Morgunblaðið - 01.05.1987, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 01.05.1987, Qupperneq 57
57 hafa í meðvitund mína. Það var á jóladag 1985. Anna var þá svo veik að hún megnaði ekki að vera við guðsþjónustu í kirkjunni. Állir fundu að styrkasta stoðin var þama allt í einu ekki. Fólk var vant því að hún leiddi safnaðarsönginn og að hljómfögur rödd hennar fyllti Skálholtskirkju. Svo hafði hún alltaf verið með af lífí og sál við allt það sem fram fór i kirkjunni. En hún átti þama hug okkar allra og áhrifa hennar gætti greinilega þó að sjálf væri hún fjarverandi. Að lokinni messu spurði söngstjóri kirlgunnar séra Guðmund Óla hvort hann teldi að Anna myndi hafa ánægju af að kórinn vitjaði hennar á heimili þeirra hjóna og sjmgi fyrir hana jólasálmana. Hann taldi það fullvíst. Síðan gengu kórfélagar fylktu liði frá kirkjunni að prestsbústaðnum. Þegar inn kom var þeim fagnað af húsfreyju, sem þrátt fyrir líkamlega vanlíðan lét engan bilbug á sér fínna og vildi að vanda veita þeim sem að garði bar einhverjar góðgerðir. Ég sé hana fyrir mér tiginmannlega og giæsilega útlits, í ljósbláum silki- slopp með stóra sælgætisöskju í fanginu sem hún bauð úr á báða bóga. Þannig var hún alltaf söm við sig, hún Anna. Annað atvik, eitt af mörgum svipuðum. Sr. Guðmundur Óli kem- ur hlaupandi jrfir til okkar mæðgna: „Anna bað mig spyija hvort þið vilduð ekki borða með okkur. Við vissum af ykkur einum í skólan- um.“ — Þessi heimboð voru ávallt hátíð, ekki síður fyrir dóttur mína 8 ára en mig. Þau hjón kunnu þá fágætu list að umgangast smáfólk eins og alvöru manneskjur. Og það féll í góðan jarðveg. í desember síðastliðnum hringdi Anna í mig og spurði hvort ég vildi taka þátt í samverukvöldi í Bræðra- tungukirkju með þeim hjónum og nokkrum öðrum, með því að spila á orgel og lesa e.t.v. eitthvað fal- legt tengt jólunum. Mér var það sönn ánægja. — Kvöldið var fag- urt. Það var stjömubjart, tunglskin og norðurljós. Alhvít jörð. Sam- vemstund með sanntrúuðu fólki á sögustað. — Það var aðventa. Við bjuggum okkur saman undir þá ljóssins hátfð sem i' hönd fór. — Yfir þessu kvöldi ríkti sams konar birta og jrfír minningu ftú Önnu í Skálholti. Guð blessi hana og styrki sr. Guðmund Óla, Sigrún Steingrímsdóttir Kveðja frá Skálholtskórnum Sumarið gekk í garð með birtu og yl. Á öðmm degi sumarsins kom kaldur gustur. Mikilhæf kona og góð vinkona, Anna Magnúsdóttir í Skálholti, lést snemma að morgni 24. apríl. Hún hafði baríst af hetjuskap við veikindi um alllangt skeið, trúin á lffíð var sterk, trúin á bata og allir vonuðust eftir að svo yrði. En örlög- in em undarleg og er erfítt að sætta sig við að þeir sem okkur fínnst að eigi langa dagleið framundan séu hrifnir burtu héðan. „Hönd er stirð og hjartað slær ei meir, harpan þögnuð, brostinn strengur hver.“ Þessar ljóðlínur Gunnars Dal komu mér í hug eftir þessa fregn. Það var vorið 1955 að ung hjón fluttust í sveitina og hófu búskap á prestsetrinu á Torfastöðum. Ungi bóndinn var nýkosinn sóknarprest- ur í Skálholtsprestakalli og kona hans var sú sem hér er kvödd. Síðar fíuttu þau í Skálholt eftir að prest- seturshús hafði verið byggt þar. Vorið sem þessi hjón komu í sveit- ina hófu önnur hjón einnig búskap Gjafavörurog skreyting- arviðölltækifæri BLÓMABÚÐIN RUNNI Hrísateig 1 38420 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 í sömu sveit, sá er þessar línur rit- ar og kona hans. Það má segja að þessi tvenn hjón hafí ætíð fylgst að síðan og bundist góðum vinar- böndum. Það er ekki vandalaust að vera húsmóðir á prestsetri, standa við hlið prestsins í sveitarfélagi við all- ar athafnir á gleði- og sorgarstund- um. Þessum vanda var hún vel vaxin. í mfnum huga var Anna Magnúsdóttir einstök kona. Enga konu þekki ég sem átti jafn gott með að taka á móti gestum og hún. Hún var framúrskarandi greind kona og átti því gott með að ræða við fólk, hafði ákveðnar skoðanir á málum og var ein af þessu skemmtilega fólki sem þorir að láta skoðanir sínar í ljós, hvort heldur er á stjómmáium, bókmennt- um eða öðru. Þegar Skálholtskórinn var stofn- aður var Anna ein af stofnendum hans. Hún söng alla tíð með þar til veikindin fóm að gera vart við sig og vama henni að sjmgja. Anna hafði mikla og góða söngrödd, var lagviss og leiddi því oft söng. Við félagar hennar í Skálholtskómum söknum hennar sárt. Við þökkum henni samfylgdina í kómum og annars staðar, þökkum henni allar stundimar á heimili hennar í Skál- holti, þökkum henni hvatningarorð, þökkum henni samræðustundir, al- varlegar og léttar, þökkum henni hlýja handtakið og blíða brosið. Það er mikil eftirsjá í jafn mik- illi hæfíleikakonu og Anna var. Við hljótum að sakna hennar, ekki hvað síst í sóknarkirkjunum, þar sem hún leiddi söng af gleði og innlifun. En mestur er þó söknuðurinnhjá manni hennar, sr. Guðmundi Óla Ólafs- sjmi. Anna ólst upp við guðstrú frá bamæsku og var áreiðanlega vel undir ferðina hinstu búin. Foreldrar hennar vom séra Magnús Guð- mundsson og Rósa Thorlacius. En eitt er víst að okkur em hulin rökin fyrir því að annar eins kvistur og Anna Magnúsdóttir skyldi vera svo fljótt af höggvinn. En vegir Guðs em órannsakanlegir. Hlutur okkar getur ekki orðið meiri en kveðja hana hinstu kveðju — með sámm trega. Sigurður Þorsteinsson Þegar frú Anna Magnúsdóttir er nú kvödd hinztu kveðju, vakna margar góðar minningar í hugum okkar. Við áttum við hana samstarf og nutum vináttu hennar og ná- grennis allt frá því að hún fluttist með manni sínum að Torfastöðum. Allar em þessar minningar þess háttar, að þær vekja þakklæti og virðingu. Frú Anna var mikilhæf kona. Framganga hennar einkenndist af skapfestu og skömngsskap. Hún var höfðingi í lund. Það þekkja þeir flölmörgu, sem nutu gestrisni hennar. Höfðingslund frú Önnu kom skýrast fram og kom sér hvað best þau ár sem hún var prestsfrú í Skálholti. Þar mættu henni stór verkefni, og hún lagði á sig ofur- mannlega vinnu og erfiði til þess að prýða þúsundum manna komuna í Skálholt. Þetta allt var henni ljúf þjónusta við kirkju og kristni. Á þeim stað mun hennar lengi minnst og mörgum mun þykja önnur kom- an að Skálholti. Allt þetta þökkum við um leið og við biðjum góðan Guð að blessa minningu Önnu Magnúsdóttur og hugga og styrkja þá sem hana syrgja. Stefanía og Sigurður Pálsson Selfossi. Líklega hef ég aldrei kynnst nokkurri konu, sem ég mundi frek- ar velja þá umsögn að hafí verið skörungur í öllu fasi og starfí en Önnu Magnúsdóttur. Hvar sem hún var bar hún með sér dugnað og reisn á þann hátt sem var fátíður. Hún var alin upp á heimili þar sem það var sjálfsagt mál að standa mjmdarlega að öllu. Sú hugsun sem þar Iá að baki var virðing fyrir fagn- aðarerindinu um Jesúm Krist. Þar væri erindi sem þyrfti að koma á framfæri. Þar væri starf prestsins og heimilis hans ríkur þáttur. Það að veita þjónustu í ríki Guðs var sjálfsagt mál. Þá hugsjón bar hún með sér á heimili þeirra Guðmundar Óla þannig að fáar hliðstæður eru til. Þar voru þau hjón samhent í lífsstarfínu, óþrejrtandi við að fóma og vinna. Það er líka nokkurs virði fyrir söfnuði að hafa þannig prests- heimili, sem Anna veitti forstöðu, að ég tali ekki um stað eins og í Skálholti. Við hjónin vorum rétt unglingar þegar leiðir okkar og Skálholts- hjóna fóru verulega að liggja saman. Oft vomm við langdvölum með þeim. Þaðan eigum við minn- ingar sem gott er að verma sig við, um samverustundir í Skálholti og hestaferðir inni í óbyggðum. Þar var Anna áræðin, kát og skemmti- leg í öllu og átti ríkastan þátt í að móta allt. Hún var afskaplega ákveðin kona og hafði sínar ákveðnu skoðanir. Að láta þær skoðanir í ljósi var henni eiginlegra en allt annað. Þá var oft gaman að ræða saman, kannski mest þegar við vomm ekki sammála. Þar var okkur dýrmætt að læra af reynslu þeirra hjóna og taka út þroska í skjóli þeirra. En það, sem var þó enn dýrmætast var að Anna í hreinskilni sinni rejmdist alltaf einn sá einlægasti og hlýjasti vinur, sem hægt var að eiga. Það fundum við hjón líka svo oft, þegar starfsvettvangur okkar seinna varð þar nær og ferðimar milli heimil- anna urðu yndislega tíðar. Við teljum það lífsgæfu að hafa átt þau hjón að góðum vinum. Fyrir það sem þau hafa kennt okkur og upp- örvað emm við þakklát. Anna Magnúsdóttir er kölluð burt miklu fyrr en við hefðum vilj- að. Um það emm við ekki spurð. Þó vitum við að allt okkar ráð er í hendi þess Guðs sem sendi son sinn í heiminn til þess að sigra dauðann. Það gefur okkur djörfung og getu til þess að vera þakklát, til að geta horft frá dauðanum til lífsins. Þannig emm við vinir þeirra Skálholtshjóna þakklát, en horfum fram í krafti frelsara okkar. Blessuð sé minning Önnu Magnúsdóttur. Valgeir Astráðsson t Faöir okkar, GUÐMUNDUR VALDIMAR TÓMÁSSON bifreiðastjóri, Hrafnistu, áAurtil helmllis að Laugateigl 19, Reykjavlk, lézt að morgni 30. apríl. Bttmln. t Faöir minn, PÁLL NORÐMANN BJÖRNSSON, lést I Borgarspítalanum 29. aprfl sl. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Slgurður Svenrlr Pálsson. t Eiginmaöur minn, faöir okkar og sonur, SIGURÐUR ANDRI SIGURÐSSON, Vesturbergl 36, lést mánudaginn 27. apríl. Sesselja Magnúsdóttir, Kristlnn Slgurösson, Hildur Siguröardóttir, Siguröur Andri Sigurðsson, Svava Sfmonardóttir. t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUÐMUNDUR HREINN GfSLASON, bóndi á Uxahrygg, lést í Borgarspítalanum 18. apríl. Útförin veröur gerð frá Odda- kirkju á Rangárvöllum laugardaginn 2. maí kl. 14.00. Magnús Guðmundsson, Dýrfinna Guömundsdóttir, Erlingur Guðmundsson, Árný Guðmundsdóttir, Ingibjörg Guömundsdóttir, Gfsli Guömundsson, Guðmundur Hólm Bjarnason, Kristjana Ólafsdóttir, Trausti Runólfsson, Sigurvina Samúelsdóttir, Kristmann Jónsson, Emil Ragnarsson, Helga Narfadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móöir okkar, ELÍN SIGURJÓNSDÓTTIR, Garövangi, Garöi, veröur jarösungin frá Keflavfkurkirkju laugardaginn 2. maí. kl. 14.00. Guðlaug Torfadóttir, Kristfn S. Gilson og fjölskylda. t Faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, GUNNAR ÁSGEIRSSON frá Fögrubrekku, dvalarheimilinu Höfða, veröur jarösunginn frá Akraneskirkju laugardaginn 2. maíkl. 11.30. Sigvaldi Gunnarsson, Sigurlaug Garöarsdóttlr, Bjarndfs Gunnarsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttlr, Stefán Kjartansson, Karl Þórðareon, Ingibjörg Sölvadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför AÐALSTEINS HÖSKU LDSSONAR, sem lést í fjórðungssjúkrahúsinu á Akranesi 17. þessa mánaöar veröur gerð frá Langholtskirkju mónudaginn 4. maí kl. 13.30. Fyrir hönd barna og barnabarna, Helga Aðalstelnsdóttir. t Útför eiginmanns mins, sonar okkar, fööur, tengdafööur, afa og bróður, SIGURÐAR ÖGMUNDSSONAR frá Litla-Landi, Vestmannaeyjum, fer fram frá Selfosskirkju á morgun laugardag 2. maí kl. 16.00. Þórunn Traustadóttlr, ögmundur Ólafsson, Guðrún Jónsdóttir, Inga Dóra Sigurðardóttlr, Friðrlk Karlsson, Ogmundur Brynjar Slgurðsson, Elsa Karin Sigurðsson, Anna Linda Sigurðardóttlr, Magnús Hermannsson, barnabörn og systkini hins látna. t Þökkum auösýnda samúö og vinóttu viö andlót og útför, INGUNNAR GRlMSDÓTTUR, Stlgahlfð 6, Reykjavfk, Fyrir hönd barnabarna, Laufey Krlstjónsdóttir, Jón Slgurjónsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.