Morgunblaðið - 01.05.1987, Side 32

Morgunblaðið - 01.05.1987, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 Vestur-Þýskaland:: Fórnarlömb nasista hljóta blessun páfa Katólska kirkjan sætir gagnrýni Köln, Reuter. FOR Jóhannesar Páls páfa II til Vestur-Þýskalands mun beina athygli manna að viðkvæmum kafla í sögu landsins og katólsku kirkjunnar. Tvö fórnarlömb nasismans verða tekin í samfélag hinna blessuðu en til þess þarf sérstakan úskurð páfa. Páfi kom til Vestur-Þýskalands gagnrýnt ógnarstjóm nasista í gær en þetta er í annað skiptið sem hann heiðrar landsmenn með nærveru sinni. Jóhannes Páll mun veita tveimur fómarlömbum nasis- mans, nunnunni Edit Stein og séra Rupert Mayer, blessun sína og verða þau þar með tekin í svon- efnt samfélag hinna blessuðu, sem er næsta stig við tölu dýrlinga í katólskum sið. Þau höfðu bæði harðlega og voru handtekin af þeim sökum. Edit Stein, sem var gyðingur, var tekin af lífí í útrýmingarbúð- unum í Auschwitz árið 1942 en Mayer lést árið 1945 en þá höfðu sveitir bandamanna frelsað hann úr fangabúðum. Þessi ákvörðun páfa hefur mælst illa fyrir meðal samtaka Reuter Katólska nunnan Edith Stein og jesúítapresturinn Rubert Mayer. gyðinga. Talsmenn þeirra hafa sagt að katólska kirkjan hafí eng- an rétt á að taka Edit Stein fram fyrir þær sex milljónir gyðinga Sovéskar stúlkur ganga til liðs við ungt „hefðarfólk“ Moskvu. Reuter. TVÆR sovéskar unglingsstúlkur, sem vilja ekki eiga samfélag við lúsablesa og larfaláka, hafa slegist í félagsskap ungmenna, sem dýrka og lofsyngja fallegt fólk, að þvi frá segir í blaði ungheija- hreyfingar Kommúnistaflokksins, Komsomolskaya Pravda. Blaðið nefnir þennan félagsskap „nýja hefðarfólkið". „Við skemmtum okkur eingöngu með fallegu fólki, þ.e. fólki, sem er andlitsfrítt," segja Helga og Veronika, sem eiga heima í Orel fyrir sunnan Moskvu, í bréfi til blaðsins. „Ef manneskja er ekki falleg, finnst okkur hún viðbjóðsleg. Við fyrirlítum ljótt fólk. Láttu þér ekki detta í hug, að við séum sjálfs- elskar. Við getum elskað, virt og fundið til með fólki, en vel að merkja: aðeins fallegu fólki,“ segir í bréfí stúlknanna. Þær segjast fara í bíó til að sjá franskar myndir og hafí gaman af að fylgjast með tískunni og pólitísk- um atburðum, einkum í auðvalds- löndunum, en hafí engan áhuga á áfengi eða eiturlyfjum. „Þið hafíð verið að skrifa um eiturlyfjaneytendur og þungarokk- ara. Hvers vegna? Þeir geta átt sín vandamál fyrir okkur. Hvað eruð þið að skipta ykkur af þeim?“ spyija stúlkurnar. Komsomolskaya Pravda og fleiri sovésk blöð hafa undanfarið beint athygli sinni að vandamálum ungs fólks, þar á meðal eiturlyfjaneyslu. sem týndu lífí í útrýmingarbúðum nasista á árum síðari heimsstyrj- aldarinnar. Katólska kirkjan í Vestur- Þýskalandi hefur verið gagnrýnd fyrir framgöngu hennar á vald- atíma Adolfs Hitler. Árið 1938 gerðu kirkjunnar menn sésrstakan samning við nasista þar sem staða kirkjunnar i hinu nýja ríkja var skilgreind. „Kirkjunni var of um- hugað um að veija sjálfa sig á þeim tíma og gerði sér ekki ljósa þá ábyrgð sem á henni hvíldi," sagði Rudolf Hammerschmidt, einn talsmaður katólsku kirkjunn- ar í Vestur-Þýskalandi. Páfi mun stjóma guðsþjónustu í Augsburg, sem bæði katólskir menn og mótmælendur munu sækja, til að leggja áherslu á sam- starf hinna ólíku kirkjudeilda. Páfí mun sækja heim tíu bæi og borgir og verður víðtæk örygg- isgæsla viðhöfð. Alls munu um 15.000 lögreglumenn gæta páfa og þess sem sérsveitir verða á varðbergi. Bangladesh: Bófaflokk- ur drap 2 og særði 80 á þorps- markaði Dhaka, Reuter. TVEIR voru skotnir til bana og 80 særðir, sumir alvarlega, er grímu- klæddir bófar réðust inn á þorpsmarkað ekki ýkja langt frá Dhaka, á mið- vikudagskvöldið. Sjónarvottar segja, að bófamir hafi verið allt að fímmtíu talsins og hafi þeir verið vopnaðir skammbyss- um og riflum. Þeir komu á markaðssvæðið í bænum Elliotganj, eftir að því hafði verið lokað. Bófamir bundu verðina og kefluðu, brutu síðan upp búðir og skutu á sofandi kaupmennina og aðvífandi menn, sem reyndu að stöðva þá. Nokkrir kaup- menn komust undan wog náðu í lögreglu. Þegar hún kom á vettvang vom illvir- kjamir á bak og burt. Þeir stálu hvers kyns góssi og auk þess peningum að jafn- virði um 1.5 millj. króna. Síðdegis í gær hafði lögregl- an ekki haft upp á ódæðis- mönnunum. Rymmae á pottaplömi arsala m Nú um helgina seljum við allar pottaplöntur með 20-50% afslætu. npRtni um verö: Polyscias (Sólhlífartre) 296f- 207-" sfizr- 274-- A&fr 285.- Sértilboð á pottahlífum í tilefni rýmingarsölunnar bióöum við einnig margar qerðir af fallegum, hvitum keramikpottahlífum a 30-40% afslætti. Fagleg þekking, - fagleg Þiónusta V Drekatré 59öT- 295-“ 790T- 395.- 99€fT- 495.- Gróðurtiúsinu við S'igtún: Símar36770-686340

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.