Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 - ORBYIGJUOFNAR 7GEREHR SANYO OG HUSQVARNA. Ath. Með ölium okkar ofnum fylgir íslensk matreiðslubók og kjötmælir. Einnig lánum við okkar viðskiptavinum myndband með matreiðslunámskeiði, 1 klst., semerauðvitaðá íslensku. 18.500.- staðgr. Komið - sjáið - sannfærist. Gunnar Ásgeirsson hf. § Suðurlandsbraut 16 - Sími 69 16 00 Hvers vegna náði Þjóðar- flokkurinn ekki fluginu? eftir Ingibjörgu Guðmundsdóttur Fyrir siðustu kosningar, þegar spurðist út að forustumenn Sam- taka um jafnrétti milli landshluta (SJL) væru að stofna stjómmála- flokk, greip um sig ótti meðal allra flokka. Alþingismenn þekktu sam- tökin, sem voru fjölmenn og vissu að þau nutu virðingar og höfðu mikil áhrif á landsbyggðinni. Þing- menn allra flokka mættu á fundum sem haldnir vom í flestum kjör- dæmum landsins til þess að kynna þeim nýmæli í drögum að nýrri stjómarskrá sem SJL höfðu lagt fram til kynningar á Alþingi. Þar komu fram þær nýjungar að bætt verði við þriðja stjómsýslustiginu og að landinu skuli skipt upp í fylki ásamt ýmsum öðmm breyt- ingum sem allar miða að því að dreifa valdinu og gera byggðarlög- in ábyrg og sjálfráð yfir sínum sérmálum. Fyrir kosningar hafði verið ákveðið að gera efnahags- málin að aðalkosningamáli, en við tilkomu Þjóðarflokksins var skyndilega söðlað um og ákveðið að leggja aðaláherslu á byggðamál. Ég verð að viðurkenna að mér brá nokkuð, þegar Pétur Valdi- marsson sagði mér að til stæði að stofna flokk. Ég var nýlega byijuð að starfa með SJL og hlakkaði til að beijast innan Sjálfstæðisflokks- ins fyrir því mikla sjálfstæðismáli að losa landsbyggðina úr greipum ríkisvaldsins og gefa henni þann sjálfsagða rétt að ráða málum sínum sjálf. En hvers vegna náði Þjóðar- flokkurinn ekki fluginu? Mistökin við stofnun Þjóðarflokksins vom að mínu mati þau, að hann neydd- ist til þess að skera á öll tengsl Ingibjörg Guðmundsdóttir „Ég tel að á síðari árum hafi ekki komið fram merkara viðfangsefni til að takast á við, en það að koma á þriðja stjórnsýslustiginu með öllu því sem í því felst.“ við SJL. Þó er flokkurinn stofnaður fyrst og fremst af forsvarsmönnum SJL í þeim tilgangi að koma stefnumálum samtakanna betur áfram. En ástæðan fyrir þessari afneitun var sú, að í lögum SJL er ákvæði er segir að þau skuli starfa óháð öllum pólitískum flokk- um. Pétur Valdimarsson, sem hafði verið formaður SJL frá upphafí, hefði átt að freista þess að fá lög- unum breytt í ljósi þess að baráttu- mál flokksins, sem eru þau sömu og samtakanna, eru þverpólitísk og þess vegna hefði þá ekkert ver- ið eðiilegra en að félagar þeirra hefðu losað um flokksböndin og flykkst um Þjóðarflokkinn sem Flokk samtaka um jafnrétti milli landshluta. Það sem gerðist strax eftir flokksstofnunina var að Þórarinn Lárusson á Skriðuklaustri og nokkrir aðrir félagar SJL sendu út yfírlýsingu um útvarp og kröfð- ust þess að Pétur Valdimarsson segði af sér formennsku, sem hann og gerði samstundis einnig í gegn um útvarpið. Þórarinn tók síðan við formennsku til bráðabirgða með „tiltölulega löglegum hætti“ (svo notuð séu orð hans sjálfs) og kom svo með yfírlýsingu í fjöl- miðla að samtökin styddu engan flokk fram yfír annan. Og þarna stóð hnífurinn í kúnni. Án samein- ingar virtust bæði þessi öfl missa kraftinn. Enda þótt mér félli ekki hvemig að þessari flokksstofnun var staðið, var ég strax ákveðin í að starfa með Þjóðarflokknum, því í SJL undir stjóm P+eturs Valdi- marssonar kynntist ég þeim hug- sjónum og starfsaðferðum sem ég hreifst af. Ég tel að á síðari áram hafí ekki komið fram merkara við- fangsefni til að takast á við en það að koma á þriðja stjómsýslustiginu með öllu því sem í því felst. Ef sú stjómkerfísbreyting tækist vel gætum við loks séð fram á það jafnvægi og þann stöðugleika sem íslenska þjóðin þarf svo mjög á að halda. Höfundur er í stjórn Þjóðarflokks■ ins. Sparisjóður vélstjóra innleysir spariskírteini ríkissjóðs viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Ný spariskírteini ríkissjóðs fóst hjá okkur og að auki bjóðum við fjölþættar ávöxtunarleiðir fyrir sparifjáreigendur. 12 mánada bundin bók með háum vöxtum er valkostur sem margir kjósa, en aðrir velja Tromp-reikning, sem á 6 fyrstu mánuðum ársins bar 8% raunvexti. Sparisjóður vélstjóra veitir alla fyrirgreiðslu og ráðgjöf um hentugar ávöxtunarleiðir. Veriö velkomin í sparisjóðinn. wm, - «*. SPARISJODUR VELSTJORA BORGARTÚNI 18 SÍMI 28577 — SÍÐUMÚLA 18 SÍMI 685244 frlÉT'V ';i:r ~ ...a... I - +--------Í_L_ ....■■■■;.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.