Morgunblaðið - 01.05.1987, Page 10

Morgunblaðið - 01.05.1987, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 LEITANDI Bókmenntir Erlendur Jónsson Pjetur Hafstein Lárusson: DAGGARDANS OG DARRAÐ- AR. Ljóð. 72 bls. Almenna bókafélagið. 1987. Ætli Pjetur Hafstein Lárusson teljist ekki enn til ungra skálda? Að minnsta kosti sýnist hann gera sér far um að vera dálítið óformleg- ur, ungæðislegur. Heitið á bókinni er lýsandi: Pjetur getur verið ljóð- rænn. En hann á líka til að vera nokkuð harður. Eða kannski réttara sagt: væmnislaus. Ungur maður má ekki vera með neina tilfinninga- semi! Líkingar Pjeturs skírskota stundum til hins óskáldlega, nauðaómerkilega, hversdagslega. Pjetur Hafstein Lárusson Fremst í bókinni gefur hann til kynna, svo dæmi sé tekið, að hann ætli að opna hug sinn í ljóðunum, veita lesandanum hlutdeild í því sem inni fyrir býr. Og það orðar hann á þennan hátt: »Hugvr minn stend- ur þér opinn eins og / niðursuðudós, aðeins ef þú smellir dósahnífnum / á hvirfiiinn.« Að líkja skilningi les- andans við dósahníf er hreint ekki illa til fundið. Og víst munu tilfinn- ingar skálds eiga sér upphaf og endi í höfðinu þó gömlu skáldin kenndu þær einatt við hjartað. En Pjetur getur líka höfðað til hjartans í gömlu merkingunni. Næturljóð er milt og hljóðlátt þrátt fyrir eina persónugervingu sem undirritaður fellir sig ekki við: Dimmt, svo dimmt að máninn sekkur í svört ský. Kyrrt, svo kyrrt að himinn blæs ekki úr nös. Hljótt, svo hljótt, að nema má söng ljóðsins. Ekki er ljóð þetta fullkomið. Það svignar niður um miðjuna. Betra, miklu betra er ljóðið Ferð. Það er að minni hyggju dæmi þess hvemig Pjetri tekst best upp: Hæglátt berst Ijóðið frá orði til orðs, fetar einstigi að dýpstu fylgsnum, hægt - ofur hægt til langrar dvalar. Ljóð þetta getur sest að »til langrar dvalar« með lesandanum. Hér fylgist að líking og orðaval. Skáldið situr á strák sínum. Og fáu skeikar. Pjetur skiptir þessari nýju bók sinni í þrjá hluta. Síðastur er ljóða- flokkurinn Myndheimar, ortur undir hughrifum frá sýningu Eyj- ólfs Einarssonar í Listmunahúsinu 1985. Ljóðin eru ekki í venjulegri tölusettri röð heldur eru númer ljóð- anna »í samræmi við sýningamúm- er myndanna«. Aður hafa myndlistarmenn, sumir hverjir, lagt út af ljóðum skálda. Hér er því dæmi snúið við. Skáld yrkir eftir myndum. Sýning Eyjólfs hefur veitt Fjetri hollan innblástur. Sterkt er t.d. myndmálið í þessu örstutta ljóði, allt að því að gusti frá hálfrökkvuð- um vindheimum eddukvæða: Viðsjál eru veður litlu tré þegar vindar slá sporðum í svelgi næturinnar. Annars staðar hvarfla fyrir aug- um súrrealískar draumsýnir og er eftirfarandi ljóð glöggt dæmi þess: Hratt hleypur krossfiskur að kastala þínum, bróðir. ímynd þín splundrast af ótta hvar hún stendur, stendur á stalli, stendur á háum stalli. Hvað stoðar þig nú hvít glufa í nóttinni? Pjetur Hafstein Lárusson er enn sem komið er óráðinn og leitandi. í þeim skilningi er hann enn í ung- skálda tölu. Ljóðlist hans sýnist geta stefnt í hvaða átt sem er því mörg eru veður í þessari bók. Skáld- ið hefur ekki valið og hafnað með hliðsjón af þeim margvíslegu áhrif- um sem hingað til hefur gætt í ljóðum hans. FORN MENNING — FRABÆRAR BAÐSTRENDUR TyRKBNd 5 dagar í Islanbul • 5 dagar í Cappadoce 2 dagar í Ankara • 7 dagar í Antalya Fyrsta flokks hótel, hálft fæði allan tímann. Tyrknesku- og íslenskumælandi fararstjóri. A A ^ C* • A A* A Ferðin sem allir vilja komast í, því hún er gullmolinn í ferðavalinu. Samstarf um kristi- A. Ferdaskrifstofan faiandi Vesturgötu 5, Reykjavík sími 622420 Grunnmynd VESTURBÆR Nýtt skipulag Nú er tækifærið að eignast nýja íbúð við Grandaveg 2ja, 3ja og 4ra herb. lúxus íb sem afh. tilb. u. tróv. og máln. Með milliveggjum. Að utan verður húslð fullfrág. og mál- að. Lóð verður tyrfð. Ib. eru með rúmgóðum svölum. Sjónvarpshol og sórþvottahús er í hverrl íb. Mögul. er á að kaupa bílskúr. Teikningar og byggingarlýsing liggja frammi á fasteignasölunni. 2ja herb. 3ja herb. 4ra herb. 52,2 fm 101,8 fm 121,5 fm kr. 2100 kr. 3275 kr. 3850 Afhending sept.-des. 1987. Stutt í verslanir og skóla. Verð á bílskúr kr. 530.000. F Aðeins 4 íb. eftir í þessu húsi. Dsemi um grelðslukjör fyrlr þann sem hefur fullt lánsloforð. 2ja herb. 52,2 fm Við undirskr. kaups. 200.000 Húsnaeðisstjórnarlán 1.500.000 Eftirst. gr. á 14 mán. 400.000 Pr. mán. 28.571 Samtals 2.100.000 3ja herb. 101,8 fm Við undirskr. kaups. Húsnæðisstjórnarlán Eftirst. gr. á 18 mán. Pr. mán. Samtals 450.000 2.200.000 625.000 34.722 3.275.000 4ra herb. 121,5 fm Við undirskr. kaups. 500.000 Húsnæðisstjórnarlán 2.400.000 Eftirst.gr. á 18mán. 950.000 Pr. mán. 52.777 Samtals 3.850.000 Byggingaraðili BYGGINGAFÉLAG GYLFA & GUNNARS Borgartúni 31. S. 20812 — 622991 Teiknlng: Kjartan Sveinsson. 6 Opið kl. 1-4 í dag /5JkFASTEIGNASALAN O FJÁRFESTING HF. Tryggvagötu 26-101 Rvk. - S: 62-20-33 Löglræöingar: Pétur Þ6r Siguröaton hdi., JöninaBjartmarzhdl. legt sjónvarpsefni HÓPAR innan þjóðkirkjunnar, Hvítasunnusöfnuðurinn, Vegur- inn, Trú og líf, Krossinn og Ungt fólk með hlutverk hafa ákveðið að starfa saman að gerð sjón- varpsþátta um kristilegt efni fyrir sjónvarpsstöðvar. Að sögn Guðna Einarssonar hjá Ljósinu, félagi Hvítasunnumanna, er undirbúningur þegar hafínn að þáttum um lifandi trú. Aðallega hefur verið unnið að efnisöflun og handritagerð og eru myndatökur hafnar. „Ég held að efnið sem við erum með sé fyrst og fremst áhuga- vert. Við munum beina augum okkar að trúarreynslu fólks án þess að vera að predikka yfír því heldur sýna áhrif trúar á líf fjölmargra íslendinga sem hafa upplifað lifandi trú,“ sagði Guðni. Þá hafa samtökin fest kaup á erlendu bamaefni fyrir sjónvarp, sem íslenskur texti verður talaður inn á. © 62-20-33 Stórglæsil. raðhús og parhús við Jöklafold í Grafar- vogi. íb. ca 142 fm. Bílsk. innb. ca 35 fm. Afh. fokh. eða lengra komin í okt. '87: -p | 11 3 □□ fíTT T r 11 — " nn II II | "Ö 0 I o ■'ð | FASTEIGNASALAN FJÁRFESTING HF. Tryggvagötu 26 -101 Rvk. • S: 62-20-33 Lögfræóingar: Pótur Þór Sigurðsson hdl., Jónína Bjartmarz hdl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.