Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 17 Full búð af nýjum haust- og vetrarvöram FRÁBÆRFATNAÐURFRÁFRONSKUM VÖRUMERKJUM í FREMSTU RÖÐ Látið eftirykkur að líta inn. VWNIR mt\ 'l/Clltan & (MUtd'uzÁa&i'iK Laugavegi 45 - Sími 11388 ATH! Við höfum stækkað verslunina og Ráðherradeildin hefur opnað hægt og hljóðlega með vörur á frábæru verði. Opið til kl. 4 á morgun, laugardag. Bama- og fermingarstarf hefst á sunnudaginn VETRARSTARF Fríkirkjunnar í Hafnarfirði hefst á sunnudaginn kemur, 18. september. Bamasamkoma verður í kirkj- unni kl. 11 og eru öll böm og að- standendur þeirra boðin velkomin til þátttöku. Bamasamkomumar vom vel sóttar á liðnum vetri og ánægjulegt hve margir fullorðnir mættu með bömunum. Barnasam- komur verða alla sunnudagsmorgna í vetur kl. 11. Á sunnudaginn verður svo guðs- þjónusta í kirkjunni kl. 14. Er þess vænst að væntanleg fermingarböm og foreldrar þeirra mæti til kirkju og verður stuttur fundur um ferm- ingarstarfið að lokinni guðsþjón- ustu. Fermingarstarfíð fer fram í kirkj- unni sjálfri fram að áramótum en eftir áramót verður tekið í notkun nýtt safnaðarheimili kirkjunnar sem hýsa mun þessa starfsemi. er auk þess ætlunin að skapa meiri Fríkirkjan í Hafnarfirði. fjölbreytni í öllu æskulýðsstarfí kirkjunnar með tilkomu hins nýja safnaðarheimilis sem er í næsta nágrenni við kirkjuna. (Fréttatilkynning) Lýst eftir vitnum Slysarannsóknardeild lögregl- unnar í Reykjavík lýsir eftir vitn- um að fjórum umferðarópöppum sem orðið hafa undanfama daga þar sem tjónvaldur hefur farið af vettvangi án þess að gera vart við sig. Ekið var á drapplita Daihatsu- bifreið á efra bílastæðinu við Kringluna á tímabilinu frá klukkan 22 á miðvikudag og til klukkan 2 að morgni fímmtudags. Vinstri aft- urhurð bílsins er talsvert skemmd. Ekið var á gráan Jaguarbíl í porti bak við Laugaveg 116 milli klukkan 2 að morgni og til klukkan 21.30 að klöldi sunnudagsins 11. þessa mánaðar. Ekið var á ljósbláa Ford Escort bifreið við Njálsgötu 75 frá klukkan 19 þann 9. til klukkan 16 þann 10. þm. Loks vantar vitni að því er ekið var á grábláan Daitahsu bakvið Hverfísgötu 23 frá klukkan 23.20 þann 26. júlí til klukkan 10.30 þann 27. júlí. Tjónvaldar eða vitni að þessum óhöppum eru beðnir að gefa sig fram við lögreglunaí Reykjavík. sleppt. Okkur er ofaukið — og þá vitum við það — höfum reyndar vitað nokkuð lengi. Aldur skiptir vissulega máli, en það er heilsan, sem öllu máli skipt- ir. Meðan Guð gefur okkur heilsu og stafsorku þá höldum við áfram, vegna þess að það er lífsnauðsyn að allir geri skyldu sína á tímum upplausnar, óstjómar og stundum ofstjómar. Lengi áttum við von á henni frök- en Neyð, og nú held ég hún sé á næsta leiti. Ef við tökum okkur ekki á, þá fer illa. Lausnarorðið í dag er aðeins eitt: Sparnaður hjá öllum og alls staðar. Nei, vinir mínir, þótt öldruð séum og okkur sé sýnd óvirðing, svo að með eindæmum er, þá látum við ekki staðar numið. í ræðu og riti bendum við yngra fólkinu á að fara sér hægt og reyna að sníða sér stakk eftir vexti. Hætta þessari gegndarlausu eyðslu, sem er að koma öllu á kaldan klakann. Við gerum þetta, vegna þess að þetta eru bömin okkar og bamaböm. Við erum að reyna að hafa vit fyrir þeim, eins og við gerðum í æsku þeirra. Höfundur er forstjóri EUi- og tyúkrunarheimilisins Grundar. Hvað er framundan? eftir Gísla Sigurbjörnsson Eitt er víst að nú eru á flestum sviðum alvarlegar horfur í þjóðmál- um íslendinga og verður að leita allra ráða til að sigrast á erfiðleik- unum. Lengi vel átti allt að lagast með bjartsýni og frjálsræði. Allt er fer- tugum fært, er stundum sagt, en við sem eldri erum vitum, að án þess að styðjast við og læra af reynslunni, þá endar þetta svona. Að vísu getum við keypt tölvur og það höfum við sannarlega gert. Einnig stækkar Háksóli Islands í sífellu og alia langar að ná stúdents- prófi, því að annars er oft erfitt um atvinnu. Við ætlum að flytja út þekkingu, og er það æskilegt og sjálfsagt. En allt tekur þetta nokk- um tíma, áður en árangur næst. Nú er talað um, að allt sé að fara norður og niður, reyndar nota sumir forráðamenn þjóðarinnar stóryrði og jafnvel blótsyrði máli sínu til frekari áherslu. Og ótal sinn- um hafa menn og konur notað um þessi mál alvöruorð, en allt án ár- angurs. Nú er gott að vera kominn á efri ár, nú þurfum við ekki að hafa áhyggjur af ellinni. Við eram hjá bömum okkar og venslafólki, sumir era komnir á dvalarheimili fyrir aldraða eða íbúðir, sem við höfum Gísli Sigurbjörnsson „Meðan Guð gefur okk- ur heilsu og starfsorku þá höldum við áfram, vegna þess að það er lífsnauðsyn að allir geri skyldu sína á tímum upplausnar, óstjórnar og stundum ofsljórn- ar.“ keypt. Stóra elliheimilin vildu þeir, á síðustu ráðstefnu um ellimál, að yrðu lögð niður, úreltir steinkassar. Allir fá allt eða eiga að fá, heimilis- aðstoð, heimahjúkran, heimsendan mat og ótal margt annað, sem vissulega ber að þakka. Hvað þetta kostar og hver á að borga er svo annað mál. Viðhorfin hafa breyst. Aldrað fólk er yfirleitt ekki talið með, þeg- ar skoðanakannanir era gerðar. Þeim, sem era yfír áttrætt, er alveg Afmæll sreikningur 15 mánaða binditími. 7,25% ársvextir umfram verðtryggingu. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.