Morgunblaðið - 01.05.1987, Síða 33

Morgunblaðið - 01.05.1987, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 33 Strand Antonios Gramsci: Olían úr flutn- ingaskipinu í sovéskri lögsögu Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. MIKILL undirbúningur hefur verið undir oliuhreinsun í Kiijála- botni og hefur verið beðið eftir að ísa leysi til þess að hefja megi störf. Búist var við að olían, sem Iak úr sovéska tankskip- inu Antonio Gramsci, yrði kominn í skeijagarðinn við suður- strönd Finnlands, en nú virðist hún hafa borist í lögsögu Sovétríkjanna við strendur Eistlands. HOLMESIHUNDRAÐ ÁR John Barker í hlutverki hins víðkunna ofjarls hvers kyns glæpalýðs og undirheimahunda víkur sér fimlega undan höggi erkióvinar síns, prófess- ors Johns Moriarty, sem Anthony Howlett leikur. Holmes nýtur dyggrar aðstoðar hins sauðtrygga vinar síns, Watsons læknis. Átök þessi voru sett á svið á flugvellinum í Genf I Sviss af tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því að fyrsta sagan um Holmes kom út á prenti. Mennirnir þrír eru félagar í breska Sherlock Holmes félag- inu og eru þeir í pílagrímaför til Sviss ásamt sjötíu öðrum félögum til að fagna afmæii goðs- ins. I byijun febrúar láku u.þ.b. 700 tonn af hráolíu í sjóinn þegar olíu- flutningaskipið Antonio Gramsci strandaði á litlu skeri á leið til olíuhafnarinnar í Sköldvik austan við Helsinki. Ekki var unnt að ná olíunni upp vegna þess að stjórinn var ísi lagður. Hættu menn snar- lega við, en heildarmagn olíu, sem náðist upp úr hafínu á vetrarmán- uðum, var ekki nema nokkur tonn. Þegar ísa tók að leysa í Kiijála- Finnland: Sögnleg samstjóm Hægri- flokks og j afnaðarmanna Hclsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. FYRSTA ríkisstjórn eftir stríð þar sem hægrimenn fara með for- ystu tók við í gær í Finnlandi. Harri Holkeri seðlabankastjóri og fyrrum formaður hægri flokksins Kokoomus varð forsætisráðherra. Ráðherrar eru frá Hægri flokknum, Jafnaðarmannaflokknum, Sænska þjóðarflokknum og Landsbyggðarflokknum. Flestir ráðherranna eru án reynslu af störfum í ríkisstjórn enda hafa hægrimenn ekki setið í ríkisstjórn síðan 1966. Jafnaðarmenn hafa skipt um menn í ráðherrastólum og formlega var einróma ákvörðun tekin innan flokksins um þátttöku í ríkisstjórn Holkeris. Hinsvegar er vitað, að í flokknum hefur verið togstreita um hvem- ig ætti að bregðast við því fylgistapi, sem flokkurinn varð fyrir í kosningunum. Kalevi Sorsa, fyrrum forsætis- ráðherra og núverandi utanríkisráð- herra, tilkynnti á miðvikudaginn að hann ætli að segja af sér for- mennsku í Jafnaðarmannaflokkn- um á flokksþingi í sumar. Væntanlegur eftirmaður Sorsa er núverandi þingflokksformaður jafn- aðarmanna, Pertti Paasio, en faðir hans Rafael var formaður flokksins Finnland: Seðlabankastjóri sest í forsætisráðherrastól Hclsinki, Reuter. HARRI Holkeri seðlabankastjóri var í gær settur í embætti forsætis- ráðherra Finnlands. Hann verður leiðtogi fyrstu stjóraar hægri og vinstri afla, sem mynduð hefur verið í Finnlandi. Sérfræðingar segja að reynsla Holkeris frá því hann var forseti bæjarstjómar Helsinki 1980 muni koma honum til góða í stjómarsam- starfi hægri manna, jafnaðar- manna, Sænska þjóðarflokksins og Landsbyggðaflokksins. Holkeri er fimmtugur, hávaxinn, snöggur og viðkunnanlegur. Hann varð formaður flokksins árið 1970 og var einnig kosinn á þing það ár. Hann leiddi flokkinn í átt að hinni pólitísku miðju og fylkti honum bak við hina yfirlýstu vináttu við Sovét- menn, en Finnar eiga 1300 km löng landamæri að Sovétríkjunum. Hann sagði af sér formennsku í flokknum og afsalaði sér þingsæti þegar hann var gerður að banka- stjóra Seðlabankans árið 1978. Starfaði hann í fyrstu undir Mauno Koivisto forsætisráðherra, sem kjörinn var forseti Finnlands árið 1982. Holkeri hefur verið hvatamaður að því að hægri menn og jafnaðar- menn ynnu saman í ríkisstjóm, en þessir flokkar hafa oft verið saman í bæjar- og sveitarstjómum og eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta á sviði landsbyggða- og viðskipta- máta. Sérfræðingar segja að Holkeri hafi látið undan ýmsum kröfum til að gera mætti sameiginlega stefnu- skrá stjómarinnar. Ætti það sérs- taklega við um kröfur jafnaðar- manna um aukið atvinnuöryggi og önnur verkalýðsmál. á undan Sorsa. Einn af áherslupunktum í stjóm- arsáttmála ríkisstjómar Harri Holkeri er róttækt endurskipulag skattamála. Staðgreiðslukerfi skatta hefur að vísu verið í gildi áratugum saman, en nú vilja menn einfalda skattakerfið. Heimildum til skattafrádráttar á að fækka og jafna á skattbyrði á öllum tekjum. Nú verða menn t.d. oft að borga 50% skatt af aukatekjum. Myndun nýrrar ríkisstjómar í Finnlandi var einnig þáttur í for- setataflinu. Núverandi forseti, Mauno Koivisto, ákvað að láta Harri Holkeri, forsetaefni hægrimanna, mynda stjóm til þess að koma í veg fyrir að Paavo Váyrynen forsetaefni miðflokksmanna kæmist í stjórn. Váyrynen hefur harðlega gagnrýnt stjómarmyndun jafnaðarmanna og hægrimanna án miðflokksmanna. Þessi stjórn er fyrsta meirihluta- stjómin í Finnlandi sem miðflokks- menn (áður bændaflokksmenn) eiga ekki aðild að. Nú verða mið- flokksmenn að reyna hvemig gengur að vera í stjórnarandstöðu ásamt með tveimur kommúnista- flokkum, Kristilega flokknum og þremur þingmönnum græningja. Finnar ganga til kjörborðs aftur í ársbyijun 1988, en þá kjósa þeir forseta til næstu sex ára. Oft hefur komið fyrir að ríkisstjómin hefur fallið um leið, en hingað til hafa menn samt gert ráð fyrir að stjórn Harri Holkeri sé mynduð fyrir allt kjörtímabil þingsins. Þrátt fyrir að jafnaðarmenn og hægrimenn séu með hreinan meiri- hluta á þingi var ákveðið að styrkja hann enn með því að taka Sænska þjóðarflokkinn og Landsbyggðar- flokkinn með f stjóm. Verkaskipting í nýju stjóminni er þannig að hægri menn em með forsætisráðuneytið og fara með völd í ráðuneytum efnahags- fram- leiðslu- og viðskiptamála. Jafnaðar- menn hafa hinsvegar utanríkis- og félagsmálaráðuneytið. Jafnaðar- menn og hægfrimenn skipta á milli sín fjármálaráðuneytinu. Sænski þjóðarflokkurinn sér um menntamál og vamarmál og Landsbyggðar- flokkurinn hefur formann sinn í embætti samgöngumálaráðherra. botni fyrir skömmu vom menn boðnir og búnir til að ná olíunni upp úr sjónum undan suðurströnd Finnlands áður en hana bæri á fjörur. En olíumengun er mun hættulegri við strendur en á hafí úti. Um leið og ísa leysir koma farfuglar, einkum þá sjófuglar, sem eiga heima á ströndum skeija- garðsins. Þessir fuglar em dauðadæmdir ef olía kemst í fjaðr- ir þeirra. Finnska umhverfismálaráðu- neytið og aðrir aðilar, sem fást við vamir gegn olíumengun, hafa reynt að ná saman sjálfboðaliðum til þess að hreinsa strendur og sker strax ef olíuflákann bæri að landi. En þegar reynt var að finna olíuna úr flugvél fyrir nokkmm dögum kom í ijós að hana bar suðaustur, í átt að suðurhluta Kiij- álabotns. Og þegar umhverfís- málaráðuneytið skömmu síðar efndi til kynnisferðar blaða- og fréttamanna var ekki lengur unnt að skoða flákann vegna þess að hann var kominn í sovéska lög- sögu. Ekki er vitað hvort Sovét- menn em í stakk búnir til að hreinsa olíuna upp úr sjónum, en nokkur olíuhreinsunarskip þeirra fyigdust fyrr í vetur með olíuflák- anum er hann var í fínnskri lögsögu. ERLENT Svíþjóð: Heimta tekjuskatt af Frank Sinatra Stokkhólmi, Reuter. SÖNGVARINN og skemmti- krafturinn Frank Sinatra mun þurfa að greiða skatt af tekjum sínum af hljómleikum, sem hann ætlar að halda í Svíþjóð síðar á 1 hann Suður- Nýja ríkissljórn Finnlands MAUNO Koivisto forseti setti ráðherra nýju ríkisstjórnarinn- ar í Finnlandi voru settir í embætti í gær. í stjórninni sitja átta hægri menn, sjö jafnaðar- menn, tveir úr Sænska þjóðar- flokknum og einn úr Landsbyggðaflokknum. Þessir menn sitja í stjóminni: Harri Holkeri forsætisráðherra (hægri maður), Kalevi Sorsa ut- anríkisráðherra, Matti Louekoski dómsmálaráðherra, Kaj Barlund umhverfismálaráðherra, Jarmo Rantanen innanríkisráðherra (jafnaðarmenn), Ole Norrback varnarmálaráðherra (Sænska þjóðarflokknum), Erkki Liikanen fjármálaráðherra (jafnaðarmað- ur), Ulla Puolanne aðstoðaifyár- málaráðherra (hægri maður), Ilkka Suominen viðskipta- og iðn- aðarráðherra (hægri maður), Christoffer Taxell menntamála- ráðherra (Sænska þjóðarflokkn- um), Anna Liisa Piipari (jafnaðar- maður), Toivo T. Pohjola land- og skógræktarráðherra (hægri maður), Pekka Vennamo sam- gönguráðherra (Landsbyggða- flokknum), Pertti Salolainen viðskiptaráðherra, Helena Pesola félagsmála- og heilbrigðisráð- herra (hægri menn), Taija Halonen aðstoðarfélagsmála- og heilbrigðisráðherra, Matti Pu- hakka atvinnumálaráðherra Ö'afnaðarmenn) og Ilkka Kanerva stjómsýsluráðherra (hægri mað- ur). þessu ári, vegna þes hefur komið fram Afríku. Þetta var | tilkynnt í sænska fjármálaráðu- neytinu á mið- vikudag. Sænsk yfirvöld veita erlendum skemmtikröftum venjulega undan- þágu frá skatti. En beiðni um að Sinatra verði und- anþeginn skatt- heimtu hefur verið hafnað vegna þess að hann er á svört- um lista Samein- uðu þjóðanna yfír listamenn, sem komið hafa fram í Suður-Afríku, að því er ráðuneytið sagði. Norðmenn hafa bannað útitón- leika, seni Sinatra ætlaði að halda í Noregi á þessu ári. Frank Sinatra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.