Morgunblaðið - 07.07.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.07.1991, Blaðsíða 4
eftir Jokob F. Ásgeirsson FYRIR ári síðan var Aung San Suu Kyi ein umtalaðasta kona heims. Barátta hennar fyrir mannréttindum og lýðræðislegum umbótum í heimalandi sínu, Búrma, og afgerandi kosningasig- ur hennar 1989 vakti heimsat- hygli og aðdáun. Tvisvar á árun- um 1989-90 prýddi hún t.d. forsíðu bandaríska tímaritsins Time. Þrátt fyrir mikinn þrýsting Sam- einuðu þjóðanna og vestrænna ríkja hefur herforingjaklíkan sem ræður ríkjum í þessu ógæfusama landi komist upp með að hundsa kosningasigur Aung San Suu Kuy og hreyfingar liennar. Allir helstu stjórnarandstæðingar hafa verið fangelsaðir og þúsundir óbreyttra borgara hafa verið myrtar. Sjálfri hefur Aung San Suu Kyi verið haldið í algerri einangrun í stofu- fangelsi á heimili sínu í Búrma, og breskum eiginmanni hennar og tveimur sonum meinað að koma til landsins. Það er ekkert að frétta lengur frá Búrma, mót- mælin hafa þagnað, fólkið hefur gefist upp fyrir byssustingjunum — a.m.k. í bili. Landinu hefur ver- ið lokað fyrir vestrænum áhrifum og fjölmiðlar hcimsins hafa snúið athygli sinni í aðrar átti. Aung San Suu Kyi er ekki lengur í frétt- um. Tilefni þessa pistils er að segja sögu þessarar einstæðu konu, sem vegna hugrekkis síns og hugsjóna varð á fáeinum vikum sameiningartákn þjóðar sinnar, þjóðar sem fyrir tveimur árum virtist í þann mund að brjótast undan aldarfjórðungs kúgun og ofbeldi. Akung San Suu Kyi fæddist í Rangoon, höfuðborg Búrma, 19. júní 1945. Faðir hennar, Aung San, er sjálfstæðishetja landsins. Hann leiddi þjóðina til sjálfstæðis frá Bretum og Japönum, en var myrtur þegar Su var aðeins tveggja ára, 1947, Alla tíð síðan hefur hann verið með þjóð sinni þjóðhetja og frelsistákn. Þegar dóttir hans gekk fram fyrir skjöldu í þeirri vakningu sem fór um Búrma sumarið og haustið 1988, varð hún og faðir hennar eitt í huga fólksins. Þau 1850 ár sem liðin eru frá því Búrma er fyrst getið í heimildum hefur landið einungis búið við lýð- ræði í 18 ar, eða frá því það endur- heimti sjálfstæði sitt að lokinni heimsstyijöldinni síðari uns hers- höfðinginn Ne Win rændi völdum árið 1962. Strax við morðið á Aung San 1947 var Ijóst hvert stefndi, og þegar Ne Win varð yfirmaður hersins 1955 tók hann smám saman að safna til sín völdum og sjö árum síðar þótt- ist hann þess umbúinn að taka öll ráð í sínar hendur. Ne Win boðaði það sem hann kallaði „búrmanskan sósíalisma" og hafa þeir stjómar- hættir gengið svo nærri landinu að Búrma er nú, þrátt fyrir að vera rík- asta land Asíu að náttúruauðæfum, komið í hóp tíu fátækustu þjóða heims. Þegar Ne Win rændi völdum var Aung San Suu Kyi sautján ára og bjó í Nýju-Delhí með móður sinni sem þá var sendiherra Búrma á Indlandi. I sama mund og þessi pólitísku um- rót áttu sér stað í heimalandi hennar hóf Suu nám í stjómmálafræði við samlega með útifundum og tilheyr- andi ræðuhöldum, en þegar lögregla og hermenn komu á vettvang til að leysa upp fundina, kom til átaka sem mögnuðust stig af stigi uns gijót- kasti var svarað með skothríð. Þessi ofbeldisalda breiddist út til fjöratíu bæja víðs vegar um landið. Her og lögregla gerðust æ aðgangsharðari, hófu jafnvel fyrirvaralausa skothríð á starfsfólk borgarspítalans í Ran- goon. Þann 12. ágúst sagði Sein Lwin af sér eftir 18 daga ofbelds- stjórn. Það var ljóst að yfirmenn hersins vora að hugsa sinn gagn; ofbeldisverkin virtust ekki megna að þagga niður í almenningi. Það er á þessum tímamótum sem Aung San Suu Kyi kemur til skjal- anna — og sameinar á skömmum tíma stjórnarandstöðuna undir merki lýðræðis og mannréttinda. Suu hafði snúið heim til Búrma í apríl 1988 til að hjúkra móður sinni sjúkri. Þann 15. ágúst birti hún opið bréf til stjómarinnar í Rangoon og ellefu dögum síðar kom hún fyrst fram opinberlega á fundi með hálfri milljón manna. Frá þeirri stundu var hún sameiningartákn þjóðarinnar gegn hinum illa þokkuðu valdhöfum. „Við vorum geysilega undrandi," sagði Aung Lwin, þekktur leikari í Búrma, sem nú situr í fangelsi: „Það var ekki aðeins hún bæri mikinn svip af föður sínum, heldur talaði hún í hans anda, stutt og skorinort." í ræðu sinni brýndi Suu fyrir áheyr- endum sínum, að þjóðin yrði að standa saman sem einn maður og að baráttan fyrir mannréttindum og lýðræðisumbótum yrði að vera frið- samleg, annars skapaðist upplausn. Hin útbreiddu mótmæli almenn- ings og forsprakka ýmissa andstöðu- hópa höfðu hingað til verið stefnu- laus. Enda þótt þjóðin mætti kallast einhuga í andúð sinni á stjórnvöldum, þá vantaði hana sameiginlegt mark- mið til að stefna að. Sumir andófs- menn kröfðust frjálsra kosninga; öðrum var einkum umhugað um að þeim sem hnepptir höfðu verið ólög- lega í varðhald yrði sleppt og að fóm- arlömbum ofbeldisverka stjórnvalda yrðu greiddar skaðabætur; enn aðrir beindu spjótum að þeim auði sem Ne Win og fjölskylda safnaði á sama tíma og sífellt var þrengt að almenn- ingi. Með tilkomu Aung San Suu Kyi öðlaðist andófið gegn stjómvöldum markmið og tilgang. Boðskapur hennar kom eins og ferskur vindur af hafi eftir þrjátíu ára stöðnun. Hún hélt því fram að forsenda póiitískra og efnahagslegra umbóta væri að öllum landsmönnum yrðu tryggð grundvallarmannréttindi. Og eina leiðin til að endurverkja mannrétt- indi, sagði hún, eru friðsamleg mót- mæli. Aimenningur skyldi því ekki espa herinn til ofbeldisverka, herin væri í sjálfu sér ekki þjóðníðingur, heldur þeir sem beittu honum gegn þjóðinni; undir réttum kringumstæð- um væri herinn ein míkilvægasta stofnun þjóðfélgsins. Undir stjórn Ne Wins hefði herinn hins yegar far- ið langt út fyrir valdsvið sitt og tek- ið yfir allt framkvæmdavald í land- inu. Aung San Suu Kyi hvatti lands- menn til að standa einhuga saman og halda stillingu sinni. Það var trú hennar að ef allur iandslýður kæmi á götur út og mótmælti friðsamlega háskólann í Delhí. Tveimur áram síð- ar hóf hún nám við háskólann í Ox- ford (St. Hugh’s College), þar sem hún lauk prófum í P.P.E. (heim- speki, stjómmálafræði og hagfræði) árið 1967. Næstu árin starfaði hún hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, en flutti á ný ti Oxford eftir að hún giftist Dr. Micheal Aris, sér- fræðingi í tíbeskum fræðum, árið 1971. Tveir drengir þeirra hjóna fæddust 1973 og 1977. Þau sautján ár sem Suu bjó í Oxford áður en hún fór að hafa afskipti af frelsisbarátt- unni í heimalandi sínu, vann hún að fræðistörfum og var um skeið gisti- prófessor í Japan og á Indlandi. Meðal fræðiverka hennar er stutt ævisaga föður hennar og ritgerðir um félagslega og pólitíska þróun í Búrma næstu áratugina áður en sjálfstæðisbaráttan hófst í landinu fyrir heimsstyijöldina síðari. „í huga mínum hef ég því aldrei verið aðskil- in landi mínu og þjóð“, sagði hún eitt sinn í viðtali við BBC, og allan þann tíma sem hún bjó í Bretlandi heimsótti hún föðuriand sitt reglu- lega. ■september 1987 ákvað Ne Win að nema úr gildi gjaldmiðil landsins. Þetta var tilraun til að stemma stigu við óviðráðanlegri verðbólgu og geys- ilegu svartamarkaðsbraski. En af- leiðingin var sú að spamaður jafnt ríkra sem fátækra þurrkaðist út á einni nótt. Þessi ákvörðun vakti því mikla reiði um allt Jand og telja margir að hún hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. En almenningur var hræddur við að safnast saman á götum úti og það var ekki fyrr en í mars 1988 sem mótmælaaldan reis af fullum krafti. Þá komu allmargir námsmenn saman í Rangoon og héldu æsigaræður gegn stjóminni. Óeirðalögreglan var send á vettvang og leysti upp fundinn með skothríð. Þessi mótmæli urðu öðram hvatning. Á næstu fímm dögum breiddist alda mótmæla um höfuðborgina, háskól- anum var lokað og á næstu vikum öllum æðri menntastofnunum lands- ins. Fjöldi óbreyttra borgara slóst í hóp námsmanna og mótmælti aldar- fjórðungs kúgun og ofbeldi, mislukk- aðri stjóm efnahagsmála, fátækt og félagslegu óréttlæti. Það er ætlað að 12-15 þúsund manns hafi tekið þátt í þessum mótmælum. Á þriðja hundrað þeirra vora drepnir. Fjölda kvenna var nauðgað, mörgum hvað eftir annað, af flokki hermanna. Þeir sem teknir vora til fanga vora pynt- aðir. Þann 9. maí létu stjómvöld það út ganga að einungis þrír námsmenn hefðu fallið í þessum mótmælum. Það hratt af stað nýrri og enn stærri mótmælaöldu, sem nú breiddist út fyrir Rangoon og til þorpanna út um land, og stóð fram í ágústmánuð. Stjómvöld gerðust nú uggandi. Á átakamiklum fundi í hinu ráðandi stjómmálaafli, „Flokki hinnar sós- íölsku áætlunar í Búrma“, ákvað hinn illræmdi Ne Win að segja af sér. Það varð til þess að mótmælendur hertu enn róðurinn — nú væri lag — en tilnefning eftirmanns hans, hins mis- kunnarlausa Sein Lwin, varð aftur á móti hemum og öryggislögreglunni hvatning til að sýna enn meiri hörku. Að sögn fjölmiðla myrtu öryggis- sveitir sfjómvalda a.m.k. 3 þúsund manns á tímabilinu 8. ágúst til 18. september; tugir þúsunda voru fang- elsaðar og pyntaðar. Gangurinn var sá að mótmælin hófust jafnan frið-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.