Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 »É9 Kfelt ab þab he-tói stah'ib í rne&mse&bréfiau þ'mu, cui þú 9«iir Hq orfc á minútu.,/ Ásí er... \Ua, ... að gefa honum dag- bók svo hann gleymi ekki afmælinu þínu. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reaarvad ® 1988 Los Angeles Times Syndicate Með morgxinkaffínu Verður . landsleikurinn ekki sýndur aftur á morg- un? Óöldin í Suður- Afríku Svar til Andrésar Magnússonar Laugardaginn 6. ágúst kom und- irrituð í útvarpsviðtal og svaraði nokkrum spumingum sem komu upp í beinu tilefni af lesendabréfi sem þú skrifaðir nýverið. Ég vona svo sannarlega að þú hafir hlustað en ef vera kynni að svo hafí ekki verið langar mig til að svara nokkr- um fullyrðingum úr Velvakanda 15. júlí. Nelson Mandela hefur setið í fangelsi síðustu 26 árin beinlínis vegna þess að hann er einn þeirra leiðtoga sem fólkið í Suður—Afríku hafði valið sér, ekki einungis sem félagi í Afríska þjóðarráðinu, heldur einnig sem persóna. Mandela hafði árum saman verið talsmaður þess að breytingum yrði komið á án valdbeitingar. Það var einungis vegna sí endurtekinna ofbeldisað- gerða og morða á þúsundum biökkumanna af hálfu stjómar Suð- ur—Afríku að Mandela ákvað að taka upp baráttu til vamar þjóð sinni, frelsi hennar og framtíð. Mig langar til að spyrja þig, Andrés: Ef fyrsta bam þitt hefði verið drepið í lögregluárás á skóla, myndir þú þá fara með annað bam þitt til að það yrði skotið líka og bjóða þannig fram hina kinnina? Auk þess spyr ég: Ef það væri þú sem héldir á 18 mánaða gömlu bami þínu í líkkistu vegna árásar hersins, myndirðu þá óska ófæddri dóttur þinni annarrar kistu? Ég fæddist, ólst upp og bjó í Suður—Afríku fram á fullorðinsár. Ég er hvít frá Suður—Afríku og allan tímann sem ég bjó þar heyrði ég ekkert annað en lygi um allt sem snerti Afríska þjóðarráðið. Þú ert ekki lokaður inni í þessum lyga- heimi og því vil ég leggja til að þú notir þér þá möguleika sem þú hef- ur til þess að kynna þér málstað Afríska þjóðarráðsins. Þá á ég við að þú talir við fulltrúa þess sem eru dreifðir um allan heim, ekki sem hryðjuverkamenn, heldur sem full- trúa milljóna manna í Suður— Afríku, bæði svartra og hvíta, sem fyrr eða síðar munu öðlast frelsi. Stjóm Suður—Afríku er í raun- inni alls engin ríkisstjóm. Stefna hennar hefur neitað meirihluta þjóðanna í Suður—Afríku um grundvallarréttindi. Hvemig er hægt að kalla það ríkisstjóm sem innan við 15% þjóðarinnar kýs? Hvað um hin 85% sem ekki hafa kosningarétt? Nei, Andrés, með hryggð í hjarta verð ég að segja að meirihluti hvítra í Suður—Áfríku vill ekki breytingar. Þeir lifa í vel- lystingum og bera óbeina ábyrgð á kúgun og áþján landsmanna sinna. Þetta minntist þú ekki á í grein þinni - minntist ekki á þær þúsund- ir bama á aldrinum 9—18 ára sem sitja í fangelsum Suður—Afríku- stjómar - minntist ekki á það fólk sem er skotið, barið, pyntað og lim- lest fyrir lífstíð fyrir tilverknað Suður—Afríkustjómar. Ekki nefnd- irðu heldur neitt um bannfæringar, ritskoðun, fangelsanir og útlegð sem beitt er gegn samtökum fólks- ins og leiðtogum þeirra. Ekkert um heimalöndin, nauðungarflutninga, hungur, sjúkdóma og hræðilega fátækt í einu af ríkustu löndum heims. Né heldur um ólöglegt hemám Namibíu, árásir hersins inn í Angóla og sprengingar og morð á saklausu fólki þar. Ég geri þetta hér að umtalsefni svo að lesendur fái að sjá þessa hlið á Suður—Afríku,. þá hlið sem ég hef séð, og geti þá tekið afstöðu til þess hvort þjóðir Suður—Afríku eigi að fá frelsi. Gila Carter. Ræðan fyrir ofan garð og neðan í Hallgrímskirkju Kirkjugestur hringdi: Enginn hefur gagn af þeim aug- um sem hann sér ekki með og eng- inn hefur gegna af því orði sem flutt er í kirkju sem ekkert heyrist. Ég fór í Hallgrímskirkju 11. sept- ember til að fagna og þakka Sigur- bimi Einarssyni biskupi fyrir 50 ára farsælt starf í kirkju Krists, lengi sem biskup hennar. Ég sat á 8. eða 9. bekk innan frá, en hvað gerðist? Ég heyrði ekki eitt einasta orð af ræðu biskups, hins mikla ræðusnill- ings. Það er gagnslaust að byggja stórar kirkjur ef þær þjóna ekki því hlutverki sem þeim er ætlað. Vonandi verður sem fyrst ráðin bót á þessum vanda. Víkverji skrifar Sú hugsun sækir á Víkveija þessa dagana hvers vegna í ósköpunum sauðfé á riðusvæðUm sé látið ganga á ofbeittu landi allt sumarið til þess eins að slátra því að hausti. Fyrst ákvarðanir um nið- urskurð liggja fyrir mörgum mán- uðum fyrir slátrun er þá ekki nær að finna einhvem meðaltalsfall- þunga Og greiða bændum fyrir riðuféð, sem flest er þó heilbrigt, í samræmi við það? Það getur varla verið svo flókið. Bændur, og kannski aðallega bændasynir og aðrir ættingjar nú orðið, gætu örugglega hist að hausti og glaðst með góðum vinum á ein- hvem annan hátt en í réttum. Það getur ekki verið í samræmi við gróðursjónarmið og ræktun lands að láta sauðkindina naga viðkvæm- an gróðurinn sumarlangt þegar skepnanna bíður ekkert annað að hausti en að vera urðaðar. Uppitak er þekkt orð um fisk sem vakir í vatni, en á dögun- um heyrði Víkveiji orðið uppítökur notað á öldum ljósvakans. Þetta var í auglýsingu frá bifreiðaumboði, sem bauð viðskiptavinum sínum að taka gamla bíla upp í nýja. Hæpið finnst þeim, er heldur á penna í þessum dálki í dag, að hægt sé að smíða nafnorð á þennan hátt. Fyrir utan það hversu ljótt orðið er. XXX Ekki efast Víkveiji um að á mörgum heimilum sé mjög erf- itt ástand peningalega. Kona úti á landi lýsti stöðunni á hennar heim- ili á einfaldan hátt í spjalli við Víkveija fyrir nokkru. „Fyrir ári dugðu þau laun er ég fékk fyrir hálfs dags vinnu til að greiða allan mat og brýnustu nauðsynjar heimil- isins. Tekjur bóndans fóru þá í að greiða skuldir vegna húsbyggingar, aðrar framkvæmdir, rekstur bflsins og meiri háttar útgjöld. Nú orðið duga launin mín fyrir mat hálfan mánuðinn," sagði þessi kona. XXX Avetrarólympíuleikunum síðastliðinn vetur munaði litlu að íslenzku keppendumir í skíða- íþróttum yrðu að taka þátt í keppn- inni án skíða sinna. Þeir sem nú undirbúa sig fyrir keppnina á ÓL og eru komnir til Seoul virðast mega þakka fyrir að hafa komist á keppnisstað. A íþróttasíðu í Morg- unblaðinu á þriðjudag var frétt um að flug íslendinganna frá New York til Kóreu var fellt niður fyrir löngu. Engar ráðstafanir voru gerð- ar er þetta varð ljóst og hlaust nokkur töf af þessum mistökum. Fyrst keppnisáhöldin, nú kepp- ehdumir. Hvað næst?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.