Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990
UIVIHVERFISIVIÁLÆrz/fuglar hlunnindi og
náttúruaublind?
Um endurskoðun
hugtaka og verðmætamats
í 8. RITI Landverndar sem kom út árið 1982 segir í grein eftir Árna
Waag Hjálmarsson: „Hlunnindi og náttúruauðlindir. Hvað er það?
Við metum þær í því sem gefur beinan fjárhagslegan arð og góða
afkomu þjóðarbúsins. Við sem nú erum uppi á tækni- og tölvuöld
þurfum meira en hagstæða fjárhagsaíkomu. I hinum tæknivædda
heimi þar sem maðurinn er í sívaxandi mæli að fjarlægjast uppruna
sinn er honum nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að til eru
aðrar lífverur en hann sjálfúr. Hér á landi eins og víða annars staðar
í heiminum hefur fólk fjarlægst svo uppruna sinn að það veit varla
hvað líf er. Það skoðar aðrar lílVerur sem með okkur eru á þessari
plánetu sem eins konar furðuhluti. Stundum er gaman að horfa á
þær og stundum eru þær taldar til gagns. Stundum eru þær í sam-
keppni við manninn og þá eru þær taldar voðalegar og réttdræpar
hvar og hvenær sem er.“
Fuglar geta vissulega talist
„furðuhlutir" og í okkar augum
eru þeir hreint undursamlegt fyrir-
bæri þegar við gefum okkur tíma
til að skoða þá - sama hvar á þá
er litið - öll gerð
og líkamsbygging
fullkomin „hönn-
un“ eftir staðhátt-
um og lífsstíl. Ferli
þeirra lýtur ein-
hverjum lögmálum
sem við skiljum
ekki fyllilega með
okkar skilningar-
vitum. Hvernig komast t.d. þessi
litlu kríli heimshornanna á milli á
hveiju ári sum hver? Hvernig eru
þessar ferðir skipulagðar? Hvaða
tækni og hvaða brellur eru með í
spilinu? Hvernig tekst öðnjm jafn
ósjálfbjarga (að því er virðist) fugls-
krílum að lifa veturinn hjá okkur í
stormi og byl til fjalla og úti við
sjó? Hvílík aðlögunarhæfni. Okkur
nægir ekki þróunarkenning Darw-
ins til skýringar. Að baki liggur
eitthvað miklu dularfyllra um lífið
og lífsneistann.
En gefum við fuglunum okkar
nægilegan gaum? Þeir eru í mjög
fáliðuðum flokki villtra dýrateg-
unda sem hefur kosið sér ísland til
búsetu, ýmist árið um kring eða
sumarið. Ættum við ekki öll að
falla í stafi af hrifningu og aðdáun?
Þessar hugleiðingar spruttu eftir
lestur greinar í Evrópuútgáfu „Wall
Street Journal", þar sem segir að
fuglum fari nú ört fækkandi um
alla Evrópu af ýmsum orsökum, svo
sem vegna mengunar, vegna skerð-
ingar á friðuðum fuglasvæðum og
varpstöðvum og vegna ofveiði í net
og gildrur. Sums staðar í löndum
Mið-Evrópu eru þrestir, lævirkjar
og aðrir spörfuglar eftirsóttur máls-
verður. Þeir eru veiddir í gildrur svo
milljónum skiptir (50 milljónir eru
nefndar í greininni) þótt veiði sé
stranglega bönnuð. Þeir eru mat-
reiddir á dýrum veitingastöðum og
bruddir í einum munnbita - með
beinum og öllu. „Og þjónninn, sem
ber lostætið fram brosir í kampinn
eins og kötturinn sem gleypti kan-
aríufuglinn," segir blaðamaður
„Wall Street Journal".
Náttúruverndarmenn reyna að
hamla gegn þessum lögbrotum en
segja málið erfitt viðfangs. Þeir
klifra um fjöll og firnindi - rífa
niður net og gildrur, reyna að ná
tangarhaldi á lögbrjótunum - en
nokkrum dögum síðar er allt komið
í sama horf.
Fuglategundir á jörðinni eru tald-
ar alls um 8600 en aðeins 5% þeirra
eru í Evrópu. Telji einhver fugla-
fánu okkar hér fjölbreytta, skal það
leiðrétt. Á Islandi verpa um 70 teg-
undir fugla og þar af eru aðeins 17%
spörfuglar. Aðrir aðalhópar fugla á
Islandi eru andfuglar, vaðfuglar og
sjófuglar. Tegundafæðin er hér
mikil og því ættum við að gera
okkur sérstakt far um að vernda
þær tegundir sem fyrir eru. Til
dæmis sjá þeim fyrir öruggu varp-
svæði í okkar strjálbýla, víðáttu-
mikla landi og sjá um að náttúruleg
fæðuöflun þeirra fari ekki úrskeiðis
af rnannavöldum.
í inngangi fuglabókar Land-
verndar segir Arnþór Garðarsson
fuglafræðingur: „Fuglavernd bygg-
ist ekki nema að nokkru leyti á
beinni friðun eða takmörkun veiða,
þótt slíkt komi vissulega oft að
gagni. Miklu oftar er vernd heim-
kynna það sem öllu máli skiptir."
Og síðar í sama kafla: „Einkum er
framræsla mýra mikið vandamál
hér á landi og allt of lítið gert af
því að taka frá svæði á láglendi og
vernda fyrir framræslu." Þetta
' verðum við að hafa í huga.
Og ekki má gleyma fjörunum.
Þær verða að vera ómengaðar svo
líf varðveitist þar. Leiríjörur eru
t.d. hin eiginlegu forðabúr fjölda
fuglategunda, sem leggja á sig flug
heimshorna á milli til að komast í
sína leirfjöru á Islandi.
Stundum heyrist fólk sem orðið
hefur firringu nútímans að bráð
segja: „Oj, bara, ógeðsleg þessi
leðja og ólyktin sem af henni legg-
ur! Svo er hún víst full af pöddum." "
En ódaunn af leirfjörum er frá
illa frágengnum skolprörum sem
liggja ekki nógu langt í sjó fram.
Við ættum heldur að setja stolt
okkar í að varðveita slíkan griða-
stað fugla, sem sumir eru komnir
langt að til að eyða sumrinu hjá
okkur.
Um fuglana okkar mætti skrifa
langar lofræður og oft hafa þeir
verið skáidum okkar kærkomið yrk-
isefni. Enginn vill í raun skerða ijöl-
breytileika fuglaiífsins. Ollum er
annt um þessa fiðruðu dýrategund,
sem getur ferðast um loftin fyrir
undraverðan mátt sköpunarverks-
ins. Og með tímabærri endurskoðun
á merkingu hugtakanna „hlunnindi
og náttúruauðlindir" er hægt með
sanni að segja: „Já, fugl^j- eru verð-
mæt náttúruauðlind og hlunnindi
sem auðga mannlífið og okkur ber
að umgangast þá af virðingu og
með þakklæti."
ettir Huldu
Valtýsdóttur
Sól og gróöur allt árið í
EINANGRUÐUM ELITE-SÓLSTOFUM
Framleiddar í stærðum: 9,1-15,4 og 24,3 ferm.
Möguleikar á öðrum stærðum samkv. sérpöntun.
Auðveldar í uppsetningu - Hagstætt verð.
HAFIÐ SAMBAND EF ÞIÐ ÓSKIÐ EFTIR
NÁNARI UPPLÝSINGUM
sindraAstálhf
Pósthólf 880, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 627222
• • _
LOGFRÆÐlÆrz/ vegimir harafyrir
bíla?
Bufé og bifreiðar
UNDANFARIÐ hefúr verið fjallað
um bótaábyrgð vegna lausagöngu
búfjár á vegum úti. Hefúr land-
búnaðar- og samgönguráðherra,
Steingrímur J. Sigfússon, meðal
annars látið hafa eftir sér í sjón-
varpsviðtali að hann telji tíma-
bært að endurskoða núgildandi
reglur með það í huga að bæta
réttarstöðu bifreiðaeigenda í
slíkum málum.
Inúgildandi rétti eru fáar settar
lagareglur sem fjalla um skaða-
bótaábyrgð af völdum dýra. Helst
ber að nefna ákvæði búfjárræktar-
laga nr. 31/1973, en þar er mælt
fyrir um bóta-
ábyrgð vegna tjóns
af völdum nauta
og stóðhesta. í 13.
gr. kemur m.a.
fram að sleppi naut
úr vörslu og valdi
tjóni, skuli sá bóta-
skyldur sem sjá
Björgvinsson ^ áttj um vörslu
nautsins. Ákvæði 33. gr. um stóð-
hesta er svipaðs efnis. Fleiri ákvæði
er að fínna í íslenskum lögum, en
þau eru mjög sérstaks eðlis og skipta
í reynd litlu máli. Engin lagaákvæði
fjalla sérstaklega um lausagöngu
búfjár og tjón vegna þess á vegum
úti. Þetta merkir einfaldlega að sá
sem hefur beðið tjón verður að
byggja bótakröfu sína á almennum
skaðabótareglum og sanna að tjónið
sé að rekja til ásetnings eða gáleys-
is þess sem gæta átti dýranna.
Dómaframkvæmd hér á landi sýn-
ir að oftast eru það bifreiðaeigendur
eða ökumenn sem eiga undir högg
að sækja þegar ekið er á búfé á
vegum úti, ekki síst þegar þeir
freista þess að sækja bætur vegna
hugsanlegra skemmda á bifreiðinni.
Byg;gist þetta á því að bifreiðaeig-
andi beri svokallaða hlutlæga bóta-
ábyrgð á tjóni sem verður vegna
notkunar bifreiðarinnar. Þetta merk-
ir að sá sem hefur orðið fyrir tjóni
af völdum bifreiðar þarf ekki að
sanna að ökumaðurinn hafi valdið
því á saknæman hátt, þ.e. með
ásetningi eða gáleysi. Lækkun eða
niðurfelling bóta kemur því aðeins
til greina að tjónþoli hafi sjálfur átt
sök á óhappinu. Þessa ríku ábyrgð
eigenda bifreiða hafa menn m.a.
rökstutt með því að vísa til þeirrar
hættu sem stafar af notkun bifreiða.
Það sé staðreynd að af notkun bif-
reiða stafi ákveðin hætta eins og
dæmin sýni og því talið rétt að þeir
sem kjósa að nota slík tæki beri þá
áhættu sem af þeim óhjákvæmilega
stafar. Ennfremur má benda á að í
lögum og öðrum opinberum fyrir-
mælum eru litlar skorður reistar við
fijálsum ferðum búfjár á vegum úti.
Þetta virðist því einfaldlega vera
eitt af því sem menn verða að gera
ráð fyrir á vegum úti og hegða sér
í samræmi við. Þegar í hlut eiga
skynlausar skepnur verða þessar
röksemdir að sjálfsögðu enn áleitn-
ari.
Þeir dómar sem til eru hér á landi
um álitaefni af þessu tagi eru flestir
I