Morgunblaðið - 01.05.1987, Síða 42

Morgunblaðið - 01.05.1987, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 Músíktilraunir Tónabæjar og Bylgjunnar 1987: Lok und- anúrslita Síðasta kvöld undanúrslita Músíktilrauna Tónabæjar og Bylgjunnar var ' fimmtudags- kvöldið 23. aprfl. Þá keþptu sex hljómsveitir um að fá að taka þátt í úrslitunum sem vera áttu daginn eftir. Greinilegt var að áhugi manna fór vaxandi enda var á fimmta hundrað áheyr- enda mætt til að hlýða á hljómsveitirnar, mesta aðsókn að tilraununum þetta árið. Það var auðheyrt á fyrstu hljómsveitinni sem kom á sviðið að í vændum var mikið gítar- kvöld. Það var Bláa bflskúrs- bandið sem hóf kvöldið og segja má að gítarleikari hljómsveitar- innar hafi stolið senunni með afbragðs gítarleik þrátt fyrir ung- an aldur. Ekki dugði það þó til, aðrir í hljómsveitinni gerðu ekki meira en rétt hanga í honum. Hann lét það þó ekki á sig fá og lék á gítarinn í öllum mögulegum og ómögulegum stellingum og greip til tannanna þegar mikið lá við. Þungarokksveitin Bootlegs úr Garðabænum var næst á sviðið. Þeir félagar ætluðu sér að spila „speed" þungarokk og stóðu við Ljósmynd/BS það í fyrstu átti gítarleikari sveit- Gítarleikari Bláa bískúrsbandsins sýndi ótrúlega tilburði eins og sjá arinnar í nokkrum erfíðleikum “*• Senuþjófur kvöldsins. slenskt rokk af Akranesi: Óþekkt andlit. með gítarinn og sleit í honum streng fyrir rest. Hann lét þó ekki hugfallast og greip til varagítars sem var öllu minni um sig en sá sem brást. Hljómurinn var þó ekki minni, reyndar betri en í þeim fullvaxna. Ekki náðu þeir til áheyrenda þrátt fyrir þéttan leik sem sást vel þegar gítarleikari/ söngvari sveitarinnar spurði áheyrendur eftir tvö lög hvemig þeim líkaði „speed“ið. Varð fátt um svör. Næstir á sviðið vom Fagmenn úr Reykjavík. Þeir höfðu nokkurn viðbúnað, vom allir í einskonar einkennisbúning, ljósum ryk- frökkum, og höfðu með sér á svið tvær stúlkur til að syngja bak- raddir og dansa með. Einnig höfðu útsendarar þeirra dreift textablaði með þokkalegum íslenskum text- um meðal áheyrenda. Þá mátti glöggt heyra að það var stór hóp- Bláa bískúrsbandið Stuðkompaniið kom ölliun í stuð og fékk alla til að klappa með. „Speed“-rokkarar úr Garðabænum. Takið eftir gítarnum smávaxna. Ungfrú Vestfirðir kjörin í Uppsölum ÚRSLITAKEPPNI um titilinn „Ungfrú Vestfirðir“ verður hald- in í veitingahúsinu Uppsölum á ísafirði í kvöld, 1. maí. Fimm stúlkur taka þátt í keppninni og mun Hólmfriður Karlsdóttir, fyrrum alheimsfegurðardrottn- ing, krýna sigurvegarann laust eftir miðnætti. Kvöldið hefst með borðhaldi klukkan 20.00 og á meðan réttir verða bomir fram munu stúlkumar sýna fatnað fi-á Tískuhúsinu, íþróttagalla frá Sporthlöðunni og sundboli frá Krismu. Salarkynni Uppsala munu verða blómum skreytt og mun Sigurður Sigurðs- son í Blómabúðinni sjá um þá hlið. Á miðnætti ganga stúlkumar í salinn klæddar síðkjólum og verða þá tilkynnt úrslit um bestu ljós- myndafyrirsætuna, vinsælustu stúlkuna og hápunktur kvöldsins, krýning Ungfrú Vestfjarða 1987. Því næst verður húsið opnað fyrir dansgesti. Keppendur eru: Bergrós Kjart- ansdóttir 19 ára nemi, Hrafnhildur Amardóttir 20 ára hárskeri, Guð- rún Anna Valgeirsdóttir 17 ára nemi, Hrefna Bjamadóttir 22 ára nemi og Málfríður Hjaltadóttir 19 ára nemi. Dómnefnd skipa auk Hólmfnðar Karlsdóttur, Olafur Laufdal veitingamaður, Friðþjófur Helgason ljósmyndari, Ólöf Thorlacius bæjarstjórafrú á Ísafírði pg Sigríður Jakobsdóttir, ungfrú ísafjörður 1985.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.