Morgunblaðið - 07.07.1991, Síða 16

Morgunblaðið - 07.07.1991, Síða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1991 Ágrip af ævi séra Snorra Snorri Björnsson var fæddur að Höfn í Melasveit árið 1710 og andaðist í hárri elli á prestssetrinu á Húsafelli árið 1803. Fjórtán ára að aldri var hann sendur til Skálholts þar sem hann dvaldi næstu níu vetur og nam fræðin. Árið 1741 var Snorri vígður til prests og skikkaður í fátækt brauð vestur á fjörðum, Stað í Aðalvík. Snorri hafði verið styrkþegi konungs á námsárun- um í Skálholti og þeirri ölmusu fylgdi sú kvöð að þurfa að taka hvaða presta- kalli sem væri, sama hversu aumt. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði gott og konuefnið beið Snorra fyrir vestan, ungfrú Hildur Jónsdóttir á Stað. A Stað var Snorri til ársins 1757 er hann flutti að Húsafelli þar sem hann þjónaði fram á elliár. Snorri var frægur á sinni samtíð sem prýðisgott rímnaskáld, einnig samdi hann Ieikritið Sperðill sem er elsta varðveitta leikrit á íslensku. Auk þessa tók Snorri einn- ig saman efni um náttúrufræði og sögu. Ekki má svo gleyma því yfimátt- úrulega en Snorri þótti liðtækur við að kveða niður ýmislegt óhreint og samskipti hans við hvers kyns drauga hafa reynst dijúg uppspretta í þjóðsög- ur. Þau Snorri og Hildur áttu saman tólf böm en ekki náðu öll fullorðinsá- mm og einungis þrjú þeirra eignuðust afkomendur. ÆTTARMÓT Í HÚSAFELLI eftir Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur Myndir Arni Sæberg ÆTTARMÓT hafa verið vinsæl- ar samkundur síðustu ár. Fólk hefur gripið fegins hendi tæki- færið til þess að hittast og minn- ast sameiginlegs uppruna. Um síðustu helgi komu afkomendur séra Snorra á Húsafelli saman og minntust þessa nafntogaða manns og konu hans, Hildar. E,rtN« M sínu fegursta á sunnudeg- inum þegar aðalhátíða- höldin fóru fram við Húsafellskirkju. Upp úr hádegi fór fólk að drífa að kirkj- unni og þeir sem ekki fengu sæti inni tylltu sér í skjóli við runna og tré í kirkjugarðinum. Það ríkti frið- sæl stemmning yfir fólki þegar kirkjuklukkunni var hringt og orgel- tónarnir tóku að berast út í garðinn. Prestar vom þeir Geir Waage sóknar- prestur í Reykholti og Sigurður Jóns- son sem er í sjötta ættlið frá Snorra. Sigurður var eini prestlærði maður- inn sem fannst í ættinni en í henni eru á sjötta þúsund manns. í lok messunnar vom afhentar gjafír til kirkjunnar frá Páli Guð- mundssyni myndhöggvara í Húsa- felli sem gaf fimm höggmyndir og Eve Lyn Kristin og Gordon Helga frá Winnipegfærðu kirkjunni spegla- kross. Þau Eve og Gordon vom kom- in alla leið frá Kanada gagngert til þess að vera á ættarmótinu. Eve, sem talar ágætis íslensku, er í sjötta ætt- lið frá séra Snorra. Hún sagðist hafa komið tvisvar áður til landsins og var mjög ánægð með ættarmótið. Amma hennar, Kristín Þorsteinsdótt- ir, var fædd á Húsafelli 'en fluttist um aldamótin til Kanada en hún strauk að heiman til þess að giftast ástinni sinni, Jóhanni Hirti Pálssyni. Flestir mótsgestir vom af ættlegg sem búsettur er suður með sjó, af- komendur Gísla Jakobssonar, sonar- sonar Snorra, og einhvem tímann heyrðist því fleygt að allir togara- skipstjórar landsins væra af honum komnir. í kirkjugarðinum sátu systk- ini úr Garðinum, afkomendur Gísla; þau Jóhanna Amelía Kjartansdóttir og Þorvaldur Kjartansson í sjötta ættlið frá Snorra. Þau sögðu að þeim hefði verið það innprentað frá blautu barnsbeini að þau væm af Húsafells- ætt. Afí þeirra, Halldór Þorsteinsson útgerðarmaður, var fjórði maður í beinan karllegg frá Snorra og hélt nafni hans mjög á lofti og var hreyk- inn af því að vera af Húsafellsætt. Að messu lokinni tók við dagskrá sem Þorsteinn Þorsteinsson setti saman og vom það þættir um Snor- ra og konu hans, Hildi. I upphafi var tekið fram til gamans að þar sem þetta væri nú ættarmót væri engin ástæða til þess að forðast ættartöl- ur. Inn á milli atriða var tónlistar- flutningur undir stjóm Guðrúnar Guðmundsdóttur píanóleikara. Áður en fólk fór heim gat það fengið skjal- festa ættrakningu sína í beinan legg til séra Snorra, allt og sumt sem þurfti vom upplýsingar um fæðing- ardag og ár foreldra, afa og ömmu. Enn er ógetið um morgunverk þeirra Húsfellinga en á tíunda tíman- um stormaði fólk upp í svokallaðar Lurkabrekkur sem era austan við bæinn. Þar var gróðursett hálft fímmta þúsund birkiplantna. Ætlun- in er að þarna verði gróðursett ein planta fyrir hvem afkomanda. Það þótti tilhlýðilegt að minnast Snorra með gróðursetningu þvi hann barðist á sínum tíma harðlega gegn ásókn Skálholtsmanna í Húsafellsskóg. Sagði Snorri að ef þeirri ásókn linnti ekki myndi ekki líða á löngu þar til kirkjan á Húsafelli stæði ber uppi og allur skógur eyddur. Snorri hafði sitt fram og sunnanmenn urðu að láta í minni pokann. Kristleifur Þorsteinsson á Húsa- felli, fímmti maður frá Snorra, var nokkurs konar guðfaðir þessa ætt- armóts, hann vildi þó ekki gera mik- ið úr sínum þætti og sagðist einung- is hafa greitt götu áhugamanna um ættarmótið. Kristleifur sagði mótið hafa tekist vel og taldi að um 250 manns hefðu verið þama þegar flest var. Hánn sagði þetta þó aðeins vera upphitun fyrir aðra og veglegri minn- ingarhátíð sem verður eftir tvö ár á 190 ártíð Snorra. Yerður fljótlega hafíst handa við að undirbúa þá há- tið sem að öllum líkindum verður einnig á Húsafelli. Súrmjólkin er ein kalkríkasta fæða sem við neytum að jafnaði. Hún er einnig auðug af próteini, fosfóri, ýmsum B-vítamínum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.