Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 41 SPÁDÓMAR Verða allir kommúnistar? Lis Taylor mun opna heilsurækt- arstöðvar bæði í Ameríku og Evrópu, Jack Nicholson fer í fang- elsi, Dustin Hoffmann verður þung- lyndur og Larry Hagman eyðir löngum tíma í að leita sér að vinnu... Þetta eru nýjustu spádómar Marcellus Toe-Guor fyrir næstu sex mánuðina. Menn skulu ekki hæðast að þessu, björt framtíð blasir við fæstum sem spáð er fyrir. Marcellus hefur það sér til málsbóta að hafa séð fyrir morðtilræðin á Ronald Reagan og Jóhannes Páli páfa. Marcellus segir: *Karólína prins- essa af Mónakó mun skilja við mann sinn Stefano Casiraghi, og mun Stefano lenda í slysi á bát sínum. ♦Michael Jackson fær húðkrabba í andlitið. *Clint Eastwood mun undirbúa framboð til forsetakosninganna fyr- ir árið 1992. *„Dynasty“ stjaman Joan Collins mun taka í sátt hrútleiðinlegan fyrr- um eiginmann, Peter Holm, og munu þau giftast á ný. ♦Jack Nicholson fer í fangelsi eftir óspektir á almannafæri. Seinna mun hann biðjast afsökunar opinberlega. *Efnismiklir Dallasþættir renna sitt skeið á enda og mun Larry Hagman eiga erfitt með að fá nýtt hlutverk vegna þess hve launakröf- ur hans verða háar. *Dustin Hoffmann þarf að leita á stofnun vegna geðrænna vanda- mála. *Lis Taylor mun opna heilsu- ræktarstöðvar bæði í Ameríku og Evrópu. *Nancy Reagan þarf að gangast undir uppskurð vegna alvarlegra veikinda. *Og síðast en ekki síst mun verða flett ofan af Mikhail Gorbachev með myndbandi af honum og öðrum flokksbræðrum austantjalds þar sem þeir ræða heimsmyndina í laumi. Það mun koma í ljós að allar hans umbætur eru undir því yfirsk- ini að gera alla menn heimsins að kommúnistum! Marcellus spáði fyrir morðtilræðum á Re- agan forseta og Jó- hannes Pál páfa hér um árið. Nancy Reagan Karólína og Stefano munu skilja að skiptum. Toníc Water CONTWNS QUININE 'CWWEPPESSINCEOM Tvö í einu! Rétta rafsuðu- tækið fyrir bændur og minni verkstæði Magma 150 er ekki einungis afar öflugt jafnstraums-rafsuðutæki fyrir pinnasuðu heldur einnig kröftugt mig/mag suðutæki með rafknúinni þráðstýringu (EFC). Hafðu samband við sölumenn okkar sem veita þér faglega ráðgjöf. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2,SlMI 624260 Stjórnunarfélag Islands TÖLVUSKÓLI /A Ananaustum 15 Simi 6210 66 £tsaczzja!sa-*iúíl!i.\± Á 40 tímum öðlast þú grunndvall- arþekkingu á einkatölvum og hæfni til að nota þær af öryggi. Jafnframt er þettá námskeið hið fyrsta í röð námskeiða sem mynda annað hvort Forritunar- og kerfisnám eða þjálfunar- braut, eftir því hvora leiðina þú kýst, hyggir þú á framhalds- nám i tölvufræðum. Hið fyrra er 200 klst. nám og hið síðar- nefnda 40 klst. nám, að grundvallarnámi loknu. NÁMSEFNI: Kynning á einkatölvum • Helstu skipanir stýri- kerfisins MS-DOS og öll helstu hjálparforrit þess • Ritvinnslu- kerifð WORD, töflureiknirinn MULTIPLAN og gagnasafnskerfið dBASE III+. Við bjóðum dagnámskeið kl. 8.30-12.00 og kvöldnámskeið kl. 19.30-22.30, tvo og þrjá daga í viku, um 4ra til 5 vikna skeið. Kennt er í Ánanaustum 15. SÍMI: BÆÐI NÁMSKEIÐIN HEFJAST 19. SEPTEMBER. Þetta er lengsta og besta byrjendanámskeið fyrir notendur einkatölva sem völ er á. Billiardborðog billiardvörur í úrvali Mikið úrval vandaðra billiardborða á góðu verði. Borðin eru frá 6 til 12 fet að stærð, fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Eigum kjuða, töskur og allt það sem góður billiardleikari þarfriast. Einkaumboð á hinum heimsþekktu merkjum RILEY og BCE. 'Ú'RILEY A Billiardbúðin er sérverslun með góðar billiardvörur. BILLIARDBÚÐIIM Ármúla 15, Reykjavík, sími 33380

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.