Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 11 Verk Nínu Tryggva- dóttur sýnd í Nýhöfn SÝNING á verkum Ninu Tryggvadóttur verður opnuð á laugardag. Nína hefði orðið 75 ára á þessu ári ef henni hefði enst aldur, en hún lést árið 1968. Mörg verka Ninu eru þekkt og má þar nefna veggmósaíkmynd- ina á kórgafli Skálholtskirkju. Á sýningunni verða rúmlega 40 verk nnnin með mismunandi tækni. Flest verkanna eru til sölu. Nína nam hér heima hjá Ásgrími Jónssyni, Finni Jónssyni og Jóhanni Briem. Auk þess stundaði hún nám í Kaupmannahöfn, París og New York. Hún hélt fjölda einkasýninga og tók þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Verk hennar er að fínna á söfnum og stofnunum víða um heim. Nína giftist eftirlifandi manni sínum, vísinda- og listamanninum Alfred L. Copley, árið 1949 og bjuggu þau í París, London og New York. Þau eignuðust eina dóttur, Unu Dóru, sem einnig er listakona. Sýningin verður opin virka daga frá kl. 10 til 18 og um helgar frá kl. 14 til 18. Henni lýkur 5. október. Dreifð menntun lausn á kennara- skorti í dreifbýli? Rætt við Þuríði J. Kristjánsdóttur pró- fessor við Kennaraháskóla tslands ÞURÍÐUR J. Kristjánsdóttir, Erófessor við Kennaraháskóla ilands, fór fyrr á þessu ári til Noregs til að kynna sér nýjungar i sambandi við kennaramenntun. Verið er að reyna nýtt fyrir- komulag til þess að bæta úr kenn- araskorti í afskekktum byggðum Norður-Noregs. Kennaramennt- unin fer þar fram að hluta til á heimaslóðum nemandans og byggir mikið á heimanámi. Þuríður sagði í samtali við Morg- unblaðið að aðstæður hér á landi væru að mörgu leyti svipaðar og þar. Á báðum stöðum væri erfitt að fá kennara í hinar afskekkt- ari byggðir. Hún hefur því lagt fram hugmyndir um að koma á dreifðri kennaramenntun hér á landi. „Mér fannst mjög athyglisvert að koma til Norður-Noregs og kynnast sömu vandkvæðum og hér eru og hvemig þeir hafa brugðist við þeim. Kennarar frá Suður- Noregi fara norður f forvitnisskyni og kenna í eitt ár eða tvö, en snúa aftur. Þeir staðfestast ekki, kynn- ast ekki lífínu á þessum slóðum, þekkja ekki atvinnulifíð þaraa norð- ur frá. Þetta er sama munstur og hér. Festa í skólastarfinu verður lftil og skólastjórínn situr kannski uppi með flesta kennara nýja haust eftir haust," sagði Þuríður. í lok skýrslunnar setur Þuríður fram hugmyndir til umræðu um að koma á dreifðri kennaramenntun hér á landi. Þar er gert ráð fyrir að þetta yrði fullt nám til B.Ed- gráðu, en tæki fímm ár í stað þriggja, eins og það er við skólann sjálfan. Það fari fram sem heima- nám og á námskeiðum, bæði í landshlutunum og f Reykjavík. Til athugunar væri að eitt árið væri fullt nám við Kennaraháskólann. Inntökuskilyrði verði þau sömu og eru í B.Ed.-námið nú, það er stúdentspróf eða ígildi þess. Þeim sem standast þær kröfur ekki verði gert kleift að bæta við sig námi í fjarkennsluformi. Þá verði að vera trygging fyrir því að nemandinn fái einhveija kennslu við skóla á heima- slóðum meðan á náminu stendur. Og heimilisfesti á þeim stað sem námið er miðað við verði einnig skilyrrði. Hún setur fram þá hugmynd að í fyrsta sinn, sem boðið verði upp á þetta nám, verði það bundið við fólk sem er heimilisfast á svæðinu frá Hellissandi vestur um til Skaga. Hún gerði upphaflega ráð fyrir að það gæti hafist haustið 1991, en segir nú að of skammur tími sé til stefnu þar sem ekki sé farið að ræða þetta mál innan Kennarahá- skólans ennþá. „Kennaraháskólinn hefur reynt undanfarin ár að flytja námið dálít- ið út á landsbyggðina. Nú er f gangi nám í sérkennslufræðum á Austur- landi og það hefur einnig verið nám á Akureyri fyrir verkmenntakenn- ara framhaldsskólanna. Þessar hugmyndir um dreifða kennara- menntun má skoða sem framhald af þessari stefnu, það er að færa námið til nemendanna f stað þess að sælq'a þá,“ sagði Þuríður. „Ég er mjög spennt fyrir því að þetta verði að veruleika. Ég tel eðlilegt að næsta skrefíð verði að þetta verði rætt hér innanhúss og svo á fundi með fræðslustjórum." HINN EINI OG SANNI STÓRÚTSÖLUMARKAÐUR ER Á DRAGHÁLSI 14-16 HAPP SLEPPMM STÓRKOSTLEGT VÖRUÚRVAL Opið daqleqa frá 13-19 laugard. 10-16 Dæmi: — KARNABÆR Stakirjakkar kr.. .2900-3900 Buxur kr 1190-1790 Bolir kr ...390-1290 Peysur kr ...980-1590 Barnavörur 50% afslóttur — JJ theodora Blússur frá ...... ................'10ool ..................200| .................. 1 GARBO AUar vörur 70<*> afsfáttur^ BONAPARTE Vofnaðarvara á góðu HUMMEL Oúnúlpur kr G/ansgai/ar icr.. .. Bómu/iargai/an.;..1490 i Barnagai^r .......1490 Skórfrákr .......... ............ SKOGLUGGINN Úrval áf barna- og dömu- skóm fyrir jólin fró kr.500 Tilboðskarfa kr.........100 kári Sængurkr. i varðl. I GEFJUN Jakkafötkr. .........7®|0 2 skyrtur í pk. kr.... Bamaskíðagallar kr... Herraúlpur .......... Frakkar ............2900 Nafnlausa Búðin Prjónaefni kr.........250 Fataefni frá kr......^150 Dúkar kr.............. Handklæði kr..........160 Sængurverasett kr....500 Bolirkr...............260 Veski kr..............200 STEINAR HF. Erlendar plötur frá kr.99 (slenskar plöturfrá kr......99 Geisladiskar frá kr..199 Koddi 'srkr. 2000/ ■...450/, -7 T SO/i RADÍÓbær Brttæki með hátölurui aðeins kr. 5980 Ferðatæki meö kasoot, aðems kr. 2800 k ssettu ^tnaður';;; yrsT Sólgleraugu frá kr.290 Slæðurfrákr........190 Hringirfrá kr......160 Barnanælurfrá kr....50 J/ m á mílano Barnaskórftaw-•••■■ 600\l Barnakuldaskórlra kr^ ^ ^°ll Dömuskór kr.260 » 149„l Atlir herraskór *r. -.1990\ Kuldaskórkr...-. ...2600\ Leðurstígvel kr. M Kökuhlaðborð og frítt kaffi. Vídeóhorn fyrir börnin. Gæsla Heildversl. MÆRA Eyrnalokkarfrákr........60 Armbönd frá kr........ 150 Festar frá kr............150 Treflarfrá kr.........”l50 fOo warjfíf margt fleira} Leið 15B og leið 10 á 30 mín. fresti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.