Morgunblaðið - 06.04.1986, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 06.04.1986, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986 49 líka út í Svíþjóð og upplagið er 4.000 eintök. Félagar EAP eru aðeins 200—300 og daglegt starf flokksins hvflir á örfáum mönnum. EAP hefur boðið fram í tvennum síðustu kosningum, en aðeins feng- ið nokkur hundruð atkvæði. Klofn- ingur hefur ríkt í flokknum á síðari árum og staða hans hefur veikzt til muna. Félagar í flokknum fara oft í pílagrímsferðir til aðalstöðvanna í Wiesbaden. Einn frambjóðenda flokksins í kosningunum 1982 segir að margir Svíar hafi fengið. tilsögn í meðferð skotvopna í Vestur-Þýzkalandi, svo að þeir geti orðið lífverðir LaRouche. Eftir fund nokkurn í Wiesbaden barst flokksdeildinni í Gautaborg kvört- un út af einum flokksmanni, sem hefði ekki klappað nógu kröftug- lega. I Danmörku eru um 200 menn félagar í EAP að sögn formanns flokksins þar, Poul Rasmussen. Fulltrúar flokksins reyna að afla nýrra félagsmanna dag hvern á „Strikinu" í Kaupmannahöfn. Eitt helzta baráttumál EAP í Dan- mörku ér að Kristjaníu-kommún- unni verði lokað. EAP starfar einn- ig lítillega í Noregi, en hefur fengið lítinn hljómgrunn og stuðnings- menn hans eru örfáir. Sigurinn í Illinois í Bandaríkjunum virðist annað hafa orðið uppi á teningnum en á Norðurlöndum. Þar virðast stuðn- ingsmenn LaRouche ekki lengur pólitískir utangarðsmenn, sem þurfa að standa og hrópa á götu- homum og í flugstöðvarbygging- um eða rita greinar í blöð, sem fáir lesa, til að kynna skoðanir sínar. Ástæðan er hinn óvænti sigur þeirra í forkosningum demókrata í Illinois. Áhrif þeirra hafa aukizt meira á aðeins örfáum vikum en nokkum gat órað fyrir og nú er svo komið að þeir seilast til áhrifa í öðrum helzta stjómmálaflokki Bandaríkjanna. Adlai Stevenson III var kjörinn ríkisstjóraefni demókrata, en yfir- lýstur stuðningsmaður LaRouche, Mark Fairfíeld, var kjörinn vara- ríkisstjóraefni, og annar stuðn- ingsmaður hans, Janice Hart, var valin til að vera í kjöri fyrir flokk- inn til þriðja valdamesta embættis- ins í Illinois. Stevenson hefur sagt að hann verði ekki á sama framboðslista og „áhangendur öfgastefnu, sem er gegnsýrð ofbeldishugmyndum og hleypidómum". Hann kannar nú hvort Fairfíeld og Hart hafí brotið kosningalög í forkosningun- um eða komizt á sakaskrá, þannig að hægt verði að dæma þau úr leik. Takist það ekki ætlar hann að reyna að bjóða fram sérstakan lista. Nokkrar helztu skýringar demó- krata á þessum óvæntu úrslitum em þær að kjörsókn hafí verið dræm, virkir demókratar hafí haft sig lítt í frammi, nöfn andstæðinga Fairfíelds og Harts hafí verið út- lenzkuleg og margir kjósendur hafí ekki vitað um tengslin við LaRouche. Að sögn talsmanns LaRouche gefa 146 stuðningsmenn lians Icost á sér í framboð í kosningunum til fulltrúadeildarinnar í haust, flestir fyrir demókrata, 14 gefa kost á sér í framboð til öldungadeildarinn- ar, sjö í ríkisstjórakosningum og rúmlega 600 í kosningum til ríkis- þinga og trúnarstarfa í demókrata- flokknum í 29 ríkjum Bandaríkj- anna. Þótt hreyfíng LaRouche hafí átt erfítt uppdráttar í Evrópu virð- ist hún hafa fengið byr í seglin í Bandaríkjunum, hvert svo sem framhaidið verður. - GH Stuðningsmenn EAP mótmæla öryggisróðstefnunni í Stokkhólmi 17. janúar 1984. Þá kom til átaka milli EAP-manna og andstæðinga þeirra. Hreyfíngin aflar nýrra félags- manna eins og sértrúarflokkur. Ungt fólk er sannfært um að það eitt geti að lokum bjargað Vestur- löndum frá hruni. Bandarískur sér- fræðingur segir að stuðningsmenn LaRouche séu sendir til æfínga- búða í Georgíuríki og þjálfaðir í hryðjuverkum. Strangur agi ríkir í hreyfíngunni hvar sem hún starfar. Menn, sem hafa sagt skilið við hana, hafa talað um heilaþvott og margir þeirra hafa átt við geðræn vanda- mál að stríða. Hreyfíngin gefur út blaðið „Ný samstaða" og La- Rouche er tengdur hægriöfgasam- tökunum „Executive Intelligence Review", sem gefa út samnefnt tímarit um atvinnumál og hafa útibú í Evrópu. LaRouche hefur góðri Ieyniþjónustu á að skipa og heldur uppi víðtækri upplýsinga- miðlun. Aðalstöðvar hreyfíngarinnar eru í Langley skammt frá Washington. LaRouche býr á rammlega vörðum búgarði í Leesburg, Virginíu, rúma sjö km fyrir norðan höfuðborgina. Nýlega reyndu samtökin að kaupa land skammt frá aðalstöðvunum, í orði kveðnu til að gera það að orlofssvæði fyrir böm. í ljós kom að hinn raunverulegi tilgangur var að koma upp æfíngabúðum til að þjálfa unga menn í vopnaburði og vegna mótmæla fólks á þessum slóðum varð ekkert úr kaupunum. Uppljóstranimar mögnuðu sögu- sagnir um að EAP undirbúi leyni- lega hemaðarstarfsemi. Philip Agee, sem hætti störfum hjá CLÁ, heldur því fram í frægri bók að EAP séu dulbúin hægrisam- tök og standi í tengsium við banda- rísku leyniþjónustuna. Fleiri hafa haldið þessu fram, en aldrei hefur tekizt að sanna slíkar fullyrðingar. Agee staðhæfði að CIA greiddi stuðningsmönnum flokksins laun í því augnamiði að valda efasemdum og glundroða í röðum evrópskra vinstrisinna og vekja tortryggni í þeirra garð. Auglýsingaherferð EAP hefur starfað í mörg ár í Vestur-Þýzkalandi, en flokkurinn hefur haft sáralítil pólitísk áhrif og hlaut aðeins 14.966 atkvæði í kosningunum 1983, eða 0,0%. Á síðustu mánuðum hefur flokkurinn reynt að auka fylgi sitt og tryggja sér fjárhagslegan stuðning með auglýsingaherferð Lhelztu blöðum Vestur-Þýzkalands. Auglýsingam- ar hafa borið heitið „Til vamar gegn hinni alvarlegu hættu, sem steðjar að þjóð okkar“ og hafa verið undirritaðar af „Borgarasam- tökunum þýzkir ættjarðarvinir“. Þegar EAP ákvað að bjóða fram (þingkosningunum skrifaði Aki Gunnarsson nafn sitt á svona lista. Ake Gunnarsson. Kostnaðurinn við auglýsingaher- ferðina nam tæpum þremur millj. ísl. kr. í árslok 1985. Fertug eiginkona LaRouche, Helga Zepp-LaRouche, verður helzti frambjóðandi EAP í næstu þingkosningum í Vestur-Þýzkal- andi. Árið 1984 stofnuðu þau hjón- in svokallaða Schiller-stofnun í Hannover, öðru nafni „Stofnun lýðveldissinnaðrar utanríkis- stefnu", sem sendir frá sér urmul skjala, heldur ráðstefnur víða um heim og hefur áhangendur í rúm- lega 40 löndum. Nafn Schillers var trúlega notað til að reyna að auka vinsældir hreyfíngarinnar og leiddi hugann að Goethe-stofnunum Vestur- Þjóðveija, sem starfa í 146 löndum og njóta mikils álits. Upp á síðkast- ið hefur hreyfíngin lagt áherzlu á baráttu gegn eiturlyfjum, sem er mörgum að skapi. í Vestur-Þýzka- landi sem annars staðar styður EAP einnig kjamorkuvamir og smíði nifteindasprengju og fleiri mál, sem aðrir flokkar era einnig fylgjandi. Auk þess beitir EAP sér eindregið fyrir geimvömum. Formaður EAP í Svlþjóð, Mikael Eriksson. Hann neitar þvf að Aki Gunnarsson hafi sótt fundi EAP. Vestur-Þjóðveijar hafa tekið lít- ið mark á EAP og yfírleitt brosað að Helgu Zepp-LaRouche og flokki hennar. Hún hefur verið hófsöm í stjómmálabaráttu sinni og vonast eftir stuðningi óánægðra kjósenda - sams konar fólks og tryggði Le Pen fylgisaukningu í Frakklandi í síðasta mánuði. Hins vegar hefur EAP lítið aðdráttarafl í Vestur- Þýzkalandi og flokkurinn er talinn hálffasistískur, þrátt fyrir borgara- legt yfirbragð. Hatursherferd Hatursherferð NCLC og EAP gegn Olof Palme hófst fljótlega eftir stofnun hreyfíngarinnar á síð- asta áratug og skipaði mikið rúm á síðum málgagnsins „Ný sam- staða". Þar var Palme kallaður „Karl XII kjarnorkualdar" og birt- ar vora af honum skopmyndir, þar sem hann var sýndur í líki blóð- sugu. Svæsnasta árásin birtist í grein 1975: „Ibúum Svíþjóðar stjórnar bijál- æðingur, geðveikur morðingi, sem laumast út um myrka, kalda vetr- amótt og læðist að fómarlambi sínu með exi í hendi . . . Á bak við lýðræðislega grímu leynist hinn raunveralegi Palme, bandótt villi- dýr, axarmorðingi, djöfull djöfl- anna.“ Palme skýrði frá því opinberlega 1979 að hann hefði verið skotspónn hatursherferðar og ögrana EAP um árabil. Fyrir tveimur áram sagði hann hefði fengið „falsaða sprengju" frá samtökunum með orðsendingunni: „Nú varðstu hraeddur, var það ekki?“ Á blaðamannafundi í Washing- ton 1982 greip stuðningsmaður LaRouche fram í fyrir Palme og sagði: „Af hveiju segirðu ekki frá því að þú ert ofdrykkjumaður og hefur fengið meðferð í geðsjúkra- húsi?“ Palme varð undrandi, en áttaði sig fljótt og sagði brosandi: „Nú, svo að það era þið. Ég er farinn að þekkjaykkur." Þegar Svíþjóðardeild hreyfíngar LaRouche var stofnuð 1973 var EAP byltingarflokkur. Flokks- menn kölluðu sig sósíalista og jafnvel kommúnista, en megin- markmið hans var alla tíð að beij- ast gegn Olof Palme og sósíaldem- ókrötum. Flokkurinn studdi innrás Rússa í Afghanistan 1979, en hefur síðan barizt gegn kommún- istum, verkalýðssambandinu, frið- arsamtökum og sósíalistum, auk sósíaldemókrata. Stuðningsmenn EAP í Svíþjóð reyndu fyrst að laumast til áhrifa í flokki sósíaldemókrata og verka- lýðshreyfíngunni. Þegar það tókst ekki neyddust þeir til að rejma að hleypa upp fundum sósíaldemó- krata með mótmælum, hávaða og ofbeldi. Þeir höfðu sig einkum í frammi á fundum þar sem Palme mætti og dreifðu bæklingum með árásum á hann. Palme varð fyrir síðustu opin- bera átás EAP aðeins 11 dögum áður en hann var myrtur. Þá stað- hæfði talsmaður flokksins í út- varpssehdingu að hann hefði myrt frú Alva Myrdal. Skoðanir Áke Gunnarssons, sem var handtekinn vegna morðsins á Palme en síðan látinn laus, sam- rýmdust kenningum EAP. Hann óttaðist t.d. að Palme ætlaði að innlima Svíþjóð í Sovétríkin. Málgagnið „Ný samstaða" kemur f r

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.