, sem steðjar að þjóð okkar“ og hafa verið undirritaðar af „Borgarasam- tökunum þýzkir ættjarðarvinir“. Þegar EAP ákvað að bjóða fram (þingkosningunum skrifaði Aki Gunnarsson nafn sitt á svona lista. Ake Gunnarsson. Kostnaðurinn við auglýsingaher- ferðina nam tæpum þremur millj. ísl. kr. í árslok 1985. Fertug eiginkona LaRouche, Helga Zepp-LaRouche, verður helzti frambjóðandi EAP í næstu þingkosningum í Vestur-Þýzkal- andi. Árið 1984 stofnuðu þau hjón- in svokallaða Schiller-stofnun í Hannover, öðru nafni „Stofnun lýðveldissinnaðrar utanríkis- stefnu", sem sendir frá sér urmul skjala, heldur ráðstefnur víða um heim og hefur áhangendur í rúm- lega 40 löndum. Nafn Schillers var trúlega notað til að reyna að auka vinsældir hreyfíngarinnar og leiddi hugann að Goethe-stofnunum Vestur- Þjóðveija, sem starfa í 146 löndum og njóta mikils álits. Upp á síðkast- ið hefur hreyfíngin lagt áherzlu á baráttu gegn eiturlyfjum, sem er mörgum að skapi. í Vestur-Þýzka- landi sem annars staðar styður EAP einnig kjamorkuvamir og smíði nifteindasprengju og fleiri mál, sem aðrir flokkar era einnig fylgjandi. Auk þess beitir EAP sér eindregið fyrir geimvömum. Formaður EAP í Svlþjóð, Mikael Eriksson. Hann neitar þvf að Aki Gunnarsson hafi sótt fundi EAP. Vestur-Þjóðveijar hafa tekið lít- ið mark á EAP og yfírleitt brosað að Helgu Zepp-LaRouche og flokki hennar. Hún hefur verið hófsöm í stjómmálabaráttu sinni og vonast eftir stuðningi óánægðra kjósenda - sams konar fólks og tryggði Le Pen fylgisaukningu í Frakklandi í síðasta mánuði. Hins vegar hefur EAP lítið aðdráttarafl í Vestur- Þýzkalandi og flokkurinn er talinn hálffasistískur, þrátt fyrir borgara- legt yfirbragð. Hatursherferd Hatursherferð NCLC og EAP gegn Olof Palme hófst fljótlega eftir stofnun hreyfíngarinnar á síð- asta áratug og skipaði mikið rúm á síðum málgagnsins „Ný sam- staða". Þar var Palme kallaður „Karl XII kjarnorkualdar" og birt- ar vora af honum skopmyndir, þar sem hann var sýndur í líki blóð- sugu. Svæsnasta árásin birtist í grein 1975: „Ibúum Svíþjóðar stjórnar bijál- æðingur, geðveikur morðingi, sem laumast út um myrka, kalda vetr- amótt og læðist að fómarlambi sínu með exi í hendi . . . Á bak við lýðræðislega grímu leynist hinn raunveralegi Palme, bandótt villi- dýr, axarmorðingi, djöfull djöfl- anna.“ Palme skýrði frá því opinberlega 1979 að hann hefði verið skotspónn hatursherferðar og ögrana EAP um árabil. Fyrir tveimur áram sagði hann hefði fengið „falsaða sprengju" frá samtökunum með orðsendingunni: „Nú varðstu hraeddur, var það ekki?“ Á blaðamannafundi í Washing- ton 1982 greip stuðningsmaður LaRouche fram í fyrir Palme og sagði: „Af hveiju segirðu ekki frá því að þú ert ofdrykkjumaður og hefur fengið meðferð í geðsjúkra- húsi?“ Palme varð undrandi, en áttaði sig fljótt og sagði brosandi: „Nú, svo að það era þið. Ég er farinn að þekkjaykkur." Þegar Svíþjóðardeild hreyfíngar LaRouche var stofnuð 1973 var EAP byltingarflokkur. Flokks- menn kölluðu sig sósíalista og jafnvel kommúnista, en megin- markmið hans var alla tíð að beij- ast gegn Olof Palme og sósíaldem- ókrötum. Flokkurinn studdi innrás Rússa í Afghanistan 1979, en hefur síðan barizt gegn kommún- istum, verkalýðssambandinu, frið- arsamtökum og sósíalistum, auk sósíaldemókrata. Stuðningsmenn EAP í Svíþjóð reyndu fyrst að laumast til áhrifa í flokki sósíaldemókrata og verka- lýðshreyfíngunni. Þegar það tókst ekki neyddust þeir til að rejma að hleypa upp fundum sósíaldemó- krata með mótmælum, hávaða og ofbeldi. Þeir höfðu sig einkum í frammi á fundum þar sem Palme mætti og dreifðu bæklingum með árásum á hann. Palme varð fyrir síðustu opin- bera átás EAP aðeins 11 dögum áður en hann var myrtur. Þá stað- hæfði talsmaður flokksins í út- varpssehdingu að hann hefði myrt frú Alva Myrdal. Skoðanir Áke Gunnarssons, sem var handtekinn vegna morðsins á Palme en síðan látinn laus, sam- rýmdust kenningum EAP. Hann óttaðist t.d. að Palme ætlaði að innlima Svíþjóð í Sovétríkin. Málgagnið „Ný samstaða" kemur f r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.