Morgunblaðið - 01.05.1987, Síða 4

Morgunblaðið - 01.05.1987, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 Hagnaður af rekstri Slátur- félagsins 27 milljónir kr. RÚMLEGA 27 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Slátur- félags Suðurlands á síðastliðnu ári. Eru það mikið umskipti frá árinu 1985, þegar 28 milljóna króna tap varð af rekstrinum. Heildarvelta fyrirtækisins á síðasta ári var 2,5 milljarðar kr., hafði aukist um 21% frá árinu á undan. Rekstrarhagnaðurinn er þvi 1,1% af heildarveltu. Þessar upplýsingar komu fram á aðalfund Sláturfélagsins sem hald- inn var í gær. í ræðum Sigurðar Jónssonar á Kastalabrekku, form- anns stjómar, og Jóns H. Bergs forstjóra, kom fram að helstu ástæður bættrar afkomu má rekja Morgunblaðið/Einar Falur Nokkrir af fulltrúum á 80 ára afmælisfundinum. VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gœr: Skammt vestur af landinu er 998 milli- bara djúp lægð sem þokast austsuðaustur. Yfir Grænlandi er 1035 millibara hæð einnig á hægri hreyfingu austsuðaustur. Milli íslands og Noregs er önnur lægð, 992 millib. djúp, ó hreyfingu norðaustur. SPÁ: Norðan- og norðaustanátt á landinu, víða stinningskaldi (6 vindstig). Él verður um allt norðanvert landið en yfirleitt bjart veð- ur syðra. Hiti á bilinu 0 til 5 stig sunnanlands en um eða rétt undir frostmarki fyrir norðan. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: LAUGARDAGUR: Breytileg átt og fremur svalt. Dálítil él við norð- austurströndina en víða léttskýjað annars staðar. SUNNUDAGUR: Sunnan- og suðvestanátt og hlýnandi veður. Rign- ing eða súld á suður- og vesturlandi en þurrt að mestu á norður- og austurlandi. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað A___ Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / » Slydda / * / * * * # # * * Snjókoma # * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V B = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —(* Skafrenningur |~<^ Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kí. 12.00 ígær að ísl. tíma hhi VBÖur Akureyri 6 léttskýjað Reykjavílc 1 haglél Bergen 14 þokumóða Helsinki 16 skýjað Jan Mayen -4 alskýjað Kaupmannah. 15 þokumóða Narssarssuaq -1 léttskýjað Nuuk -10 léttskýjað Osló 13 þokumóða Stokkhólmur 22 skýjað Þórshöfn 6 alskýjað Aigarve 22 skýjað Amsterdam 19 skýjað Aþena 13 skýjað Barcelona 18 heiðskfrt Beriín 24 léttskýjað Chicago 4 léttskýjað Glasgow vantar Feneyjar 20 léttskýjað Frankfurt 23 skýjað Hamborg 22 skýjað Las Palmas 22 léttskýjað London 16 skýjað LosAngeles 14 léttskýjað Lúxemborg 19 skýjað Madrfd 21 léttskýjaö Malaga 19 þokumóða Mallorca 22 skýjað Mlami 20 þokumóða Montreal 4 rigning NewYork 11 léttskýjað Parfs 15 skúr Róm 18 hélfskýjað Vfn 20 léttskýjað Washington 13 léttskýjað Wlnnipeg 6 skúr til hagræðingar og tækninýjunga og hjaðnandi verðbólgu. Niðurstaða efnahagsreiknings í árslok var 1.480 milljónir kr., þar af er eigið fé 416 milljónir. Á síðasta ári tók Sláturfélagið þátt í stofnun verslunarinnar Nýi bær við Eiðistorg. Fram kom í ræðu Jóns að ýmsir jákvæðir hlutur voru við rekstur nýju verslunarinnar, sem er sjálfstætt hlutafélag, en þó varð 7,2 milljóna króna halli af rekstrinum þá þijá mánuði sem hún var rekin á síðasta ári. Tapið sagði hann að væri einkum vegna úreltra vörubirgða sem yfirteknar voru, en afskrifaðar um áramót. Við upphaf fundarins minntist formaður nokkurra félagsmanna og starfsmanna sem látist hafa undan- fama mánuði, meðal annars Gísla Andréssonar á Hálsi, sem var stjómarformaður frá árinu 1969 þar til hann lést í bílslysi fyrr á þessu ári. Sláturfélag Suðurlands varð 80 ára í byijun þessa árs. Sérmál þessa Sigurður Jónsson á Kastala- brekku, formaður Sláturfélags Suðurlands. afmælisfundar var „vöruþróun að óskum neytenda". í gærkvöldi var afmælishóf starfsmanna og aðal- fundarfulltrúa á Broadway. Þar vom ýmsir starfsmenn og félags- menn heiðraðir. Búnaðarbankinn: Nýir útibússtjór- ar í Garðabæ og Grundarfirði BÚNAÐARBANKINN hefur ráð- ið tvo nýja útibússtjóra. Árni Emilsson tekur við útibúinu í Garðabær og Leifur H. Jósteins- son i Grundarfirði. Ámi Emilsson hefur verið útibús- stjóri í Grundarfírði frá 1982, en tók við nýja starfínu 21. apríl sl. Forveri hans er Halldór Ólafsson, sem veitt hefur útibúinu í Garðabær forstöðu síðustu 10 ár. Ámi er fæddur í Vestmannaeyjum árið 1943. Hann stundaði nám í íþrótta- og verslunarskóla í Noregi og lauk síðan prófí frá íþróttakennaraskóla íslands 1963. Ámi hefur stundað verslunar- og kennslustörf í Gmnd- arfírði um langt skeið. Hann var sveitarstjóri í 9 ár og sat í sveitar- sjóm í 13 ár. Eiginkona hans er Þómnn B. Sigurðardóttir. Leifur H. Jósteinsson, sem tekur við af Áma er fæddur árið 1940. Að loknu námi stundaði hann kennslustörf, _uns hann réðist til Landsbanka íslands 1973. Leifur hóf störf hjá Búnaðarbankanum 1978 og hefur m.a. verið skrifstofu- stjóri í Garðabæ og Kópavogi. Leifur tekur við starfí útibússtjóra um miðjan þennan mánuð. Reykjavík 1. maí: Utifundir á Lækjartorgi og Hallærisplaninu HÁTÍÐAHÖLD 1. maí-nefndar Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík hefjast kl. 13.30 í dag þegar safnast verður saman til kröfugöngu frá Hlemmtorgi. Göngunni lýkur á Lækjartorgi. Þar verður efnt til útifundar sem hefst klukkan 14.30. Ræðumenn af hálfu Alþýðusambands ísiands verða Þröstur Ólafsson starfs- maður Dagsbrúnar og Hildur Kjartansson varaformaður Iðju, en af hálfu BSRB Haraldur Hannesson formaður starfs- mannafélags Reykjavíkurborg- ar. Á útifundinum mun Gunnar Eyj- ólfsson leikari flytja ljóð og Kristinn Sigmundsson baritonsöngvari kem- ur fram. Samtímis fundinum á Lækjartorgi verða Samtök kvenna á vinnumarkaði með fund á Hallær- isplaninu, undir yfírskriftinni „Tökum ábyrgð á kjörum okkar, sköpum nýtt verkalýðsafl". Þar mun Guðlaug Teitsdóttir kennari halda ræðu fyrir hönd samtakanna og Bergljót Guðmundsdóttir fóstra og Sigríður Kristinsdóttir sjúkraliði ávarpa fundinn. Flokkurinn Lóum- ar syngur vorljóð og dregið verður í „Þjóðarlottó". Að kvöldi 1. maí efna Samtök kvenna á vinnumarkaði loks til „Góðærisgleði" í Risinu á Hverfis- götu 105. Skemmtunin stendur frá kl. 21.00-03.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.