Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 39 Minning: Guðjón Einar Guðmimds- son bifreiðarstjórí Fæddur 14. febrúar 1906 Dáinn 29. ágúst 1988 Nokkur þakkarorð langar okkur bræðuma að skrifa um Gaua frænda eins og við kölluðum hann. Hann hét fullu nafni Guðjón Ein- ar Guðmundsson og var giftur ömmusystur okkar Margréti Páls- dóttur, en hún er látin fyrir nokkr- um árum. Þau voru mjög samrýmd og máttu ei hvort af öðru sjá, voru þau ætíð nefnd í sömu andránni sem „Magga og Gaui“. Gaui var mjög bamgóður enda nutum við þess bræðumir á margan hátt. Tók hann okkur í marga bíltúra bæði hér í bænum og eins í sumarbústaðinn sem þau hjónin áttu við Meðalfellsvatn. Einnig nutu böm okkar bræðranna hlýleika þeirra hjóna. Sem ungir drengir eyddum við mörgum stundum á heimili þeirra hjóna á Eiríksgötu 2 og síðan Hjallalandi 14. Ismíðastofunni hjá Gaua fengum við okkar fyrstu til- sögn með hamar og nagla en smíðar vom honum mjög hugleiknar. Nú hin seinni ár dvaldist hann á á húsi Samúels Jónssonar, föður Guðjóns Samúelssonar, en Margrét Jónsdóttir, móðir Guðjóns var systir Guðmundar. Má því segja að æska Guðjóns hafi verið tengd Skóla- vörðuholtinu, þar sem hann síðar byggði sér hús á Eiríksgötu 2, og óskaði að lokum eftir að útför hans færi fram frá Hallgrímskirkju. Starfsævi Guðjóns var mikið tengd akstri og flutningum og sagð- ist hann hafa byijað 10 ára gamall sem kúskur hjá föður sínum, sem þá hafði byijað flutningaþjónustu með hestvögnum og var einn af stofnendum Keyrarafélagsins. Guðjón byijaði við flutninga á hestvögnum, síðan vömbflum 1925 og leigubflaakstur hjá BSR 1928 og hóf svo störf hjá Strætisvögnum Reykjavíkur þegar þeir vom stofn- aðir 1934. Síðan starfaði hann hjá Litir og Lökk hf., og sem smiður við ný- byggingu Vélsm. Héðins í Ána- naustum. í stríðinu byijaði hann svo aftur leigubflaakstur á Hreyfli og sfðar á Borgarbflastöðinni. Árið 1957 réðst hann til Veður- Ellen Einarsdóttir, Krosshúsum—Minning Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem vel var um hann hugsað. Til marks um hlýhug hans til okkar bræðranna þá spurði hann ætíð um líðan hinna ef einhver okkar heimsótti hann. Nú vitum við að Gaua líður vel því hann er kominn til sinnar góðu konu sem hugurinn var ætíð hjá. Guð blessi minningu hans. Birgir, Rúnar, Siggi Valur og Ómar. Guðjón verður jarðsunginn f dag, 16. september kl. 13.30 frá Hall- grímskirlqu. Foreldrar hans vom Guðmundur Jónsson, bóndi að Þóroddsstöðum í Grímsnesi, og Sigurveig Einars- dóttir, kona hans, og áttu þau einn- ig tvær dætur, Karólfnu og Sigur- björgu. Guðmundur og Sigurveig vom bæði undan Eyjafjöllum og höfðu búið að Núpakoti áður en þau fluttu að Þóroddsstöðum 1895. Árið 1910 bmgðu þau búi og fluttu til Reykjavíkur og byggðu húsið að Kárastíg 6, rétt við hliðina Minning: f dag, 16. september, verður til grafar borinn faðir okkar, Kjartan Þorkelsson, fyrrum bóndi á Kjartans- stöðum í Flóa. Hann fæddist að Nesi, Kjalamesi, þann 19. nóvember 1892, sonur hjónanna Þorkels Ásmunds- sonar, Hækingsdal, Kjós og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur frá Lang- holti, Borgarfirði, og var hann fjórði í röð 8 barna þeirra hjóna. Hann fluttist ungur með fjölsyldu sinni að Ártúni, Kjalamesi. Þar var oft þröngt f búi hjá svo stórri fjöl- , skyldu og fór hann því ungur að heiman og dvaldi hjá Halldóri Ólafs- syni f Hvammi í um 6 ára skeið við almenn sveitastörf. Síðan stundaði hann sjóróðra á ýmsum bátum og var nokkra vetur til sjós, en á sumr- in stundaði hann sveitastörf, aðallega á Kjalamesi og var hann eftirsóttur til allra starfa sökum dugnaðar. Hann kynntist Sigrfði Guðmunds- dóttur, f. 21. júlí 1894, frá Hrauni í Keldudal, Dýrafirði og eignuðust þau eina dóttur, Kristínu, f. 17. sept- ember 1925. Bjuggu þau saman f 4 ár. Um 1934 kynntist hann móður okkar, Ásu Maríu Bjömsdóttur, f. 30. september 1910, frá Vatnsenda f Héðinsfirði og giftu þau sig 3. des- Nokkuð flókin atburðarás varð til þess fyrir mörgum áratugum, að Ellen Paulsen frá Danmörku og Ein- ar Einarsson úr Grindavfk hittust eitt kvöld í Kaupmannahöfn og ák- váðu að verða hjón. í rauninni hófst allt með þvf, að togarinn Ása strandaði nálægt Gríndavfk. Skömmu seinna komu á strandstað nokkrir fulltrúar danska tryggingafélagsins, sem tryggt hafði skipið, að kanna þar aðstæður og möguleika á að ná skipinu aftur á flot. Þessir dönsku menn dvöldu í Grindavík um hríð, en þegar togarinn Ása tók að liðast f sundur í Grindavíkurbriminu, snem þeir til Danmerkur aftur og gáfu upp alla von um björgun. Með þeim fór til Danmerkur Einar Einarsson, sem þá hafði lokið námi við Verslunarskóla íslands, en vildi auka við nám sitt með því að starfa við verslun f Dan- mörku einhvem tíma. ember 1936. Þau eignuðust 8 böm: Bjöm, Guðrúnu, Þorkel, Önnu Lilju, Ásmund, Ragnheiði, Halldór og Svanborgu. Pabbi og mamma bjuggu á Kjart- ansstöðum, nýbýli sem hann byggði sjálfur, til ársins 1950. Þá fluttust þau til Akraness og síðan að Bim- höfða, Innri-Akraneshreppi. En skömmu síðar veiktist móðir okkar og lést 2. júnf 1956, eftir langvar- andi veikindi. Tók hann fráfall henn- ar ipjög nærri sér vegna bamanna sem hann treysti sér ekki til að halda saman, enda sjálfur kominn á sjö- tugsaldur. Aldrei þreyttist hann á að segja okkur sögur af mömmu og ljómaði hann í hvert sinn sem hann minntist hennar. Pabbi var að eðlisfarí mjög félags- lyndur og hafði gaman af söng, skák, spilamennsku og lestri. Hann stofn- aði m.a. málfundafélag á Kjalamesi og taflfélag í Hraungerðishreppi. Hann var fróður um land og þjóð og hafði góða frásagnarhæfileika. Hin sfðari ár dvaldi hann á Dvalar- heimili aldraðra á Akranesi, þar til fyrir rúmu ári. Þá var hann fluttur á Sjúkrahúsið á Akranesi, þar sem hann dvaldi þar til yfir lauk. stofu íslands og var við akstur og viðhald tækja þar til ársins 1976 er hann varð sjötugur. Lauk hann svo starfsævi sinni hjá frændum sfnum í Völundi, en Sveinn Jóns- son, einn af stofnendum Völundar, var föðurbróðir hans. Skólaganga Guðjóns var aðeins hinn hefðbundni bamaskóli. Hann hóf þó nám hjá Skipa- smíðastöð Danfels Þorsteinssonar, þegar hann var 18 ára, en varð að hætta fljótlega til að leggja föður sfnum lið við reksturinn. Árið 1927 kynntist Guðjón ungri Einar dvaldi ytra um nokkurra mánaða skeið og var þar innanbúðar sem lærlingur eins og ætlunin hafði verið. Svo kom að þvf, að halda skyldi heimleiðis á ný. Kvöldið fyrir brottför frá Kaupmannahöfn bauð einn fulltrúa tiyggingafélagsins, sem komið höfðu til Grindavíkur, Quist að nafni, Einari til kvöldveislu á veit- ingahúsinu Valencia. Með í förinni var frú Quist og vinkona hennar, Ellen Paulsen að nafni. Veislan hefur líklega tekist vel og vísast hefur hér verið á ferðinni ást við fyrstu sýn, þvi daginn eftir, rétt fyrir brottför sína frá Höfn, tilkynnti Einar Quist hjónunum að þau Ellen væro heit- bundin. Það var á árínu 1926, sem Ása strandaði, en 29. júlí, 1928, voro þau svo gefin saman f hjónaband í Kaup- mannahöfn Ellen, dóttir Hans Christ- ian Paul Paulsen, skipstjóra og konu hans Jensine Marie, og Einar, sonur Sfðastliðinn föstudag, er við systk- inin komum til hans, brosti hann til okkar og myndaði nöfnin okkar með vöronum, eins og hann vildi þakka okkur fyrir að vera hjá sér sfðustu stundimar. Megi pabbi okkar hvfla í friði, bles- suð Sé minning hans. Lækkar Iffdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk f faranda skjól, feginn hvíldinni verð. Guð minn gefðu þinn frið, gieddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá (H. Andrésd.) Svanborg og Halldór stúlku frá Stokkseyri, Margréti Pálsdóttur, en þau giftu sig-7. júní 1930. Heimili þeirra var fyrst að Þór- oddsstöðum við Reykjanesbraut, sem þeir feðgar höfðu lokið að byggja 1927. Margrét var dóttir Páls Ámason- ar á Stokkseyri og konu hans, Guð- bjargar Ögmundsdóttur. Margrét flutti að Þóroddsstöðum árið 1928 og tók við heimilinu þeg- ar Sigurveig ámma mín veiktist. Guðjóni og Margréti varð ekki bama auðið, en því meira athvarf var fyrir böm annarra á heimili þeirra. Bjamey, systurdóttir Mar- grétar, átti tvo elstu syni sína þar. Þegar kunningjakona þeirra hjóna, Aróra Kristinsdóttir, sá að dagar hennar væru taldir, bað hún Mar- gréti að taka að sér dóttur sína, Sigrúnu Helgadóttur, sem var þá átta ára. Sigrún ólst upp hjá Mar- gréti og Guðjóni til manndómsára, og einnig varð sonur hennar, Guð- mundur Freyr Ævarsson, í miklu uppáhaldi hjá þeim. Sigrún er lífffæðingur að mennt og er gift Ólafí Andréssyni, lífefnafræðingi. Þau eiga þijár dætur, Melkorku, Hölhi og Védísi. Árið 1933 byggðu þau sér hús á Eiríksgötu 2 ásamt Magnúsi Sig- urðssyni, lögregluvarðstjóra, og bjugg11 þar til þau byggðu aftur f Hjallalandi 14, en þar bjuggu þau þar til Margrét lést árið 1984. Ólafíu Ásbjamardóttur og Einars G. Einarssonar, kaupmanns og útgerð- armanns í Garðhúsum í Grindavík. Ungu hjónin reistu með tfð og tíma bú sitt að Krosshúsum í Grindavík og Ellen Paulsen frá Danmörku gerð- ist Grindvfkingurinn Ellen Einarsson. Það hljóta að hafa verið mikil við- brigði að flytjast á þeim árom frá Kaupmannahöfn millistríðsáranna og taka sér varanlegt aðsetur í litlu sjávarþorpi á íslandi, lengst norður í höfum. En ekki var annað að heyra eða sjá en Ellen léti sér vel lfka suð- ur með sjó og vendist fljótt og vel bæði útsynningnum og brimhljóðinu. Auðvitað flutti Ellen með sér til Grindavikur ýmsa siði og venjur hei- malands síns, og sagt er að margur Grindvíkingurinn hafi rekið upp stór augu þegar unga, danska húsmóðirín f Krosshúsum falaði humar, rækjur eða skelfisk af sjómönnunum og hugðist meira að segja leggja sér til munns þennan óþverra, sem þá var hent fyrír borð ef hann kom upp með veiðarfærum. Matjurta- og blómagarðurinn í Krosshúsum þótti lfka tfðindum sæta í sjávarþorpinu og menn heyrðust tauta í barm sér eitthvað um að bíta gras. En Ellen hélt ótrauð áfram og ræktaði garð sinn af einstakri elju. Undirritaður man hana vel á sól- heitum sumardegi eins og þeir geta orðið bestir, þegar blaktir varia hár á höfði og kyrrðin er undursamleg, aðeins rofin af hundgá í fjarska, værðariegu bauli frá kúnum eða fuglasöng. Þá mátti sjá hana bogra yfir beðunum frá því eldsnemma á morgnana til að hlú að blómunum og grænmetinu og fjarlægja illgre- sið. Á heimili hennar var grænmeti talið til matvæla löngu áður en slfkt tfðkaðist á flestum fslenskum heimil- um. Þau Einar settu upp eitt stærsta hæsnabú landsins og ráku það af krafti um skeið. Þá voro snæddir kjúklingar í Krosshúsum og það var enn ein nýlundan, sem Ellen f Kross- húsum bryddaði upp á að áliti margra Kjartan Þorkels- son frá Artúni Þá keypti Guðjón húsið Boða- hlein 28, Garðabæ, sem var hluti af þjónustuíbúðum DAS í Hafnar- fírði. Reyndist það mikilvægt fyrir hann að hafa góða umönnun þeirra og þjónustu síðasta spölinn. Hann minntist oft á það hve gott starfs- fólkið væri við sig og var því mjög þakklátur. Guðjón var meðalmaður á hæð, ljós yfirlitum, skarpleitur og hvat- legur á sínum yngri árum, raungóð- ur og bamavinur. Hann var smiður góður og lék allt í höndum hans og varð það að fallegum hlutum. Móðir mfn, Karólína, var systir hans og var alla tíð mikil vinátta og samgangur milli fjölskyldnanna. Fyrstu viðskipti sem ég gerði var þegar við Gaui voru saman f bflaút- gerð í stríðinu og varð það til þess að hann hóf aftur leigubílaakstur. Það var ávallt fróðlegt að hlusta á Gauja rifja upp atvinnuhætti fyrri hluta aldarinnar, þegar vélaöldin var að byija hér og hann ólst upp með. Guðjón átti farsæla starfsævi og eignaðist marga vina á löngum ferli og veit ég að þeir einnig senda honum hlýjar kveðjur á kveðju- stund. Ég óska Guðjóni frænda mfnum allra heilla í nýju umhverfi og leið- sagnar á nýjum vettvangi, sem hann hafði beðið eftir um nokkum tíma. Guðmundur Einarsson Suðuraesjamanna, sem höfðu hænsni til að verpa eggjum. Nú eru allar þessar siðvenjur f matarræði orðnar jafn íslenskar og sjálfur þorskurinn. Víst er líka um það, að Grindvíkingar tóku Ellen mætavel og fyrirgáfu henni af heilum hug þessar smávægilegu tiktúror varðandi matvæli. Ellen og Einar jmgri, sem svo var stundum nefndur til aðgreiningar frá , föður sfnum, Einari f Garðhúsum, eignuðust þijár dætur, Eddu Maríu, sem gift er Þórði P. Waldorff f Grindavfk, en þau eiga 4 böm; Ásu Lóu, gifta Benóný Benediktssyni í Grindavfk, böm þeirra ero þijú og Emmu Hönnu, sem er gift Ólafí Ásbimi Jónssyni í Keflavík, en þau eiga þijú böm. Afkomendahópurinn er oiðinn stór og myndarlegur, en auk þeirra, sem hér hefur verið get- ið, ero bamabömin sextán talsins. Einar f Krosshúsum fékk snöggt hjartaáfall og lést hinn 12. júlf 1962. Þarf ekki að orðlengja hversu mikið áfall það varð fjölskyldunni allri. EUen bjó samt áffarn f Krosshúsum f rúma tvo áratugi eftir lát manns sfns, og hafði, er hún flutti loks til Reykjavíkur, búið við brimsorfna Grindavíkurströndina í meira en hálfa öld. Hún flutti sem sé á mölina, bjó sér lftið en snoturt heimili f Safamýr- inni og undi hag sfnum vel, en hafði ekki búið þar nema tæp tvö ár þegar heilablóðfall lagði hana að velli. Þessi mæta kona, Ellen Einars- dóttir f Krosshúsum, verður borin til grafar f Grindavík f dag að aflokinni minningarathöfn í Bústaðakirkju. Hún lést f Landakotsspítala 9. sept. sl., á áttugasta og fjórða aldursári, eftir að hafa átt þar við vaxandi sjúk- dóm að stríða f hálft fimmta ár. Ég sakna hennar úr fjölskylduhópnum, þar sem hvellur hlátur hennar ómaði og Ijúft viðmót hennar var eitt af þvf, sem við tókum sem sjálfsögðum hlut. Hún hefur hlotið hvfldina og fyrir hönd systkina og systkinabama frá Garðhúsum sendi ég Eddu Maríu, Ásu Lóu, Emmu Hönnu og fjölskyld- um þeirra samúðarkveðjur. Ólafur Gaukur Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð f Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins f Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.