Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 52
fHwigtiitÞififctfe FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. „Krónan“ á bandiSvía Heimsmeistarakeppnin í handknatt- leik verður haldin hér á landi árið 1995 en í Svíþjóð 1993. Þetta var ákveðið á þingi alþjóða handknatt- leikssambandsins í Seoul í Suður Kóreu í fyrrinótt. íslendingar og Svíar höfðu komið sér saman um að kasta upp um það hvor þjóðin fengi keppnina 1993, sem stríðið stóð um, og til þess var notuð ein won — minnsti gjaldmiðill Suður Kóreu. Á myndinni eru, f.v. Staffan Holm- quist, formaður sænska handknatt- leikssambandsins, Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ og FVank Ström, stjómarmaður í sænska hand- knattleikssambandinu. Þeir félagam- ir benda á peninginn sem réði úrslit- um. Sjá nánar á bls. 51. BÚIZT er við þvi, að Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, geri i dag lokatilraun til þess að ná samkomulagi innan ríkisstjórn- arinnar um aðgerðir í efnahags- máium. Er talið, að forsætisráð- herra muni leggja fyrir rikis- stjómarfund tillögu, sem hann óski eftir að samstarfsflokkamir samþykki eða hafni. Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks voru á fundi seint í gærkvöldi en i gær og i gærkvöldi var að störfum sér- stök undirnéfnd, sem Þorsteinn Pálsson lagði til i gærmorgun, að yrði sett á fót til þess að leita samkomulags milli stjómar- flokkanna. fyrir störfum nefndarinnar. Ekki hefði markmiðið verið að nefndin skilaði ákveðnum tillögum, heldur að hún reyndi að kanna út í hörgul hvar samningsgrundvöllur gæti leg- ið með flokkunum þremur. Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, mun hafa reifað þá hugmynd á fundum með forystumönnum Al- þýðúflokks og Framsóknarflokks í fyrradag og í fyrrakvöld að gengið júöi fellt um 6% í stað þeirra þriggja prósenta, sem um hefur verið rætt. Á almennum fundi sem fram- sóknarmenn í Reykjavík héldu í gærkvöldi kom fram hörð gagnrýni á störf sjáifstæðismanna í ríkis- stjóm. Allir fundarmenn, sem til máls tóku, að Guðmundi G. Þórar- inssyni alþingismanni, undanskild- um, kröfðust stjómarslita. Fundinn sóttu um 70 manns og tóku 11 manns til máls á fundinum. Sjá ennfremur innlendan vett- vang á blaðsíðu 20 og saman- burð á efnahagstillögum ríkis- stjórnarflokkanna á miðopnu. Undimefnd þessa skipuðu þeir Friðrik Sophusson, Halldór Ás- grímsson og Jón Sigurðsson en Jó- hannes Nordal seðlabankastjóri mun hafa starfað eitthvað með nefndinni. Friðrik Sophusson sagði í samtali við Morgunblaðið seint í gærkveldi að hann teldi að forsætis- ráðherra hefði í höndum tillögur sem fyllsta ástæða væri til þess að ætla að hinir stjómarflokkamir gætu sætt sig við. Kvaðst Friðrik hafa gert Þorsteini Pálssyni grein Salan á Granda staðfest Meirihluti borgarstjórnar Reykjavikur samþykkti á fundi sinum i gærkvöldi samning þann sem undirrit- aður hefur verið um sölu á eignarhlut borgarinnar i Granda hf. Samningurinn var sam- þykktur með 10 atkvæðum full- trúa Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks gegn 5 atkvæðum fulltrúa Alþýðubandalags, Kvennalista og Framsóknar- flokks. Davíð Oddsson borgarstjóri sagðist lýsa yfir ánægju með að svo vel hefði til tekist með Granda. Það hefði verið keppi- kefli meirihlutans að losa Reykjavíkurborg út úr þessum erfiða rekstri. Tími bæjarút- gerða væri liðinn undir lok. Fulltrúar minnihlutans, að Al- þýðuflokki undanskildum, gagnrýndu kaupsamninginn harðlega og töldu m.a. sölu- verðið allt of lágt. Siguijón Pétursson, Alþýðubandalagi, sagðist einnig vera mótfallinn því að Reykjavíkurborg drægi sig út úr þessum undirstöðuat- vinnuvegi þjóðarinnar. Þeir sem keyptu eignarhlut borgarinnar í Granda eru sem kunnugt er Hampiðjan hf., Hvalur hf., Venus hf. og Sjóvá- tryggingarfélag íslands hf. Kaupverðið er 500 milljónir króna. Morgunblaðið/Jan Collsioo. Tilmæli ellefu borgarstjórna 1 Massachusetts í Bandaríkjunum: Skólar og sjúkrahús veiti ekki íslenskan físk Mótmæli gegn hvalveiðum íslendinga BORGARRÁÐ Bostonborgar í Baiidaríkjunum samþykkti i gær að beina þeim tilmælum til stjórnenda skóla og sjúkrahúsa í eigu borgarinnar að þeir hafi ekki íslenskan fisk á boðstólum í mötuneytum sínum. Magnús Gústafsson forstjóri Coldwater Seafood segir að þetta sé ellefta borgarstjórnin í Massachusetts- fylki sem taki þessa afstöðu og er ástæðan hvalveiðar íslend- inga. Einnig sagði hann að sveit- arstjómir í Alabama væra í svipuðum hugleiðingum. Magnús taldi ekki tímabært að ræða hve mikil viðskipti þama væru í húfi. „Þetta eru tilmæli en ekki fyrirskipun og þegar hefur verið samið við margar þessara stofnana um viðskipti næsta árs. Þeir samningar munu standa,“ sagði Magnús. Hann sagði að lögfræðingur Coldwater hefði verið viðstaddur umræðumar í borgarstjóminni í Boston og væri að vænta skýrslu frá honum um málið. „Ég hef heyrt frá honum að allur málflutn- ingur þeirra sem mæltu fyrir þessu hafí verið afskaplega frumstæður og nánast út í hött. Afstöðu íslenskra stjómvalda til hvalveiða var líkt við afstöðu Suður-Afríku- stjómar til blökkumanna. Þá var athyglisvert að tveir borgarráðs- menn vildu ekki samþykkja þetta á þeim forsendum að þeir vildu ekki blanda sér í alþjóðleg mál- efni. Því réð ekki skilningur eða stuðningur við okkar málstað," sagði Magnús. „Það er reginmisskilningur hjá þeim sem beijast fyrir þessum málstað að þama sé vegið beint að íslenskum hagsmunum. Varan sem er seld í þessum mötuneytum er að mestu unnin vara þar sem hráefnið kemur ekki nema að litlu leyti frá ísiandi. Því má allt eins segja að verið sé að beina þessu að starfsemi fyrirtækjanna hér og þar með verið að vega að störfum bandarískra manna. Annars er erfítt að meta bein áhrif af aðgerð- um sem þessum en þegar menn ná árangri í baráttuherferð af þessu tagi með svo frumstæðum málflutningi hlýtur það að vera áhyggjuefni fyrir alla,“ sagði Magnús Gústafsson. Forsætisraðherra leggur fram nýjar tillögnr í dag1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.