Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 Bridssamband Norðurlands: N or ðurlandsmót og bikarkeppni HIÐ árlega Norðurlandsmót í tvímenningi verður haldið á Ak- ureyri laugardaginn 8. október. og hefst spilamennska kl. 10.00 Félagsborg. Spilaðar verða tvær umferðir eft- ir Mitchell-fyrirkomulagi. Þátttöku- gjald er 2.000 krónur á parið. Til- kynningar um þátttöku þurfa að berast Emi Einarssyni í síma 96-21058 eða Stefáni Ragnarssyni í síma 96-22175 fyrir 5. október nk. Þá hefst bikarkeppni Bridssam- bands Norðurlands í byrjun nóvem- ber. Um er að ræða sveitakeppni með útsláttarfyrirkomulagi og er öllum bridssveitum á Norðurlandi heimil þátttaka. Þeir Öm og Stefán taka á móti þátttökutilkynningum og þurfa þær að berast fyrir lok októbermánaðar. Þátttökugjald er 3.000 krónur á sveit. Framkvæmdastj órastaða Ut- gerðarfélags Akureyringa: Þrír í sigtinu STJÓRN Útgerðarfélags Akur- eyringa er aðallega að skoða þrjá umsækjendur þessa dagana í stöðu framkvæmdasfjóra fé- lagsins í stað Gísla Konráðsson- ar. Enginn umsækjendanna hef- ur þó endanlega verið útilokað- ur, að sögn Péturs Bjamasonar stjómarmanns i ÚA. Opnunar- veisla í Fálkafelli Hin árlega opnunarveisla í Fálkafelli verður haldin laugar- daginn 17. september. Fálkafell er stærsti útileguskáli Skátafé- lagsins Klakks. Mæting er kl. 20.15 við Pásustein og lagt verð- ur af stað kl. 20.30. Einnig munu dróttskátar verða vígðir og Skátahöfðingi íslands, -Gunnar Eyjólfsson, verður gestur kvöldsins. Rætt verður um starfið á komandi starfsári auk þess sem bomar verða á borð veitingar. í lokin fer fram stutt kvöldvaka að skátasið. Skátar og velunnarar þeirra em velkomnir. „Við emm að bera saman starfs- reynslu og menntun þessara manna og á næsta fundi okkar verður end- anlega ákveðið hver valinn verður. Þegar stjómin kom fyrst saman, höfðu allir stjómarmenn skoðað umsóknimar mjög nákvæmlega. Sumir stjómarmanna höfðu þá þeg- ar myndað sér skoðun um einn ákveðinn mann í stöðuna og aðrir höfðu þetta tvær, þijár og fjórar umsóknir, sem þeir vildu skoða nánar. Ég ætla ekki að útiloka að til atkvæðagreiðslu komi í stjóm- inni, en hitt vildi ég þó sjá fremur að stjómarmenn sameinuðust um hver verður fyrir valinu. Stjómar- menn hafa allir lýst því yfír á fund- um að vilji sé fyrir faglegri af- greiðslu og farið verði eftir mennt- un og reynslu umsækjenda. Það er að minnsta kosti mælikvarði, sem hægt er að vinna eftir óháð per- sónulegum skoðunum stjómar- manna á einstökum umsækjendum. Ég held að pólitíkin hafi ekki verið til staðar inni í stjómarhringnum, heldur eingöngu fyrir utan hann, og höfum við flestir fengið að vera f friði fyrir pólitískum þrýstingi utan frá,“ sagði Pétur Bjamason stjóm- armaður í Útgerðarfélagi Akur- eyringa. Pétur gerði ráð fyrir að stjómar- menn hittust eftir helgina og ætti þá niðurstaðan að vera í sjónmáli. Busar baðaðir íþorskhausum, fiskimjöli og loðnuúrgangi Busamir í Verkmenntaskólanum voru heldur illa þefjandi eftir busavígslu, sem fram fór í gærmorgun. Hver myndi svo sem vilja baða sig í fiskikari þar sem í er kalt vatn, þorsk- hausar, fiskimjöl og úrgang úr loðnuverksmiðj- unni í Krossanesi? Það fengu nýnemamir að reyna f gær, en þeir eru alls 334 talsins. Athöfnin hófst með því að busar vom leiddir út úr stofum sfnum, bundnir saman eins og leik- skólaböm, út á grasflöt fyrir framan skólann. Fjórðu bekkingar höfðu íklæðst einnota málara- búningum, höfðu spreyjað sig og skreytt á ýmsa vegu og höfðu sokk á höfði. Flytja þurfti einn busann á Fjórðungssjúkrahús Akureyrar eftir að hún hafði dottið út úr fískikarinu að lokinni vígslunni. Hún skall á höfuðið og missti meðvitund við fallið. Svo heppilega vildi til að Margrét Péturs- dóttir kennslustjóri á heilsugæslubraut var viðstödd busavígsluna ásamt öðmm kennumm og hlynnti hún að stúlkunni á meðan beðið var eftir sjú- krabíl. Ekki var um alvarleg meiðsl að ræða og er stúlkan nú komin heim til sín. Kaupskip hf. gjaldþrota: Kröfur í þrotabú- ið tugir milljóna KAUPSKIP hf. á Akureyri hefur verið úrskurðað gjaldþrota og nema kröfur S fyrirtækið tugum milljóna króna. Skiptaréttur Ak- Stofnun Norðurlands- deildar SÁÁ í bígerð TIL stendur að stofna Norður- landsdeild SÁÁ, Samtaka áhuga- manna nm áfengisvandamálið. Starfsemin hefði sjálfstæðan fjárhag og ákvörðunarrétt i sínum málum. Deildinni yrði HOTEL KEA Laugardagskvöld Miðaldamenn frá Siglufirði leika fyrir dansi. Kristján Guðmundsson leikur fyrir matargesti. Hótel KEA fyrst og fremst ætlað að vera leitar- og leiðbeiningarstöð, en samkvæmt lögum SÁÁ er ákvæði, sem segir að slíkar stöðv- ar skuli vera í hveijum lands- fjórðungi. Hlutverk SÁÁ-N yrði að reka á Akureyri skrifstofu, er byggði á tiu ára reynslu samtakanna, og sjá um skipulag og rekstur starfsins á Akureyri. Ymis vandamál þarf þó að leysa áður en slík skrifstofa verð- ur opnuð, til dæmis þarf að fínna hentugt húsnæði og Qármagna kaup stofnbúnaðar, segir i fréttatil- kynningu _frá undirbúningsnefnd. Tekjur SÁÁ-N yrðu félagsgjöld, opinber framlög og ijáröflun af ýmsu tagi. Undirbúningsnefnd hyggst auglýsa stofnfund samtak- anna síðar, en fundurinn verður haldinn um eða upp úr næstu mán- aðamótum. Árið 1987 leituðu 65 karlmenn og 18 konur á Akureyri á náðir SÁA vegna alkóhólisma og fóru í með- ferð á Vogi. Þess má þó geta að á bak við hvem alkóhólista þjást að meðaltali fímm einstaklingar, segir í fréttatilkynningunni. Fyrir nokkr- um mánuðum kom hópur áhuga- manna um áfengisvandamálið sam- an á Akureyri. Rætt var um hvað væri til úrbóta. Niðurstaða hópsins var sú að þörf væri fyrir starfsemi SÁÁ á Ákureyri. Sex hundruð manns eru á félagaskrá SÁÁ á Akureyri og margir í nærliggjandi byggðarkjömum. Til skamms tíma var starfsmaður SÁÁ á Akureyri. Hann leiðbeindi alkóhólistum og aðstandendum þeirra á Norður- landi. Starfsmaðurinn var launaður tvo tíma á dag, fímm daga vikunn- ar, en vinnutíminn vildi oft verða meiri. Vegna fjárhagsörðugleika SÁÁ var starfíð á Akureyri lagt niður þó reynslan hafí sýnt að full þörf væri á ráðgjöf. ureyrar úrskurðaði fyrirtækið gjaldþrota 22. ágúst að eigin beiðni framkvæmdastjóra og aðaleiganda, Jóns Steindórsson- ar. Auk Jóns áttu fyrirtækið ýmsir aðilar við Eyjafjörð og aðilar í Grímsey. Kaupskip hf. hóf starfsemi sína í ágústmánuði 1986 og er því rétt um tveggja ára gamalt. Fyrirtækið hefur sinnt sjóflutningum, aðallega flutt saltfísk á vegum SÍF, Sam- bands íslenskra fiskframleiðenda, til hafna í Suður-Evrópu auk þess sem það hefur einnig siglt með skreið til Nigeríu. Endanlega er ekki hægt að segja til um heildarkröfur í fyrirtækið þar sem kröfulýsingarfrestur rennur ekki út fyrr en 2. nóvember. „Kröf- umar eru þó famar að streyma inn frá aðilum hér heima og erlendis og ljóst er að þær nema tugum milljóna. Fyrirtækið virðist hafa skuldað mjög víða og em kröfuhaf- ar margir og dreifðir," sagði Amar Sigfússon skiptaráðandi. Eignir fyrirtækisins era afar litlar og því má telja fullvíst að kröfuhafar tapi fé sínu. Kaupskip hf. hefur haft tvö leiguskip á sínum snæram og á tímabili í fyrra átti fyrirtækið eigið skip, sem selt var fljótlega. Undir það sfðasta var Kaupskip með leigu- skip í eigu norskra aðila. Kaupskip hf. var með skráð heimilisfang á Strandgötu 53. Hús- næðið á Strandgötu 53 var þó í eigu annars hlutafélags, Skipagötu 13 hf., sem Jón var jafnframt aða- leigandi í og var húsnæðið selt á nauðungarappboði fyrr í sumar. Fjárfestingarfélagið Glittnir keypti húsið og er eigandi þess nú. Skiptafundur Kaupskips hf. verð- ur haldinn á Akureyri 11. janúar nk. Ferðamót í golfi Ferðagolfmót Flugleiða, Út- sýnar, Úrvals og Ferðaskrifstofu Akureyrar verður haldið að Jað- arsvelli dagana 17. og 18. sept- ember nk. Fyrstu verðlaun era sólarlanda- ferð með Útsýn og Úrvali. Önnur verðlaun era helgarferð til London með Flugleiðum. Þriðju verðlaun era helgarferð til Reykjavíkur með Flugleiðum og aukaverðlaun era flugfar fyrir að vera næst holu á 4. og 18. braut. Keppnin fer þannig fram að tveir kylfíngar spila saman og ræður betri bolti skor. Spilað verður með 7/s forgjöf. Þátttaka tilkynnist í golfskálann að Jaðri í síma 96-22974 og til Ferðaskrif- stofu Akureyrar í síma 96-25000 fyrir kl. 17.00 föstudaginn 16. sept- ember nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.