Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Bírgðastaðan eðlileg og eft- irspurn eykst - segir Hjalti Einarsson framkvæmdastjóri „BIRGÐASTAÐAN hjá okkur er mjög eðlileg," sagði Hjalti Ein- arsson, framk væmdastjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, í samtali við Morgunblaðið i gær. Hann sagði að SH hefði geymt fisk erlendis fyrir frystihús, sem eiga aðild að SH, en í litlum mæli. Útvegsbankinn hefði beðið SH að selja afurðir frá einu frystihúsi á Suðurnesjum en það ætti ekki aðild að SH. Hjalti sagði að eftirspum vestan hafs hefði aukist upp á síðkastið þó blokkin stæði enn veikt. „Við eigum engar birgðir frá árinu 1986 og nánast engar frá því í fyrra. Við eigum um 15 þúsund tonna birgðir að meðaltali sem er mjög lítið miðað við það sem var fyrir tveimur, þremur árum en mik- ið miðað við birgðimar fyrir ári vegna mikillar sölu þá. Við eigum mun minni birgðir en á árunum 1980 til 1984 og það er mjög slæmt frá sjónarmiði sölumanna að eiga Siglunes- bóndi ýtir í Grímsey STEFÁN Einarsson bóndi í Siglunesi er nú staddur með ýtu sina i Grímsey. Þangað var h»nn fenginn til að vinna að undirbúningsvinnu við lengingu flugbrautarinnar i eynni. Að sögn Alfreðs Jónssonar fréttaritara Morgunblaðsins í Grímsey er ætlunin að lengja flugbrautina úr 800 metrum f 1.200 metra. Vinna Stefáns felst í að ýta jarðvegi af klöppum við núverandi brautarenda en síðan er reiknað með að sprengja þær næsta vor. Flugbrautin í Grímsey þykir of stutt, en Flugfélag Norður- lands er með áætlunarferðir til Grímseyjar. Er flogið þrisvar á viku yfír vetrartfmann en sjö sinnum yfír sumarið. engar birgðir. Við erum búnir að frysta um 63 þúsund tonn á þessu ári sem er 2 til 3% minna en á sama tíma f fyrra,“ sagði Hjalti. „Birgðimar geta verið mjög mis- munandi miklar frá viku til viku,“ sagði Hjalti. „Til dæmis fara 2 þús- und tonn með Hofsjökli til Banda- ríkjanna í næstu viku. Framleiðslan í ár gæti orðið jafn mikil og í fyrra en þá framleiddum við 94.611 tonn. Ég hef grun um að við frystum meiri síld en í fyrra þár sem verð fyrir frysta síld er gott í Japan og við eigum mikla sölumöguleika í Evrópu. Það er hugsanlegt að frystitogarar kaupi síld af bátunum til að frysta. Hins vegar er bræðsluverðið gott núna og það getur verið að bátamir vilji frekar selja sildina til bræðslu. Eftirspum eftir framleiðslu okk- ar er farin að aukast f Bandarílq'un- um. Blokkin stendur að vlsu veikt en það horfir betur með aðrar afurð- ir. Dótturfyrirtæki okkar í Banda- ríkjunum, Coldwater Seafood Corp- oration, samdi nýlega um sölu til veitingahúsakeðjunnar Long John Silver í Bandaríkjunum fyrir tíma- bilið október til desember næstkom- andi. Coldwater samdi um óbreytt verð og sölu á lftið eitt meira magni en á tímabilinu júlí til september," sagði Hjalti Einarsson. Morpinblaðið/Kristján Arngrimsson Einbjörn, Tvíbjörn, Þríbjörn Loðnuveiðarnar: Skipin að fara aft- ur á veiðar LOÐNUSKIPIN eru að fara aftur á veiðar eftir að hafa sáralítið veitt á þessari vertíð. „Við löndum hjá hæstbjóð- anda,“ sagði Sigurður Kris- tjónsson, skipstjóri á Skarðsvík SH, í samtali við Morgunblaðið. „Ég reikna ekki með að við löndum erlendis fyrr en þá eft- ir áramót þegar loðnan er kom- in austur fyrir land. Við höfum landað nokkrum sinnum í Fær- eyjum eftir áramót og nú greiða Færeyingar 4 þúsund krónur fyrir tonnið af loðnu og fersk- leikabónus. Verksmiðjumar á Neskaupstað og Eskifirði greiða 3.300 krónur fyrir tonnið og það er í rauninni minna en í fyrra eftir tvær gengisfelling- ar og hækkað afurðaverð," sagði Sigurður Kristjónsson. „Við höfum ekkert jákvætt frétt af færeysku skipunum. Þijú þeirra erú á heimleið með um 2 þúsund tonn af loðnu sem er orðin göm- ul. Það kostar um eina milljón króna á viku að halda bæði Jóni Kjartanssyni og Hólmaborg úti og því sendum við einungis annað þeirra til loðnuleitar núna,“ sagði Þorsteinn Kristjánsson hjá Hrað- frystihúsi Eskiflarðar. Jón Kjartansson SU, skip Hrað- fiystihúss Eskifjarðar hf., fór út í gær, Háberg GK, skip Siglubergs hf. I Grindavík, fer út í dag, og Skarðsvík SH, skip Skarðsvíkur hf. á Hellissandi, fer út í kvöld eða fyrramálið. Óákveðið er hins vegar hvenær Hólmaborg SU, skip Hrað- frystihúss Eskifjarðar, og Börkur NK, skip Síldarvinnslunnar hf. á Neskaupstað, fara aftur út. Norðmenn bjóða 5.100 til 5.400 kr. fyrir loðnutonnið HÉRLENDIS eru nú staddir Norðmenn sem bjóða 5.100-5.400 krónur fyrir tonnið af loðnunni kominni til Noregs, en verð sem talað hefur verið um að verk- smiðjurnar greiði hér er um 3.000 krónur. Auk þess bjóða Norðmennimir olíulítrann á 5,80 krónur, en hann kostar hér á landi 9,20. „Ríkisverksmiðjumar hafa talað um 3 þúsund krónur fyrir tonnið af loðnunni, sem okkur fínnst alveg fáránlegt miðað við núverandi markaðsverð," sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, í samtali við Morgunblaðið. „Við furðum okkur á þeim yfirlýsingum þeirra að það eigi að þvinga menn til viðskipta við þá með banni við sölu á loðnu erlendis, þar sem borg- að er miklu hærra verð.“ Kristján sagði að Norðmennimir hefðu kynnt þetta á fundi með út- vegsmönnum í gærmorgun. Lægra olíuverð minnkaði flutningskostn- aðinn vemlega. Hann yrði jafnvel Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráherra: Hvatt til umræðna í skólum um verndun móðurmálsins Menntamálaráðherra, Birgir ísleifur Gunnarsson, hefur sent skólastjórum allra grunn- og framhaldsskóla bréf ásamt álits- gerð um málvöndun og fram- burðarkennslu í grunnskólum. í bréfinu er þess farið á leit við skólastjóra að þeir veki athygli kennara á álitsgerðinni. Kenn- arar eru hvattir til þess að kynna sér efni hennar og þess vænst að hún verði til þess að auka umræður um verndun islenskrar tungu og efla mál- vöndun og framburðarkennslu í skólum. Menntamálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að mikill áhugi væri á því að bæta enn frek- ar kennslu í íslensku í skólum landsins. „Við verðum að gæta vel að móðurmálinu," sagði ráðherra. Álitsgerðin var unnin af nefnd sem menntamálaráðherra skipaði í Icjölfar ályktunar sem samþykkt var á Alþingi í maí 1984. í nefnd- inni sátu Baldur Jónsson, prófessor og forstöðumaður íslenskrar mál- stöðvar, Höskuldur Þráinsson, prófessor, Indriði Gíslason, dósent, og Guðmundur B. Kristmundsson, þáverandi námstjóri í íslensku, og var hann formaður nefndarinnar. Nefndin lauk störfum árið 1986 og skilaði „Álitsgerð um málvönd- un og framburðarkennslu í grunn- skólum" ásamt fylgiskjali „Um islenskan framburð, leiðbeining- ar“. Menntamálaráðherra sagði að ástæðan fyrir því að skólunum sé sent þetta erindi núna sé einfald- lega vegna þess að vinnsla á áliti nefndarinnar hefði ekki verið tilbú- in fyrr. „En það má segja að þetta hafí dregist of lengi hjá okkur." Álitsgerðin og fylgiritið hafa víða verið notuð, m.a. í kennaran- ámi og við áætlanagerð um endur- skoðun námsefnis. Álitsgerðin var einnig höfð til hliðsjónar við endur- skoðun aðalnámskrár fyrir grunn- skóla. Menntamálaráðuneytið hef- ur nú látið prenta álit nefndarinnar til dreifingar í alla grunn- og fram- haldsskóla í því skyni að auðvelda kennurum aðgang að þeim upplýs- ingum og hugmyndum sem þar er að fínna. lftill sem enginn, því hægt væri að birgja sig upp af olíu fyrir veiðam- ar. „Við kölluðum til nokkra útgerð- armenn loðnuskipa, sem töldu þetta mjög athyglisvert og munu athuga málið ef og þegar eitthvað veiðist, en fiskifræðingamir em að spá því að það getið dregist eitthvað miðað við ástandið á miðunum. Það verður líka mjög erfítt að fara yfír opið haf með hleðslu eins og loðnuskipin þurfa að hafa og ef til vill verða það aðeins þau stærstu og bestu sem fara út í þetta, en það rýmkar þá fyrir hinum héma heima,“ sagði Kristján ennfremur. Hann sagði að það væri forsvars- mönnum verksmiðjanna sjálfum að kenna að þær væru illa í stakk búnar til að taka við loðnu. Það hefði mjög borið á því að þessar verksmiðjur verðu hagnaði sínum til þess að kaupa skip af einstakl- ingum í stað þess að búa verksmiðj- umar betur til þess að geta staðist erlenda samkeppni og borgað út- gerðarmönnum hærra verð. Báturmeð bilaða vél ÞEGAR þyrla Landhelgisgæsl- unnar var að koma úr gæsluflugi um kl. 9 I gærkvöldi urðu flug- mennirair varir við bát með bil- aða vél út af Garðskaga. Björgunarbáturinn Sæbjörg úr Sandgerði var skammt frá við æf- ingar. Þegar var haldið til hins vél- arvana báts og hann dreginn til hafnar í Sandgerði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.