Morgunblaðið - 07.07.1991, Page 5

Morgunblaðið - 07.07.1991, Page 5
þá myndu þeir sem stjómuðu í skjóli vopna á endanum láta undan. Stjóm- in stæði það höllum fæti efnahags- lega og siðferðislega að fjöldamorð og handtökur dygðu ekki, hinir ein- angruðu valdhafar myndu ekki- treysta sér að beita hervaldi ef þjóð- in risi upp sem einn maður — svipað og gerðist í Austur-Evrópu. „Sem dóttir föður míns gat ég ekki látið eins og ekkert væri,“ segir hún á einum stað um ástæður þess að hún hóf virka þátttöku í frelsisbar- áttunni í Búrma. Líkt og faðir henn- ar heldur hún því fram, að iýðræði byggist á djúpri ábyrgðartilfinningu sérhvers borgara, og að hollusta og agi sé undirstaða þjóðareiningar. Hún hefur auk þess lært mikið af Mahatma Gandhi og hugmyndum hans um borgarlega ólöghlýðni. Hún vitnar oft til orða föður síns og Gand- his, en einnig til Martin Luther Kings. Ikrafti þess að faðir hennar er þjóð- hetja, sem yfirvöld hafa í gegnum tíðina margsinnis notað til að reyna að vinna sér hylli meðal almennings, er valdhöfunum óhægt um vik að þagga niður i Suu. HÚn ein var í aðstöðu til að segja opinberlega það sem fólkið hugsaði. Hún var auk þess eini veigamikli stjórnarandstæð- ingurinn sem stóð að öllu leyti utan við hið spillta valdatafl stjómmál- anna í Búrma. Sem foringi þykir hún hafa sýnt frábæra stjórnunarhæfí- leika, henni hefur tekist að halda saman ákaflega sundurleitum hópi andófsmanna — og með uppruna sín- um og persónu í ræðustól tókst henni í einni svipan að fanga hug almenn- ings. Eftir afsögn Sein Lwins reyndu valdhafarnir um stund að halda aftur af sér í þeirri von að hin nýja mót- mælahrina. myndi eyðast af sjálfu sér. En mótmælendum fjölgaði dag frá degi, og þann 18. september var skipað sérstakt herráð til að fara með stjórn landsins. Sett voru her- lög, þeir dómstólar sem enn voru við lýði voru afnumdir, fleirum en fjórum mönnum var bannað að koma saman í einu, og lögreglu var heimilað að handtaka fólk og senda í fangelsi án réttarhalda. Samt sem áður var stjórnmálaflokkum nú leyft að „starfa" — þ.e. undir því fororði að ekki mættu fleiri en fjórir menn koma saman! í tilkynningu stjómvalda sagði að almennar kosningar yrðu haldnar í landinu í maí 1990. Að dómi fréttaskýrenda fór ekki á milli mála að Ne Win hélt enn um valda- taumana á bak við tjöldin, og fáir þeirra tóku trúanlegt loforðið um fijálsar kosningar. Þann 24. september 1988 stofnaði Aung San Suu Kyi nýjan stjómmála- flokk, Lýðræðishreyfinguna, ásamt tveimur gömlum stjómmálamönnum sem höfðu yfírgefíð Ne Win og setið um tíma í fangelsi. Þessi nýi flokkur varð á skömmum tíma langsterkasta andstöðuaflið í landinu. ■lok október hélt Aung San Suu Kyi í fundarherferð um landið. Hvarvetna sem hún kom hlýddu tugir þúsunda á ræður hennar. Svo virtist sem fólk væri staðráðið að hafa að engu til- skipun stjórnvalda um að ekki mættu fleiri en fjórir menn safnast saman. I fyrstu tók herinn þann pól.í hæðina að láta sem ekkert væri og gæta þess aðeins að fundimir færu frið- samlega fram. En jafnframt hófu stjómvöld mikla áróðursherferð gegn Suu og hreyfingu hennar. Hermenn óku um með hátalarakerfí og vöruðu fólk við að mæta á fundum hennar, veggspjöld voru sett upp til stuðnings stjórnvöldum og linnulaust var klifað á því að Suu væri handbendi „komm- únista“, þrátt fyrir það sósíalíska yfirbragð sem stjómvöld gáfu stefnu sinni. Stjórnin í Rangoon lagðist jafn- vel svo lágt að láta hermenn dreifa um landið fáránlegum teikningum af Suu: sumar gáfu til kynna að hún ætti sér marga eiginmenn og tæki þátt í afbrigðilegum kynlífsathöfn- um; aðrar sýndu hana í samfarastell- ingum við enskan djöful! Á yfirreið sinni um landið lagði Suu margsinnis áherslu á að hreyfíng hennar stefndi ekki að því að ná völdum, heldur væri markmiðið, sem fyrr segir, fyrst og fremst að tryggja almenn mannréttindi í landinu. Þegar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1991 1 .T,. .TT ✓ i 7 /■-"".“TTrf - : V i1. 'V 1' því marki væri hins vegar náð leiddi það af sjálfu sér að fijálsar kosning- ar yrðu haldnar. Mannréttindaboð- skapur hennar gerði stjómvöldum erfítt um vik að festa hendur á henni og benda á mótsagnir á málflutningi hennar og gera lítið úr loforðum hennar. Það kom á daginn að Aung San Suu Kyi var einfaldlega ekki hefðbundinn stjórnmálamaður að beijast til valda, heldur hugsjóna- maður sem gætti þess að hamra aðeins á grundvallaratriðum sem all- ir gátu í sjálfu sér verið ásáttir um. Hvað eftir annað útskýrði hún að hún hefði ekki trú á vopnaðri bar- áttu, enda yrði frelsisbaráttan þá væru á heimavelli. Eitt hennar erfið- asta verk var að halda aftur af óþol- inmóðum námsmönnum sem hætti til að rasa um ráð fram. Það var afar mikilvægt að sterkasta stjómar- andstöðuaflið í landinu hefði taum- hald á sér. Stjórnvöld biðu beinlínis eftir því að fá tækifæri til að láta til skarar skríða gegn Lýðræðishreyf- ingunni. Þau áttu á hinn bóginn er- fitt um vik í augsýn erlendra fjöl- miðla og fulltrúa alþjóðasamtaka á borð við Amnesty International að fyrirskipa fjöldahandtökur og fjölda- morð án þess að geta bent á aug- ljóst tilefni til að réttlæta gerðir sín- ar. Þau reyndu því með öllum ráðum að storka mótmælendum í þeirri von að þeir létu skapið hlaupa með sig í gönur og þar með gæfíst lag að láta kné fylgja kviði. Að sögn vest- rænna stjómarerindreka var það eitt stærsta afrek Aung San Suu Kyi að takast með persónu sinni að hafa taumhald á æstustu stjórnarand- stæðingunum. Hinn 5. apríl munaði minnstu að dagar Suu væm taldir. Hún var á gangi ásamt allmörgum fylgismönn- um sínum þegar heijeppi kom skyndilega á vettvang og sex her- menn tóku sér stöðu fyrir framan hópinn og miðuðu byssum sínum á Suu, reiðubúnir að hleypa af ef göngumenn næmu ekki staðar. Suu bað fylgismenn sína að víkja til hlíð- ar og bíða sín á vegarkantinum, en sjálf gekk hún eftir miðri götunni í skotlínu áleiðis til hermannanna. „Það virtist svo miklu einfaldara að gefa þeim færi á aðeins einu marki,“ sagði hún síðar. Á síðustu stundu fyrirskipaði aðvífandi hershöfðingi fyrirliða hermannanna sex að láta vogin falla. í júní 1989 tóku stjórnvöld að gefa til kynna að fyrirhugaðar kosn- ingar í maí 1990 myndu ekki fela í sér sjálfkrafa valdaafsal til sigurveg- ara kosninganna, fyrst yrði nýkjörið þjóðþing t.d. að samþykkja nýja stjórnarskrá. í sama mánuði voru settar enn strangari reglur um prent- un og útbreiðslu á áróðri stjórnarand- stöðunnar. Stjórnvöld hertu jafn- framt persónulegan áróður gegn Aung San Suu Kyi. Um miðjan júlí- mánuð létu stjórnvöld það út ganga að nú væri heimilt að handtaka pólit- íska andófsmenn og dæma þá á staðnum — ýmist til þriggja ára erfið- isvinnu, ævinlangs fangelsis eða til dauða. Lýðræðishreyfingin ráðgerði að halda Rangoon fjölmenna minning- arathöfn um föður Suu hinn 19. júlí (1989), en þá voru 22 ár frá því hann var myrtur. Stjórnvöld brugð- ust við með því að fyrirskipa út- göngubann allan daginn. Sama dag tóku hundruð hermanna sér stöðu fyrir utan bústað Aung San Suu Kyi. Daginn eftir var henni tilkynnt að henni væri óheimilt að yfírgefa heimili sitt eða hafa nokkurt sam- neyti við fólk annað en nánustu fjöl- skyldumeðlimi. Skorið var á símalín- ur hússins og allt samband við um- heiminn. í sama mund voru aðrir helstu forystumenn Lýðræðishreyf- ingarinnar handteknir. Lundúnablað- ið The Times áætlaði að þá væru um tvö þúsund stjómarandstæðingar í fangelsi. Uppruni Aung San Suu Kyi og sú hylli og aðdáun sem hún vann sér á alþjóðavettvangi með boðskap sínum gerði það að verkum að herfor- ingjamir urðu að taka hana öðmm tökum. Hún krafðist þess að vera flutt í ríkisfangelsið eins og aðrir stuðningsmenn hennar, hún ætti ekki að njóta forréttindi umfram þá. Hún hóf undireins hungurverkfall til að fylgja eftir kröfu sinni og neytti einskis nema vatns næstu tólf daga. Þa var ástand hennar svo ískyggilegt að stjómvöld óku með hana í ofboði á sjúkrahús, og gáfu fyrirheit um að félgar hennar í fangelsi yrðu ekki pyntaðir. The Times sagði að hung- urverkfall Suu væri „alvarlegasta ögrun sem herforingjastjómin í Búrma hefði staðið frammi fyrir“. En heimafyrir neituðu stjórnvöld því statt og stöðugt að Suu hefði farið í hungurverkfall. Reyndar bámst lengi vel engar fréttir af líðan henn- ar. Dr. Micheal Aris, eiginmaður hennar, hafði komið til Búrma um líkt leyti og kona hans hóf hungur- verkfallið, en herstjórnin handtók hann umsvifalaust á flugvellinum. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspumir og mótmæli vestrænna sendiráða spurð- ist ekkert til hans dögum saman. Það var ekki fyrr en honum var á endan- um leyft að hitta vestræna sendiráðs- fulltrúa stuttlega í viðurvist her- manna að vestrænir ijölmiðlar fengu að vita að kona hans væri enn á lífi. * Ijanúar 1990 var Aung San Suu Kui bannað allt samneyti við fjöl- skyldu sína. Eiginmanni hennar og tveimur sonum er meinað að koma til landsins. Hefur hún síðan verið í algerri einangrun. í júlímánuði 1990 var tekið fyrir allt bréfasamband hennar við eiginmann og syni. í heilt ár hafa þeir engar áreiðanlegar spumir haft af Iíðan hennar. Með einangrun Aung San Suu Kyi var bundinn endi á skipulagða fjölda- andstöðu gegn stjómvöldum. Með vopnavaldi tókst þeim að lama stjóm- arandstöðuna tíu mánuðum áður en kosningarnar fór fram í maí 1990. Engu að síður vann Lýðræðishreyf- ing Aung San Suu Kyi yfirgnæfandi sigur í kosningunum og tryggði sér 81% þingsæta. Að dómi fréttaskýr- enda og vestrænna sendiráðsmanna í Rangoon er engum blöðum um það að fletta að þama var um að ræða glæsilegan persónulegan sigur fyrir Aung San Suu Kyi og baráttu henn- ar fyrir mannréttindum. Sú spuming vaknar, hvers vegna herforingjarnir létu kosningarnar fara fram. Sumir halda því fram að þeir hafí ætlað sér að ginna upp á yfirborðið alla atkvæðamestu andófs- mennina í landinu. Stærstur hluti þeirra 392 sem kjörnir vom á þingi undir merki Lýðræðishreyfingarinn- ar sitja nú ýmist í fangelsi, hafa flú- ið land eða em í felum. Öllu líklegra er þó að herforingjaklíkan hafí ein- faldlega trúað því að hún myndi fara með sigur af hólmi. Kosningamar vom hugmynd Ne Wins til að afla landinu velvildar í útlöndum og laða að erlenda fjárfestingu. Hann sagði undirmönnum sínum að óþarft væri að falsa úrslitin. Eins og svo margir aðrir einræðisherrar í sögunni mun Ne Win einfaldlega hafa staðið í þeirri trú að honum hafi tekist allvel að stjóma landinu. Hann taldi því víst að meirihluti landsmanna, eink- um landsbyggðarfólk, myndi, þegar til kastanna kæmi, styðja þá sem gefíð hafa landinu „öryggi og trausta stjórn“. Ef hernum tækist að hafa taumhald á áróðri námsmanna og menntafólks, þá myndi hin óspillta alþýða standa með stjórninni. Kosn- ingaúrslitin voru valdhöfunum því mikið áfall. Þeir hafa hingað til afdráttarlaust neitað að afsala völdum í hendur borgaralegrar stjórnar. Og það er ekkert sem bendir til að þeir ætli sér það. Vestrænir stjórnarerindrekar lýsa valdhöfunum sem hópi rudda- legra, ómenntaðara og þröngsýnna manna sem beri enga virðingu fyrir mannslífum og hafí ekki hugmynd um hvað lýðræði snúist eða hvemig eigi að reka nútíma hagkerfí. ■ ■ Orvænting ríkir í landinu. Þessi fjörutíu milljóna manna þjóð lifír í stöðugum ótta. Fjölmennir flokkar hermanna eru enn á götum úti. Að sögn The Times hafa jafnvel harð- skeyttustu námsmenn misst kjark- inn. „Það er engin spuming að við verðum undir eins skotnir ef við lát- um eitthvað á okkur kræla,“ segja þeir. Starfsmenn bandaríska sendi- ráðsins í Rangoon segja að ekkert lát sé á pyntingum fanga. Öllum vestrænum blaðamönnum hefur ver- ið úthýst úr landinu. Þegar stjórn- völdum býður svo við að horfa tak- marka þau síma- og skeytasamband landsins við útlönd. Þúsundir manna hafa verið fluttar nauðugar milli landshluta; haldið er áfram að of- sækja hin ýmsu þjóðarbrot í landinu; allir gagnfræðaskólar og háskólar landsins hafa verið lokaðar í þijú ár; og allir 'sem grunaðir em um að hafa samband við Vesturlandabúa em umsvifalaust handteknir. Margar konur em meðal þeirra sem hafa verið ofsóttar. Réttur kvenna hefur öldum saman verið í hávegum hafður í Búrma og margar konur vom í hópi sigurvegara Lýðræðishreyfing- arinnar. Fjöldi sagna er af óhugnanlegum aðfömm yfirvalda, ekki aðeins gagn- vart búrmönskum almenningi heldur einnig gagnvart hinum ýmsu minni- hlutaþjóðflokkum sem byggja landið. Ungir menn úr þessum minnihluta- hópum em t.d. oft teknir fyrirvara- laust höndum og fluttir þangað sem herinn er að beijast við uppreisnar- hópa og notaðir þar sem burðarþræl- ar og vinnudýr. Þá em þeir oft þving- aðir til að ganga á undan hópi her- mánna yfír svæði þar sem búat má við að uppreisnarmenn hafí grafíð jarðsprengjur í jörð. Líf þessara manna er einskis virt, og ef þeir reyna að flýja eða kikna undan þung- um burði þá em þeir skotnir á staðn- um. Öðm hveiju berast fregnir um mótmæli einstakra manna sem em reiðubúnir að hætta lífi sínu. Alloft hafa t.d. búddha-munkar risið upp og andæft, en stjómvöld hafa ekki hikað við að beita þá ofbeldi, enda þótt þeir séu álitnir helgir menn í Búrma. Margir munkar hafa verið sendir í nauðungarvinnu. Vestrænar ríkisstjómir hafa reynt að einangra landið efnahagslega til að knýja fram umbætur. Það hefur dugað skammt. Grimmdarseggimir hafa getað treyst á ótakmörkuð vopnakaup frá kommúnistastjórninni í Kína og til að ljármagna þau hafa þeir sett náttúmauðævi landsins nán- ast á útsölu. Efnahagur Búrma er í rúst. Þetta land sem í eina tíð var þriðji mesti hrísgrjónaútflytjandi heims er nú, sem fyrr segir, meðal tíu fátækustu þjóða veraldar. Allur rekstur sem einhveiju skiptir er í eigu ríkisins og þar eð 40% þjóðar- tekna renna beint til „vamarmála" — I landi sem á sér enga utanaðkom- andi óvini — og annar stór hluti ríkis- tekna hverfur sjálfkrafa til að standa undir bílífí og persónulegri auðsöfn- un valdhafanna, er augljóslega ekk- ert fjármagn innanlands til nýrra fjárfestinga. Eins og áður greinir vom kosningamar í maí 1990 tilraun til að laða að vestræna fjárfestingu, en framferði herforingjaklíkunnar í kjölfar þeirra hefur gert þá viðleitni að engu. Valdhafarnir hafa því bmgðið á það ráð að selja ófyrirleitn- um útlendingum aðgang að auðæfum landsins á spottpris. Tælensk skógar- höggsfyrirtæki hafa t.d. fengið að ganga berserksgang í hinum miklu tekkskógum í Búrma. Um 80% af tekkskógum heims em í landinu, og halda umhverfissinnar því fram að þeir séu í mikilli hættu vegna hins skefjalausa skógarhöggs síðustu ár. Fiskveiðiréttindi í landhelgi Búrma hafa jafnframt verið sett á útsölu, réttur til olíuvinnslu undan ströndum landsins hefur verið seldur á lágu verði til útlendra olíufélaga, og eink- afyrirtækjum í Japan, Singapúr og Suður-Kóreu hafa verið boðin reyfar- akjör ef þau vilja fjárfesta í landinu. Það er smánarlegt að íslenskt fyr- irtæki skuli leggja sitt lóð á vogar- skálarnar til að auðvelda grimmdar- ,C 5 seggjunum f Rangoon að afla fyár til vopnakaupa. Samkvæmt frétt í News From Iceland stofnaði Sigfús nokkur Jónsson fyrirtækið Export- Ice sérstaklega til að hafa yfímmsjón með framkvæmdum bandarísks fyr- irtækis, Miriam Marshall, sem hafðí aflað sér (á útsöluverði) fískveiðirétt- inda í búrmanskri fiskveiðilögsögu. Segir í fréttinni að íslenskar áhafnir muni stunda þar fískveiðar. Jafn- framt er því haldið á lofti að þama sé um að ræða íslenska viðleitni til að renna frekari stoðum undir bágan efnahag í Búrma — eins konar þróun- arhjálp. I sama mund og hinn vest- ræni heimur snýr bökum saman gegn grimmdarseggjunum í Búrma, er sem sagt stofnað fýrirtæki upp á Islandi sérstaklega í því skyni að auðvelda þessum óþokkum að mjólka auðlindir landsins. Og forsprakki þessa fyrirtækis, Sigfús Jónsson, reynir að slá sig til riddara sem út- flytjandi „íslensks hugvits“ til þriðja heims lands! Einræðisherramir í Myanmar, eins og þeir kalla Búrma nú, hafa gott samband við nágranna sína í löndum Suðaustur-Asíu. Snemma í júnímán- uði sl. smalaði t.d. tælenska lögregl- an 185 flóttamönnum frá Búrma og sendi þá yfír landamærin til Búrma án nokkurs tillits til hver afdrif þeirra yrðu þar. Ráðamenn í löndum Suð- austur-Asíu láta sér fátt um fínnast fordæmingu vestrænna ríkja á stjórnarháttum í Búrma. Þeir telja slík afskipti leifar af heimsvalda- stefnu Evrópuríkja. Þetta kom ber- lega fram á fundi sem fulltrúar þess- ara landa áttu með fulltrúum Evr- ópubandalagsins í Lúxemborg í lok maí sl. Evrópubandalagið samþykkti fyrir alllöngu að banna vopnasölu til Mynmar (Búrma) og beindi þvi ein- dregið til Asíuríkjanna að gera slíkt hið sama. Fulltrúar Asíuríkjanna virtust einhuga um að það kæmi Evrópuríkjum ekkert við hvemig ráð- amenn í Myanmar stjómuðu í sínu eigin landi. „Evrópubúar og Asíubúar líta heiminn ólíkum augum,“ sagði einn austrænn embættismaður. Með- an svo er verður ekkert lát á grimmd- arverkunum í Búrma. Herforingjamir hafa gefíð til kynna að dóttur þjóðhetjunnar Aung San muni ekki verða gert neitt mein. Þeir vilja ákaft að hún yfirgefi land- ið. Að sögn vikublaðsins The Eco- nomist vonast þeir til að það verði túlkað sem mannúðarverk á Vestur- löndum. Kannski áf þeirri ástæðu einni, segir The Economist, að Aung San Suu Kyi staðráðin í að fara hvergi. En málið er ekki svo einfalt. Meðal Búrmabúa er þessi kona tákn um frelsi og andúð þeirra á valdhöf- unum. Ef hún yfirgefur landið missir almenningur vonina. Þá væri ekkert afl lengur f Búrma til að sameina þjóðina — og stjómarandstaðan myndi tvístrast. Inæsta mánuði mun eldri sonur Aung San Suu Kyi veita viðtöku hin- um virtu Sakharov-verðlaunum sem þing Evrópubandalagsins í Bmssel hefur veitt móður hans. Fyrri verð- launahafar eru Nelson Mandela og Alexander Dubcek. Undanfarin 2-3 ár hefur Suu jafnframt komið sterk- lega til greina við úthlutun friðar- verðlauna Nóbels. Að viðræðum mínum við margt kunningjafólk hennar hér í Oxford hef ég sannfærst um mannkosti hennar og forystuhæfíleika. Enginn efast um einurð hennar og þrek. Nágrönnum hennar og fjölskylduvin- um verður auk þess tíðrætt um tigin- mannlega framkomu hennar og segja að jafnvel á reiðhjóli hafí hún á sér konunglegt yfírbragð. Margir ókunn- ugir láta hins vegar í ljós furðu yfir að þessi kona skuli hafa yfirgefið syni sína og eiginmann til að beijast fyrir fjarlæga þjóð við að því er virð- ist vonlausar aðstæður. Fjölskyldan kemur fyrst, segir þetta fólk. Al- menningur nú á tímum á erfitt með að setja sig í spor þeirra sem nauðug- ir viljugir verða að gera upp á milli einkalífs síns og hugsjóna sinna. í raun og veru átti þessi kona engra kosta völ; uppruni hennar og mann- kostir gerðu það að verkum að þegar til kastanna kom var hennar eigið líf samofið lífi þjóðar hennar. (Höfundur er ríthöfundur og stundar nú doktorsnám í stjómmálafræði við háskólann í Oxford.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.