Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 51 HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Hvað sögðu þeir eftir þing IHF? Matthías Á. Mathiasen „Ég var ekki bjartsýnn í byijun, en á þinginu fann ég hins vegar fyrir góðum undirtektum og góðum byr, þrátt fyrir að barátt- an stæði við frændur okkar Svía. Á fjölmörgum aukafundum fyndum við að ekki yrði framhjá íslandi gengið. Upphaflega sóttum við um að halda HM 1994, á fimmtíu ára afmæii ísienska lýðveldisins, en síðan var fyrirkomulaginu breytt hjá IHF. Afmælisárið stendur frá 17. júní 1994 til 17. júní 1995, þannig að keppnin verður á ísiandi á afmælisárinu eins og um var sótt og það er mikill sigur. Margir hafa lagt hönd á plóg- inn og ég er öllum mjög þakklát- ur fyrir veittan stuðning. Aðstoð forseta íslands, Vigdísar Finn- bogadóttur, hefiir verið ómetan- leg sem og stuöningur ríkis- stjómarinnar, sendiherra og konsúla um heim allan. Þá hafa nefndarmenn unnið mjög vel. Stjóm HSÍ undir stjóm Jóns Hjaltalíns Magnússonar hefur verið óhemjudugleg og sem dæmi má neftia að framtakið f Afríku í sumar skilaði sér hér í 100% stuðningi Afríkuþjóða. En þetta er ekki aðeins sigur fyrir okkur, heldur öll Norðurlönd og norræna samvinnu. Sem ráð- herra með norræn málefni lagði ég til í Norðurlandaráði að kom- ist yrði að samkomulagi í þessu máli, því styrkur Norðurlanda felst f samstöðu og samvinnu. Sú varð á raunin og öðrum hlið- stæðum þvf heimsmeistara- keppni verður haidin í Noregi, Svfþjóð, Danmörku, Finnlandi og Tslandi á næstu ánim.“ lón HJattalfn Magnússon „Ég er sáttur við lausnina, sam- komulagið er gott fyrir alla. Ég vil taka undir orð formanns handknattleikssambandsins í Senegal sem sagðist vona að leiðtogar þjóða gætu komist að friðsamlegu samkomulagi rétt eins og hér hefur verið gert. Þetta er mikill styrkur fyrir norræna samvinnu og á þinginu kom berlega í ljós mikil virðing fyrir Norðurlöndum, sem ber að þakka. Matthías Á. Matthíasen á hrós skilið fyrir vasklega fram- göngu. Svíar tefldu fram Paul Högberg fyrrum forseta IHF og nú heiðursforseta, sem leyni- vopni, en Matthfas sá við honum og raeddi strax við menn eftir að Högberg hafði reynt að fá þá til að styðja Svía og það hafði mjög jákvæð áhrif. En við náðum samkomulagi og öllum heima og erlendis ber að þakka; undirbúningsnefndinni, ríkis- stjóminni, ólympíunefndinni, ÍSÍ, einstaklingum, fyrirtækjum og síðast en ekki síst forseta íslands, Vigdísi Finnbogadótt- ur.“ Sættir náðust Morgunblaöíö/Jan Collsioo Staffan Holmquist, formaður sænska handknattleikssambandsins, og Jón Hjaltalfn Magnússon, formaður HSÍ, takast í hendur á þingi alþjóða handknattleikssam- bandsins í Seoul í gær, eftir að ákveðið hafði verið að HM '93 yrði haldin í Svíþjóð en HM ’95 á íslandi. Eitt won réði úrslitum Svíarfengu HM '93 á hlutkesti en islendingarsáttirvið að halda HM '95 „HVAÐ er að gerast? Á ekki að bera upp málamiðlunartil- löguna," sagði Gunnar Þór Jónsson, lœknir fslenska lands- liðsins í handknattleik, titrandi röddu við undirritaðan er mál málanna, HM '93, vartekið fyr- ir á þingi alþjóða handknatt- leikssambandsins, IHF, hór f Seoul í gœr. Gunnar var, sem aðrir íslenskir f uiltrúar á þing- inu yfir sig spenntur, en þegar betur var að gáð var verið að rœða um að vísa B-keppni kvenna 1992 til stjómarl Fyrir atkvæðagreiðsluna var ljóst að hveiju stefiidi. íslend- ingar og Svíar höfðu komist að samkomulagi eftir langa og stranga mMM fundi, sem komu f Steinþór kjöifar harðvítugrar Guöbjartsson baráttu, þar sem skrífarirá ótrúlegustu brögð- um var beitt. Mála- miðlunin fólst í því að Austur Þjóð- veijar báru fram tillögu þess efnis, að ákveðið yrði með mótshald HM bæði 1993 og 1995. Áður var varp- að hlutkesti á leynilegum fundi um hvor þjóðin yrði með fyrri keppn- ina. Minnsta mynt Suður-Kóreu, eitt won, var notuð til þess ama og Svíar hrepptu hnossið, HM ’93, sem í fyrstu var bitist um, og f slend- ingar sættu sig við HM ’95. W Vlrðlng Á þinginu kom berlega í ljós mikil virðing allra fyrir bæði íslend- ingum og Svíum. „Hjarta mitt var hjá íslendingum og sigur þeirra var stór, en báðar þjóðimar og hand- knattleiksheimurinn geta vel við unað. Meðferð þingsins á þessu erf- iða máli var til fyrirmyndar og úr- slitin enn ein rósin í hnappagat ís- lendinga og Svía,“ sagði Ivan Snoj, formaður landsliðsnefndar Júgó- slavfu, í samtali við Morgunblaðið. „Þessi niðurstaða er mikill léttir fyrir alla, ekki aðeins þingfulltrúa heldur alla unnendur handknatt- leiks um heim allan," sagði Ervin Lanc forseti IHF, við þingheim. Lófaklapp Sextíu og þrír fulltrúar höfðu atkvæðisrétt á þinginu. Sendinefnd- ir íslendinga og Svía höfðu lagt nótt við dag að fá aðra fulltrúa á sitt band, en í viðræðum við marga þeirra leyndi sér ekki að menn vom á móti atkvæðagreiðslu — vildu styéja báða umsækjendur. Eftir mikið baktjaldamakk var samþykkt að dr. Hans-Georg Hermann frá Austur Þýskalandi, formaður út- breiðslunefndar IHF, bæri upp málamiðlunartillöguna, sem allir sættu sig við. Hann færði góð rök fyrir máli sfnu og ræðunni fögnuðu fimdarmenn með dynjandi lófa- klappi. Sextíu og einn fulltrúi af sextíu og þremur gaf tillögunni grænt ljós og enn var klappað. Fimmtíu og níu græn spjöld voru á lofti er tillagan um að HM ’93 yrði haldin í Svíþjóð og sextíu studdu HM á íslandi 1995. Þakklr Úrslitunum var ákaft fagnað og nefndarmenn íslendinga og .Svía höfðu varla undan að taka á móti heiilaóskum. Jón Hjaltalín Magnús- son, formaður HSI, var stuttorður við þingheim: „Ég þakka ykkur öll- um hjartanlega fyrir stuðninginn." Staffan Holmquist, formaður sænska handknattleikssambands- ins, sagði að þetta hefði verið óþægilegt stríð, „þingfulltrúar sýndu okkur traust, við erum sterk- ari sameinaðir sem heild og gerum okkar besta." Matthías Á. Mathiesen, sam- gönguráðherra og samstarfsráð- herra Norðurlanda, átti lokaorðið og fór vel á því, þar sem starf hans f þessum undirbúningi var ómetan- legt, fyrir alla sem hlut áttu að máli. Enda var ræðu hans vel tekið og höfðu menn á orði að dýrmætt væri að hafa slíkan ráðherra, og það á staðnum. Matthías Mathiesen: Velkomin til íslands 1995 Eftir að þingið hefur samþykkt hvar heimsmeistarakeppnin verður haldin 1993 og 1995 þakka ég öllum hjálpina, sérstaklega dokt- or Hans-Georg Hermann fyrir frá- bær aðfararorð," sagði Matthías Á. Mathiesen í ræðu á IHF-þinginu. „Ég vil nota tækifærið og bjóða handboltaheiminum til íslands 1995 og sem ráðherra með norræn mál- efni býð ég alla velkomna til Svíþjóðar 1993. Eg vil þakka öllum skilninginn á því sem við höfum gert og get sagt að þið eigið hug minn allan. Eg fullvissa alla um að undirbúningur- inn á íslandi verður í alla staði mjög góður, margar hallir verða til staðar og eins margir áhorfendur og mögulegt er,“ sagði Matthías meðal annars. Bæði ísland og Svíþjóð eiga skilið að halda HM - sagði Austur Þjóðverjinn dr. Hans-Georg Hermann EINS og fram kemur annars straðar hór á síðunni bar dr. Hans Georg Hermann frá Austur Þýskalandi, formaður útbreiðslunefndar IHF, upp málamiðlunartilöguna um HM ’93og HM ’96ogfara aðfararorð hans að tillögunni hér á eftir f lauslegri þýðingu: Fyrir þinginu liggur að kjósa um HM ’93, en mikilvægt er að taka fyrir bæði HM '93 og HM ’96 í einum pakka. í fyrsta lagi þá var ákveðið á fundi IHF í júlf í sumar að breyta fyrirkomu- láginu varðandi heimsmeistara- keppnina þannig að hún yrði hald- in á tveggja ára fresti í stað fjög- urra eins og verið hefiir. í stað þess að halda hana árið 1994 var ákveðið að hún yrði 1993 og síðan 1995. Mótshaldarar í báðum til- fellum þurfa mikinn undirbúning og því er gott fyrir alla að ákveða mótsstaði hér og nú. í öðru lagi þá bárust tvær umsóknir um HM ’94, sem nú hefur verið ákveðið að skipta í tvö mót. Bæði íslendingar og Svíar sendu tímanlega inn greinargóðar umsóknir og báðar þjóðimár eiga skilið að halda heimsmeistara- keppni. Starf þeirra og árangur, skipulagning og staða innan handknattleiksins, er til fyrir- myndar. Fyrir alla er mjög erfitt að kjósa gegn annarri þjóðinni og því er öllum fyrir bestu að kom- ast að samkomulagi. Þvf legg ég til að þingið sam- þykki málamiðlunartillöguna, en til þess þarf 2/3 atkvæða. Hún felur í sér að Svíþjóð fái HM ’93 en ísland haldi HM ’95. Fulltrúar þeirra eru sammála um þessa skipan mála og við eigum einnig að vera á sama máli.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.