Morgunblaðið - 01.05.1987, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 01.05.1987, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 l.MAÍ Ekki allir sem geta fagnað í dag: Sagt upp störfum frá ogmeð 1. maí ÞAÐ ER óhætt að segja að það eru tímamót í lífi útibússtjóra Ljósmyndavara á Eiðistorgi, Guðrúnar Gunnarsdóttur, í dag hátíðisdag verkalýðsins því henni hefur verið sagt upp starfi frá og með þessum degi. Ástæðan að hennar sögn tilraunir hennar til að fá Iögboðnar launahækkan- ir 1. desember og 1. mars sl. greiddar bæði sér til handa og dóttur hennar, sem vinnur á sama stað. Hún segist ekki sjá fram á að fá aðra vinnu í sinni atvinnugrein, sem hún hefur tíu ára reynslu í, fyrr en þá í fyrsta lagi í haust. Auk Guðrúnar voru þær Kristín Þórsdóttir og Svala Amardóttir við störf í Hugföngum, sem er bóka- búð, og hjá Ljósmyndavörum á Eiðistorgi. Þama er um tvö fyrir- tæki að ræða og starfar Kristín hjá Hugföngum en þær Svala og Guð- rún, sem reyndar em mæðgur, hjá Ljósmyndavörum. Um mánaðar- mótin taka Hugföng yfír rekstur Ljósmjmdavara og hefur Svala fengið vinnu áfram hjá því fyrir- tæki. Þær stöllur vom mjög óhress- ar með meðferðina á Guðrúnu, sögðu þetta allt tilkomið vegna þess að hún hefði beitt sér við vinnuveit- andann sem nokkurs konar trúnað- armaður. Aðspurð sagðist Guðrún hafa leitað réttar síns hjá Verslun- armannafélagi Reykjavíkur. Þeir hefðu sagt að ekkert væri hægt að gera þar sem hún hefði ekki skrif- legan samning við vinnuveitenda. Hins vegar bæm henni þriggja mánaða laun. Vinnuveitandinn hefði hins vegar tjáð sér, að hann færi fremur í mál við hana en að greiða þá fjárhæð. Skiljanlega var þessi uppsögn Guðrúnar efst í hugum þeirra stall- systra. Varðandi launa og kjaramál almennt sögðu þær, að laun mættu vissulega vera hærri og þá sérstak- lega hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur. Kristín sagðist vera að kaupa íbúð og til þess að endar næðu saman yrði hún að vinna tvö- falda vinnu, fulla í bókabúðinni og síðan á veitingahúsi um kvöld og helgar. Svala sagði að eiginmaður hennar ynni svo að segja allan sól- arhringinn, væri í fullri vinnu á daginn og síðan stundaði hann leigubílaakstur á kvöldin, um nætur og helgar. Aðspurð sagði hún, að þau sæju ekki mikið hvort af öðm, en þetta þyrfti til þannig að þau gætu komið undir sig fótunum í lífínu. — Hver er ósk ykkar til handa launþegum í tilefni dagsins? Allar kváðu þær upp úr með að launahækkun væri það mikilvæg- asta. Lágmarkslaun þyrftu að vera 40-50 þúsund krónur. Þær vom spurðar í lokin, hvort sumarfríið væri skipulagt. Svala sagðist ekkert sumarfrí taka. Kristín sagðist ætla til Costa del Sol en Guðrún sagði sumarfríið óráðið og taldi ekki ólík- legt að það færi í atvinnuleit. F.P. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hafdís Ásgeirsdóttir er kennari að mennt en hefur starfað í banka frá þvi hún útskrifaðist einvörðungu vegna launamismunar. Hafdís Ásgeirsdóttir afgreiðslu- fulltrúi í Iðnaðarbankanum: Það borgar sig núna að fara í kennarastarfið Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þær sögðust hafa litlu að fagna 1. maí. Talið frá vinstri: Kristin Þórsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir og Svala Arnardóttir, en myndin er tekin i bókabúðinni Hugföng þar sem Kristín starfar og Svala mun starfa frá deginum í dag. „ÉG FINN verulegan mun á því eftir áramótin hversu lífsnauðsynj- ar eru dýrari. Þetta sést best hjá þeim sem eru með greiðslukort þar sem útgjöldin eru sundurliðuð. Þá hafa bankamenn dregist veru- lega aftur úr. Það borgar sig núna aftur fyrir mig að fara i kennarastarfið, sem það gerði engan veginn þegar ég lauk kennara- prófi. Þess vegna vinn ég í banka, en er þó búin að sækja um starf sem kennari", sagði Hafdís Ásgeirsdóttir afgreiðslufulltrúi i aðalúti- búi Iðnaðarbankans í Reykjavík. Hafdís lauk prófí frá Kennarahá- skóla íslands árið 1986 að loknu þriggja ára námi á háskólastigi. Þá borgaði sig engan veginn að hennar sögn að hefja kennslu vegna lágra launa. Hún þáði því það starf sem hún nú sinnir enda launin mun betri en byijunarlaun kennara voru þá. Hafdís segir aftur á móti að nú séu kennaralaunin orðin sex þúsund krónum hærri á mánuði, þó hún taki tillit til þrettánda mán- aðar bankastarfsmanna. Því hefur nú nú sótt um kennarastarf, enda hafi hugur hennar ætíð staðið til þess starfs. Varðandi stöðu launþega segist hún eiga fullt í fangi með að fram- fleyta sér einni og að hún fínni fyrir verulega þyngri framfærslu- byrði nú en fyrir síðustu áramót. „Mér fínnst alveg nógu mikið mál að framfleyta mér, greiða húsaleigu og lífsnauðsynjar, að ég tali ekki um ef ég fer út í að kaupa mér svo sem einn sófa í innbúið. Ég hreint og beint skil ekki hvemig fólk fer að því að fjárfesta í íbúðarhús- næði, jafnvel með böm á framfæri", sagði hún. Hún sagðist vonast til að ný ríkis- stjóm stæði við eitthvað af öllum þeim fögru loforðum sem glumið hefðu í hennar eyrum fyrir kosning- ar. —Hvers konar ríkisstjóm? „Mér lýst nú eiginlega ekkert á þetta en ég vil endilega fá Kvenna- listann í stjóm. Það em einu manneskjumar sem ég treysti til að standa við það sem sagt hefur verið. Þá fínnst mér svo sem allt í lagi að leyfa Alþýðuflokknum að spreyta sig á ný. Hafsdís sagði að lokum, er hún var spurð hvemig hún ætlaði að veija deginum. „Ég fer austur fyrir fjall að heimsækja fjölskylduna. Ef gott verður veður þá tek ég kannski þátt í skrúðgöngu, hver veit.“ - F.P. Gunnar Guðnason vagnstjóri hjá SVR: „ Við höfum dregist verulega aftur úr“ „Ég var á kafi i þessu áður fyrr, lét mig aldrei vanta í kröfugöngumar og ég verð að segja að fólk hafði töluvert meiri áhuga á þessu í gamla daga en nú. Lagði meiri vinnu í þetta og tók þátt af meira lífi og sál en nú. Pólitíkin var harð- ari og gat af sér eldmóð. Það kom meira að segja fyrir að til handalögmála kæmi, ef þjóð- ernissinnar og kommúnistar hittust undir fánum á föraum vegi,“ segir Gunnar Guðnason, fullorðinn strætisvagnabílstjóri sem við hittum að máli í skýli SVR á Hlemmi. Gunnar heldur áfram: „1. maí hefur því alltaf verið mér hugleikinn, þótt það hafí nokkuð dvínað á seinni árum. En þetta er baráttudagur verkalýðs- ins og hafði og hefur enn mikið gildi sem slíkur. Sem fyrr segir virðist mér áhuginn hafa verið almennari áður, en þess ber að geta, að það þurfti meiri baráttu fyrir mannsæmandi kjörum þá heldur en nú.“ Þýðir það að kjörin séu bara góð nú? „Það sagði ég ekki, hins vegar gera íslendingar meiri kröfur nú til dags en áður var. Áður var ekki verið að keppast við að eign- ast bíl eða sjónvarp. Þá var bara hugsað um að eiga til hnífs og skeiðar. Nú hef ég ekið hjá SVR í rúm 30 ár og er óhætt að segja að aldrei hafí vagnstjórar verið hálaunamenn. Hins vegar hafa kjörin verið misjöfn. Þegar ég var að byija voru þau léleg, en það breyttist til hins betra er við vor- um ráðnir sem fastir starfsmenn. Þá má heita að við höfum fengið greidd þokkaleg laun, en á seinni árum höfum við aftur dregist verulega aftur úr og síðustu miss- erin hefur verið nokkuð harðvítug kjarabarátta í gangi. Uppruna- lega vorum við á sams konar launum og Iögreglan, en nú mun- ar þar einum átta til tíu iauna- flokkum. Það eina sem heldur í menn er vonin um uppbót í formi yfírvinnu sem nóg er af og skýr- ingin á því er sú að launin eru svo léleg að það er sjaldan fuil- skipað. Aldrei er þó erfíðara að manna vagnana en á sumrin þeg- ar fríin standa yfir.“ En er ekki e.t.v. að rætast Morgunblaðið/Þorkell Gunnar Guðnason úr málum ykkar? Ertu ekki bjartsýnn? „Ég tel mig vera bjartsýnis- mann að því leyti að maður reynir ævinlega að sjá bjartar hliðar á öllum málum. Hins vegar hef ég enga ástæðu til að vera bjartsýnn hvað launa- málin varðar. Það byggi ég á þeim viðbrögðum sem kröfur okkar hafa fengið og ég sé ekki að við séum í nokkurri aðstöðu til að koma málum okkar á framfæri. Við getum á engan þrýst. Þess vegna er nú urgur í vagnstjórum þjá SVR.“ - gg-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.