Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 Aðalstræti 8: Byggingarleyfi endumýjað Um hálfur mánuður í að framkvæmdir hefjist á ný BYGGÐAVERK hf. hefur fengið byggingarleyfi sitt & lóðinni Austurstræti 8 endurnýjað. Var þetta gert á aukafundi í bygging- arnefnd. Byggingarfulltrúi sam- þykkti endurnýjunina fyrir sitt Ieyti og meirihluti borgarstjóra- FLUGLEIÐIR hafa selt allar þrjár DC-8-63 vélar sinar fyrir tæpar 30 milijónir Bandaríkjadala eða um 1,4 miHjarða islenskra króna. Kaupandinn er breska fyrirtækið Elektra Aviation i Lundúnum. Flugleiðir leigja vélarnar aftur til rekstrar á flugleiðum félagsins á Norður-Atlantshafinu. Ein vélin verður leigð til næstu áramóta og tvær til mafloka 1990, þegar þær verða leystar af hólmi af nýjum Bo- eing 757 flugvélum, sem stjóm fé- ar staðfesti þá ákvörðun í gær- kvöldi. Óskar Valdimarsson fram- kvæmdastjóri Byggðaverks sagði að eftir að búið var að fella bygging- arleyfí þeirra úr gildi hafi þeir feng- ið fýrirspum frá borgaryfirvöldum lagsins hefur tekið ákvörðun um að kaupa. Flugleiðir áttu flórar DC-8 flugvél- ar í byijun þessa árs, en DC-8-55 vél var seld í febrúarmánuði. Sala vélanna er skref I endumýjun alls flugflota félagsins, segir í fréttatil- kynningu frá Flugleiðum, en næsta vor koma tvær nýjar Boeing 737-400 vélar til flugs á Evrópuleiðum félags- ins. Þá er búist við að í vetrarlok liggi fyrir ákvörðun um hvaða vél kemur í stað F-27 vélanna í innan- landsfluginu. um hvort þeir vildu breyta teikning- um sínum. Þeir voru fúsir til þess og em aðilar sáttir við hinar breyttu teikningar. „Arkitektar hússins lögðu dag við nótt við að breyta teikningunum og tókst að gera það á þessum stutta tíma,“ segir Oskar. „Þótt við getum byijað í dag að vinna aftur við húsið munum við ekki gera það. Arkitektamir eiga eftir að út- færa hinar nýju teikningar fyrir okkur og breyta þarf burðarþoli og lögnum í húsinu." Óskar áætlar að þetta taki um hálfan mánuð. Eftir er að ganga frá því hver muni bera skaðann af þeirri töf sem hlotist hefur og segir Óskar að hann muni ekki hefja framkvæmdir aftur fyrr en það liggi ljóst fyrir. Við afgreiðslu málsins í borgar- stjóm í gærkvöldi kynnti minnihlut- inn bókun þar sem segir að hann taki ekki þátt í afgreiðslu bygging- arleyfisins þar sem ekki hafi verið fallist á grenndarkynningu á breyt- ingunum. Flugleiðir selja þrjár DC-8 fyrir 1,4 milíjarða I/EÐURHORFUR íDAG, 16. SEPTEMBER YFIRLIT ( GÆR: Skammt vestur af Bretlandseyjum er 1038 mb hæö, en 990 mb laagð að nálgast Suövestur-Grænland á leið norð- austur. Hlýtt verður áfram, einkum austan til á landinu. SPA: Á morgun verður suðvestanátt á landinu, víðast kaldi, súld eöa rigning verður allvíða um sunnan- og vestanvert landið, en yfirleitt þurrt á Austur- og Norðausturlandi. Hiti verður é bilinu 7 til 15 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Suðvestanátt og sæmilega hlýtt um land allt. Viða rigning eöa súld um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt að mestu á Norð- austurlandi. TÁKN: Heiðskírt y, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V B = Þoka = Þokumóða » , » Suld OO Mistur —J- Skafrenningur |~<^ Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veóur Akurayri 14 skýjaö Reykjavík 9 skýjaö Bergen 16 skýjaö Helslnki 13 rlgnlng Kaupmannah. 12 Mttskýjað Narssarseuaq S rlgnlng Nuuk 3 léttskýjaó Ósló 17 úrkoma Stokkhólmur 16 hálfskýjaft Þórshöfn 13 rigning Algarve 26 þokumóöa Amsterdam 18 skýjað Barcelona 21iéttskýjaö Chlcago 16 léttskýjað Feneyjar 13 rignlng Frankfurt 16 skúr Glasgow 16 léttskýjað Hamborg 16 skýjað Las Palmas vantar London 16 skýjað Loa Angeles 16 helðskírt Lúxemborg 13 skýjað Madríd 18 léttskýjað Malaga 24 léttskýjað Mallorca 17 skúr Montraal 8 ióttskýjað New York 16 léttskýjað Parfs 15 skýjað Róm 22 léttskýjað San Dlego 19 þokumóða Winnlpeg 10 skýjað Morgunblaðið/Júlíus Vínstri beygjan sem jeppinn er að reyna að taka á myndinni verður auðveldari frá og með næstu viku en þá munu umferðar- ljós stýra öllum vinstri beygjum við mót Höfðabakka og Vestur- landsvegar. Höfðabakki-Vesturlandsvegnr: Beygjuljós á gatna- mótin í næstu viku UMFERÐARLJÓSUM á mestu slysagatnamótum borgarinnar, Höfðabakka og Vesturlands- vegi, verður breytt í næstu viku. Sett verður beygjuör fyr- ir umferð sem kemur vestur Vesturlandsveg og beygir til suðurs Höfðabakka og einnig fyrir umferð á leið suður Höfðabakka og austur Vestur- landsveg. 16 vegfarendur hafa slasast við þessi gatnamót á árinu og einn hefur látist. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi Umferðamefndar Reykjavíkur f gær og einnig að um sama leyti verði gerð breyting á umferðarljósum á Miklubraut og Knnglumýrarbraut. Breytingamar þar miða að því að bæta samstillingu umferðar- ljósa við þessar fjölfömu götur og stytta biðtíma við gatnamót. Á Miklubraut við Grensásveg og Háaleitisbraut verða ljósin stillt þannig að grænt ljós fyrir umferð austur og vestur Miklubraut kviknar ekki á sama tíma. Við Háaleitisbraut kviknar fyrst fyrir umferð vestur og þá gefst þeim sem leið eiga af Miklubraut suður Háaleitisbraut færi á að taka vinstri beygju. Á sama hátt kvikn- ar rautt ljós fyrr fyrir umferð í vestur en austur og þá gefst þeim sem eru á leið austur færi á að beygja af Mikiubraut til norðurs Háaleitisbraut. Með sama hætti verður ljósum breytt við Grensásveg en þar fær umferð á leið austur fyrst grænt ljós. Samskonar stillingum verður fyrir komið á mótum Kringlumýr- arbrautar og Háaleitisbrautar. Að sögn Þórarins Hjaltasonar yfirverkfræðings hjá Umferðar- deild borgarinnar em þessar breytingar nauðsynlegar til að ná sem bestri samhæfingu umferðar- ljósa. Sem dæmi tók Þórarinn að lengri leið væri eftir Miklubraut í austur milli Kringlumýrarbraut- ar 'og Háaleitisbrautar en eftir Miklubraut í vestur milli Grensás- vegar og Háaleitisbrautar. Því næðist best nýting og stystur bið- tími á gatnamótunum þar sem umferð á þessum leiðum mættist með því að láta ljósin þar ekki skipta f grænt á sama tfma. Félag íslenskra iðnrekenda: Millifærslu harð- lega mótmælt MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi ályktun stjórnar Félags íslenskra iðnrekenda: Stjóm Félags íslenskra iðnrek- enda mótmælir eindregið fram- komnum hugmyndum ríkisstjóm- arinnar um millifærslu og styrkja- kerfi fyrir sumar greinar útflutn- ingsstarfseminnar. Millifærsla og styrkjakerfi er aðgerð sem leysir engan vanda, en í raun magnar hann. Einnig veldur millifærsla og styrkjakerfí nýjum vanda við það að leiðin er í eðli sínu gengisfölsunarleið og eykur því á vandamál samkeppnis- greina og þeirra greina útflutnings sem ekki eiga að njóta. Þar sem ljóst er að millifærslu- oer styrkjakerfíð þjónar ekki at- Bílvelta á Fjarðarheiði í gærdag valt fólksbíll & Fjarðar- heiði. Talið er að bíllmn hafi lent í lausamöl og bílstjórinn við það misst vald á honum. Bfllinn fór út af veginum og niður 10 metra háan vegkant, en þar hafnði hann á grjóti og valt. Bílstjórinn var einn í bílnum og sakaði hann ekki. vinnulífínu er spumingin hveijum er verið að þjóna? Það fer 'ekki hjá því að þær hugmyndir um efhahagsaðgerðir sem ræddar eru þessa dagana virðast fyrst og fremst því marki brenndar að bjarga ráðherrastóln- um en ekki atvinnulífínu. Ef ríkisstjómin vill huga að nauðsynlegum aðgerðum til að treysta grundvöll íslenskra út- flutnings- og samkeppnisfyrir- tækja þá verður eitthvað annað að koma til en gerfileikir eins og millifærslur. í því sambandi vill stjóm Félags íslenskra iðnrekenda eindregið skora á ríkisstjómina að hefja á nýjan leik athugun á niðurfærslut- illögunum og kanna það til þraut- ar hvort sú leið sé fær. Ef niður- staðan er sú að niðurfærsla sé ekki fær telur stjóm Félags islenskra iðnrekenda óhjákvæmi- legt að grípa til þess eina ferðina enn að lækka raungengið með gengisbreytingum. Að lokum vill stjóm Félags íslenskra iðnrekenda enn minna á það að höfuðverkefni stjómvalda er að koma jafnvægi á ríkisfjár- málin, án þess jafnvægis munu allar ráðstafanir í efnahagsmálum mistakast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.