Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 Minning: Jón Eggertsson frá Hvanunstanga Það er eitt sem við mannaböm eigum alveg víst er við fæðumst í þennan heim, en það er, að þaðan verðum við aftur kvödd. Sum snemma, önnur að lokinni góðri starfsævi og svo var með Jón Egg- ertsson. Genginn er góður vinur, og fyrrum nágranni sem mig langar að minnast með nokkrum orðum. Jón Eggertsson var fæddur að Ytri-Sauðárdalsá í Kirkjuhvamms- hreppi 7. ágúst 1911. Hann var fjórði í röðinni af 13 systkinum, en af þeim komust 9 á legg. Jón gift- ist Aslu Jakobsen og þjuggu þau fyrstu búskaparár sín í Reykjavík, en hún var frá Færeyjum. Síðar fluttu þau að Ytri-Sauðárdalsá þar sem þau bjuggu í mörg ár og reistu þar nýbýli sem þau nefndu Hjall- holt. Síðar fluttu þau til Hvamms- tanga og átti Jón þar heima þar til hann lést. Ásla lést skömmu eftir að þau fluttu til Hvammstanga. Það er ekki ætlan mín að rekja æviferil Jóns í smáatriðum hér, þegar ég man fyrst eftir Jóni er hann var kominn á miðjan aldur, en ég ólst upp á næsta bæ við hann og eins og gengur og gerist í sveit- inni þá myndast kunningsskapur milli heimila og gjaman skipst á verkum til hagræðingar og þæg- inda, einnig til að nýta vélakost sem best til landbúnaðarstarfa en það er mér mjög minnisstætt hve Jón og faðir minn áttu gott samstarf á þessum vettvangi svo og öðrum, hvort heldur var um að ræða bygg- ingavinnu eða annað. Ég minnist þess er faðir minn hóf að selja mjólk til Mjólkursamlags KVH á Hvammstanga en þá þurfti hann að aka mjólkinni um fl'ögurra kíló- metra vegalengd niður að Sauðár- dalsá í veg fyrir mjólkurbílinn og fékk hann þá að deila brúsapalli með Jóni. Ég sem bam fékk oft að fara með föður mínum í þessar ferð- ir og þá tók Jón ekki annað í mál en að við kæmum inn og drykkjum kaffí og spjölluðum saman. Síðar fékk ég að fara einn í þessar ferðir og þá var oft vel þegin hjálp frá Jóni við að koma brúsunum upp á pallinn, en það gat verið erfítt fýrir ungling að eiga við svo þunga hluti. Ég minnist einnig er ég fékk að fara til Jóns og vinna með dráttar- vél föður míns við að hjálpa honum við að taka hey af túnum og koma í hlöðu. Eins og gengur fór ég að heiman um átján ára aldur en aldrei slitn- uðu tengslin milli okkar Jóns, ég held við höfum alltaf fylgst hvor með öðrum þó úr fjarlægð væri. Síðar urðum við aftur nábúar þegar ég flutti til Hvammstanga 1975 og þá var stutt á milli okkar um tólf ára skeið. Jón sýndi mér það og sannaði árið 1981 þegar ég lenti í erfiðleikum, hver er vinur í raun. Hann spurði ávallt eftir mér og síðar er ég hitti hann fann maður ávallt hjá honum hlýju og sanna vináttu. Mer fannst hann ætíð fylgjast með mér og hann gladdist með mér yfír mínum árangri. Þó svo ég væri fluttur burtu frá Hvamms- tanga fyrir rúmu ári þá hittumst við Jón oft þegar ég kom norður, og er mér einkar ljúft að minnast okkar síðustu samfunda, en það var um síðustu páska er ég dvaldi fyrir norðan nokkra daga, þá fóru ég og Pétur kunningi minn í heimsókn til Jóns að kvöldi til og við spiluðum lomber langt fram á nótt, þá var gaman og margt látið fjúka en Jón hafði mjög gaman af að spila. Ég get eigi lokið við þessi skrif án þess að geta Önnu systur hans sem t Bróðir okkar, GUNNAR VALGEIR STEFANSSON, Bræðraborgarstfg 36, Reykjavfk, andaðist í Hafnarbúðum, miðvikudaginn 14. september. Kristján Stefánsson, Steinunn Stefánsdóttir. t Eiginmaður minn, JÚLÍUS SIGURJÓNSSON fyrrv. prófessor, Oddagötu 14, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Ifknarstofnanir. Bergljót Sigurjónsson. t Ástkær eiginkona mín, ÞORBJÖRG JENSDÓTTIR, Bakkagerði 6, Reykjavfk, lést að morgni 14. september. Guðmundur Guðmundsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN STEINDÓRSSON bifreiðarstjóri, Dalbraut 26, andaðist í Borgarspítalanum að morgni 15. september. Kristfn Alexandersdóttir, Sigurður Steindór Björnsson, Rakel Sigurðardóttlr, Guðrún Ása Björnsdóttir, Angantýr Vllhjálmsson, Danfel Björnsson, Jórunn Guðmundsdóttir, Alexander G. Björnsson, Björn Kr. Björnsson, Inga Lárusdóttir, Marteinn S. Björnsson, Krlstfn Helgadóttir, Berta Björgvinsdóttir, Tómas Högnason, barnabörn og barnabarnabörn. hefir haldið með honum heimili síðan Jón missti konu sína. Allt vildi Anna fyrir hann gera og að hann hefði það sem best, ég minnist allra þeirra veitinga sem hún bar fyrir okkur sem vorum gestkomandi á þeirra heimili. Haf þú þökk fyrir, Anna. Jón var ekki sú manngerð að hann vildi láta bera á sér, hann vann sín störf af stakri prýði og trúmennsku án þess það færi hátt en ég hygg að hans verði saknað af sínu samstarfsfólki þó ekki hafí farið mikið fyrir honum. Ég hefði svo gjaman viljað fylgja Jóni síðasta spölinn en aðstæður leyfa það ekki. Ég og fjölskylda mín sendum Kristínu Maríu dóttur hans og hennar fjölskyldu á Hvammstanga innilegar samúðar- kveðjur, einnig öðrum aðstandend- um og þá einkum Önnu sem ávallt stóð með honum í blíðu og stríðu. Farsælu avistarfí er lokið, það er stundum svo gott að vita ekkert um það hvað næsti dagur ber í skauti sér. Hvíli hann í friði. Eggert Garðarsson Það er líkt og strengir bresti þegar fréttir um lát vinar berast, ekki síst þegar það ber skyndilega að. Jón Eggertsson fór til vinnu sinnar eins og hann var vanur fimmtudaginn 8. september sl. og lést þá um kvöldið. Jón var fæddur 7. ágúst 1911 að Ytri-Sauðadalsá á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu, sonur hjónanna Sesselju Benediktsdóttur og Eggerts Jónssonar er þar bjuggu. Ólst hann þar upp í hópi 9 systkina er upp komust. Alls voru bömin 13, fjögur létust á unga aldri og nú eru þrír bræðranna látnir. Ég ólst upp á Bergsstöðum, næsta bæ, og fór ekki hjá því þar sem jarðimar lágu saman að mikill samgangur var á milli bæjanna. Bæði var það að við hittumst þegar búpeningi var sinnt, en hann gekk meira og minna saman, og marg- þætt önnur samskipti þurfti að hafa. Mestu máli skipti þó að það var svo mikil órofa vinátta milli fjöl- skyidna okkar að heidur vildum við bömin fara fleiri ferðir en færri til að hittast og blanda geði. Foreldrar Jóns, Sesselja og Egg- ert, bjuggu við lítil veraldleg efni og var það ekkert fátítt í þann tíð. En þau vom ekki að beija sér og framsýnn var Eggert. Hann lýsti því fyrir mér hvemig hann sá fló- ann norður af bænum sem vel gró- ið tún. Þá vom ekki komnar hinar stórvirku vélar til þess að bijóta land til ræktunar heldur varð flest að vinna fyrir hönd, mér fannst því að um draumsýn væri að ræða, sem ekki mundi eiga stoð í vemleikan- um. En þetta gerðist. Hinar stór- felldu framfarir í ræktun og upp- byggingu í sveitum, sem Eggert sá fyrir sér, urðu að vemleika, þótt hann lifði ekki að sjá þann draum rætast. En hörðum höndum var unnið af þeim hjónum báðum til að sjá heimilinu farborða og bömin urðu liðtæk strax og þau gátu rétt hjálparhönd. Þótt veraldlegu efnin væm af skomum skammti þá áttu hjónin bæði mikinn auð í hjartahlýju og hjálpsemi. Þau gátu ekki horft að- gerðalaus á erfiðleika annarra öðmvísi en að veita stuðning væri þess nokkur kostur. Var einstak- lega gott að eiga þau og fjölskyld- una alla að vinum og man ég aldr- ei eftir því að skugga bæri á þá hlýju og folskvalausu vináttu, sem ríkti á milli heimila okkar. + Faðir okkar, tengdafaöir og afi, TRYGGVI HALLSSON fyrrum verslunarstjóri frá Þórshöfn, verður jarðsunginn frá Innri-Njarövíkurkirkju laugardaginn 17. september kl. 16.00. FJóla Hrafnhlldur, Krlstfn, Ævar Karl, Árni Hallur, tengdabörn og barnabörn. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langommu, SIGRÍÐAR EINARSDÓTTUR, áður tll helmllis f Skaftahlfð 34, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 20. september kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hennar láti Háteigskirkju njóta þess. Valgerður Eyjólfsdóttlr, Jón E. Guðmundsson, Rósa Eyjólfsdóttir, Ingl Hallbjörnsson, Kristbjörg Þórðardóttir, Björn Ómar Jónsson, Guðbjörg Jónsdóttlr, bamabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Útför sonar okkar og bróður, GUNNARS EYÞÓRS ÁRSÆLSSONAR, fer fram frá Fríkirkjunni i Hafnarfirði i dag föstudag 16. september kl. 15.00. Slgrfður G. Eyþórsdóttir, Ársæll Páisson og systur hins látna. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR GEORGSDÓTTUR, Austurbergl 30. Þorvaldur Valdlmarsson, Sigurður Már Helgason, Erla Flosadóttir, Birgir Þorvaldsson, Sigrfður Þorvaldsdóttlr, Leó Jensen og barnabörn. L‘(H vw) 'rMJsd-í! .iií»*' Sauðadalsársystkinin ólust upp í þessu umhverfi. Og þau mótuðust af því. Þau erfðu þá eiginleika umfram allt að vera traust, góðvilj- uð og hjálpsöm. Þetta var ríkt í Jóni. Hann var heill í hveiju máli, hveiju verki. Hann var samvisku- samur og vandvirkur. Hann brást ekki trúnaði sem honum var sýnd- ur. Hann var einlægur og jákvæður í hugsun og ávallt velviljaður. Jón vann við sveitastörfin, og til þess að diýgja tekjur heimilisins fór hanh suður á vertíð, var í vegavinnu á vorin og fleira. Þegar faðir hans féll frá 2. september árið 1935 stóð hann fyrir búi móður sinnar til árs- ins 1958 að hann flutti suður. Anna systir Jóns var einnig heima og hvfldu bústörfín á þeim að verulegu leyti. Systkinin Jón og Anna tóku að sér þriggja ára telpu, Sólveigu Sigurbjömsdóttur, og ólu hana upp. Hún er gift Hannesi Lárussyni og em þau búsett að Óspaksstöðum í Hrútafírði.1 Þau eiga 3 böm. Þegar Jón fluttist til Reylqavíkur stundaði hann ýmis störf en lengst vann hann hjá Siguijóni Siguijóns- syni pípulagningameistara. Jón kvongaðist Áslu Jakobsen hjúkrunarkonu 24. janúar 1959. Hún var færeyskrar ættar og vann við hjúkmn í Reykjavík. Þau stofn- uðu heimili í borginni og vora þau mjög samhent um að búa það sem best. Fljótlega eignuðust þau kjör- dóttur, Kristínu Maríu, en bæði vom hjónin með afbrigðum bam- góð. Kristín María er gift Sigurði Baldurssyni og búa þau á Hvamms- tanga. En Jón unni sveitalífinu og hugurinn leitaði norður á heima- slóðir. Karl, bróðir hans, sem stóð fyrir búi móður þeirra, var orðinn heilsulítill og Anna veiktist af liða- gigt árið 1946 og átti við mikil og langvarandi veikindi að búa og afréð að hætta búskap. Það varð því að ráði að þau Jón og Ásla tóku sig upp og fluttu norður árið 1962. Byggðu þau þá býlið Hjallholt í landi Ytri-Sauðadalsár og fluttu í nýja húsið 1964. Þangað fluttu einnig þær mæðgumar Sesselja og Anna. Sesselja lést 29. aprfl 1965. í Hjallholti bjuggu þau hjónin til ársins 1970. Þá var Jón farinn að heilsu en veikindi í mjöðm gerðu það að verkum að hann gat sig lítið hreyft og hafði miklar kvalir og þannig varð hann að bíða um tveggja ára tíma eftir því að kom- ast í nauðsynlega aðgerð. Þegar svona var komið varð ekki hjá því komist að Ásla fengi sér vinnu utan heimilis og vann hún við hjúkmn á Hvammstanga og sótti þá vinnu frá Hjallholti á annað ár þótt langt væri að fara. Þegar þau Jón og Ásla bmgðu búi fluttust þau til Hvammstanga. Ásla hélt starfi sínu áfram og þegar Jón hafði fengið bata hóf hann störf hjá Kaupfélag- inu á Hvammstanga og vann þar til dauðadags. Konu sína missti Jón 9. maí árið 1974 eftir erfíðan sjúkdóm. Var það mikill og sár missir fyrir hann og dóttur þeirra, sem þá var um ferm- ingu. Anna flutti með þeim frá Hjallholti og bjuggu þau systkinin saman, hafa þau nú síðari árin haft íbúð í dvalarheimili aldraðra í Nest- úni 4, Hvammstanga. Þótt Jón hafí ekki gengið heill til skógar hefur hann stundað vinnu af dugnaði og eljusemi og ekki verið að kvarta. Ég hygg að þrátt fyrir mótlæti og erfiðleika á stundum þá hafí Jón talið sig gæfumann. Björtu og góðu stundimar vom ávallt ofar í huga hans. Þau hjónin vom samrýnd og dóttirin og bamabömin þijú yljuðu og glöddu ástríkan afa. Fyrir fjöl- skylduna vildi hann öllu fóma. Og ákaflega _ kært var með fjölskyld- unni á Óspaksstöðum, systkinum Jóns og öllum sem hann þekktu var hlýtt til hans og það mat hann mikils. Með Jóni er genginn traustur og góður maður, góður vinur. Maður sem oft gleymdi sjálfum sér ef ná- unginn þurfti á hjálparhönd að halda, þar var margt handtakið í kærleika gjört. Við sem áttum því láni að fagna að eiga Jón að sam- ferðamanni þökkum góðum dreng og biðjum honum velfamaðar á nýjum vegum. Aðstandendum send- um við innilegar samúðarkveðjur. I if* Páll -V.'' Daníelsson nb .1 *^'E j iijl^ 90 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.