Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 TRACHOMA „Meinlaus augnsjúkdómur“ eða hvað? eftir Ragnheiði Guðmundsdóttur í dagskrárkynningu frá útvarps- stöðinni „Rót“ í dagblaði nýverið (DV laugard. 3. sept. sl.) vartracho- ma kynnt sem „meinlaus augnsjúk- dómur“. Ekkert er fjær sanni og sjaldan eða aldrei hefur meiri fjar- stasðu verið haldið fram. En hvað er þá trachoma? Tracho- ma er heiti á smitsjúkdómi, langvar- andi (chroniskum) í eðli sínu, sem veldur bólgu í augum með miklum breytingum á ýmsum vefjum aug- ans og oftar en hitt með háskaleg- um afleiðingum — blindu — á sjón manna. Kerato - conjunctivitis granulosa eða egypska augnveikin eru einnig heiti á trachoma. Sýkillinn, sem veldur trachoma, er engan veginn eingöngu bundinn við augun. Hann er einnig að finna í leg- og þvaggöngum, enda smit- ast mikill fjöldi bama strax við fæðingu af trachoma, þar sem sjúk- dómurinn er landlægur. Trachoma er álitinn algengasti sjúkdómur sem hijáir mannkynið. Talið er að 500 milljónir víðs vegar um heim, nú einkum í þróunarlönd- unum svonefndu og í Austurlöndum — séu sýktar af trachoma (V aughan og Asburg 1971) og að minnsta kosti 20 milljónir manna séu blindir af völdum trachoma (Duke-Elder, Vaughan, Asburg o.fl.). Enginn augnsjúkdómur hefur valdið meiri mannlegum þjáningum eða orsakað meiri blindu en trachoma og er þá ótalið það mikla fjárhagslega tjón, sem sjúkdómurinn hefur valdið ein- staklingum og þjóðum fyrr og síðar. Þessi sjúkdómur hefur fylgt mannkyninu frá örófí alda sem hrein plága. Hans er getið í allra elstu læknisfræðilegum heimildum, t.d. í kínverskum, mörgum öldum fyrir Krists burð. Hippocrates ritaði um trachoma á sínum tíma og svo mætti lengi telja, enda fáir eða engir aðrir sjúkdómar fengið aðra eins umfjöllun í ræðu og riti allt fram á okkar daga, enda ekki furða í ljósi þess hvað hann er útbreidd- ur. Trachoma hefur verið landlægt víða um heim, svo sem í Austurlönd- um, Mið-Austurlöndum, Afríku, S-Ameríku og víðar. f löndunum við botn Miðjarðarhafsins hefur tracho- ma verið sérstaklega útbreitt, t.d. í Egyptalandi, sömuleiðis voru svæði í Tyrklandi og Rússlandi þar sem trachoma var landlægt. Enda þótt sjúkdómurinn bærist með krossförunum frá Landinu helga til Evrópu í einhverjum mæli var það þó ekki fyrr en um aldamótin 1800, þegar sveitir Napóleons sneru úr herför frá Egyptalandi og mikill hluti frönsku hermannanna sneru heim blindir, að trachoma flæddi sem farsótt yfír Evrópu. í kjölfar þessarar plágu var Moorfields- augnspítalinn í London byggður (1805) m.a. eða fyrst og fremst til að líkna trachoma-sjúklingum. Spánskir landvinningamenn fluttu sjúkdóminn vestur um haf. Þessi upptalning, þó engan veginn tæm- andi, ætti að gefa hugmynd um hve stór hluti mannkyns víða um heim hefur verið hijáður at trachoma. Eins og fyrr segir er trachoma smitsjúkdómur, sem ræðst einkum á slímhúð augans, þó hann nái einn- ig til annarra vefla. Hann er lang- vinnur (chroniskur) og var fólk, sérstaklega fyrr á árum, oft haldið honum alla ævi. Gangi sjúkdómsins er venjulega skipt í 4 stig (Mac Callan) og er smithættan mest á fyrstu stigunum en fer rénandi eft- ir því sem á sjúkdóminn líður. Ef aðrar sýkingar bætast við, sem oft vill verða, eykur það á vanda sjúkl- ingsins sem er ærinn fyrir og getur leitt til enn frekari skemmda á aug- um. Enda þótt vitað væri að trachoma væri smitandi af útbreiðslu og gangi sjúkdómsins, var það þó ekki fyrr en árið 1957, að kínverskum visindamönnum, Tang og sam- starfsmönnum hans Chang og Wang í Peking, tókst fyrstum að einangra sýkilinn — chlamydia tra- chomatis — sem veldur trachoma og rækta hann. Vísindamenn í Lon- don við Institute of Ophthalmology staðfestu niðurstöðu hinna kínversku vísindamanna og tókst að auki að framkalla sýkingu við tilraunir. Vísindamenn aðrir um víða veröld komust að sömu niður- stöðu. Engin læknislyf voru til við lækn- ingu trachoma fyrr en súifalyfín komu til sögunnar skömmu fyrir síðari heimsstyijöldina og síðar antibiotica eins og tetracyclin og erythromycin, sem hafa gefíð góða raun við lækningu á trachoma, sér- staklega ef slíkri meðferð er beitt snemma í sjúkdóminum. ýmis eðl- islik lyf önnur hafa einnig verið reynd en ekki með jafngóðum ár- angri. En þrátt fyrir að þessi mikil- virku lyf séu nú fyrir hendi hefur trachoma engan veginn verið út- lýmt og langt í frá, eins og í upp- hafí var vikið að. í þróunarlöndun- um svonefndu er mikil fátækt og eymd ríkjandi og læknishjálp af skomum skammti og sums staðar engin. Það er því hörmulegt til þess að vita hvað trachoma veldur enn mikilli blindu í heiminum. Trachoma á íslandi Hvemig skyldi hafa verið um- horfs á okkar landi, þegar trachoma var í fyrsta sinn, að því er talið er, greint hjá 14 ára gömlum rússn- eskum dreng, Nathan Friedmann af nafni, sem Ólafur Friðriksson ritstjóri Alþýðublaðsins kom með með sér til landsins frá Rússlandi um mánaðamótin okt.—nóv. 1921. Fyrri heimsstyijöldin var tiltölu- lega nýverið um garð gengin og í kjölfar hennar síðla árs 1918 barst hingað til lands skæð inflúensa, spánska veikin svonefnda. I samtíma heimildum er spönsku veikinni lýst sem skæðri drepsótt, sem geisaði hér einkum í Reykjavík og olli þar einhveijum mesta hörm- ungartíma, sem yfír Reykjavík hef- ur gengið. Síðustu mánuði ársins er greint frá því, að það væri líkast því að allt líf væri að íjara út í bænum, blöðin hættu að koma út, búðunum var lokað hverri af ann- arri, öll vinna lagðist meira og minna niður og örfátt fólk sást á götum úti, enda talið að tveir þriðju hiutir bæjarbúa væru rúmfastir. Fólkið hrundi unnvörpum niður, og þegar blöðin komu út endrum og eins var ekkert annað en dánartil- kynningar á heilu sfðum blaðanna, sbr. Morgunblaðið frá þessum tíma. Sérstök hjálpamefnd var skipuð og bænum var skipt í hverfí og eftir- litsmaður settur yfír hvert hverfí. Margir Jæknar veiktust eðlilega, en hinir þurftu að leggja nótt við dag til að sinna sjúklingum og dugði ekki til, og því ríkti hér hreint neyð- arástand víða í bænum. Sagt var að lögreglan væri önnum kafin við að flytja sjúklinga í sjúkrahús, en bamaskólinn var gerður að sjúkra- húsi og bamaheimili á þessum tfma. Þó var sagt að störf lögreglunnar væru meira við að flytja líkin úr heimahúsum f líkhúsin, sem brátt yfirfylltust. Um þetta og að sjálf- sögðu miklu ítarlegar má lesa um samtímaheimildum frá þessum tíma. Enda þótt spánska veikin breiddist um landið olli hún hvergi viðlíka hörmungum og í Reykjavík og sumar sýslur sluppu alveg, t.d. Skaftafellssýslur, en Gísli Sveins- son sýslumaður setti sýslumar í sóttkví. Ragnheiður Guðmundsdóttir mNú, tæpum 70 árum eftir að hernaðar- ástand ríkti í Reykjavík út af viðbrögðum Olafs Friðrikssonar gagnvart ákvörðun heilbrigðis- yf irvalda varðandi rússneska drenginn, sem var sýktur af tra- choma, ætti fólk að geta litið með sanngirni og skilningi á ákvörðun landlæknis, Guðmund- ar Hannessonar, um að ráðleggja að senda drenginn úr landi. Guð- mundur var í krafti embættis síns sem land- læknir og formaður sóttvarnanefndar að gera skyldu sína við að bægja smitsjúkdómi frá landsfólkinu, sjúkdómi sem hefur valdið þjóð- um heims miklum bú- sifjum og ótöldum raunum, og gerir raun- ar enn.“ f kjölfar spönsku veikinnar var komið á sérstakri sóttvamanefnd árið 1919 og var Guðmundur Hann- esson prófessor skipaður formaður þessarar sóttvamanefndar. Hlut- verk nefndarinnar var að sjálfsögðu að bægja smitsjúkdómum frá landinu, að svo miklu leyti, sem því yrði við komið í framtíðinni. Reykjavík var enn í sárum eftir spönsku veikina, þegar smitsjúk- dómurinn trachoma barst til lands- ins 1921 og ekki má gleyma, að margir bjuggu við fátækt í lélegu húsnæði og við alls ófullnægjandi hreinlætisaðstöðu, en það er einmitt við slík skilyrði, sem smitsjúkdómar ná að breiðast úr. Berklaveikin var þá einnig f algleymi. Á þessum og næstu árum var aftur verið að taka upp baráttuna við trachoma úti í heimi, sem ekki var við komið meðan fyrri heims- styijöldi geisaði. Þannig var að til- hlutan Þjóðabandalagsins komið á sérstökum samstarfshópi til baráttu gegn trachoma við Pasteur-stofn- unina í París árið 1923 og á XII alþjóðaþingi augnlækna f Amster- dam 1928 var stofnað alþjóðlegt samband, „L’Organisation Inter- nationale de la Lutte contre le Trachome" til að herða enn barátt- una gegn trachoma. Baráttan var einkum fólgin f þvf að reyna að hefta útbreiðslu sjúkdómsins með því að fylgjast eins og kostur var á með trachoma-sjúklingum, ein- angra þá, sem þurfa þótti og með- höndla sjúklingna eins og kostur var á, en það var einkum með notk- un ýmissa sótthreinsandi upp- lausna, sem hægt var að nota við augun og aðgerða m.a. á ummynd- uðum augnlokum sem höfðu herpst saman af örvef og juku enn á þján- ingar sjúklinganna og ollu enn frek- ari skemmdum á augum, sem leiddu til blindu eins og fyrr er nefnt. Nú er alþjóðleg barátta gagn trachoma á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnun- ar SÞ (WHO). Því er þetta rifjað upp, að það verður að dæma viðbrögð heilbrigð- isyfirvalda út frá aðstæðum þess tíma, þegar trachoma barst til landsins. Augnlæknirinn, sem greindi trachoma hjá drengnum og Guðmundur Hannesson settur land- læknir á þessum tíma, álitu það affarasælast að koma drengnum úr landi til Danmerkur og koma þannig f veg fyrir að trachoma breiddist út og sömuleiðis að dreng- urinn fengi viðhlftandi meðferð að þeirra tíða hætti við aðstæður í Danmörku, sem voru þá allt aðrar og betri þar en hér. Guðmundur Hannesson var kunnugur aðstæðum í Kaupmanna- höfn. Hann hafði lokið læknaprófi frá læknadeild Kaupmannahafnar- háskóla á sfnum tíma og hafði m.a. kynnt sér augnsjúkdómafræði í Kaupmannahöfn. Hann var hálærð- ur læknir, prófessor í líffæra- og lífeðlisfræði, yfírsetufræði og heil- brigðisfræði hér við læknadeildina og var því öðrum færari að gera sér grein fyrir hve alvarlegur sjúk- dómur trachoma var. Á þessum tíma voru einungis tveir augnlækn- ar, á öllu landinu, þeir Andrés Fjeldsted og Helgi Skúlason, sem þá var nýkominn til landsins að námi loknu (sept. 1921) og viður- kenndur sérfreeðingur 1923. Þeir voru báðir starfandi hér í Reykjavík. (Helgi fluttist síðar til Akureyrar og stundaði það augnlækningar mestan hluta stafsævi sinnar.) Þessir tveir læknar áttu að sjá um augnlækningu allra lands- manna, því þeir fóru f augnlækn- ingaferðir út um land til geta sinnt landsmönnum um víðar byggðir landsins eins og við var komið, því var oft bara annar þeirra við störf í Reykjavík. Þeir voru því engan veginn við því búnir að sinna svo vel væri við ríkjandi aðstæður, sjúk- dómi eins og trachoma, sem hvar- vetna hafði reynst mikið heilbrigðis- vandamál, þar sem sjúkdómurinn hafði náð að breiðast út. Nú, tæpum 70 árum eftir að hemaðarástand ríkti í Reykjavík út af viðbrögðum Ólafs Friðriksson- ar gagnvart ákvörðun heilbrigðis- yfírvalda varðandi rússneska drenginn, sem var sýktur af tracho- ma , ætti fólk að geta litið með sanngimi og skilningi á ákvörðun landlæknis, Guðmundar Hannes- sonar, um að ráðleggja að senda drenginn úr landi. Guðmundur var í krafti embættis síns sem land- læknir og formaður sóttvama- neftidar að gera skyldu sína við að bægja smitsjúkdómi frá landsfólk- inu, sjúkdómi sem hefur valdið þjóð- um heims miklum búsiflum og ótöldum raunum, og gerir raunar enn. Þó hér hafí einungis verið stiklað á stóm á jafn viðamiklu efni varð- andi trachoma-sjúkdóminn fyrr og síðar, ætti þó engum að blandast hugur um, að trachoma er alvarleg- ur sjúkdómur með háskalegum af- leiðingum, ekki bara fyrr á tfmum, meðan sýkilinn var enn ófundinn og læknislyf við honum ekki fyrir hendi, heldur líka á okkar tfmum, þegar milljónir manna búa í fátækt og eymd og fá ekki notið þeirra stórstfgu framfara í læknisfræði, sem orðið hafa í síðustu tfmum, svo sem í meðferð á trachoma. í stafí mínu sem læknir undan- gengna áratugi hef ég fundið, að fólk hefur mikinn áhuga á að fræð- ast um heilbrigðismál og sjúkdóma, sem spilla heilsu manna. Eg er þess fullviss, að þetta á einnig við um sjúkdóminn trachoma, en umfjöllun um hann hefur ekki verið með þeim hætti sem rétt er, svo vægt sér til orða tekið, þegar til hans er vitnað nú sem „meinlauss augnsjúkdóms". Mér hefur þvf fundist ómaksins vert að tína saman þennan fróðleik um trachoma, þó engan veginn tæmandi sé, í þeirri trú, að einhver fái annan og betri skilning á tracho- ma en hann áður hafði. Höfundur er augnlæknir. TILVIÐSKIPTAVINA Vinsamlega athugið að frá og með 15. september eru aðalskrifstofur okkar að Ármúla 3 opnar á virkum dögum frá kl. 9-17. SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMULA3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.